Plógur - 01.02.1907, Blaðsíða 2

Plógur - 01.02.1907, Blaðsíða 2
10 PLÓGUR. eða sanngirni til að viðurkenna framkomu þeirra gagnvart þjóð og ættjörð sem ávöxt af göfug- um og þroskuðum hugsunar- hætti. En slíkur misskilningur kemst aldrei til jafns við þann heiður, sem sannur föðurlands- vinur ávinnur sér meðal kom- andi kynslóða, því að, — »þeim, sem æfinnar magn, fyrir móð- urlandsgagn, hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóða lof yfir aldanna rof; því þeir óbornum veg hafa greitt!« Hver sá, sem vill gefa ókomn- um kynslóðnm eftirbreytniis- vert dæmi, verður að hafa ætt- jarðarást og þjóðrækni til að bera, því að án þess er maðurinn eins og grein brotin af stofni. Hún getur ekki borið blóm. og þótthúnsé vökvuð og njóti ljóss og yls i fylsta mæli, þá skræln- ar hún, því að lífssambandið við rótina er slitið. Þannig fer þeim manni, sem að einhverju leyti veikir eða slítur bönd þau, er tengja hann við þjóðfélags- stofninn, að hann getur ekki unnið þau verk, sem bregða ljósi yfir minningu hans, eða setja æfiferil hans í samband við landið og þjóðina. Sá maður, sem elskar ekki landið og þjóðina, hefir engin þau skilyrði, sem til þess þarf, að vera samhuga og samhentur verkmaður á starfssvæði þjóð- félagsins. Ef hann leggur stein í framtíðarbyggingu þjóðfélags- ins, þá fellur hann illa og get- ur orðið ásteytingarsteinn á ó- komnum öldum. Það getur því varla hreyft sér göfugri hugsjón en sú, að göfga and- ann, til að geta unnið þjóð og ættjörð gagn. Þeim, sem hafa það háTnark, gengur ætíð bet- ur að bera byrði sína. Fram- tiðarvonin og lífsgleðin ryðja honum braut. Kuldagustur athvarfsleysis og einstæðings- skapar deyðir ekki lífsblóm hans. Hann finnur í sannleik að hann á móður og systkyni, þjóð og ættjörð. Auðvitað fylg- ir því oft sár hrygð yfir villu og ræktarleysi samtiðarmanna hans, en það kemur honum fremur fyrir sjónir sem barns- legar yfirsjónir, sem hann von- ar að vaxandi menning og and- legur þroski geti upprætt. Alt líf þess manns, sem elsk- ar landið, er því ætíð skreytt blómum framtiðarvona, styrkt af trú á sigur hins góða og lýst og vermt af ljósi og yl kærleikans. Dæmi slíks manns geta »vak- ið hjörtun öld af öld, sem áður voru dauð og jökulköld«. - Sigurbjörg Björnsdóttir * ★ ¥ Greinarstúfur þessi er skóla- ritgerð, aðeins áttunda ritgerð- in í íslenzku, sem þessi stúlka hefir skrifað í lýðháskólanum á Hvítárbakka. Nemandi þessi er Skagfirðingur og hefir aldrei

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.