Plógur - 01.01.1907, Síða 2

Plógur - 01.01.1907, Síða 2
2 PLÓGUR. Jafnvel guðfræðingarnir mega naumast heyra jafnaðarmensku nefnda á nafn; þeim er yfirleitt meinilla við þetta orð; setja þeir það í samband við byltingamenn, vantrúogstjórnleysi. Oghverer nú aðal-kjarni jafnaðarmenskunnar? — Jöfnuður, kœrleikur, mannúð. Og það þori eg að segja, svo allir heyri, að fyrsti verulegi jafnaðar- maðurinn var Jesús frá Nazaret. Kenning sú, sem jafnaðarmenn berjast fyrir, er í rauninni andi kristindómsins. Jafnaðarkenn- ingin er liöfuðþáttur, sem geng- ur í gegn um allan krisfindóm- inn. En hitt er satt, að margir for- ingjar jafnaðarmanna taka upp í stefnuskrá sína ýmislegt það, sem kristnum mönnum hrýs hug- ur við. En eins og kristindóm- urinn er annað í sínu insta eðli, en játningarrithinnaýmsu kirkju- félaga, eins er jafnaðarmennskan í sínu insta eðli og upprunalegu mynd alt annað en ávextir af starfi sumra jafnaðarmanna, sem aldrei virðast hafa skilið þessa hreyfingu, eða þá menn, er báru hann fyrst fram t. d. Robert Awen og Karl Marx. Verkmannalýðurinn hefir oft átt við bág kjör að búa. Á þjóð- verjalandi eru þeir margir svo fátækir, að þeir hafa ekki efni á að kaupa sér annað kjöt en hundakjöt! Brauðið borða þeir venjulega þurt, nema þeir geti fengið svínafeiti eða aðrar allra ódýrustu feititegundir. En svona er það víðar, einkum í stórbæjum iðnaðarlandanna. Pessum flokki manna hefir á síðari tímum fjölg- að mjög mikið, eftir því sem stóriðnaðurinn hefir aukist. í Danmörku er t. d. verkmanna- lýðurinn nú orðinn yfir 200000 manna, en um 1800 voru þar að eins fáar þúsundir. Kjör sumra verkmanna á Englandi, Pýzkalandi og Rúss- landi eru litlu betri en þræl- dómur fyrri tíma. Börn þessara manna alast upp í eymd og spil- ingu, því að enginn er til að líta eftir þeim, þegar bæði faðir og móðir þeirra eru allan daginn við vínnu í verksmiðjunum. Pessi eymdarkjör, sem svo margar þúsundir i hverju landi hafa átt, og eiga víða enn, hafa vakið þessa hreyfingu, sem þegar liefir verið nefnd. Hefir því mjög mikið áunnist til þess að bæta kjör verkmanna. En jafnframt því má segja, að undir niðri hafi alt af verið barist af jafn- aðarmönnum fyrir enn þá víð- tækara markmiði. En þessi víð- tækari hugsjón jafnaðarmannsins er sú, að breyta allri núverandi fólksskipun þjóðanna, afnema auðvaldið frá rótum, og setja í hásæti þess fullan eignajöfnuð og jafnrétti. — Er þetta ekki andikristindómsins? Saint Simon foringi sócíalista á Frakklandi hefir haldið þeirri skoðun fram, að þjóðfélagið eða ríkið ætti að

x

Plógur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.