Plógur - 01.02.1907, Blaðsíða 8

Plógur - 01.02.1907, Blaðsíða 8
16 PLÓGUR. Vér höfum í áskorun vorri um samskot til Ingólfs- myndar aðallega snúið oss til Reykvíkinga, en höfum nú orðið varir við nokkra óánægju út af því, víðs- vegar um land. Óska menn að allir landsmenn í sameiningu reisi mynd Ingólfs, og kannast forgöngu- mennn samskotanna við að sú ósk sé réttmæt, þar sem Ingólfur var ekki að eins frumbyggi höfuðstað- arins, heldur einnig frumbyggi landsins og frægastur allra landsnámsmanna, eins og Landnáma segir. Vér snúum oss þvi nú til sérhvers íslendings, eldri og yngri, karls og konu, með áskorun um að takast í hendur og leggja fram hver sinn skerf, svo að líkneski Ingólfs Arnarsonar geti — helzt á komandi vori — risið á Arnarhóli og talað til Ingólfsniðja hinu þögula máli um dáð og drengsskap. Ing'ólf snefndin: Jón Halldórsson. Knud Zimsen. Magnús Benjamínsson, gjaldkeri nefndarinnar. Magnús Blöndahl. Sveinn Jónsson.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.