Fram


Fram - 02.09.1922, Blaðsíða 2

Fram - 02.09.1922, Blaðsíða 2
FRAM 126 ingu fyrir lögum landsins, því að öll lög sem eigi er hægt að fram- íyígja, eru siðspillandi fyrir þjóð- ina. Vonandi verður þetta nýa laga boð og fiskiveiðalögin í heild sinni ekki langlíf. þjóðin verður að krefj- ast þess að þeim verði breytt þeg- ar á næsta þingi og komið í það horf, að þau svari kröíum þeim, sem útvegurinn gjörir til þeirra og sérstaklega að þau verði svo skýr og glögg, að eigi megi teyja þau eins og hrátt skinn og beita þeim eftir geðþótta. Og vér Siglfirðingar eigum fullan sanngirnisrétt til þess, að fá að leggja orð í belg um breytiugarnar á þeim lögum sem snerta atvinmi vora og hag meira en nokkurs ann- ars hluta landsins og sem laumað var í gegnum þingið án þess að vjer ættum kost á að vita hvað á ferðum var, fyr en það var um seinan. Símfregnir. Rvík í dag. Sænsku atkvæðagreiðslunni um vínbannið er lokið og var bannið felt með talsverðum meirihluta. F*átt- takan var afarmikil. Málaleitanir Austurríkis um að sameinast grannríkjunum, hafa orð- ið áraugurslausar. Alþjóðabandalag- ið hefir ennþá ekki tekið neina á- kvörðun um framtíð Austurríkis. Jugoslavar hafa safnað liði á landamæri Austurríkis, en ítalir lýsa yfir að þeir telji það ófriðarsök ef þeir ráðist inn í landið, og vígbú- ast til hjálpar Austurríki. Siemens-verksmiðjurnar þýsku hafa veitt Rússum stórt vörulán. Útför Michaels Coilins fór fratn á mánudaginn var og var þá uppi- Jtald á vinnu um alt írland og sorg- arguðsþjónusta haldin í öllum kirkj- um landsins. William Cosgrave valinn ríkisforseti til bráðabirgða. Skaðabótamáli Rjóðverja er ráðið til lykta fyrst um sinn á þann veg, að þeim er leyft að greiða eftir- stöðvar af afborgunum ársins 1922 tneð víxlum til 6 mánaða. Tékkoslovakar og Jugoslavar liafa framlangt bandlag sitt, og nær það nú til fjárhags- og viðskiftamála. 100 mörk þýsk, eru nú komin niður í 29 aura. Skip brennur. Mótorskonnortan ,Ladas‘ brenn- ttr úti á rúmsjó. Eldurinn varð slöktur og farmi og skipi bjargað. Lriðjudaginn 29. f. m. varmótoi- skonnortan »Ladas« frá Haugasundi, — skipstjóri Nilsen, að veiðum úti á Grímseyjarsundi. Skipverjar og eigandi skipsins sem heitir Wiland og er sjálfur »nótbas« á skipinu, var í bátunum við síid. Alt í einu heyra þeir sprengingu mikla í skip- inu, og rétt á eftir sjá þeir að merki er gefið um borð, að þar sé eldur kominn upp. Þeir hröðuðu nú róðri það mesta er þeir máttu til skips- ins, og var þá eldurinn orðinn all- magnaður í vélarrúmi skipsins er þeir komu þangað. Var nú þegar sent neyðarmerki, því skip nokkur voru að veiðum þarna nálægt. Kom gufuskipið »Osnes« frá Úlfsteini við Álasund skjótt og lagði að hinu brennandi skipi og setti eimslöngu sína um borð í það. Við sameinaðar tilraunir skipverja á »Ladas« og »Osnes« tókst eftir nokkurn tíma að slökkva eldinn. Var þá »Ladas« talsvert skemd en eigi var þó kominn leki á skipið. Osnes« tók nú skipið og dróg það inn til Akureyrar, og var það skoðað í fyrradag. Reyndust þá skemdirnar vonum minni, höfðu brunnið 4 bönd og 2 bitar og nokk- uð út í byrðinginn á parti, en eigi í gegn. Fær »Ladas« leyfi til að sigla heim með afla þann sem hún hefir innanborðs, með því skilyrði að hún hafi annað skip í fylgd með sér, til hjálpar ef hún þarfnast hennar. »Ladas« er tréskip; bygð 1918 og er um 300 tonn að stærð. Skipið hefir fiskað og saltað ut- an landhelgis í sumar, og var afli þess orðinn 1600 tn. Eldurinn kom upp í vélarúmi skipsins. Engan skipverja sakaði neitt. Skip og farmur var vátrygt. S!ys. Rað hefir verið slysasaint þessa síðustu viku hér. Maður, Guðm. Jónsson aó nafni, frá Reykjavík, slasaðist út í Hvanneyrarkrók, hjá Goos, við það að tóm tunna féll í höfuð honum úr nokkurri hæð og veitti honum nokkurn áverka en þó eigi hættulegan. Sárið hafðist illa við, og liggur maðurinn nú á norska sjómannahælinu, en talinn er hann úr allri hættu. Slysið orsakaðist af því, að funnurnar voru teknaróvar- lega úr bunkanum af manninum sjálfum eða einhverjum samverka- manni hans. Mótorskipið »Stella« frá Akureyri var að skipa upp síld í síldarbræðsl- una hjá Goos á þriðjudagsnóttina. Rar hagar svo til, að vagnbraut er lögð rúma manrihæð yfir söltunar- pöllunum og er. síldinni ekið eftir henni í stórum og þungum járn- vögnum. Er pallur á milli brautar- teinanna en enginn utan með braut- inni. Pegar verið var að skipa upp síldinni, rann einn vagninn tómur út af sporinu og féll niður í tóm- an síldarkassa sem undir var og braut hann og háseti af Stellu sem ók vagninum féll einnig niður í sama síldarkassann og meiddist mjög, var hann borinn um borð í skipið rænulítill og fór það þegar á stað með hann til Akureyrar. Maðurinn, sem heitir Jakob Jóns- son frá Tungu á Tjörnesi, liggur nú á Akureyrarspítala og er ábata- vegi. Við læknisskoðun reyndust tvö rif brotin og æð hafði slitnað og blætt inn í brjóstholið. Er talið að hann muni koma til heilsu aftur en þurfa langan tíma til að ná sér. Um orsakir til slyssins eru deild- ar sagnir. Telja sumir umbúnað þarna eigi nógu tryggan og er það að sönnu satt, því annars hefði þetta eigi hent. En þó er það allgild afsökun, að þarna er búið að keyra upp síld með sama út- btinað í 10 sumur, og hefir aldrei orðið að slysi. Aðrir kenna því um, að maðurinn sem ók vagninum, hafi staðið á enda vagnsins, og ef svo er, þá er það næg ástæða til þess að vagninn tómur, tapar jafnvægi því sétn liann annars hefir. Rað er líka talrn ein ástæða, að mennirnir af Stellu sem unnu að uppskipun- inni, hafi verið orðnir mjög þreyttir. Hvað svo sém um þetta er, þá er það eitt víst, að slys þetta hefði getað orðið margfalt voðalegra. Ef fólk hefði verið við síldarvinnu und- ir vagnbrautinni, eins og oft á sér stað, gat þetta kostað fleiri manna líf. Rað er því full þörf á að brýna fyrir mönnum varkárni bæði við þetta verk og mörg önnur. — »AI- drei er of varlega farið« og mesta furða er það, að slys skuli ekki verða hér oftar en er sökum óvar- kárni og ónógs útbúnaðar við vinnu, nægir þar að benda á götin á síld- arpöllunum sem fólk er altaf að detta ofan um, en engum verður að vegi að byrgja. Tilkynning frá Lögjafnaðarnefndinni. Dansk-íslenska nefndin hefir set- ið á fundum í Reykjavík dagana 9.—13. ágúst og hefir þar verið rætt frumvarp, er danska stjórnin hefir borið fram, um tilhögun Iand- helgisgæslunnar árin 1923—1925. Er þetta frumvaip fram komið vegna ályktunar þeirrar, sem síðasta al- þingi gerði um að fela landsstjórn- inni að semja við dönsku stjórnina um aukið eftirlit með landhelginni. Efni frumvarpsins er það, að Danir skuldbinda sig til, árin 1923 —1925 að halda úti á eigin kostn- að tveimur strandvarnaskipum við ísland og séu þau hér við land bæði samtals i 15 mánuði, þannig að þau séu bæði stödd hér á vetr- arvertíðinni, mánuðina íebrúar, mars og apríl, í stað þess að hér er að eins eitt skip í 10 mánuði, eins og Danir eru skuldbundnir til að hafa samkvæmt sambandslögunum. Enn- fremur hafa verið gerðar ýmsar nánari ákvarðanir um fyrirkomulag og framkvæmd strandgæslnnnar, þannig um sérstök íslensk eftirlits- skip og starfsvið þeirra. Meiri hluti nefndarinnar hefir lagt til að stjórn- irnar samþykki frumvarp þetta með nokkium breytingum, en minni hlutinn ræður helst frá því að nokk- Nr. 34 ur samningur sé gerður, en ef það ekki fáist, þá séu gerða ýmsar miklu víðtækari breytingar á frumvarpinu. Meðal annara mála sem nefndin hefir rætt má nefna sérstaklega, að nefndin mælir mjög fast fram með því, að loftskeytastöð sé sett upp á austurströnd Grænlands, með því að veðurskeyti þaðan til Reykja- víkur munu hafa mikla þýðingu í þá átt, að draga úr hinu mikla manntjóni, sem samfara er íslensk- um fiskveiðum. Eins og venja er til var gefin skýrsla um frumvörp þau, sem oiðið hafa að lögum í ríkisþinginu danska og alþingi, síðan nefndin hélt fundi síðast og hvernig liði starfinu að ýmsum samningagerð- um, sem nefndin hefir áður lagt til að framkvæmdar yrðu, (»Lögrétta.«) Fréttir. Vínsmyglunín í Noregi. Við Friðriksstad fundu tveir her- menn nýlega spiritusbirgðir sem námu 5 þús. lítrum. Vopnaður vörður var settur við vínið, en hann hafði sofnað. Kristjaníubær þarf til bæjarmála þetta ár 113 milj. króna. Þar af á að verja 14 milj. til'að byggja fyrir íbúðarhús til að bæta úr húsnæðiseklunni. Fiskmarkaður Noregs á Spáni. Tilraunin sem Norðmenn gjörðu með að flytja kældan fisk til Spánar misheppnaðist alveg. Farminnm var öllum fleygt í sjóinn. Því er kent um, að skipið safnaði farminum á mörgum höfnum og gekk til þess iangur tími. Auk þess biluðu kæli- vélarnar á leiðinni svo fiskurinn naut ekki a'nnars kulda en frá ísn- um í farmrúminu. Spánverjar gjörðu tilraunina og er talið víst að þeir muni ekki hætta við svo búið, held- ur halda tilraununum áfram, og er búist við góðuin árangri. Vikan. Tíðin. Austan þurkur og sólskin á sunnudaginn, en annars sífeldir óþurkar alla vikuna, — skiftst á rigningar og þoku- mollur. Talsverður norðan sjór um miðja vikuna, en annars hægðar veður. Síldin. Mikill síldarafli framan af vik- unni en minni uin miðja vikuna vegna sjógangs. í gær talsverð síld, en allflestir orðnir tunnulausir. — Þó fengu nokkrir tunnur í gær. Síldarverksmiðjurnar bæði hér og á Eyjafirði, hafa keyþt mikið af síld núna á síðkastið. Um síðastl. helgi var búið að salta alls 177 þús. tn. Ágiskað að nú muni vera búið að salta hér á Siglufirði um 135 þús. tn. og alls hér norðanlands nær 200 þús. tn- Það mun nú hver síðastur með nóta- veiðina en reknetasíld getur orðið eitthvað frameftir. þorskafli hefir verið afbragðs góður

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.