Plógur - 01.01.1905, Blaðsíða 4

Plógur - 01.01.1905, Blaðsíða 4
4 Félagsandann þarf að glæða hjá æskulýðnum. Hann er ein af hin- um þýðingarmestu, „borgaralegu dyggðum", ef svo mætti að orði komast. Hver hreppur er kall- aður sveitarfélag — en þetta er í rauninni ekki nema nafnið tómt. Það er ekki félag i þeitn skiln- ingi, sem það ætti að vera. Hvert sveitarfélag ætti að vera eins og eitt heimili, þar sem hjúin engu síður en húsbændurnir hugsa um sameiginlegan hag heimilisins. í hverjum hreppi ætti að vera eitt allsherjar verzlunarfélag. Allir fyrir einn og einn fyrir alla væru í ábyrgð fyrir peningaláni, sem notað væri til þess, að auka bú- stofn bænda og koma upp óháðri sveitaverzlun. Hvaða leið farin væri til þess, að fá gott verð á útlendum vörum og geta selt flest- ar landbúnaðarvörur fyrir peninga, stendur alveg á sama. En það er víst, að hvert hreppsfélag á þenn- an hátt gæti haft meira upp úr því, sem það framleiðir, en með því, að hver einstakur félagsmað- ur verzli einn út af fyrir sig. Að vísu má fullyrða, að mjög margir af efnaðri bændum í hverju sveitafélagi komist á einhvern hátt að góðum vörukaupum, annað- hvort hjá kaupmönnum eða á þann hátt, að verzla í kaup-pöntunar- eða verzlunarfélögum. En þetta þarf að ná til allra. Fátækasti bóndinn í sveítinni hefur engu minni þörf fyrir það, að verzla sér í hag, en þeir sem ríkir eru. En það er einmitt það al- gengasta, að þeir, sem fatækastir eru, og því hafa mesta þörfina á því, að fá þetta iitla, sem þeir hafa til þess að selja, seit með góðu verði, og sömuleiðis fá nauð- synjar sínar sem allra ódýrastar, komast að verstum verzlunarkjör- um. Eg sé því engin ráð til þess, að bæta úr þessu verulega, nenia með almennum félagsskap meðal bænda. Og eptir hlutarins eðli eru það sveitafélögin, sem ættu að reyna að ráða bót á þessu. í hverjum hreppi ætti að vera einn almennur samkomustaður til fund- arhalda og skemmtana fyrir unga og gamla. Ekki væri það ofmikið til ætlazt af prestunum og öðrum menntamönnum í hverjum hreppi, að þeir að minnsta kosti einu sinni í hverjum mánuði héldu fræðandi og skemmtandi fyrirlestra fyrir al- menning I sambandi við þessa fyrirlestra mættu svo vera ýmsar aðrar skemmtanir, sem nauðsyn- legar eru ungu fólki. Slíkar skemmti- og fræðisamkomur eru almennar til sveita í öðrum lönd- um, og þykja afar þýðingarmiklar, ekki sízt með tilliti til þess. að draga dálítið úr hinni svonefndu „kaupstaðarsótt" unga fólksins. Það vill hafa skemmtanir að vetr- inum, og það þarf að hafa ein- hverjar skemmtanir, ef það á ekki að eldast löngu fyrir tímann t andlegum skilningi. Hér er hreint og beint um náttúrunauðsyn að ræða.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.