Plógur - 30.11.1901, Blaðsíða 5

Plógur - 30.11.1901, Blaðsíða 5
79 yfir jarðræktina á Jaðrinuin í Nor- egi samanbornar við vorar kring- umstæður, af þvt' mér virðist þar ýmislegt ‘eptirtektavert að finna. Það sem hér er sett er að eins lauslegur útdráttur úr aðalefninu, rúmsins vegna var ekki hægt að taka hér meira, enda hef eg í hyggju að taka aðalatriðið — gras- rækt með sáningu — til nánara um- tals á öðrum stað. Eg hafði bú- izt við því, að stjórn Búnaðarfél. ísi. mundi láta fyrirlesturinn ein- hverstaðar að einhverju getið, en með því það ekki varð, hef eg sett þennan útdrátt, ef vera kynni, að lesendur »Plógs« fyndu þar eitt- hvað eptirtektavert. J. J. Hvernig og hvenær er bezt að bera á túnin? Frh. Að svara þessari spurn- ingu með tilraunum þarf ekki að kosta mikið, og altaf er það áreið anlegast að iáta reynsluna svara. Eg skal hér benda, á hvernig haga mætti einföldum tilraunum til að leysa úr þessu Til þessara til- rauna skal velja blett í túnimi, helzt þar setn jarðvegur er djúp- ur og myldinn, og sem ekki hall- ar, nema lítið eitt á einn veg; minna en 500 Q faðm., er ekki ráðlegt að taka. Ef tekin er þessi stærð má skipta stykkinu í 5 spild- ur, er sé 5 faðm. á breidd hver, verður þá lengdin 20 faðm. og hver spilda 100 Q faðmar. Spild- urnar liggja samhliða beint undan aðalhallanum, er svo alt stykkið í heild sinni girt, en teigarnir af- markaðir með hælum, og sett núm- er fyrir hverja spildu, eins og hér er sýnt. Hliðarhalli má alls ekki vera á stykkinu, því þá getur áburðarlög- ur stigið frá einni spildu til ann- ars, og gerir það tilraunina óná- kvæma. A spilduna 1. sé borið á að hausttíma, og ekki mokað úr. Á spilduna 2. sé borið á um sama leyti og á I., og vandlega mokað úr. Nákvæmlega jafnmik- ið af samskonar áburði sé borið á báðar þessar spildur. A spild- una 3. sé borið að haustinu gam- all afrakstur, mómold, veggjamold eða annað slíkt, sem skýlir rót- inni, en ekki hefur nein veruleg áhrif á frjósemi jarðvegsins, þessu sé vandlega dreift yfir. A spilduna 4. sé að vorinu borið á, jafnmikið af samskonar föstum á- burði og á 1. og 2., en áburðinn skal þynna út með vatni, og má ekki lögurinn vera svo þykkur, að áburðurinn verði sem skán of- an á grasinu, heldur hverfi hér um bil alveg ofan í; á 5. sé ekki borið neitt. — Allar spildurnar skal slá um sama leyti, og vega

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.