Alþýðublaðið - 09.07.1935, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGINN 9. JOLl 1935.
GAMLA BÍÓ
Astarvíma.
Hrífandi og falleg amerísk
talmynd.
Aðalhlutverkin leika:
NORMA SHEARER,
Herbert Marshall, og
Robert Montgomery.
Glænýr
smálax.
BinHÍg
REYKTUK LAX.
Verzlunin
Kpt & Fiskur,
Símar: 3828 og 4764.
FRAMKÖLLUN,
KOPIERING og STÆKKANIR.
Vandlátir amatörar
skifta við
Ljósmyndastofu
Sigurðar Guðmundssonar,
Lækjargötu.
Símar 1980 og 4980.
I. O. G. T.
Stúkan „Emingin“ nr. 14.
Fundur annað kvöld á venju-
legum tíma. Sagðar fréttir af
Stórstúkuþinginu. — Nýir
félagar velkomnir. Æt.
ST. VERÐANDI nr. 9. Hátíða-
fundur í kvöld á venjulegum
stað og tíma í tiliefni af 50
ára afmæli stúkunnar. ÆT.
DRENG BJARGAÐ
Frh. af 1. síðu.
Drengurinn var meðvitundar-
laus, en er eg hafði lagt hann á
grúfu yfir borðstokkinn á bátn-
um og mikið af sjó hafði runnið
upp úr honum, raknaði hann við
og gat sagt mér hvar hann ætti
heima, og ók eg honum síðan
heim til sín.
Alþýðublaðið hitti föður
drengsins, Jón Guðmundsson,
að máli í gærkvöldi og sagði
hann að drengnum liði vel og
hefði ekki sakað, en það hefði
ekki mátt tæpara standa.
Drengurinn skýrði föður sín-
um svo frá, að hann hefði verið
að leika sér að því að ganga á
borðstokknum, en alt í einu
mist jafnvægið og fallið í sjó-
inn. Hann kvaðst hafa verið bú-
inn að sökkva til botns tvisvar,
og hefir því Árni Guðmundsson
náð' honum, er hann var að
sökkva í þriðja skifti.
Italskor biaðamaðnr
skorar brezkan |Iig-
mann ð höim it af
Abessiif adelliniii (t)
LONDON, 6. júlí. FO.
ítalskur blaðamaður hefir skor-
að major Att’iee á hóhn, en major
Attliee er einn af fremstu þing-
mönnum enska jafnaðarmanna-
'f'okk'sins. Tdefnið er ummæli, sem
major Attlee viðhafði í ræðu í
brezka þinginu fyrir skömmu, um
/ítali, út Bf deilumálinu milli þeirra
og Abessiníumanna.
Major Att'iee hefir svarað því
tiil, að sér detti ekki í hug að berj-
ast við blaðamanninn. Fyrst og
fremst séu einvígi ólögleg, þar
næst séu þau villimannleg og
Iioks úrelt. En hann segir, að þær
hömlur, sem lagðar séu á frjáls-
ar umræður í ItaJiu, verði að
vera manninum til afsökunar, þótt
hann beri ekki skynbragð á, hvað
bnezkum þingmanni sé leyfilegt
að segjiai í umræðum á þingi.
Endnrreisn keisara-
dæmisins i Austir-
ríki frestað.
LONDON, 6. júlí. FO.
Austurríski utanrikismáliaráð-
hiernann hefir borið til baka aljar
fregnir um það, að fyrverandi
Reisaraekkju, Zitu, og Otto prinz
vierði leyft að taka upp aðsetur
sitt í Austurríki innan skamms.
Ráðhierrann bætti því við, að það
væri samkomuliag milli drottning-
arinnar og fjölskyldu hiennar arm-
ars vegar og austurrísku stjórnar-
innar hins vegar, að hún skyldi
ekki leita aftur til Austurríkis.
Pær breytingar, sem stjórninni
-hafði verið heimi'að að gera, ættu
ekkert sky!t við. endurreisn keis-
aradamiis í Austurríki, sagði ut-
anríkisráðhierrann, en ættu aðeins
að veita Habsborgarættinni rétt til
fyrri eigna sinna þar.
I DA6
í»ér ættuð að reyna
Sanrt kml eða „Kabaref
frá
Smurðs Brauðs Búðinni.
Þér fáið það hvergi ódýrara né betra.
Tekið verður á móti pöntunum í síma fram til klukk-
an tíu að kvöldi. — Á sunnudögum að eins til kl. 1 e. h.
Sfmi 3544.
Laugavegi 34.
Hafnfirskar verkakonnr
nm--
Konur þær, sem eiga ógreidd gjöld til V. K. F.
Framtíðin, eru hér með alvarlega ámintar um að
greiða þau fyrir 15. þ. m. Annars verða nöfn þeirra
afhent atvinnurekendum sem ólöglegra meðlima. Enn-
fremur verður sett bann á þær konur sem ætla sér í
síldarvinnu, ef þær hafa ekki greitt gjöld sín við fé-
lagið.
STJÖRNIN.
Vinnmiðlunarskrifstofan,
Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélagshúsinu).
Sími 2941.
Nokkrar stúlkur verða ráðnar til síldarsöltunar á Ingólfsfirði í
sumar. Kaupamenn kaupakonur og drengir til snúninga geta með
því að snúa sér til skrifstofunar valið úr ágætum stöðum í sveit.
14 kýr frjósa
i hei í Noregi.
OSLO, 8. júlí. FB.
I fyrri viku frusu 14 kýr í hel
á Harðangursheiði. Skepnurnar
höfðu verið reknar þangað frá
Boierve í Harðangri til sumar-
beitar í nánd við Fagerlistölen.
Um nóttina var fnost, og fundust
kýrnar dauöar næsta morgun.
Dýralækningastofnunn í Oslo
telur, að hér sé um atburð að
ræða, sem ekki sé dæmi til.
Félag ungra jafnaðarmanna
fór skemtiför í Raufarhóls-
helli síðastliðinn sunnudag. 'Veð-
ur var ekki vel gott og var þátt-
taka því ekki eins góð og hún
annars hefði orðið, en var þó
sæmileg. Var farið langt inn í
hellinn. Þegar kom að Geysi
stóð heima að hann var að
gjósa.
Lyra
kom í gær. Með henni voru 7
stúdentar, sem tekið höfðu þátt
í norræna stúdentamótinu:
Eggert Steinþórsson, Björn
Sigurðsson, Unnur Jónsdóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir, Katrín
Smári, Anna Thorlacius og
Hörður Bjarnason.
Bjarni Björnsson
endurtekur skemtun sína
annað kvöld í Iðnó kl. 9. Hefir
Bjarni altaf haft fult hús, og er
þetta níunda skemtun hans að
þessu sinni.
Haraldur Guðmundsson
atvinnumálaráðherra fór áleið-
is til útlanda á sunnudag.
Kappsund
milli manns, hests og hunds
fór fram í Elliðaárvogi á eftir
kappreiðunum á sunnudaginn.
Sundmaðurinn var Sigurður Run-
óifsson úr í. R., hesturinn „Grett-
ir‘, eigandi Jón B. Jnsson Reykja-
vík, og hundurinn „Vaskur', eig-
andi Jón B. Jónsson. Lögðu þeir
til sunds úr hólma, sem er milli
Elliðaárbrúnna og syntu þaðan
yfir voginn að vesturbakka vogs-
ins. Sundið fór þannig, að fyrstur
varð maðurinn, annar hundurinn
og þriðji hesturinn, sem fór nokk-
uö úr leið, synti hann að nesi
því, sem hann hafði verið van-
ur að lienda í á æfingum. Er á
sundið lieið herti hundurinn sund-
ið og var kominn á hæla manns-
ins, er þeir tóku land. Þótti áhorf-
endum mjög gaman að sjá þessa
nýstárlegu sundkeppni. Vonandi
heldur „Fákur“ áfram að æfa
slíkt kappsund.
Næturlæknir er í nótt Sveinn
Pétursson, Bankastræti 11, sími
2811.
Næturvörður er í Laugavegs-
og Ingólfs-apóteki.
Veðrið: Hiti í Reykjavík 12 stig.
Útlit: Lægöarmiðja er nú skamt
suðveslur af Reykjanesi1 og þokast
norður eítir. Otlit: Allhvass suð-
vestan og sunnan. Rigniug.
OTVARPIÐ:
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Tónlieikar: Vinsæl lög (plöt-
ur).
20,00 Fréttir.
20,30 Erindi: Um Rembrandt, I
(Freymóður Jóhannsson
málari).
21,00 Tónleikar: a) Orgelleikur
úr fríkirkjunni (Eggert Gif-
fer); b) íslenzk lög (plötur;
c) Danzlög.
Silfurbrúðkaupsdag
eiga á morgun (10. júlí) frú
Jónía B. Jóhannesdóttir og
Benjamín Einarsson skósmið-
ur, Selbúðum 3.
Knattspyrnukappleikur.
1 kvöld kl. 6 hefst knatt-
spyrnukappleikur milli starfs-
manna Áfengisverzlunar ríkis-
ins og starfsmanna Tóbaks-
einkasölu ríkisins.
Hjónaband.
6. þ. m. voru gefin saman í
hjónaband á Siglufirði af séra
Bjarna Þorsteinssyni ungfrú
Sigríður Aðalbjörnsdóttir frá
Sigiufirði og Þórður Jónsson
bílstjóri, Fálkagötu 1, Reykja-
vík.
Hjálpræðisherinn.
Samkomur í dag: Stór halle-
lúja-brúðkaupshátíð verður
haldin fyrir brúðhjónin Överby,
nýkomin frá Noregi, kl. 8,30 e.h.
Á efnisskránni eru m. a. miklir
hljómleikar. Séra Fr. Friðriks-
son talar. Kapt. Th. Frederik-
sen stjórnar, með aðstoð Lautn.
J. Sigurðssonar og 30 her-
manna. Allir velkomnir.
Afmæli.
45 ára er í dag húsfrú Guð-
björg Andrea Ölafsdóttir,
Reykjavíkurveg 3.
!
Friðrik Ásmundsson Brekkan
hefir verið útnefndur ráðu-
nautur ríkisstjórnarinnar í á-
fengismálum. Var mælt með
Brekkan bæði af Stórstúkunni
og skólabindindisfélögunum.
Ástarvíma
heitir amerísk talmynd, sem
Gamla Bíó sýnir um þessar
mundir. Aðalhlutverkin leika:
Norma Shearer, Herbert Mar-
shall og Robert Montgomery.
Skipafréttir:
Gullfoss er í Kaupmannahöfn,
Goðafoss fór frá Patrekifirði í
morgun kl. 71/2 áleiðis til Reykja-
víkur. Brúarfoss fer til Vestfjarða
og Brieiðafjarðar í kvöld kl. 10. !
Dettifoss fór frá Hull í dag á-
Iieiðs til Vestmannaeyja. Lagar-
foss fór frá Leith í dag áleiðis til
Austfjarða. Selfoss er á leið
hingað frá Leith, Primula fór frá
Færieyjum kl. 1 f. h. í gærmorg-
un. ísland leggur af stað hingað
frá Færeyjumi í kvöld. Dronning
Aliexandrine fer frá Færeyjum í
kvöld álieiðis hingað.
Héraðslækiiiriim
biður þess getið, að hann verði
framvegis til viðtals í húsakynn-
um Bierklavarnastöðvarinnar í
Tiemplarasundi 3 kl. 10—11 árd.
eins og áður.
Höfnin:
Hekla kom í gær með timbur-
farm. Varild komi í nótt úr Borg-
nesi. Enskur tiQgari kom í nótt
að fá sér fiskilóðs.
Ida
uppmokstursskipið er nú að
dýpka við Ríkisverksmiðju-
bryggjurnar á Siglufirði.
NÍJA BIÖ
Astarvalzinn.
Þýzk tal- og söngva-
skemtimynd með hljóm-
list eftir
Suppé, Millöcker og
Johan Strauss.
Aðallilutverkin leika:
Martha Eggerth,
Paul Hörbiger,
Willy Eichberger o. fl.
Síðasta sinn.
Jarðarför elsku litlu dóttur okkar
Ingibjargar
fer fram miðvikudaginn 10. þ. m. kl. e- h. frá heimilí okkar
Holtsgötu 12.
Sigrún Stefánsdóttir. Ágúst Gissursson.
Dóttir mín og fósturdóttir
Emelía Ösk
andaðist á Landakotsspítala í gær.
Laufey Sæmundsdóttir. Guðjón Guðmundsson.
Ekki hætta að híæja meðan tækifæri gefst.
Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa á síðustu sksmtun,
framkallar
EJarni BjSrnsson
10— 20 menn í sjálfum sér í Iðnó annað kvöld kl. 9 í 9 sinn.
Einnig sungnar hinar ágætu gamanvísur o. fl.
Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4—7 og á morgun frá kl. 1
í Iðnó. — Sími 3191.
Glæný
stn iMi
í öllum fiskbúðum
mínum. — Eiirnig
úrvals lúðurikl-
ingur.
Kaupið Alpýðubiaðið
Happdrætti
Háskóla íslanðs.
Dr@gIH werðui? f 5» fiekki á morgnn.
Sfðnstu lorvðð f dag að ná í naiða.