Plógur - 30.11.1901, Blaðsíða 3

Plógur - 30.11.1901, Blaðsíða 3
77 átt að taka þær jurtir til ræktun- ar, sem vaxa villtar á þeim stað, sem um er að ræða, og afla sér svo smámsaman reynslu í ræktun þeirra. Grasfræsáning er lítið reynd nér á landi og flestar af þeim fáu tilraunum, sem gerðar hafa verið, hafa misheppnazt, og hefur optast vorri hörðu veðuráttu verið um það ^ennt, en eg hygg aðalorsökin til þess að þetta hefur misheppnast sé allt önnur, eins og eg skal nán- minnast á. Hins ber líka að gæta, að þó erfitt gangi í fyrstu, Riá ekki gefast upp, því með fram- ^aldandi góðri ræktun á sama stað, niá ílenda flestar jurtir — venja þær við loptslagið. En að sjálfsögðu Verður hentast fyrir oss að rækta Vorar eigin fóðurjurtir, og þó fræ- r*kt af þeim sé töluvcrðum vand- kvæðum bundin í fyrstu, og verði því ekki á allra færi. þá efast eg ^lls ekki um, að það með tíman- Um geti heppnazt vel. — En hér er ein hindrun í vegi, sem aldrei, ef til vill hafa verið Sefnar gætur að, þegar sáð hefur Verið grasfræi hér, og það er ástand Jarðvegsins, sem sáð cr í. — í vest- anverðum Norcgi kemur mjög víða fyrir jarðtegund sú. sem þar er fcölluð »Raahumus« (í svipinn get eg ekki fundið íslenzkt orð, sem ^ér líkar, yfir þetta); þessi jarðteg. hefur mjög mikla þýðingu í þessu efai, því það er með áreiðanlegri ’eynslu sannað (í Sviss, Noregi og Hðar) að þar sem i> Raahumnst kemur fyrir til mima er lítt m'ógu- legt að grasbinda jarðveginn aþt- urfegar hið uþþrunalega gróðrar- lag er tekið af nema því að eins að bera á talsvert af kalki, eða þá mestu kynstur af algengum hús- dýraáburði. —Jarðtegund þessi er að mestu leyti ófúin moldefni, og því tyrfin og seig, hindrar hreyfing vatnsins í jarðvegitium, svo það stendur kyrt fyrir og útilokar hin bætandi áhrif af eldi (súrefni) lopts- ins. A slíkum jarðvegi þrífast að eins þýðingarlitlar grastegundir, lyng og nokkur hálfgrös, áburðurinn verkar ekki og grasfræsáning er árangurslaus. Hið sama á sér stað á þeim jarðvegi, sem vér köllum torfjörð, en það er í þt engri merk- ingu að útlenda otðið »Raahumus« á við. 011 slík jörð er ntjög snauð að bakteríum, og ummyndan jarð- vegsins gengur því mjög seint. Hið helzta ráð til að breyta þess- utn jarðvegi í lausa tnold er þar sem urn útengi er að ræða — vatns- veiting. Vatnið flytur jörðinni eldi, sem gerir það að verkum, að jörð- in myldist. Að vinna jörðina vandlega með plóg og herfi er aptur á móti hið sjálfsagða, þar sem utn grasfræ- sáningu er að ræða og helzt ætti jarðvegurinn að liggja opinn um lengri eða skemmri tíma. Ef far- ið væri að leggja stund á grasrækt með sáningu hér, eru tvær leiðir fyrir hendi, eptir ástandi jarðvegs-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.