Alþýðublaðið - 09.02.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.02.1927, Blaðsíða 4
4 ALEÝÐUBLAÐIÐ Jafnaðarmannafélagið (gamla). Aðalfundur þess er í fcvöid kl. 8 í Ungmennafélagshús- Snu. Til umræðu verða atvinnu- leysismálin og tilraunir íhaldsins (tii fess að draga úr almenna fcosningarréttinu m. Skipafréttir. „Gulffoss" var væntanlegur hihgað um kl. 3 í dag. Með hon- tim eru m. a. nokkrir þingmenn. „LyTa“ fer héðan annað kvöld. Línuveiðarinn „Fróði“ og vélbáturinn „Sjöfn“ irá Isafirði, sem íslandsbanki hef- iv nú selt, komu hingað í gær. Eiga þeir að fara á veiðar. Einnig kom „Puríður sundafyllir“ til við- jgerðar. Skipið slitnaði upp í (vfetur 'og brotnaði pá nokkuð. Togararnir. „Þórólfur" kom í gær af salt- fiskveiðum með 61 tunnu lifrar. Enskur togari kom hingáð í gær- kveldi éitthvað bilaður. Tiðindi frá sambandsþinginu fást í af- greiðslu Alþýðublaðsins. Tímarits iðnaðarmanna hefir þegar verið getið hér i blaðinu. Er vel frá því gengið og snyrtilega. Veðrið. Hiti 7—2 stig. Átt suðlæg. Stormur við Suðvesturland, més't- ur í StykkishÓlmi, hvassviðri á Ákureyri og 'víðar allhvast. Regn :á Suðurlandi og mikið á Vestur- landi. Þurt á Norðurlandi og Austfjörðum. Djúp loftvægislægð yflr Grænlandshafi á norðurleið. Logn á Norðursjónum. Útlit:Sunn- íanhvassviðri í fílag, en útsynnings- tvílit, mjög ódýr, nýkominn. Alfa, Bankasírætl 14. íhvassviðri í ‘nótt. Líkt um aít land nema hægast í dag á Suðaustur- iandi. Regn í dag syðra og vestra, hláka nyrðra og eystra. Hryðju- veður í nótt. „Morgunblaðið“ og alpýðu- fræðsla Stúdentafélagsins. „Morgunblaðið" er farið að líta svo á, sem ekkert megi segja í alþýðufræÖslunni annað en það, sem sé í samræmi við þess skoð- anir. Sögulegum sannindum og réttariegum eigi að umhverfa eða gersamlega þegja um þau, ef þa,u afsanna skoðanir blaðsins. En svo er guði fyrir þakkandi, að skoð- anir „Mgbl.“ eru ekki löggiltar hér á landi, og er hverjum manni hér heimilt að hugsa og segja, hvað sem hann vill. Og það ætti „Mgbl.“ að vita, að engin skoðun stiflast við þaði, að kefluð sé eða reynt sé að kefla þá, sem skoð- unina hafa. Réttur íslands til Grænlands hvorki eykst eða niijhk- ar við ösvífið orðbragð hálf- greindra manna. Það eru 'rök, sém menn eiga að nota; gíturyrði koma ekki að öðru halcli en því að afla rikissjóði tekna (sektir), sem auðvitað ekki er einskisvert. Annars ætti „Mgbl.“ sem minst að ta'a úm að ganga érindi er- íendra manna; það veit það vel, að það er almannarómur, að það hafí gert það og geri enn, hvað sem hæft ér í því. En alþýðu- fræðslunefnd stúdentafélagsins vili hiutdrægnislaust láta menn fræða i uin allar hliðar al ra inátá, og er það rétt. Ásgarðnr. Drengir og stúikur, sem vilja selja Alþýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. Lííill handvagn óskast til kaups eða leigu. A. v. á. Nýbrent og malað kaffi 2,25 V2 kg. Hveiti, bezta tegund, 0,28 (4 kg. Haframjöl 0,28 1/2 kg. og þessi ágæti freðfiskur undan Jökli á 1 kr. 1/2 kg. — Hermann Jóns- son, Hverfisgötu 88, sími 1994. Nafni minn, mánaðarblað herra Odds Sigurgeirssonar, kemur eft-. ir hálfan mánuð, kostar 25 aura, af sömu stærð og gamla Aiþýðu- biaðið var. Ég er í kristinna manna tölu og kemst seinna í kristinna manna reit. En það strik- aði Húsavíkur-Jón út. Ég má taka grein af manni. Oddur Sigurgeirs- son Sólmi (ættarnafn), Bergþóru- götu 18. NB. Fæddur í Pálshúsum við Reykjavík, misti heyrnina af því að mér var bjargað úr sjó. Upp a inn hjá miklum formanni, sem druknaði 1906. Sokkar - Sokkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Brauð og kökur frá Alþýðu- brauðgerðinni á Vesturgötu 50 A. Alpýduflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttir! Auglýsið því í Alþýðublaðinu. Verzlið við Vikcir! Það verður notadrýgst. Rjómi fæst í Álþýðubrauðgerð- ínni: Ritstjórl og ábyrgðariBaðuí Hallbjöra Halldórssoa. Alþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Smiður er ég nefndur. leiddi fangann til liðsforingjans við skrif- borðið. Hann spurði, fyrir hvað maðurinn væri ákærður, og var svarað: „Valdið óróa og stöðvað umferðina." „En, liðsforingi!" sagði ég, „þetta er aiveg fráleitt. Þessi maður hefir ekkert annað gert en að reyna að varna því, að skríishópur eyðilegði eignir.“ „Þér getið skýrt dómaránum frá því í fyrra málið,“ svaraði liðsforinginn. „Hvað er veðsupphæðin mikií?“ spurði ég. „Eruð þér reiðubúinn til þess að greíða veðfé?“ Ég sagði svó vera, en þá fyrst tók Smið- ur til máls. „Eigið þér við, að þér ætlið að leggja fram fé til þess, að ég verði ieystur héðan? £g vil ekki, að neitt fé verði greitt fýrir mig.“ „Leyfið inér að útskýra þetta íyrir yöur, herra Smiður!" svaraði ég. „Þér græðið ekk- ert á því að eyða nóttinni í fangakleía. Þér fáið eklcert tækifæri til þess að tala við.fangana. Yður verður haldið einum sér.“ Hann svaraði: „Faðir minn mun verða nxeS mér." Og hann leit beint framan í liðsforingjann og mælti: „Haldið þér, að þér geíið bygt þann klefa, sem faðir minn keinst ekki inn í?“ Lögreglumaðurinn var ganiall í hettunni, með grátt hárkögur umhverfis skallann, og irann hefir vafalaust verið spurður margra kyn!egra spurninga um æfina. Svar hans var i því fólgið að spyrja fangann, hvað hann héti, 0g þegar fanginn steinþagði, þá skrif- aði hann: „Jóhann Doe Smiður“, og héit síðan áfram: „Hvar eigið þér heiina ?“ Smiður mælti: „Refar eiga greni og fuglar hifninsíns hreiður, en sá, er vinnur fyrir málefni réttlætisins, á sér ekkert heimili í heimi ágirndarinnar.“ Svo aö liðsforinginn skrifaði: „Ekkert heimijisfang“, og kinkaði kolii til fangavarð- arins, sem tók í handlegginn á SmiÖi og ieiddi hann út um stálvarðar dyr, Abell og ég fórum út og slógumst í hóp- inn fyrir' utan. Enginn okkar vissi, hvað við áttum að gera að Everett einum undan- skildum, sem sat á þrepunum með skrifbók sína og lét mig hafa upp orð fyrir orð alt, sem Smiöur hafði sagt! ( XLIX. Abell sagði okkur, hvar lögregluréttarstof- an væri, og við komura okkur saman um að hittast þar klukkan níu næsta morgun. Ég skildi því næst við hina og gekk áleiðis, þangað til ég mætti leigubifreið, og ók þá heim. Mér fanst ég vera einmana og yfirgefinn. Mér stóð á sama um alt í mínu fyrra lífi. Þetta var sá dagur vikunnar, er ég var van- ur að fara í íþróttaklúbbinn og leika hnefa- leik, en nú gat ég ekki að því gert að fara að hugsa um, hvaÖ Smiður rnyndi segja um þess konar stælingu af því að berjast. Ég ákvað að vera einsamall um hríð, taka mér göngu og hugsa málið. Ég hafði verið óá- nægður með líf mitt um langt skeið. Bjarrn- inn var farinn af gleðskap æskunnar, og ég bafði verið farinn að fá grun um, að líf mitt væri. fánýtt og duglaust. Nú vissi ég, að það var það, og ég vissi líka, að veröldin vaj staður kvala og hörmunga. Ég kom heim aftur, er áliðið var dags, 0g nokkrum mínútum síðar var bringt í sím- ann, og ég komst að raun um, að fleiri en ég voru óánægðir með tilveruna. „Hallö, Billy!" var sagt, og þekti ég þeg- ar rödd T—S. „Ég sé, að þessi náungi, Smið- ur, er í fangelsi. Hvers vegna setjið þér ekki veð fyrir hann?“ „Hann vill ekki leyfa mér það,“ svaraði ég.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.