Alþýðublaðið - 03.03.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.03.1927, Blaðsíða 3
albyðublaðið 3 eriira E f pér viljið góðan vincili fyrir iágt verð, pá toiðjið um arsmann’s vlndla, a EI Arfte, King, Scotf, ein stjarna. þingi kjósi, til þess að rannsaka hag bátaútvegsins ■ og gera tillög- ur til tryggingar honum. Voru í gær ákveðnar tvær umræður um það mál í n.' d. Sv. Ól., Tr„ Þ., J. Guðn., Þorl. J„ Ben. Sv. og Halld. Steí. flytja frv. um byggingu og rekstur strandferðaskips með kælirúmi. Ríkið eigi skipið, og skal pað vera búið til notkunár eigi síðar en 1. maí 1928. Að öðru leyti er frv. samhljóða því, er fjórir sömu þingmanna fluttu í fyrra. Usei daggimra ©§■ vegiraaio Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. V erkakveimaf élagið „Framsókn“ heldur fund í kvöld kl. 8V2 í Ungmennafélags- húsinu. Kaupgjaldsmálid o. fl. verður til umræðu. Fræðslunefnd skemtir. Félagskonur! Fjölsækið fund ykkar! Skipafréttir. „Esja“ kom að austan í gær- kveldi. Togararnir. Af veiðum komu í nótt „Bald- ur“ með 77 tunnur lifrar, „Hann- es ráðherra" meö 110 tn. og í morgun v„Þórólfur“ með 64 tn. Hann var með veikan mann. Bæjarstjórnarfundur igr í dag. 6 mál eru á dagskrá, þar á meðal erindi frá allsherj- arnefnd alpingis viðvíkjandi frum- varpi um atvinnuleysisskýrslur. Um rétt vorn til Grænlands flytur Guðbrandur Jónsson er- Sndi í útvarpinu kl. 9 í kvöld. Er Guðbrandur einn þeirra manna, sem opinberlega hefir lýst sig andvígan því, að vér gerum til- kall til Grænlands, og þurfa menn að heyra, við hvað hann styður þá skoðun sína. Skemtun heldur Jafnaðarmannafélag fs- lands annað kvöld kl. 81/2 í Iðnaðarmannahúsinu. Verður hún fjölbreytt og óefað fjölsótt. Veðrið. Hiti mestur 5 stig, minstur 2 stiga frost. Átt víðast austlæg, víða hæg og hvergi mjög hvöss. Víðast þurt veður. Alldjúp loft- vægislægð vestur af frlandi, stefn- ir í norðaustur tii Færeyja. Ot- lit: Austlæg átt, hvessir í nótt. Verður þá hríðarveður á Aust- urlandi og sennilega snjókoma á Norðurlandi og Vestfjörðum. Sokkið skip hefir orðið vart við fyrir Mýr- um. Sá Jón Samúelsson, bóndi á Hofstöðum, að rá stóð upp úr sjónum, og skýrði sýslumaðurinn í Borgarnesi Axeli V. Tuliníusi, forstjóra „Sjóvátryggingarfélags fslands“, frá því í gær, en hann talaði síðan við Jón bónda. Sá Jón rána í suðvestur af Hjörsey, en vestur af Knarrarnesi, svo sem O/2 stundar róður þaðan. Verð- ur þetta athugað nánara svo fljótt, sem tök verða á. Verið getur, að þetta sé „Balholm“, norska skipið, en þá hefir það verið komið fram hjá aðal-skerj- unum, nema því insta, og mætti það merkilegt kalla. Aílabrögð. FB.-skeyti frá ísafirði i dag seg- ir nógan fisk þar á bátamiðum og óvenjulega góðan afla, snjólétt og góða tíð, en annað skeyti í gær frá Vestmannaeyjum gegir tregfiski þar þessa viku, austan- storm í gær og enga báta á sjó þann dag. Lik rekið. í gær símaði sýslumaðurinn í Borgarnesi til stjómarráðsins, að lík hefði rekið hjá Knarramesí á Mýrum. Var lítið e-ftir af því nema skinin beinin, nema hvað sokkur .og stigvél var á öðrum Simi 894. Simi 894. anchester. SkymdlsaSa 10—20 % afslátur af öllum vörrnn verzlimarinnar. Herraföt — Yetrarfrakkar — Rykfrakkar með gjaf- verði 30% af Káputauum. Til þess að rýma fyrir nýju vöram, tojóðum vér yður þessi kostakjör. sif) ©fms ð iftspjkfeifit ílsgaif Laugavegi 40. Laugavegi 40. 5. Hljómleikar 1926-27 Hljómsvelt legkjavíkar. Sunnudaginn 6. marz 1927 kl. 4 e. h. í Nýja Bíó. EFNISSKRA: I. Symfonia i C-dúr, II. Trio í D-dúr, Op. 70, III. Septeit í Es-dúr, Op. 20, IV. Egmont- Ouvertúre, Op. 84. Aðgöngumiðar seldir í Bóka- verzlun Sigf. Eymundssonar og ísafoldar. fæti, og er ekki talið útilolíað, að þekkja mpgi líkið á því. Ókunnugt er, hvort líkið er úr „Balholm" eða öðru skipi. Atvinnubæturnar. Fátækrafulltrúarnir Samúel Ól- afsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Jón Jóhannesson, sem falin var úthlutun atvinnubótavinnu, hafa nú skilað af sér og afhent bæj- arstjórn skýrslur um úthlutunina. Alls hafa verið tilnefndir í vinnu bæjarins 225 menn, 128 verka- menn og 97 sjómenn. Þar af voru 185 fjölskyldufeður, er sjá fyrir 625 börnum. í vinnu landssjóðs hafa verið 67 menn alls, 36 verka- menn og 31 sjómaður. Fjölskyldu- menn voru 66, er sjá fyrir 225 börnum. Eflend sðBuskeytL Khöfn, FB.j 2. marz- Námuslys á Bretlandi. Frá Lundúnum er símað: Sprenging hefir orðið í kolanámu H.F. EIMSKIPAFjELAG ÍSLANDS fer frá M&fMrfiriM á laugardag S. msps til Atierdeesi, IIisII og llssm tsorgrar og paðan aftur heim um Hull. m m m w m 0 m Björninn selur ÖflýrtS Fíllinn selur ööýrarS Verzl. Njálsgötu 43 selur ódýrastS Era hvað fjepii* verzl- un Ólafs Jóhannessonar á Spítalastíg 2? í Wales, og biðu fimmtíu og tveir námumenn bana. Þá hafa og bor- ist fregnir af vatnsflóði í kola- námunum í Nottinghamhéraði, og hafa fjórtán menn drukknað þar. Sáttahorfur í Kína. Frá Shanghai er símað: Sátta- horfur eru nú betri en áður og frekar líkur til, að sættir komist á milli Norður-Kína og Kanton- stjórnarinnar. Eru það Japanar, sem hafa komið því ti! leiðar, að sáttaútlitið heíir skánað. Aðalat- riði sáttaskilmálanna verða senni- lega þau, að Norður-Kína fallist opinherlega á þjóðernissternu Kantonmanna, en hins vegar hættí Kantonmenn allri samvinnu víð ráðstjórnina rússnesku. Margir Kantonmenn kváðu vera óánægðir yfir samvinnunni við Rússa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.