Plógur - 01.01.1905, Blaðsíða 3

Plógur - 01.01.1905, Blaðsíða 3
3 hefur einn nokkuð til muna að gera með dýra sláttuvél, því þótt niegi slá með vélinni 4—5 daga -— en það er óvíða — þá borg- ar það sig þó illa. — Hvenær eiga sláttuvélar við hjá oss? Þeg- ar þakslétturnar hverfa. Þá er brautin rudd fyrir hana. En nú sem stendur get eg ekki séð, að mikill ávinningur geti verið að því fyrir bændur, að kaupa hana, og það því fremur, sem hún er svo dýr En í félagi gætu nokkrir bændur í sveit átt hana. Ef t. d. 6 bændur væru í félagi og hver þeirra ætti t. d. 6 dagsl. vel slétt- aðar, þá þyrfti hver bóndi að hafa vélina hcr um bil einn dag. En eins og eg hef hér að framan tek- ið fram geta verið einstöku heim- ili, sem svo hagar til, að mikið niegi slá utan túns með henni. En hafi Ólafur Hjaltested þökk fyrir endurbótina a þessari vél. Hún kemur máske einhverjum að gagni hér á landi, þótt ekki verði jafnnnkið og sumir hafa þegar þótzt sjá að hún mundi gera, eg held nærri því umturna öllu og leiða landbúnaðinn inn á nýja braut. Því miður getur það ekki °rðið undir núverandi búnaðar- háttum vorum. Eg óska þess, að einhver gæti fundið upp vé! til þess að flýta fyrir jarðyrkjustörfum vorum t. d þúfnasléttunarvél. Það væri dýr- 'Uætt verkfæri. En því miður er úvíst, hvort nokkur möguleiki er fyrir því, að slík vél verði búin til, vél, sem ristir ofan af þúfun- um, pælir þær fljótar en plógur- inn, jafnar flagið og þekur síðan. Eg hef átt tal um þetta við danskan hugvitsmann og taldi hann óvíst, að nokkrir möguleik- ar væru á því, að búa út þannig lagaða jarðyrkjuvél. Sameinaðir stöndum vér — Sundraðir föllum vér. „Margar hendur vinna létt verk" — og „margt smátt gerir eitt stórt“. — Þessi spakmæli ættu aldrei að líða úr huga vorum. Vér Islendingar erum svo fatæk og fámenn þjóð, að vér megum ekki við því, að láta ónotuð þau öfl í mannlífinu, sem reynsla ann- ara þjóða á öllum öldum hefur sýnt, að eru máttarstólparnir fyrir öllum verklegum framförum, en það er samvinnnan og félagsskap- urinn. Okkur íslendingum er áfátt í þessu. Við erum engir félags- menn, þótt ótal félög hafi verið stofnuð á síðari árum Félags- skapur vor er í bernsku, en von- andi þó, að þetta lagist með tím- anum eins og annað. Það er ekki nóg að stofna félög, sem lítið gera og geta aldrei náð verulegum þrif- um sökum sundurþykkju meðlim- anna og af öfund og rógi ein- stakra manna. Hvergi í heimin- um er þörf á meiri félagsskap en hér á landi, þar sem fámennið er svo tilíinnanlegt.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.