Plógur - 01.01.1907, Side 7
PLÓGUR.
7
vorrar að gefa ýmsura fornrit-
um gaum; það var arfur sá frá
Forn-Grikkjum og Rómverjum,
sem gat ekki glatast með öllu í
miðaldamyrkrinu, og hefir orðið
að drjúgum menningargrund-
velli fyrir Norðurálfubúa á síð-
ari öldum.
Árið 1630 hreyfði René Des-
cartes þessari löngu gleymdu
frumagnakenningu fornaldarinn-
ar. Hann var allmerkur fransk-
ur visindamaður.
Nokkru síðar bygðu þeir Kant
og Schelting (Þýzkir spekingar)
sína alkunnu aflfræðiskenningu
á þessari frumagnakenningu.
í byrjun 19. aldar reis þessi
kenning upp á Englandi í nýj-
um búningi. Hét sá Dalton sem
bar hana fram þar fyrstur manna
Siðan hafa vísindamenn flestir
hampað henni og hossað. Hún
hefir verið nokkurs konar Mím-
ishöfuð Óðins 19. aldarinnar
(Óðinn == mannsandinn). Og
satt að segja hefir hún verið
gagnsamasta þjónustukind vís-
indanna frá þeim tíma og fram
á vora daga. Hún er sannköll-
uð móðir efnafræðinnar, jarð-
yrkjufræðinnar, og fóstra flestra
annara fræðigreina að einhverju
leyti
Nú tala menn ekki einungis
um frumagnir (atóm), heldur og
frumvœgi (mólekúl). Engínn
maður heíi nokkru sinni séð
frumagnir þessar eða frumvægin.
Og þó trúa menn því, að þau
séu til, og meira að segja, þekkja
ýmsa eiginleika þeirra. Og sé
annars nokkuð, sem öllurn
vísindamönnum kemur saman
um að sé til, sé áreiðanlegt i
kenningu vísindanna, þá er það
einmitt það, að allir hlutir, fast-
ir, rennandi og toftlegir, séu
samsafn af ótölulega mörgum,
ósýnilegum frumvægjum og að
hverf frumvægi sé aftur skapað
úr fleiri eða færri frumögnum.
Nú á síðustu árum, frá 1906,
er búið að færa vísindalegar
sannanir fyrir þessari kenningu
(tilveru frumvægja og frumagna).
f næstu köflum verður gerð
grein fyrir því, hvernig þessi
kenning hljóðar nú í vísinda-
heiminum, hvernig vísindunum
hefir tekist að sanna kenning-
una. Og að síðustu það, hve
nytsöm þessi kenning hefir verið
jarðyrkju-vísundunum.
Plógur býst við, að flytja
þessa ritgerð (þessa fróðleiks-
mola) í 4—6 blöðum. Ef les-
endunum svo líkar þetta efni,
má vel vera, að framvegis flytji
Plógur meira af því, sem manns-
andinn hefir mest hugsað um,
að. trúarbrögðunum frátöldum.
Spurningar og svör:
1. Við túnið mitt er votlend-
ismýri, full af mosa og hrísi. —
Eg vil gera hana að slægju-