Alþýðublaðið - 13.03.1920, Síða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Allskonar vörur til
útgerðar
svo sem:
Færi, Segldúkur, Manilla
stærðir
Norsku sjófötin eftirspurðu o. fl.
H. P. DUU
Verzlunarskóli Isiands.
Meðan að samgöngubannið helzt og ekki er öðruvísi ákveðið, er
ætlast til að þeir nemendur skólans, sem heilbrigðir eru, lesi það yfir,
sem farið hefir verið yfir í vetur.
Próf verður haldið á venjulegum tíma eí unt verður.
Inntðknpróf fer þó ekki fram f vor, heldur 2. og 4. október
næstkomandi.
Reykjavík 12. marz 1920.
Jón Sivertsen.
Barnaskólinn.
Skólabörn, sem eru heil heilsu, eru hér með ámint um að
lesa daglega í bókum sínum og sérstaklega að halda vel við því,
sem þau hafa lesið og numið í vetur, því hvað sem skólagöngu
líður að öðru leyti það sem eftir er skólaársins, verður að sjálf-
sögðn kostað kapps um að halda vorpróf á venjulegum tíma. Börn
13—14 ára muni það, að prófið verður fullnaðarpróf þeirra.
Morten Hansen.
JCoii konnngur.
Bftir Upton Sinclair.
Önnur bók:
Prœlar Kola konungs.
(Prh.).
Loksins kom Cartwright i ijós
í dyrunum. Þó líkanúnn væri lítill
og grannur, var framkoman og
látæðið þó örugt og bjóðandi.
,Hvað viljið þið svo sem?“
spurði hann.
,Já, fyrirgefið", sagði Edström,
,við óskum að tala við yður. Við
höfum ákveðið, að við vildum fá
vogareftirlitsmann*.
,Hvað þá?" orðin voru eins og
svipuhögg.
,Við óskum eftir þvf að fá
vogareftirlitsmann".
Það varð augnabliksþögn.
„Komið hér inn fyrirl" Hver á
eftir öðrum fóru þeir inn á innri
skrifstofuna, og hann lokaði hurð-
inni á eftir þeim.
„Nú, hvað er svo erindið?"
Edström endurtók orð sín.
„Hvað hefir komið þessari grillu
ínn í hausinn á ykkur?"
„Ekkert; við álitum að eins að
við yrðum ánægðari".
„Þið álítið, að þið fáið ekki
fulla vigt ykkar?"
„Já — sumir verkamennirnir —
við álftum því, að það væri betra,
ef við fengjum vogareftirlitsmann.
Við erum fúsir að gjalda honum
sjálfir kaup".
„Hver ætti svo sem að verða
|)essi vogareftirlitsmaður?"
„Joe Smith".
Hallur herti sig upp, til þess að
mæta augnaráði hins. „Svo, já,
það eruð þér I" Og einu augna-
bliki eftir bætti hann við: „Það
«r þá þess vegna að þér eruð í
svo góðu skapi!"
Það var langt frá því, að Hailur
væri í góðu skapi, en hann lét
svo sem hann væri það.
„Heyrið þið mig, hvers vegna
ætlið þið að kasta peningum ykk-
ar f sjóinn?" Og yfirverkstjórinn
fór að tala um fyrir þeim. Það
var hreinasta heimska að halda,
að þeir gætu nokkru áorkað á
þennan hátt Árum saman hefði
aáman verið rekin svona, og engin
kvörtun hafði komið fram. Eins
•g jafn stórt og ábyrgðarmikið
íélag eins og G F. C. gerði svo
Iftið úr sér að svíkja verkamenn
sína um nokkrar smálestir af kol
um! Og svo framvegis.
„Herra Cartwright", sagði Ed-
ström, þegar hinn hafði lokið
máli sfnu, „þér vitið að eg hefi
unnið í námum alla æfi mína og
lengst af hér í héraðinu. Eg skal
segja yður nokkuð, sem eg veit
vel um, að almenn óánægja er í
öllum þessum héruðum, vegna
þess að menn verða þess varir,
að þeir fá ekki þá þyngd sem
þeim ber. Þér segið, að aldrei
hafi verið kvartað opinberlega, en
þér skyljið eflaust fullvel ástæð-
una —“
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiðjan Gutenberg.