Alþýðublaðið - 25.07.1935, Page 3
FIMTUDAGINN 25. JOLÍ 1935.
ALÞTÐUBLADID
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
TJTGEFANDI:
ALÞÝÐUFDOKKURINN
RITSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJÓRN:
Aðalstræti 8.
AFGREIÐSLA:
Hafnacstræti 16.
SlMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Ritstjóm (innlendar fréttir)
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima)
4904: F. R. Valdemarsson (heima).
4905: Ritstjóm.
4906: Afgreiðsla.
STEINDÓRSPRENT H.F.
Borgarstlériia.
ÞAÐ hefir kostað sjálfstæðis-
menn furðulegan tíma að
komia sér saman um borgarstjóra-
efni.
Síðan foringi Sjálfstæðisflokks-
ins, Jón Porláksson, andaðist í
marzmánuði, hefir flokkurinn lát-
ið Guðmund Ásbjörnsson, mein-
lausan og aðgerðalausan kaup-
mann ofan af Laugavegi, sitja í
sæti borgarstjóra.
Öllum var pó ljóst, að hann
var pangað aðeins kominn til að
sætið væri ekki með öllu autt,
á meðan valdastreitan innan
flokksins stæði yfir, en allir vissu
að hún hlaut að verða löng og
erfið.
Jakob MöUer vildi verða borg-
arstjóri. Ekki leizt mönnum giftu-
samlega á vinsældir hans, því
honum hefir tekist flestum öðr-
um fremur að skapa sér andúð
utan flokks og innan.
Þó er það sennilega ekki þes'si
ljóður Jakobs, sem ráðið hefir úr-
slitum, heldur fremur hitt, að naz-
istadeild flokksins mótmælti á-
kaft vali hans í blaði sínu.
Þá kom til mála að gera ein-
nvern peirra Tborsbræðra að
borgarstjóra. Það er vitað, að
kiika kaupmannanna innan Sjálf-
stæðisflokksins hefir alt af verið
þeim mjög andvíg. Mun þeim
mönnum, sem þar standa fremstir
í flokki, hafa þótt sem þeir hafi
beygt sig helzt til djúpt fyrir aur-
um Kveldúlfs er þeir sættu sig
við það, að gera Ólaf Thors að
fiormanni flokksins, og var þeim
því allfjarri skapi að beygja sig
nú enn á ný fyrir Kveldúlfi.
Vandinn var því sá, að finna
borgarstjóraefni, sem Jakob Möll-
er og Vísir ættu óhægt með að
beita sér gegn, sem Thorsbræður
gætu sætt sig við, sem væri úr
hópi kaupmannaklíkunnar og sem
síðast en ekki sízt væri „stokk-
konservatívur“, og maðurinn, sem
hafði aila þessa kosti til að bera,
var Pétur Halldórsson bóksali.
Pétur er maður vinsæll, og án
efa sá maður innan Sjálfstæðis-
fiokksins hér í Reykjavík, sem
minstum ágreiningi veldur innan
síns filokks, en hins vegar munu
þeir vera fáir, sem fylgja hon-
um i nokkurri hrifningu. Kosn-
ingu hans ber að skoða sem
þrautalendingu sjálfstæðismanna.
Þeir þurftu að halda friði innan
flokksins, og þeir vildu lýsa því
yfir, að bænum skyldi stjórnað
eftir þeim íhaidssömustu sjónar-
miðum, sem fyrirfinnast i þessu
landi, á komandi árum.
Skemtun
í Rauðhólum á suimu-
daginn.
Eauðhólanefndin efnir til
mikillar skemtunar í Rauðhól-
um á sunnudaginn kemur.
Til skemtunarinnar hefir
verið vandað mjög vel og verð-
Jón A. Jónsson fyrv. bæjarstjóri
á Isafirðl flytnr nlð nm Isafjorð.
Tilgangmn er að spilla íyrir nýjim framkyæmdflm bæjarins.
fiðtal við 6nðm. fl.
Hagalfn forseta bæj-
arstjórnar ísaQarðar
Jón Auðunn Jónsson fyrrv.
bæjarstjóri á ísafirði, birffci í JMgbl,
í gær lúalega róggrein urn fjár-
stjórn Alþýðuflokksmanna á ísa-
firði og um Samvinnufélag ís-
firðinga, Mun hann hafa haldið,
að enginn nákunnugur þeim mál-
um, sem hann talar um, myndi
vera hér til andsvara.
Guðm. G. Hagalín bæjarfull-
trúi og forseti bæjarstjórnaririnar
á ísafirði er staddur hé;r í bænum
og sneri alþýðublaðið sér til hans
í gær og átti eftirfarandi viötál
við hann um róggrein Jóns AuÖ-
uns.
— Hvað segir þú um grein Jóns
Auðun)s í Miorgunbiaðinu í dag?
— O, það er nú ékki þörf á að
segja mikið um hana. Málið, sem
hún fjallar um, er, eins og við
segjum fyrir vestan, draugur upp
úr öðrurn draug. Upphafsmaður-
inn að málinu er pólitískt stein-
dauður á lsafirði og málið sömu-
leiðis.
— Og með hverjum hætti varð
andlátið?
— Ja, það var nú eiginlega um
sjálfsnuorð að ræða. Eins og þú
manst, komst Jón Auðunn í T>æj-
arstjóraembættið á ísafirði í árs-
byrjun 1934 fyrir tilstilli komm-,
únista. Það kom nú öllum saman
um, hvernig hanri væri sem bæj-
arstjóri svona daglega, hvað sem
flokksmenn hans annprs létu í
veðri vaka á fundum. En látum
það nú vera. En seinni partinm í
fyrra vetur, þegar öllum þorra
bæjarbúa af öllum flokkum þótti
fyrir margra hluta sakir bráð og
brýn nauðsyn á, að fé fengi'st
í bátahöfn og rafveitu, setti Jón
Auðunn bæjarstjóri saman
„skýrslu“ um hag bæjarins og
muldraði hana fljótt og óáheyri-
lega á bæjarstjórnarfundi, þar
sem viðstaddir voru nokkrir
sýslunefndarmenn úr Norður-ísa-
fjarðarsýslu. Síðan birti hann
„skýrslu" þessa í „Vesturlandi“,
en bæjarfulltrúana tók það lang-
an tíma að herja hana út úr hon-
um, svo að þeir gætu athugað
hana. En „skýrsla" þessi var full
af rógi og ósannindum um fjár-
hag bæjarins, og var alt eftir-
minnilega rekið ofan í Jón Auð-
un á bæjarstjórnarfundum og í
blaðinu „Skutli“ — og við þing-
kosningarnar í fyrra vor lát al-
menningur á Isafirði greinilega í
Ijós, hvað hann meinti um fram-
komu bæjarstjóra íhaldsins, Jóns
Auðuns. Eftir þetta lék pólitísk
líftóra bæjarstjórans á sannarlega
óburðugum fífukveik — log. í erg-
elsi skrifaði liann kæruna, sem
hann getur um í greininni. Kær-
unni hefir Finnur Jónsson svarað
fullnægjandi í blöðum og gert
fullkomna grein fyrir málinu við
atvinnumálaráðuneytið. Jön Auð-
unn hröklaðist úr bæjarstjóraemb-
ættiriu í fyrra haust — og þar
með sálaðist hann algerlega póli-
tískt á ísafirði, stóð uppi fram yf-
ir áramótin og var eitthvað ókyrr
ur hún nánar auglýst hér í
blaðinu síðar.
Verkamenn eru beðnir að
leggja fram sjálfboðaliðsvinnu í
Rauðhólum, og geta þeir snúið
sér viðvíkjandi því til Þorláks
G. Ottesen verkstjóra, Hring-
braut 184.
GUÐM. G. HAGALIN
á líkbörunum eina kvöldstund fyr-
ir bæjarstjórnarkosningarnar í
janúar s. I., en var svo við kosn-
ingarnar grafino í gadd 3 álnir
í jörð niður að íslenzkum sið, og
hefir ekki hreyft sig í glöf sinni,
fyr en hann nú hefir eitthvað
vikið sér á verri hliðina við að
heyra gegnum gróna torfu dauða-
Jiryglu bræðra slnna í Vestmanna-
eyjum.
— En hvað er um samvinnufé-
lagið? Er nokkur deila um það
nú á ísafirði?
— Nei, alls ekki. Jón Auðunn
byrjaði fjandskap sinn við það
með því að greiða atkvæði gegn
ríkisábyrgð handa því á alþingi,
— og síðan hefir hann og ýmsir
af steingerðasta íhaldinu á ísa-
firði sætt hverju tækifæri til að
ríða það niður. Einn fulltrúi þess
í hafnarnefnd lagði til, þegar því
og bæjarbúum kom verst, að því
yrði hreinlega lógað af bæjar-
stjórn, en fékk ekki að ráða. Og
ísfirzkur almenningur hefir stað-
ið svo fast um félagið, að þar
hafa engar brellur íhaldsins dug-
að. Aldrei hefir þýðing þess fyrir
bæjarfélagið verið mönnum á ísa-
firði eins 1 jós og nú;'. I vetur brást
afli landróðrarbátainna, en sam-
vinnubátarnir öfluðu undir jökli
og fluttu aflann heim. Félagið
hefir árlegai borgað í hluti og
vinnulaun frá 300—500 þúsund
krónur — og menn á Isafirði
vita, hvers virði slíkur skilding-
ur er — ekki sízt þegar svona
árar. Og nú hefir félagið fylli-
lega 200 manns að vestan í at-
vinnu meðan síldveiðin stendur
yfir.
— Vestmannaeyingum þætti
líklega notandi, ef ráðandi flokk-
ur þar hefði séð þeirn fyrir slíku
fyrirtæld.
— Vestmannaeyingar. Við skul-
um nú ekki nefna Isafjörð og
VeStmannaeyjar í sömu andránni.
Látum niðurnídda hjáieigu eiga
sig, en athugum höfuðbólið
Reykjavík. Reykví'kingar eru um
pað bil 13 sinnum fleiri en Is-
firðingar. Það er bezt, að álmienn-
ingur geri sér Ijóst, hve stórt fyr-
irtæki hér í Reykjavík þyrfti tJ
að jafnast hlutfiallslega á við
Samvinnufélag Isfirðinga. Bátarn-
ir eru 7 — allir milli 40 og 50
smálestir. Það svarar til 91 báts
í Reykjaví|k. 300 þúsund krónur í
vinnulaun svara til hart nær fjög-
urra milljóna í Reykjavík. Og
myndi ekki Reykvíkingum þykja
notandi, ef fyrir tilstyrk bæjar-
félagsins væri til fyrirtæki, sem
gæti bioðið 1500 sjómönnum á-
gæta atvinnu á síldveiðum, 900
reykvískum stúlkum atvinnu við
síldarsöltun og 300 verkamönnum
ágæta síldarvinnu á landi?
— Svo er nú „Hávarður Isfirð-
ingur“.
— Já, bærinn gerir hann út, en
það skal tekið fram, að íhaldið á
Isafirði greiddi atkvæði með
þeirri bæjarútgerð, en auðvitað
átti Alþýðuflokkurinn- upptök að
henniL Nú, það er náttúrlega ekki
séð, hvernig sú útgerð lánast, en
atvinnubætur eru undir öMm
kringumstæðum að henni. Og víst
myndi almemiingi h.é|r í Reykjavík
hafa þótt það n'Otandi, ef bæjar-
stjórnin hefði gert út á veiðar 13
t'Ogara á þessu sumri. En bæjar-
stjórnarmeirihlutinn hérna gæti
víst sagt eins og keriingin, sem
mælti á þessa leið, en gerði það í
storkunarskyni: „Mikið ijómandi
er það nú falleg sjón að sjá bleg*
að skipið liggja inni á firði í lá-
deyðunni um hábjargræðistím-
ann.“
— En annars — hvað hefir Jón
Auðunn eigintega meint með
grein sinni?
— Það leit nú svlo út í fyrra,
sem hann hefði hneint og beint
skrifað „skýrsluna" til þess að
spilla fyrir framkvæmdamöguleik-
um bæjarfélagsins, en ég get nú
varla trúað því, að honum hafi
gengið til annað en pólitískur
flokksofsi og meinleg skammsýni.
Nú eru á döfiuni stórmál með Is-
firðingum, og ég vænti þess, að
greiriin sé ekki skrifuð til að spilla
fyrir framgangi þeirra mála, held-
ur hafi íhaldið hér pantað eitt-
hvað, sem dregið gæti athygli frá
kviksyndinu, sem íhaldið í Vest-
mannaeyjum er að drukna í. Svo
hafi þá Jón Auðunn ekkert fund-
ið annað en þennan draug sinn,
sem strax var vanmátta fæddur
í fyrra og nú er eins og hvert
annað afstyrmi til einskis nýtt.
. . . En nú færðu ekki meira upp
úr mér, því séra Hallgrímur segir:
„Forðastu svoddan fíflskugrein
framliðins manns að lasta bein.“
Öryggi farþega,
sem aka með bif-
reiðum.
1 frásögn Vísis af bifreiðaslys-
inu á Akranesi er sagt, að hvað
eftir annað hafi blöðin varað við
þeim hættulegu farartækjum, sem
„hoddy“-bílar séu.
Ot af þessum ummælum blaðs-
ins er rétt að benda á eftirfarandi.
Það var fyrst árið 1930, sem al-
ment var farið að nota vörubif-
reiðar með „boddy“ til mann-
flutninga héðan úr Reykjavík.
Þetta sumar fluttu þessir bílar
hundruð og þúsundir manna, án
þess að nokkuð slys vildi til.
Aila tíð síðan hafa margir vöru-
bifreiðaeig'endur starfrækt bíla
sína á þennan hátt, og síðan 1930
hefir allur umbúnaður boddybíla
verið mjög endurbættur, svo að
nú fer miklu betur um farþegana
en áður var.
Um hverja helgi og auk þess
oftar hafa fjöldamargar vörubif-
reiðar frá Vörubílastöðinni hér
farið úr bænum með fólk víðs
vegar út um land og aldrei hefir
neitt slys viljað til hjá þessum
bifreiðum, sem ekið hafa frá
stöðinni.
Það má líka taka fram, að
reynslan hefir sýnt, að „boddy“-
bílar og kassa-bílar eru einhverjir
traustústu bílar, sem ekið er með,
þar sem þeir eru þyngri og lengri
og liggja betur á vegunum en
styttri vagnar.
Hins vegar hafa mörg slys vilj-
að til og manntjón orðið hjá
minni bílum, og eru þau slys i
svo fersku minni, að ekki þarf
að rekja það. Er þetta tekið fram
vegna svigurmælanna í Vílsi, en
ekki til að ráðast alment á þá,
sem aka minni bílum.
Slysin vilja til með tvennum
hætti: Það er ekið of hratt og
bugðurnar á vegunum skapa ör-
yggisieysi, ef ógætilega er ekið,
Og í öðru lagi vilja slysin til,
þegar eitthvað bilar í útbúnaði
bílsins eða vegarbrúnin springur,
og er þetta öviðráðanlegt.
UmmæM Vísis eru því næsta
einkennileg og hafa ekki við neitt
að styðjast.
Ef Vísir viil taka að sér að
birta skrá yfir þá bíla, sem hafa
ilent í slysum, þá munú ummæli
blaðsins vérða afsönnuð.
Bifreidarsijóri.
Múhameðstrúarmeno
á Indlandi hefja óhlýðn-
isstarf.
LONDON, 23. júlí. FÚ.
Múhameðstrúarmennirnir í
Lahore í Indlandi, sem undan-
farið hafa gert ítrekaðar árás-
artilraunir á Sihka, sem verið
hafa að rífa niður gamalt
musteri Múhameðstrúarmanna,
hafa nú breytt um aðferð til að
koma fram máli sínu. 1 stað
þess að safnast saman til árása
hefir þeim komið saman um að
hefja óhlýðnisstarfsemi, að
hætti þjóðernissinna, og hafa í
dag 42 verið handteknir fyrir ó-
hlýðni en 37 þeirra hafa verið
dæmdir í varðhald.
Verkfall á norska
hvalveiðaflotanum.
OSLO, 23. júlí. (FB.)
Sjómannafélögin „Norsk Sjö-
mannsforbund“, „Norsk Maskin-
istforbund“ og „Norsk Styrmanns-
forening“ hafa á sameiginlegum
fundi ákveðið að leggja deiluna
við hvalveiðafélögin fyrir sátta-
semjara ríkisins með kröfu um,
að hann miðli málum í deilunni.
Arbeiderbladet í dag segir, að
ef ekki verði breyting á afstöðu
hvalveiðaútgerðannanna og þeir
fallist á að semja við sjómannia-
félögin í heild með milligöngu
sáttasemjara, komist deilurnar á
það stig, að alt bendi til þess, að
verkfall verði gert á hvalveiða-
flotanum öllum.
Innan fárra daga er búist við
tilkynningu frá sáttasemjara við-
víkjandi væntanlegri málamiðlun-
artilraun af hans hálfu. /
Minnismerki um
Lawrence í kirkju.
LONDON, 23. júlí. FO.
Prófastur St. Páls kirkjunnar i
London hefir boðið rúm fyrir
minnismerki yfir Lawrenoe frá
Arabíu, í sjálfri kirkjunni.
FEAMKÖLLUN,
KOPIERING og STÆKKANIR.
Vandlátir amatörar
skifta við
Ljósmyndastofu
Sigurðar Guðmundss onar,
Lækjargötu.
TSl Aknreyrar,
Á tveimur dögum:
Alla þriðjudaga, fimtudaga, laugar-
daga
A einum degi:
Hraðerðir um Borgarues, alla
þriðjudaga og föstudaga.
Frá Akureyri áframhaldandi ferðir:
Til Austf jarða.
Afgreiðsla í Réykjavík Bifreiðastöð Isiands. Sími 1540.
Bifreiðastöð Ak ureyrar.
Til Akureyrar
Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
. Afgreiðsla á Akureyri er á bifreiðastóð
Oddeyrar.
Bifreiðustðð Steindðrs,
Reykjavík. — Sími 1580.