Plógur - 01.01.1907, Page 8
8
PLÖGUR.
landi. Hvernig á eg að fara að
því? (A. B.).
S v a r: Eg býst ekki við því,
að þaðborgi sig aðeigamikið við
þess konar jörð til ræktunai’. —
Hið eina, sem reynandi er til
þess, að ná þessum óþverra úr
mýrinni, mosanum og hrísinu,
er það, að brenna mosann og
kvistinn að vorinu, þegar þurk-
ar ganga, en sé nokkur hætta á
því, að eldurinn geti farið í
betra land og skemt það, þá er
bezt að lofa þessari mýri að
sigla sinn eigin sjó. Hún er
beitiland og verður seint og
dýrt, að gera hana annað.
2. Hvernig er bezt að breyta
í tún móum, þar sem er leir-
kendur gróðurlítill jarðvegur?
S v a r: Að líkindum væri
heppilegast að plægja eða þá
stinga móa þessa upp, og sá í
þá höfrum í 2—3 ár. Eftir það
mundi gefast vel að sá í flagið
grasfræi, ef hæfilegur áburður
væri borinn í það. En einnig
mætti láta flagið liggja autt
nokkur ár og lofa sjálfri nátt-
úrunni að skreyta það gróðri
sínum. En það þarf að lijálpa
henni dálítið til þess, t. d. friða
blettinn fyrir búfjárágangi og
bera moð, salla og hrossatað í
ílagið.
Þriðja ráðið er að ilytja gras-
rót annarsstaðar frá og þekja
flagið með lienni. Sé grasrót
— þökur — langt að fluttar,
verður þess konar jarðabót svo
dýr, að óvíst er að það borgi
sig í sveit. En grasrótin þarf
ekki að vera sérlega góð.
Vall-lendis-grasrót er bezt, en
nota má einnig grasrót úr mýr-
um, þar sem góðar fóðurjurtir
vaxa. — En vel þarf að bera
undir þökurnar, ogeinnig vinna
tað ofan í rótina, eftir að flagið
er þakið.
3. Með hverju er bezt að girða
með fram þjóðvegi, þar sem lít-
ið er af grjóti? (A. B.).
Svar: Þessu verður naum-
ast svarað, án frekari upplýs-
inga frá spyrjanda. Ef þjóð-
vegurinn er rétt við túnið, garð-
inn eða landið, sem girða á,
getur verið hættulegt að girða
með gaddavír. Frá girðingunni
að veginum verður að vera að
xninsta kosti 2—3 faðmar. —
Ef torf er gott við hendina, þá
er gott að girða með því, eða
skurði og torfgarði.
„Plógur“ kostar 1 kr. árg.
Gjalddagi er í júní.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr.
Sij*;urðui* E^órólfsson.
Hvítárbnkka.
Guteuberg.