Alþýðublaðið - 18.07.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.07.1935, Blaðsíða 2
FIMTUDAGINN 18. JÚLI 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ Miss Maita L. Root, rithöfundur frá New-York heldur fyrirlestur á ensku í Kaupþmgssalnum kl. 8,30 n.k. föstudag. Hún segir frá hinum mikla spámanni Persa Bahá’ulláh og alheims friðarstefnu hans. — Inngangur 1 króna. i fjarvern minni til ágústmánaðarloka gegnir hr. augnlæknir Sveinn Péturs- son, Bankastræti 11, læknisstörfum mínum. Kr. Sveinsson, augnlæknir. Til Akareyrar. Á tveimur dögum: Á einum degi: Alla þriðjudaga, fimtudaga, laugar- daga og annanhvern sunnudag. — Hraðerðir um Borgarnes, alla þriðjudaga og föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Tannlæknlnpstofo hefi ég opnað á Vesturgötu 3 (Liverpool). Bergljót Magnósd. Sími 3933. Viðtalstími 10—12 og 1—6. Væntanlepts Ný tannlæknmga- stofa. I dag er opnuð ný tannlækn- ingastofa hér í bænum. Það eru hjónin frú Bergljót Magnús- dóttir og herra Finn Smith, sem eiga hana og reka hana, en þau eru bæði útlærðir tann- læknar og hafa stundað tann- lækningar hér í bænum áður, bæði hjá Jóni Benediktsyni og frúin við barnaskólana. Hin nýja tannlæknastofa er á Vesturgötu 3 í ágætum og rúmgóðum húsakynnum og leit tíðindamaður Alþýðublaðsins inn til hjónanna í gær, er þau voru að ljúka við að koma tækj- um sínum fyrir. Hin nýja tannlækningastofa er hin myndarlegasta. Öll tæki eru af hinni nýjustu og full- komnustu gerð. Þau eru þýzk og vantar ekkert til að stofan sé eins fullkomin og tann- lækningastofur eru fullkomn- astar erlendis. Þau hjónin ætla sér að nota nýtt efni við mótun góma, sem ekki hefir verið notað hér áður og heitir ,,Oranite“ og veitir ekki eins mikil óþægindi og gibs eða önnur þau efni, sem notuð hafa verið til þessa hér á landi. Einnig nota þau nýtt efni í tanngóma, sem ekki hefur verið notað hér áður og er það miklu fullkomnara en það, sem áður hefir verið notað. Það er miklu léttara og sleipara og því auðveldara í notkun og hefir auk þess þann ágæta kost, að það er ekki brothætt, þó það detti á gólf brotnar það ekki. Cítrómr. - Heildverzlim Laikur. HEKL4. Þau hjónin útskrifuðust bæði fyrir tveimur árum og er frú Bergljót önnur íslenzka konan, sem lærir tannlækningar og sú fyrsta, sém setur upp sjálfstæða starfsemi. Þau eru bæði nýkomin heim eftir dvöl erlendis. Sfml 23SS. Kaupið Alpýðublaðið. Viðtálstíminn á lækningastof- unni verður kl. 10—12 og 1—6, en annars eftir samkomulagi fyrir þá, sem ekki geta komið á venjulegum viðtalstíma. Titnlescu i Moskva. SKotlðlá líMf ylgd í Belfast. LONDON 16. júlí. F.IJ. I Belfast hafa enn orðið ó- eirðir í dag. í dag fór fram jarðarför manns, sem skotinn hafði verið til bana á laugardaginn, og var þá skoti hleypt á líkfylgdina út úr húsi einu. Réðist mannf jöld- inn þegar á húsið, sem úr hafði verið skotið, og var þegar kveikt í tveim húsum. Aðstoð- arlögregla og herlið voru þegar kvödd á vettvang. Tveir eða þrír menn voru fluttir á burt, særðir. Þetta gerðist kl. 4,15 síðdeg- is í dag. Lögreglan var að leita að launsátursmönnunum, þegar fregnin var send, og vopnaður brynvagn búinn vélbyssum var á verði, þar sem uppþotið hafði orðið, og skyldi þegar hefja skothríð ef ástæða þætti tií. I gærkveldi og nótt urðu bardagar úti á götum á óeirða- svæðinu. Særðust þá all-margir menn af steinkasti, og einn ungur maður særðist af skot- sári, og er sagður í mikilli lífs- hættu. uuumuuuntmum iferksmiðian Rún Selur beztu og ódýrr ^tu LlKKISTUKNAK. Fyrirliggjandi af öllum stærðum og gerðum. Séð um jarðarfarir. sr Sími 4094, uuuuuuuuuuuu BERLÍN 16. júlí. F.Ú. Blað eitt í Prag, sem talið er nákomið utanríkisráðherra Tékkó-Slóvakíu, Benes, segir frá heimsókn utanríkisráðherra Rúmeníu, Titulescu, til Moskva. Segir blaðið, að Titulescu muni vera að semja um skil- yrði fyrir því, að rússneska Rauða hernum verði ieyft að fara í gegnum Rúmeníu, ef til ófriðar kæmi, og hann þyrfti á því að halda. Egiptaland bannar söiu á úlföldum til Itala. LONDON 16 júlí. F.Ú. Frétt frá Kairo hermir, að egipzka stjórnin hafi bannað út- flutning á úlföldum til Eritreu, ítölsku nýlendunhar við Rauða- haf. Þykir þetta bera vott um, að eitthvað sé hæft í því, að ítalskir erindrekar hafi gert mikið af úlfaldakaupum í Egiptalandi upp á síðkastið. Frá Norðfirðl. Fréttaritari útvarpsins á Norð- firði segir þar mjög aflatregt, og beituskort. Margir bátar eru farn- ir til Norðurlands til síldveiða. Túnslátt segir frétíaritari ný- lega byrjaðan. Spretta á túnum er undir meðallagi, en útiit betra með sprettu á engjum, og þó einlíanlega á sinuengjum. Fénaðarhöld bænda segir frétta ritari mjög misjöfn. Keniiararnir Sigþór Brekkan og Eyþór Þórðarson eru nú á ferða- lagi um Fljótsdalshérað með hóp af ’fullnaðarprófsbörnum úr Nes- kaupstað. Kíkhósti gengur nú á Norð- firði. Bálfarafélag íslands. Innritun nýrra félaga í Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 8.00 Æfitiltag kr. 25,00. Gerist félagar. Regnhlífar teknar til viðgerð- ar á Laufásveg 4. Munið, að reiðhjólin, Hamlet og Þór, fást hvergi á landinu nema hjá Sigurþór, Hafnar- stræti 4. Gerum við reiðhjól. Ullartau, tvíbreið, svört og mislit, í kápur, kjóla og pils. Kr. 6,95 pr. mtr. Verzl. Dyngja. Frosin lifur og hjörtu að eins 40 aura j/. kg. — Kaupfélag Borgfirðinga. Sími 1511. Ferðaskrifstofa fslands Austurstræti 21', sxmi 2939, hef- ir afgreiðslu fyrir flest sumar- gistxhúsin og veitir ókeypis upplýsingar um ferðalög um alt land. IFéðiirvðrur frá J. Rank. Mixed Corn ,,A“ Mixed Corn ,,X“ Layers Mash Growers Mash. Alexandra hveiti seljum við ódýrt í heilum sekkj- um JjíUijrfíiUdi, FR AMKÖLLUN, KOPIERING og STÆKKANIIi. Vandlátir amatörar skifta við Ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu. Símar 1980 og 4980. James Oliver Curwood: 27 Skógurinn logar. inn í sandinum. Örlögin höfðu leikið hann grátt þá, það sanxa gerðu þau nú. Án þess að líta undan ætlaði hann að horfa á endurfundi St. Pierres og Marie-Anne. Daginn áður hafði hann fest kíki sinn við belti sitt. I dag hafði Marie-Anne oft horfí i hann og þótt gaman að. Nú bjóst Davíð við að það hefði góð áhrif á hann að horfa gegnum kíki þenna. Hann hafði glott kald- hæðnislega þegar kúlurnar þutu um hann bak við steininn og að horfa á tígulega manninn á flekanum. hið sama gerði hann nú, þegar hann bar kikinn að augunum til En brosið dó út þegar hann sá St. Þierr’e greinilega. Aldrei hafði hann séð s’.íkan mann. Honum hafði fundist útsýnin fyrst minna sig á mynd úr Arabíu-eyðimörk, mis'.it tjöldin, hálfnaktir mennirnir o. s. frv. En nú breyttist sú hugmynd. Það var enginn arabiskur eyðimerkurblær yfir þessurn manni, sem hann sá svo glögt í kíki sinum. Hann líktist meira vikingum fornaldarinnar. Hann rétti nakinn handlegginn upp og þrumurödd hans dundi. Rauðhærður var hann og hárið strítt og úfið. Hann hafði áíutt skegg, sem glitraði í sólskininu. Hann hló og veifaði og kallaði til Marie-Anne. Glaðlegur risi, sem gerði sig næstum liklegan tii jajð varpa sér í ána til að geta sem fyrst tekið konuna í makta arma sina. r Davíð dró djúpt andann og honum þyngdist urn hjartarætur þegar hann beindi kíkinum að Marie-Anne. Hún stóð í stafni York-bátsins og snéri baki að honum. Hár hennar ljómaði í sól- skininu. Hún veifaði vasaklút og hreyfingar hennar sýndu að hana mest langaði til að fljúga í fang manni si'num. Aftur leit hann á St. Pierre. Og þessi maður var ekki fær um ab s'ást við Goncombra Bateese! Það var óskiljanlegt. Marie- Anne hafði sjálfsagt verið að gera að gamni sínu, þegar hún sagði það. Davíð hry'ti við, hve alt þetta, sem hann nú sá, var í sniklu ósam- ræmi við jxað, sem hann hafði hugsað sér. Ekkert nema fagurt og gott gat hann hugsað sér í nánd við þessa fíngerðu koinu. Honum fanst hún vera sem viðkvæmt blóm, sem auðvelt væri að eyði'eggja og sem yrði að vernda gegn öllu grófu og órnildu.. En St. Pierre, sem þarna stóð, var svipaðastur því, að hann væri risinn upp úr gröfum fornaldarinnar. Það var eitthvað villimann- legt við hann. Hefði hann kylfu og bæri skinm um lendar jsér, væri hann alveg eins og steinaldannaður. Að minsta kosti fanst honurn það, þegar hann hugsaði tii þess, að þessi risi ætti að vefja hinn grannvaxna og fíngerða líkama Marie Anne í larma sína. En honum snerist brátt hugur. St. Pierre var engin ófreskja eins og hann var að reyna að gera hann fyrir hugskotssjónum sínum. Hann var glaðlegur og djarfujr í framkomu. Rödd hans bar vott um þrótt og hfsfjör. Honum var svarað með hlátrum og gleði á ströndinni. Ræðararnir á bát Marie Anne sungu kröftuglega og lögðust fast á árarnar. André hinn bæklaði gaf frá sér gleðiskræk, og á fotanum sjálfum ríkti hinn mesti fögnuður. Carrigan skildi nú, að sannleikurinn var sá, að St. Pierre vap hinn heitte’skaði stóri bróðir allra manna sinna. Davíð krepti hnefana og beit á jaxlinn. Nú kom þetta rneðal eða öþu heldur refsing fyrir að verða ástfanginn af annars matms konu. Yiork-báturinn var alveg kominn að flotanum. Marie Anne kastaði sjálf taug til St. Pierre. Báturinn lagðist að og Marie Anne hoppaði upp á flekann. Svo hringsnérist a’t fyrir augum Davíðs. Hann sá St. Pierre taka han(a| í faðm sér og Marie Anne klappa hinu skeggjaða and- liti ástúðlega. Og svo —. Carrigan vi!di ekki sjá meira. Hana sneri sér undan og stakk kíkinumj í jfískjuna. Einhver var að koma í áttina til hans frá ánni. Það var sá, sem borið hafði Marie Anne fregnina um komu St. Pierres. Davíð gekk á móti honum. Þá voru St. Pierre og Marie Anne að ganga inn í káetuna, sem var á miðjum flekanum. XV. KAFLI Það var auðséð, að maðijirinn kom til þess að sækja Carrigan. Menn voru önnurn kafnir við bátaina og Concombre Bateese stóð í stafni með langa stöng og skipaði fyrir. Báturinn var að leggja frá, þegar Davíð stökk um borð. Hann glotti ógeðslega, Bateese, þegar hinn kom. „Þér eruð hálf-aumingjalegúr, agði,“ sagði hatxn svo lágt, að aðeins Carrigan sky'di heyra það. „Hvað sáuð þér í gtegnum glerin þarna ofan að? Eða eruð þér farinn að kvíða því' að berjast við Concombre Bateese? Er það svo, garmurinn?“ „Er það satt, að St. Pierre geti ekki uiinið þig, Bateese?" Bateese þandi út brjóstkassann og var hinn hreykinasti. „Enginn maður hér við árnar getur unnið Concombre Bateese.“ „Og þó er St. Pierre kraftamaður," sagði Davíð og nxældi kyn- hlendinginn frá toppi til táar. „Ég athugaði hann gegnum glerin, Bateese. Þetta verður rnikill slagur. En ég skcil vinna þig.“ Hann beið þess ekki, að kynblendingurinn svaraði, en gekk inn í káetuna. Honum var ekkert um ögranir hins. Gat jxað annárs veriö, að Bateese rendi grun í, að hann væri ástfanginn af konu húsbóndans og hefði þótt fyrir því að sjá endurfundina á flekanum. áðan? Honum ógnaði það, ef jafnvel kynblendingurinn vissi um niðurlægingu hans. Davíð leit yfir til flekans gegnum gluggann. Báturinn fór nú hægt niður ána og Bateese reyndi auðsjáanlega að halda honum sem næst fLekanum, sem hélt áfram niður eftir. Davíð gerði sér nú í hugarlund, hvað nú væri um að vera hjá þeim St. Pierre og konu hans. Senni'ega var nú Marie Anne að segja manni sínum sem ákaf- ast frá æfíntýrinu á sandinum, þegar hún skaut á hann. Honum fanst hann sjá hvernig St. Pierre dökknaði í framain og kreppti hnefana í þögn. Svo væri André hinn bæklaði að læðiast í kring og hiusta á tal þeirra. Svo myndi hann hvísla annarlegum rómi: „Hefir nokkur séð Svarta Roger Audemard ?“ Blóðið ólgaðl í æðum Carrigan og hinir fornu kraftar vöknuðu í honum að nýju. Ástin hafði urn stund deyft skarpskygni hans og árvekni. Hann hafði reynt að loka augunum fyrir ýmsum lík- urn, sem lögreglunni gátu að haldi komið. Ástin hafði um stund orðið honum meira virði en skyldur hans gagnvart lagavaldinu. En svo var nú ekki lengur. Líkurnar voru sterkar. Þær myndu hafa sannfært McVane, og þær sannfærðu nú Carrigan. Hann átti að klófesta Roger Audemard, lifandi eða dauðan. Og það var bersýnilegt, að St. Pierre og kona hans stóðu í ein-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.