Plógur - 01.02.1907, Blaðsíða 4

Plógur - 01.02.1907, Blaðsíða 4
12 PLÓ GUR. í loftkynja efnum eykst að sama skapi, sem efnin verða heitari. Þetta eru nú höfuðatriðin úr frumagnakenningunni eins og liún var fram til ársins 1896. Kenning þessi hefir verið sönn- uð á ýmsan hátt. Og skal eg í fáum orðum minnast á hið helzta, sem styrkir hana. Flestir munu kannast við kvikasilfur og brennistein. Það eru tvö frumefni. Verða þau þvi ekki greind í önnur efni. — Að eðli sínu eru þau mjög ólík hvort öðru. Séu nú þessi tvö frumefni mulin í dust og þeim síðan blandað saman, má sjá kvikasilfursagnirnar á víð og dreif innan um brennisteinsagn- irnar. Ef þessi hræringur (eða efnablanda) er hitaður í þar til gerðu íláti, verður sii breyting, að nýtt efni kemur fram. Efnin, kvikasilfrið og brennisteinninn, hafa sameinast; en við þessa efnasameiningu varð úr þeim nýtt efni, með gagnstæðum einkennum foreldra sinna. Þetta nýja efni er kallað Zinnóber. Það eru dökkrauðir, fagrir smá- kristaliar. Sé nú þetta nýja efni skoðað í smásjá, er ekki untað sjá þess neinn vott, af hvaða rótum það er runnið. Það er orðið til af kvikasilfri og brenni- steini. Hvað er þá orðið af þessum efnum ? Þau eru í Zinn- óberinu, þessu góðkunna litar- arefni. Hægt er að sanna það. Tökum dálítið af járnsvarfi og hrærum það saman við Zinnó- ber. Hitufn svo þessa blöndu. Af áhrifum hitans aðskilst kvika- silfrið frá brennisteininum og sest ofan á í iláti þvi, sem efnin voru hituð í. En brennisteinn- inn liefir sameinast járninu, og af þeirri efnasameiningu verð- ur nýtt efnasamband, sem kall- ast brennisteinsjárn. Við skulum nú athuga þetta nánara. Þegar þessi 2 efni, kvikasilfr- ið og brennisteinninn voruhituð, þá óx hreyfing frumvægja þeirra, og aðdráttur tveggja fjarskyldra efna. En samtímis mistu þau hvort fyrir sig sjálfstæði sitt og eðliseinkenni. Af því að hreyf- ing frumvægjanna varð -óeðli- lega mikil, mistu þau jafnvægi sitt og hurfu út af hreyfibraut sinni. Þannig rákust kvikasilf- ursfrumvægi á brennisteinsfrum- vægi. Runnu þá sumar af frum- ögnum brennisteins-frumvægj- anna inn á milli frumagna i kvikasilfursfrumvægjunum. — Þannig kemst alt á rugling. — Nýtt frumvægi verður til, úr frumögnum þessara tveggja ó- líku frumvægja. En í því er innbyrðis niðurskipan og hreyf- ing frumagnanna alt önnur, en var í þeim frumvægjum, sem það á rót sína að rekja til. Þetta frum- vægi er Zinnóberfrumvægi. En eins og eitt frumvægi í þessu nýja samsetta efni er til orðið þannig urðu þau öll til,

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.