Plógur - 02.12.1902, Síða 6

Plógur - 02.12.1902, Síða 6
7° því, hve geldstöðutíminn er lang- ur. Það er sem sé eina ráðið til þess, að gelda kýr að mjólka þær illa. Og þetta, að mjólka illa, hef- ur gert marga nýborna kú ónýta, óeðlilega nytlága. — Hvernig er nú bezt að gelda upp kýr, sem ekki mega við því, að mjólka fram að burði? Vér hugsum oss, að hafa kú, sem á að byrja á, að gelda upp i dag. Til þessa hefur hún verið mjólkuð tvisvar sinnum á dag. Þá segjum vér í dag, fyrsta dag, mjólkum vér hana einu sinni, á morgun sömuleiðis, þriðja daginn ekki, fjórða daginn einu sinni, fimmta og sjötta daginn ekki, en sjöunda daginn einu sinni. En þess má geta, að þessi að- ferð dngar ekki við aliar kýr. Þetta getur því ekki átt við allar kýr. Og hér kemur til greina, að þeir eða þær, sem mjólka og hirða kýr kunni til verka, og þekki eðli skepnanna og hagi sér eptir því, sem við á í þetta eða hitt skipti við þessa eða hina kú. Til eru þær kýr, sem alls ekki þurfa 7 daga til þess að geldast. Og aptur aðrar, sem alls ekki er mögulegt að gelda upp, hvernig sem að er farið; slík dæmi eru að vísu fá. Setjum nú svo, að maður eigi að gelda upp kú, sem illt er að gelda upp. Þá reynir maður, að mjólka hana nokkra daga, fyrst einu sinni á dag, 4—6 daga ann- an hvorn dag, 6 daga þriðja hvorn dag; ef kýrin ekki eptir þann tím3 geldist, er óhætt að hætta við hana, en í þess stað mjólka hana sem áður, og gefa henni gott og kröptugt fóður, til þess að auka krapta hennar, úr því þeir ekk* verða auknir með því. að láta hana hætta að mjólka. En þesa má geta, að um leið og verið eI" að gelda kýrnar upp, á að gefa þeim minna og lakara fóður. Spurningar og svör. A að láta straumveitu liggja á mýr' um yfir veturinn? (G. J.). Svar: Spyrjandinn á að líkind' um við flóðveitu. Straumveitur eru þar einungis við' hafðar, sem halli er á jarðvegi hsefi' legur og á þurlendi. En á hallalitln eða hallalausu landi t. d. mýrum, erh flóðveitur hafðar. Spurningin um það, hvort rétt se að láta vatn liggja yfir mýrum á vetf' um, er vandsvarað, því enn þá erit ekki fengnar fullar sannanir fyrir þvfi að það sé rétt, eins og líka hitt, að hæpið er að halda því fram, að það skaði mýrar, einkum forarflóa. I Sví' þjóð þykir það vlða gefast vel, að láta standa vatn yfir á mýrarflóum á vetr- um. En ef jörðin er nokkurO veginn þur, og góðar grastegundir vaxa þar, má vatn alls ekki stand^ á yfir veturinn. Aptur á móti erá miklar líkur til þess, að blautar mýr' ar hafi gott aí því, að vatn liggi ^ þeim yfir veturinn, og hefur það gef'

x

Plógur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.