Alþýðublaðið - 25.07.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1935, Blaðsíða 4
FIMTUDAGINN 25. JÚLÍ 1935. r GAMLABlÓ ■ Lifið í veðL Afar spennandi sakamála- sjónleikur í 10 þáttum, eftir belgíska rithöfund- inn Georges Simenon. Aðalhlutverkið leikur einn af frægustu leikurum Frakka: HARRY BAUR. IMyndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Indlaodslðglo sampjrkt I efrl málstofunni. LONDON, 25. júlí. FB. Lávarðadeildin hefir nú sam- þykt Indlandslögin til fullnustu og þar eð neðri málstofan hafði gert slíkt hið sama ganga lögin nú til konungs til undirskriftar. Lögin voru samþykt mótat- kvæðalaust í lávarðadeildinni. (United Press). N.s. Laxfoss á morgun föstudag 26. júlí. Burtfarartími frá Reykjavík kl. 8 árdegis. Burtfarartími frá Borgarnesi kl. 3 síðdegis. Hraðferð til Akureyrár, Ólafs- víkur og Stykkishólms. Kemur við á Akranesi í báðum leiðum. Fóðurvðrur frá J. Rank. Mixed Corn ,,A“ Mixed Corn ,,X“ Layers Mash Growers Mash. Alexandra hveiti seljum Ivið ódýrt í heilum sekkj- um jUUsUZldi, ITALIA Frh. af 1. síðu. kvörðun ítölsku stjórnarinnar, að leysa Italíubanka undan þeirri skyldu, að hafa gullforða handbæran, er nemi 40% af seðlamagni í umferð, en það er af mörgum talið benda til, að horfið verði frá gullinnlausn seðla í ítalíu, þótt ríkisstjórnin þar í landi neiti því, að horfið verði að því ráði. ROOSEVELT Frh. af 1. síðu. á sama um það, hvort ráðstefnan verði haldin eða ekki, og telja, að það myndi ef tii vill vera kostnaðarminna fyrir Japan að byggja flota eftir þeirra eigin höfði en samkvæmt þeim samn- ingum, sem kynnu að vera gerðir. Ketilsprenging veld ur stórsiysi í þýzkri verksmiðju. LONDON, 24. júlí. FIJ. Fregnir frá Frankfurt am Main herma að tveir menn hafi farist og 14 slasast hættulega, er eldur kom upp í verksmiðju sem er eign I. G. Farbenindus- trie, þar í nágrenninu. Eldurinn kom upp í sambandi við ketilsprengingu, sem varð þar í verksmiðjunni. Sprenging- in og eldurinn ollu mikilli skelf- ingu þar í borginni, með því að mönnum voru enn í minni ægi- legar sprengingar, sem urðu þar í vopnaverksmiðju árið 1916. Þýzku knattspyrimmennirnir fóru utan með Dettifossi í gærkvöldi kl. 10. I dag ætla þeir að keppa við Vestmannaeyinga meðan Dettifoss stendur þar við. Jarðarför Ólínu Andrésdóttur skáld- konu fer fram á morgun kl. 3 frá dómkirkjunni. Prímúla kom hingað í gærkvöldi. Með henni komu um 60 enskir ferða- menn. Arandora Star, enskt skemtiferðaskip kom hingað 1 gærmorgun með um 500 farþega. Fór skipið í morg- un áleiðis til Akureyrar. Enn vantar okkur fjölda kaupakvenna og snúningadrengja á úrvals- heimili víðsvegar um landið. Vinnumiðlunarskrifstofan í Reykjavík. Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélagshúsinu) sími 2941 og Þingholtsstræti 18 (Kvennadeildin) sími 4349. Kaupum flðskur til laugardags. — Líterflöskur, hálfflöskur og heilflösk- ur með sléttum botni. Móttaka í Nýborg allan daginn. Afengisverzlun ríkisins. AIÞtBUB I DAG Fréttir frá ísafirði. Bátahöfninni er nú lokib að mestu. Dýpið er 4,1 metrar um hálffállinn sjó. Eftir er enn að leggja slitlag á uppfyllinguna. Á bæjarstjórnarfundi á isafirði 17. þ. m. var samþykt, að veita Alþýðuhúsinu leyfi til kvikmynda- sýninga í 20 ár, gegn 10 hund- raðshlutum af brúttóandvirði seldra aðgöngumiða. Ætlast er til, að Alþýðuhúsið kaupi sýning- arvélar bæjarins, og að gamal- menni og rólfærir sjúklingar sjúkrahússins fái ókeypis aðgang að tilraunasýningum, svo sem verið hefir. íþróttanámskeiði í Reykjanesi lauk með héraðsmóti sl. sunnud. Var veður gott og fjölmenni á mótinu. Lokið er aðgerð á íþróttavell- inum á ísafirði og hann tekinn til afnota. Fyrir forgöngu bæjarstjóra var vinnudagur almennur í rnemenda- skála Gagnfræðaskólans, Birki- hlíð, þann 14. þ. m. Vinna hófst kl. 10 og var henni lokið kl. 5. Veður vax hagstætt og unnið mik- ið. Skálinn er nú opinn til afnota meðlimum íslenzkra skóla- og æsku-félaga, gegn 50 aura nætur- gjaldi. Samvinna er hafin milli Birkihlíðar og hliðstæðra erlendra stofnana. Átta skátar og félagar þeirra eru nýtoomnir til ísafjarðar úr viku ferðalagi um Hiornstrandir. Voru fjórir þiltanna úr Reykjavík, en 4 frá isafirði. Hreptu þeir ill- viðri, en láta vel af gestrisni Strandamanna. Peir höfðu tjaid og allan útbúnað annan til úti- legu með sér, en urðu að gista á bæjum vegna sífeldra rigninga. Allmikið er um ferðalög um þessar slóðir í sumar. Útsvör á Eskifirði. Nýlega hefir farið fram nið- urjöfnun útsvara á Eskifirði. Alls var jafnað niður kr. 22.050. Hæst útsvar bera: Markús Jen- sen, fyrrum kaupmaður, kr. 5000; Magnús Gíslason sýslu- maður, og Útgerðarsamvinnu- félagið Kakali, 1600; Jón Gríms- son útibússtjóri og Jón Þor- steinsson bakari, 1200 kr.; Guð- ný Þorsteinsdóttir, kr. 875; Olíuverzlun Islands og Shell, kr. 600. Farþegar með Dettifossi til útlanda 24. júlí: Mr. og Mrs. Stuart, Gróa Hubner, Mrs. Midleton, Miss E. F. Morres, Miss W. Water- man, Mr. J. D. Pemberthy, Mr. Fuller, Colonel Hilton Green, Kári V. Jóhannesson, Mr. Chap- lin, Mr. Griffiths, Mr. J. W. Shenton, Herr Koppel, flokkur þýzkra knattspyrnumanna, 21 alls. Leiðrétting. 1 lok greinarinnar um Rauð- J hólaskála, eftir Þuríði Friðriks- dóttur, sem birtist í blaðinu í gær, hafði misprentast. Stóð 22. apríl 1935, en átti að standa 22. júlí 1935. Warwickshire, enskur togari kom hingað í gær til þess að sækja fiskieftir- litsmann sinn, Markús Gríms- son. Esja fer austur um næstkomandi laugardag kl. 9 síðdegis. Tekið á móti vörum til hádegis á morgun. Lyra fer héðan í dag kl. 6 síðd. til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. Næturlæknir er í nótt Sveinn Pétursson, Freyjugötu 28. Sími 3066. Næturvörður er í Laugavegs- og Iðunnar-Apoteki. Veðrið: Hiti í Reykjavík 10 stig. Yfirlit: Lægð við austur- strönd Islands og önnur yfir Grænlandi. Báðar á hreyfingu austur eftir. Útlit: Norðvestan og vestan kaldi. Smáskúrir, en bjart á milli. ÚTVARPIÐ: 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Skemtilög (plötur). , 20,00 Erindi: Frá útlöndum (síra Sigurður Einars- son). 20.30 Fréttir. 21,00 Tónleikar: a) Útvarps- hl jómsveitin; b) Ein- söngur (frú Björg Guðnadóttir); c) Dans- lög. Skipaf réttir: Gullfoss er á Siglufirði. Goða- foss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Dettifoss er á leið til Hull frá Vestmanna'eyjum. Brú- arfoss er í Kaupmannahöfn. Lag- arfioss er á Siglufirði. Selfoss er á leið til Hamborgar. Dronning Alexandrine er væntanleg hingað í nótt. ísland er væntanlegt til Hafnar á morgun. Esja kom í nótt. Höf nin: Laxfoss fór í morgun. Skelj- ungur kom í morgun að taka olíu. Togarinn Hafsteinn fór í fisk- flutnihga í morgun. Skaftfelling- ur fór austur í gær. Ferðafélag fslands efnir til hringferðar, sem mörg- um mun hugleikið að fara, um næstu helgi. Verður lagt upp kl. 5 síðdegis frá Steindórsstöð >og ekið fyrir Hvalfjarðarbotn, um Ferstiklu, Dragháls, Skorradal, Hvítárbrú að Reykbolti um kvöld- ið og gist þar um nóttina á hin- um fræga stað. Árla á sunnu- dagsmorgun verður haldið upp Keykholtsdal og Hálsasveit að Húsafelli og dvalið þar um sinn. Þar bjó séra Snorri hinn sterki, og eru steinatök hans enn við réttarvegg. Á Húsafelli er nátt- úrufegurð mikil. Lengd viðstöð- unnar á Húsafelli verður hagað eftir veðurútlitinu, því að verði það gott, verður ferðinni flýtt upp á Kaldadal og gengið þaðan á Ok. Er það hæg ganga á fjór- um tímum fram og aftur. En sú gönguferð verður aðeins farin að von sé um gott útsýni. Af Kaldadal verður haldið suður á Pingvelli og staðið þar við, ef ekki verður úr Ok-göngunni og síðan til Reykjavíkur um kvöldið. Farmiðar fást í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar tii kl. 7 á föstudagskvöld. Rauðhólar. Fjölbreytt skemtun verður í Rauðhólum á sunnudaginn kem- ur. Mikið verður vandað til skemtiskrárinnar. Lincolnshire. . Undanfama daga hefir verið unnið að því að ná upp björg- unartækjum, sem sukku ásamt Lincolnshire um daginn utan við Skarfaklett. Hefir Þórður Stefánsson kafari hjá Slippn- um unnið að björguninni. Þrjár dælur hafa náðst upp og er ver- ið að reyna að ná prammanum. Nýjar kvöldvökur. Janúar-marz heftið 1935 er ný- komið út. Flytur það fróðlegar ritgerðir, smásögur, kvæði og framhaldssögu. Efni: Helgi Val- týsson: I Austfjarðaþokunni. Bókmentir eftir Benjamín Kristjánsson. Dóri, kvæði eftir Jóhann Frímann. Westerman: Æfintýri úr Ishafinu. Jónas Rafnar: Pompeji. Einar S. Frí- mann: Ég gekk hjá glugga þín- um. Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Nytjajurtir. O. Henry: Gjafir vitringanna. Skrítlur o. fl. — Ritstjóri og útgefandi er Þorsteinn M. Jónsson á Akur- eyri. Útsölumaður í Reykjavík er Þórhallur Bjarnason prent- ari. mm Ntja biö Flóttmn frá byltingunni Mikilfengleg amerísk tal- og tónmynd. Aðalhlutverkin leika: Nancy Cafroll og Douglas Fairbanks (yngri). Aukamynd: Konungur riddaranna. Spennandi tal- og tón-cow- boy mynd. Aðalhlutverkið leikur Cowboyhetjan John Wayne. Börn fá ekki aðgang. Jarðarför konunnar minnar elskulegrar og móður okkar, Steinunnar Bjarnarson fer fram laugardaginn, 27. júlí, frá dómkirkjunni, og hefst með húskveðju að heimili okkar Bragagötu 31, kl. 1 e. h. Jón Bjarnarson frá Sauðafelli og synir. TrfejaM^BejkJatftv fer skemtiferð austur að Sogsfossum sunnudaginn 28. júlí kl. 9 árd. Farið verður í hinum þekktu Steindórsbílum. Staðnæmst við nýja Geysi á austurleið og í Þrastalundi á heimleið. Farmiðar fást hjá Zimsen, Brynju og Birni & Marinó og kosta 7 krónur báðar leiðir. Lagt verður af stað frá bifreiðastöð Steindórs. Harmonikusnillingur verður með í förinni. Félagar f jölmennið og skoðið landið. SKEMTINEFNDIN. Nokkrar dósir af niðursoðnu nautákjöti í 1 kgr. og y2 kgr. dósum og kjötkáli í 1 kgr. dósum seljast næstu daga fyrir mikið lækað verð. Smásala í útsölum vorum: Matardeildinni, Hafnarstræti 5, sími 1211, Matarbúðinni, Laugaveg 42, sími 3812. Kjötbúðinni, Týsgötu 1, sími 4685, Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9, sími 4879 og 2303, Kjötbúð Austurbæjar, Laugaveg 82, sími 1947. Góðar og óskemdar vörur! Reynið þetta tækifæri. Siátnrtélag Soðarlaeds. Vegna náttúruíegurðar við Hreðavatn aukast mjög mikið ferð- ir þangað. Milli Reykjavíkur og Akureyrar er skemtilegasti áningastaðurinn við Hreðavatn. I veitingaskálanum fást aUar algengar veitingar fljótt og vel afgreiddar. — Símstöð er þar og bensínsala. Hljómsveit spilar í skálanum á sunnudögum. Að Hreðavatni fæst fæði með sanngjörnu verði og tjaldstæði ókeypis. — Þeir, sem vilja njóta sumarfríamia á fegurstu stöðum landsins, kunna tæplega betur við sig annarsstaðar en að Hreðavatni. Og ekki sízt ættu þeir að dvelja að Hreðavatni, sem ferðast vilja í bílum, á hestum eða fótgangandi um hið fagra Borgarf jarðarhérað. — Skemtiferð með Laxfoss á Iaug- ardag til Borgarness og tU baka aftur á sunnudagskvöld er ódýr og ágæt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.