Alþýðublaðið - 09.07.1935, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGINN 9. JÚLÍ 1935.
ALÞTÐUBLADIÐ
Til Akureyrar
Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Afgreiðsia á Akureyri er á bifreiðastóð
Oddeyrar.
BfVrelð«sttið Steiodórs,
Reykjavík. — Sími 1580.
REYKIÐ
J. G M U N O ’ S
ágæta hollenzka reyMófoak>
VERð:
AROMATISCHER SHAG......kostar kr. 1,05 !/» kg
FEINRIECHENDER SHAG. ... . - - 1,15 — —
Fæst i ðllam verzlannm.
Hvers vegna er krabbamein
óþekt á meðal Eskimóa?
Tveir kansdiskir læknar ætla að rannsnka
það í snmar.
MONTREAL í júlí. FB.
1 yfirstandandi mánuði fara 2
kunnir kanadisltir læknar, I. M.
Rabimowitch og C. C. Birchard til
nyrstu landssvæða í Kanada, til
pess að kynna sér lifnaðarháttu
Eskimóa norður par, aða'lega með
pað fyrir augum, að rannsaka
hvernig á pví muni standa, að
svo virðist, eftir því, sem vitað
verður, að krabbamein sé ópekt
veiki meðal Eskimóa. Læknarnir
leggja af stað p. 13. p. m. með
stjórnarjeiðangri, sem fer árlega
til nyrstu hygða landsins. Tilkynt
hefir verið, að þeir muni að eins
vinna að undirbúningsrannsókn-
um, en undir þeim er það komið,
hvort frekari rannsóknir þessu
viðvíkjandi verði látnar fara fram
eða ekki.
Undir tillögum lækna þessara
er það komið, þegar þeir koma
aftur, hvort framkvæmdar verða
tillögur um stofnun tilrauna-
stöðva í norðurbygðum, til ítar-
legri rannsókna á lifnaðarháttum
og mataræði Eskimóa og í
því augnamiði, sem að framan
greinir.
Læknarnir ætla sér að fram-
kværna nákvæmar rannsóknir á
drykkjarvatni á þeim svæðum,
sem Eskimóar dvelja, aðallega til
þess, að komast að raun um að
hvort það inniheldur skaðleg efni.
sem talíð ,er, að orsaki krabba-
mein. Þeir hafa með sér fullkom-
in gegnumlýsandi tæki, sem þeir
ætia að nota við skoðanir sínar á
Eskimóum. Þær skoðanir hefir
Birchard með höndum, en hann
Málaflutningur. Samningagerðir
Stefán Jóh. Stefánsson,
hæstaréttar málaflm.
Ásgeir Guðmundsson,
cand. jur.
Austurstræti 1.
Innheimta. Fasteignasala.
er y firmaður hjartasjúkdóma-
deildar almenna sjúkrahússins í
Montreal, Rabinowitch mun hins
vegar aðallega kynna sér matar-
æði Eskimóa o. s. frv. Hann er
einnig deildarforstöðumaður í al-
menna sjúkrahúsinu í Montreal.
Leiðangursmennirnir eru vænt-
anlegir heim aftur í septemher-
mánuði n. k. (United Press).
Stérbraii í Bristol.
LONDON 6. júlí. FÚ.
Eldur kom upp í dag í skrif-
stofuhúsi í Bristol á Englandi
og breiddist út í þrjú önnur hús
áður en rönd var við reist, og
varð úr mesti eldsvoði, sem
komið hefir í borginni árum
saman.
Ungur brunaliðsmaður, sem
stóð efst uppi á háum vatns-
dælu turni, datt ofan í logann,
en félagar hans gátu þó bjarg-
að honum við illan leik og mik-
ið særðum.
Verður ítölum bann-
aður vopnaflutning-
ur um Suezskurð?
LONDON, 5. júlí. FÚ.
Alþjóðalaganefnd í Genf hefir
undanfarið athugað, hvort Þjóða-
bancialagið myndi g-eta lokað
Su-ez-skurðinum fyrir Itölum, íil
þess að k-oma í veg fyrir frekari
vopnaflutning til Somalilands og
Eritreu, eða koma í v-eg fyrir að
Italir gætu háð stríð gegn Abessi-
níu.
N-efndin hefir kom'st að þeirri
niðurstöðu, að samkvæmt hinum
uppruna'egu samningum um notk-
banna Itölum umf-erð um skurð-
inn, en aftur á móti geti það
bannað a!lan vópnaflutning til
þessara landia um þessa siglinga-
1-eið, >og v-erði þá hvert skip skoA-
að og öll þau vopn og hergagna-
birgðir, er þau kunni að hafa
meðferðis, gerð upptæk.
Bandaríkin færast
undan öllum afskift-
um af Abessiníudeil-
unni.
WASHINGTON, 6. júlí. FB.
Cordell Hull utanríkismálaráð-
herra hefir svarað orðsendingu
ríkisstjórnarinnar í Abessinífu, en
hún hafði, -eins og hermt var í
fyrra skeyti, snúið sér til Banda-
ríkjastjórnar út af deilunni við
Itaii með skirskotun til Kelloggs-
sáttmálans og tilmælum, um að
Bandaríkjastjórn miðlaði málum
í deilunni.
Svar Hull's -er mjög varfærnis-
lega orðað, en g-efur í rauninni
engar vonir um, að Bandia'ríkin
láti deiluna til sín taka, enda er
það kunnugt, að hún vi)l helzt
-engin afskifti af h-enni haf-a.
I orðsendingu HulFs -er komist
svo að orði, að það sé ánægjuefni,
að Þjóðabandalagið sé að 1-eitast
við að útkljá deiluna m-eð mála-
miðlun og enn fremur lætur hann
þá ósk í ljós, að væntanl-ega náist
bráðum samkomulag, sem báðir
aðil-ar uni v-el við. (Unit-ed Press.)
Hitler sendir stór-
veldunum skýrslu
um herskipasmíði
Þjóðverja.
LONDON 6. júlí. FB.
Samkv. áreiðanlegum heim-
ildum hefir þýzka ríkisstjórnin
sent ríkisstjórnunum í Bret-
landi, Japan, Frakklandi og
Italíu greinargerð um yfirstand-
andi herskipasmíði Þjóðverja og
fyrirhugaða herskipasmíði á
un Suezskurðarins og alþjóðaiög-
um um siglingar, hafi Þjóða-
handalagið -ekki v-ald til þess að fjárhagsárinu 1935—1936.
Sparið peninga! Forðist ó ■
þægindi! Vanti yður rúður í
glugga, þá hringið í síma 1736,
og verða þær fljótt látnar í'.
Barnakerra óskast til kaups.
Upplýsingar í síma 4008 og
Kirkjubergi.
Vörubíll í góðu standi óskast
til kaups. Tilboð með upplýsing-
um (aldur, verð, númer o.s.frv.)
sendist í afgreiðslu blaðsins
merkt „XH“.
Bálfarafélag Islands.
Innritun nýrra féiaga I Bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 3.00
Æfitillag kr. 25,00. Gerlst félagar.
Unglingsstúlka óskast til
hjálpar við innanhússtörf. —
Uppl. gefur Guðrún Daníels-
dóttir, Laugaveg 76.
Tvö herbergi og eldhús óskast
1. okt. Þrent í heimili. Upplýs-
ingar í síma 4863 frá 9—2 og
6—9.
Golf-spll,
Ludo — Halma — Hring
— Milla og Damm — Orð
— Flóa — Apa — Bíla-
þjófurinn — Svarti Pétur
— Bílaveðhlaup — Póst —
Myndalotterí — Kúlu —
Spursmál og svar — Borð-
tennis — Monte Carlo —
Þvers og kross — Bolta —
Keyla — Púsli — 15 —
Hlaupa yf ir — 1 dýragarð-
inum — Ferð um Danmörk
— Stopp — Rúlletti og
ýmsar fleiri teg. af spilum.
K. Einarsson
& Bjðrnsson.
iO* I nestíð til alskonar ferðalaga. Drífandl, Langavegl 63, Sfmi 2393. 'PS
Koanr, síiiö og fazismi.
Eftir Ellen Hörup.
ÞA Ð eru konurnar, sem j
stjórna veröldinni, eru karl- j
mennirnir vanir að segja. Og
með það eiga þær að vera
ánægðar. En komi það samt
sem áður fyrir að þær krefjist
ícosningarréttar, sömu launa
eins og karlmenn fyrir sömu
vinnu og jafnréttis til atvinnu og
embætta, þá er það bara fyrir
það, að þær skilja ekki neitt.
Öll þau sérréttindi, fríðindi og
íorréttindi, sem karlmennirnir
hafa tekið sér, eru í raun og
veru einskis virði. „Það er kon-
an, sem ruggar vöggunni, sem.
stjórnar veröldinni“, sagði
Napoleon.
Enginn hefir þó ennþá orðið
var við það, að karlmennirnir
hafi farið að rugga vöggunni til
þess að ná yfirráðum yfir ver-
öldinni. Þvert á móti. Á okkar
dögum má sjá mjög sterkar til-
hneigingar hjá hinu ráðandi
kyni til þess að loka konumar
inni hjá vöggunum og pottun-
um. 1 öllum löndum, þar sem
þær hafa unnið sér einhver rétt-
indi, er nú aftur verið að taka
þau af þeim.
Fyrir fimmtíu árum urðu
vinnukonurnar að þræla 12—14
klukkustundir á dag, stúlkur,
sem unnu í verksmiðjum, fengu
ekki nema hálf laun eða einn
þriðja af þeim launum, sem i
karlmennirnir fengu, og giftar ;
konur voru hér um bil alger- j
lega réttlausar. Það var að vísu I
ekki hægt að selja þær eða j
drepa, en að öðru leyti voru |
þær alveg háðar manninum. Þá
peninga, sem konan vann sér
inn sem þvottakona, gat mað-
urinn tekið af henni og eytt í j
brennivín. Þeir voru lögleg eign j
hans. Hann gat barið hana eins :
og hann hafði löngun' til. Ef
hann gerði sig sekan um hjú-
skaparbrot, og hún gat sannað
það, gat hún fengið hjónaskiln-
að, en það var vanalega sama
sem að ofurselja sig örbirgð-
inni. Hún mátti að vísu giftast
aftur, en enginn vildi ganga að
eiga hana, því að fráskilin kona
var skoðuð sem útskúfuð vera.
Flestar kusu því heldur að vera
áfram í hjónabandinu, hvernig
svo sem það var.
Síðustu fimmtíu árin hafa
orðið miklar og stöðugar fram-
farir í þessum efnum. Vinnu-
konan er orðin að aðstoðar-
stúlku á heimilinu, kaupið, sem
hún fær hefir hækkað, og að-
búðin batnað. 1 þeim löndum,
sem lengst eru á veg komin,
hafa giftu konurnar fengið skil-
inn f járhag, full ráð yfir eignum
sínum og tekjum. Konurnar
liafa fengið aðgang að háskóla-
námi og sjálfstæðum stöðum.
Heill her af konum hefir feng-
ið atvinnu í búðum, á skrifstof-
um, sjúkrahúsum og í skólum.
Stríðið gaf þeim tækifæri til
þess að sýna, að þær unnu verk
sitt, alstaðar þar, sem þær tóku
við vinnu karlmannanna, alveg
eins vel og þeir. En sömu laun
fengu þær ekki. Ekki einu sinni
í ákvæðisvinnu, enda þótt þar
geti ekki verið að ræða um
neinn gæðamun á verkinu. Það
er aðeins á einstökum stöðum,
sem þeim hefir tekizt að fá
viðurkendan rétt til sömu launa
og karlmennirnir. I Danmörku
t.d. við skólana. En hvergi hafa
þær sömu launahækkunarmögu-
leika og þeir.
Konurnar eru því ennþá eins
og undirokuð þjóð í þjóðfélagi
karlmannanna. Þær eru veikari,
þær verða að hlýða. Og karl-
mennirnir hugga þær með því,
að það fari þeim svo vel. Þær
mega að vísu vinna, en aðeins
þar, sem hið ráðandi kyn vill
leyfa þeim það. Þær hafa sér-
staklega alt af aðgang að einni
vinnu: þeirri kauplausu. Enginn
kærir sig um að taka hana af
þeim. Og það er hún sem faz-
istahreyfingin nú á dögum vill
láta þær taka við aftur. Og svo
þeirri vinnu, sem er lægst laun-
uð.
Allt þjóðfélag karlmannanna
hvílir á peningunum. Sá, sem
hefir peninga hefir völdin. Sá,
sem hefir völdin, er jafnframt
sá, sem hafður er í heiðri. Kon-
urnar hafa, eins og undirokuð
þjóð, hvorki peninga né völd.
Vinna þeirra á heimilinu er
ólaunuð og þess vegna lítilsvirt.
Það á sérstaklega við um
kaþólsku löndin, en sizt um
Bandaríkin í Norður-Ameríku.
Spyrjið t. d. ungan ítalskan
verkamann, sem verið hefir í
Ameríku, hvort hann hafi ekki
fengið sér konuefi þar vestra.
„Nei þökk“, svarar hann, „ég
kæri mig ekkert um að þvo upp
leirtau, þegar ég kem frá vinn-
unni“. Það er, að hans áliti,
kvennaverk og ekki sæmandi
karlmanni.
Á heimilinu er konan númer
2, eins og alstaðar annarsstað-
ar. Annað hvort verður hún að
gera þar húsmóðurverk ein-
göngu : gera hreint, passa börn-
in og pottana, eða hún verður
fyrst að vinna utan heimilisins,
jafnmargar klukkustundir og
maðurinn, en með lægri laun-
um, og fara síðan í húsverkin,
þegar heim kemur. Vinni kon-
urnar verksmiðjuvinnu og
leysi þar það verk af hendi,
sem karlmennirnir unnu áður,
þá verða launin strax lægri, um
leið og konurnar taka við vinn-
unni, og vinnan sjálf lítilsvirt-
ari. Því að í þjóðfélagi karl-
mannanna er kaup greitt eftir
kyni, en ekki eftir afköstum og
gæðum. Þannig verða þær verk-
færi í höndum atvinnurekend-
anna til þess að þrýsta niður
laununum. Það virðist ekki að
verkamennirnir hafi uppgötvað
nauðsynina á samtökum milli
kynjanna, frekar en milli þeirra
sjálfra og undirokuðu þjóðanna.
Öll aðstaða konunnar í þjóð-
félaginu hefir vakið hjá henni
þá tilfinningu, að hún sé minna
virði en ltarlmaðurinn, eins og
eðlilegt er, þar sem hún hefir
lægri laun, vinna hennar er
lítilsvirt, og hún er alla vega
háð manninum.
Hún hefir alls engin áhrif á
stjórn landsins. Konurnar eru
ekki nægilega þroskaðar til
þess, segja karlmennirnir, alveg
eins og Englendingar segja við
þær 350 miljónir manna, sem
lifa austur á Indlandi.
Á Frakklandi, þar sem kon-
urnar eru enn í dag hér um
bil eins réttlausar eins og þær
voru eftir lögbók Napóleons,
heyja þær, sem stendur, harða
baráttu fyrir því að fá kosn-
ingarétt. En karlmennirnir full-
vissa þær um, að þeir séu sjálf-
ir orðnir þreyttir og leiðir á
þingræði og kosningum. Það,
sem þær séu að fara fram á,
sé ekkert eftirsóknarvert. —
Stjórnmálin séu strembinn kost-
ur, ómeltanlegur og alls ekki
fyrir konur. Og Frakkar reyna
að fullvissa konur sínar um það,
að þær séu hvorki soltnar né
þurfi yfirleitt að borða. Karl-
mennirnir sjálfir eru þó, þrátt
fyrir allar yfirlýsingar, ekki
ennþá farnir að forsmá þennan
kost, né hættir að nota sér sín
borgararéttindi. Og hvað kon-
urnar snertir, hefir fyrirspurn,
sem hið stóra götublað, „Le
Martin“, birti, sýnt mjög greini-
lega, að þær eru ekkert á því,
að láta hafa þennan bita af
sér: 90% af þeim konum, sem
svöruðu fyrirspurninni, létu það
álit í Ijós, að kosningarrétturinn
væri ráðið fyrir þær til þess að
vinna fyrir sína hagsmuni og
gera áhrif sín gildandi á þá lög-
gjöf, sem mótar bæði líf þeirra
sjálfra og karlmannanna. Af ná-
kvæmlega sömu ástæðum og
karlmennirnir halda áfram að
neyta kosningarréttar síns,
krefjast konurnar þess að fá
hann.
En í stað þess að veita þeim
kosningaréttinn, slá Frakkar
þeim gullhamra: „Hendur kon-
unnar eru skapaðar til þess að
kyssa þær í ást og virðihgu, en
ekki til þess að greiða atkvæði."
Og þær skilja auk þess ekkert í
stjórnmálum, sagði einn af full-