Alþýðublaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGINN 3. SEPT. 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÍ>YÐ,UBLAÐIÐ OTGEFANDI: IXÞÝÐÚFLQKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: ASalstræti 8. AFGRKIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R.Valdemarsson(heima). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. Krðfur Morgqn- blaðsins. IDAG er Morgunblaðið í \vígia- móöi og gerir kröfur. AuÖvitað hefir það formála fyr- ir kröfunum. Aðalefni formálans er fleypur um þaö, sem blaðið kallar eyðímerkurför þjóðarinnar. Loksins er því orðið ljóst, að hin frjálsa samkeppni hefir lagt heimsviðskiftin og atvinnulíf þjóöanna í rústir. För þjóðanna á hinum ægilegu krepputímum er sannnefnd eyði- merkurganga. Siðlaust stríð hinnar frjálsu samkeppni hefir skapað þá eyðimörk, sem þjóðirnar hnekj- ast á. En á þeim hrakningum verður fleirum og fleirum ljóst, að hið fyrirheitna land, sem þjóð- irnar eiga að ná, er ríM social- ismans, og þangað er nú förinni stefnt hér og víða annars staðar. Með föstum og öruggum skref- um er haldið áfram, og takmark- inu verður náð fyr eða síðar, hvað semvesalings Morgunblaðið segir. Hræsnarínn. Eftir þennan formála fær Moggi dulið sitt innra eðli, eðli hræsnarans. Blað Magnúsar Guðmundsson- ar og Magnúsar Jónssonar, mann- anna, sem á síðasta þingi héldu því fram, að eina leiðin út úr kreppunni væri sú, að draga úr kaupgetu alls almennings, þ. e. a. s. að lækka kaup eða minka atvinnu hinna vinnandi stétta, blaðs, sem stóð að þeim kröfum í fyrra, að lækka framlag ríMs- ins til verklegra framkvæmda um ca. 600 þús., þyMst nú bera það fyiix brjósti, að allir fái vinnu, þykist nú vera eini sanni mál- svaii Mns atvinnulausa verkalýðs. Svona berlega getur Morgun- blaðið hræsnaö. Heimskan. Ein hin þjóðkunna heimska Morgunblaðsins sviftir hræsnis- blæjunni burtu. Blaðið fer að gera kröfur, sem það í einfeldni sinni ætlast víst til að trúað verði að miði að því að bæta kjör verkalýðsins. Hér eru sýnishom af því, sem það segir að þjóðin eigi að krefj- ast. „Hún verður að kref jast þess, að létt verði á þeim drápsklyf j- um skatta og tolla, sem nú hvíia á aðþrengdum atviimu- vegum landsmanna“. 'Af hverjum á að létta skött- um? Engihn spyr þessa af því, að hann viti ekM, að það á að létta þeim af mönnum, sem hafa frá 10—96 þús, krönur í árs- tekjur. „Hún verður að kref jast þess, að útgjaldahæstu f járlögin hans Eysteins verði endurskoðuð og gjöldin skorin svo niður, að þau verði í samræmi við gjaldgetu landsmanna.“ Hvað myndi eiga að skera nið- ur á fjárlögunum? Reynslan hef- ir svarað því; það eru framlög til verklegra framkvæmda. Island verður miðstðð flug^ ferða yfir Norður~Atlantshaf. FranBtiðarfilagleiðirBiar á norðurhveli Jarðar veria yíir Norðurísliafiið og Norðurpélinn. Efitirtektarverð greln I „Daiiy Heraldu, efitir Harold Hnteiier, firéttarltara pess i New York. FYKIR nokkrum vikum var hér á ferð enskur maður, að nafui Harold Butcher, frétta- ritari aðalblaðs enska Alþýðu- flokksins, „Daily Herald“, í New York. Alþýðublaðið flutti um það leyti, sem hann fór héðan langt viðtal við þennan enska flokksbróður, þar sem hann meðal annars benti á framtíðarmöguleika íslands sem ferðamannalands. Nú hefir Butcher nýlega skrifað eftir- tektarverða grein í „Daily Herald“ um framtíðarflugssam- göngur yfir Norður-Atlantshaf og Norður-íshaf, og þá þýðingu, sem Island hafi fyrir þær. I bréfi til Alþýðublaðsins segir Harold Butcher, að greinar hans um íslánd muni einnig birtast í amerískum blöðum. Greinin, sem þegar er út komin, birtist í „Daiiy Herald“ þ. 23. ágúst, og fer hér á eftir í ís- lenzkri þýðingu: 1 erlendu fréttaskeytunum er nú aftur skyndilega farið að nefna Norðurpólinn á mafn. Það er iekM vegna þess, að nokkur nýr Peary hafi tilkynt komu sína þangað eftir áralanga baráttú við (s og snjö, heldur vegna þéss, að flgumennirnir eru nú komnir að þeirri niðurstöða, að fljötfarnasta leiðin milli San Francisco og Moskva liggi yfir heimsendann sjálfan, þ. e. a. s. yfir Norður- pólinn. Wiley Post, eineygði flugmað- urinn, sem hafði sett met í flugi umhverfis jörðina, og Will Ro- gers gamanleikarinn, sem var uppáhald heillar heimsálfu, létu „Hún verður að kref jast at: vinnu- og viðskiftafrelsis í stað þeirrar einokimar- og kúgunar- stefnu, sem núverandi st jórnar- flokkar hafa upþ tekið.“ Hvort myndi það vera gagn- legra fyrir Garðar Gíslason eða atvinnulausan, verkamami ? „Hún verður að kref ja$t þess, að bæjar- og sveitarfélögum verði trygt nauðsynlegt fjár- magn, svo að þau geti iht af höndum hin margvíslegu störf, sem þeim er ætlað í þjóðfélagi voru. Þetta má ekki gerast með nýjum álögum á skattþegnana, heldur með réttlátri skifting á þeim tekjustofnum, sem ríkið gín nú yfir.“ Gott samræmi milli þessarar kröfu og kröfunnar um að leékka skatta og tolla! Og þegar bjálfar Morgunblaðs- ins hafa sett fram allar þessar kröfur, bæta þeir við: „Þetta eru höfuðverkefnin, sem bíða komandi þings. Og þetta er það, sem verður að gerast, EF ÞJÓÐIN Á AÐ KOMAST ÚT AF EYÐIMÖRK- INNI“. Já, þetta eru höfuðverkefni Sjálfstæðismanna, að skapa burg- eisum þjóðarinnar aðstöðu tíl þess að hafast við á gróðurblettum í eyðimörk hinnar frjálsu sam- keppni, en fjöldinn má þeirra, vegna hrekjast um þá eyðisanda, sem ibald alira landa hefir skap- að. En fjöldinn mun ráða, og hann stefnií burt af eyðimörMnni undir forystu Alþýðuflokksins, leitar þess fyrirheitna íands, þar sem réttlæti og jöfnuður býr. lífið við tilraunina til að sanna | þetta, og það var hér um bil far- ið eins fyrir rússneskum flug- mönnum, sem reyndu að fljúga þessa sömu leið úr öfugri átt. Fyrir mörgum árum sagði Vil- hjálmur Stefánsson, hinn frægi landkönnuður, að farþegaflugvél- arnar myndíu í framtiðinni leggja leið sína yfir Norðurpólinn, og að veturinn myndi verða örugg- asti tími ársins fyrir slíkar flug- ferðir, af því að þá væri engin þoka, og frostið svo mikið, að engin hætta væri á því, að snjór eða ísi'ng settist á flugvélarnar. Það mun ekki líða á löngu þar til þessi spádómur rætist. Ef við tökum jarðlíkan og lít- um ofan ■ á það, þá sjáum við, að Norðurpöllinn er miðdepill eins konar Miðjarðaríshafs, sem um- kringt er af . Norður-Kanada, Grænlandi, Norður-Evrópu og Sí- biríu. Styzta leiðin frá Ameríku til Asíu liggur yfir Norð- urpólinn og styzta leiðin frá Norður-Ameríku til »Norður-Evrópu yfir Græn- land og Island.. Ef við hugsum okkur að buið væri að fletja út norðurhvel jarð- ar 'þannig, að Norðurpóllinn væri miðdepill þeirrar kringlu, sem á þann hátt myndaðist, þá verður það undir eins ljóst, að fljótfarn- asta og styzta leiðin frá Norður- Ameríku til Asfu liggur yfir Norð- urpólinn, og styzta leiðin frá .Norður-Amerífcu til Norður-Ev- rópu yfir Grænland og Island. Bein lína milli New York og Peiping fier frám hjá Norðurpóln- um, en liggur aftur á móti yfir „ónálganlega pólinn‘‘, sem svo er nefndur af því, að það er sá blett- ur jarðarinnar, sem ligsrur lengst frá skipgengu vatni, og þár af leiðandi erfiðast að komast að honum. Alt er undir því komið, frá hvaða sjónarmiði litið er á hlut- ina. Ef við lærum að líta á norð- urhvel jarðar Siem landabréf, þar sem Norðurpóllinn er í mið- punkti, þá mun ekki iíða á löngu þar til við förum að sjá, að þæí skoðanir, sem við höfum haft Mngað til á framtíðar' samgöngu- möguleikum, eru úreltar. Því að samgöngur framtíðar- innar verða vitanlega í loftinu. Og fljótfarnasta leiðin verður yfir Miðjarðarhaf það, sem nú er venjulega nefnt Norðuríshaf, sem svo erfitt er að sigrast á þegar reynt er að fara það á sjó og landi, en svo létt, ef farið er yfirf það í flugvél. Það er augljóst, að flugferðir í verzlunartilgangi verða ekM æv- iniega beinar, og þar af leiðandi ekM alt af farnar yfir Norðurpól- ihn. En það er víst, að þess verð- ur ekM langt að bíða, að flogið verði yfir Norðuríshafíð fram og aftur á fleiri en einum stað. Ég er nýkominn úr ferðalagi til íslands og óskaði þess oftar en einu sinni af ollu hjarta, að fast- ar flugferðir væru komnar á milli Bretlandseyja og 'þessarar gömiu norsku nýlend'u. Litlu skipin, sem fara milli Leith og Reykjavíkur, hinnar ungu höfuðborgar Islands, eru þrjá og hálfan sólarhring á leiðinni, og mjög margir verða sjóveikir að minsta kosti einn þessara daga. En flugvél myndi fara þessa leið á minna en einum degi. SumÍT eru að vísu loftveikir, en sú veiM stendur aldrei lengi, því að flugvélarnar eru sjaldan svo lengjl í lo'fti í leinu. Flestir útlendingar undrast þeg- ar þeir kom til Islands. Þeir, sem halda, að íslendingar séu Eski- móar, sem lifi í mol.dart.ofum, hafa illa fylgst með tímanum. ísland hefir verið í ritsímasiam- bandi við Evrópu síðan árið 1906, pg síðan í byrjun ágústmánaðar í sumar hefir það verið í t|alsiam- bandi við allan heiminn yfir London. Það hefir einnig beint talsam- band við Kaupmannahöfn, og bíð- ur þess með óþreyju að fá beint talsímasamband við New York, þegar Mn alþjóðlegu talsímasam- bönd verða endurskoðuð á kom- andi árum. Framtíðar farþegaflutn- ingar á Islandi verða ekki með járnbrautum heldur með flugvélum. Á þessu nýja íslandi er ótrúlega mikið hugsað um framtíðar flug- samgöngur. Það kom einu sinni fyrir á ferðalagi mínu þar, þegar ég var nýkominn úr alt annað en nota- legri bílferð frá Reykjavík til Ak- ureyrar, að ég mintist á það við ; íslending einn, að þeir þyrftu að beizla liinn ótæmandi vatnskraft, sem landið á yfír að ráða, eins i og Sviss, og byggja járnbrautir ; fyrir vagna, sem gengju fyrir raf- magni. „Nei," var svarið, sem ég fékk, „fyrst vQjðum við að fá flug- ; vélar. Við höfum stokkið ýfir heilt ! stig í þróún samgangnanna. Við þurfium aldrei á járnbrautum að halda. Við munum bæta vegina okkar og fjöiga bifreiðunum. Og auk þeirra samgöngutækja mun- um við útvega okkur flu_gvélar : til farþegaflutninga." Það hafa þegar áður verið fast- ar flugfierðir milli Reykjavíkur, Sigiufjarðar, aðalsíldarstöðvarinn- ar á íslandi, og Akureyrar. Þieim var haldíð uppi í þrjú sumur, en síðan lagðar niður af því, að þæri báru sig ekkl Það verður ekM hjá því kom- ■ist að taka þær upp aftur, allra sízt ef eriendir ferðamenn fara alvarlega að hugsa til þess, að dvelja, á þessari undursainlega fallegju eyjqt í sumarleyfum sín- um. « * Samningar í undirbúningi milli „Pan American Air- ways“ og „ímperial Air- ways “ um fluglerðir yfir Atlantshaf. Flu gsamgöngu.málin eru innan- land^; á Islandi mjög athyglisverð. En cnnþá athyglifeverðari eru þó þær áætlanir, sem uppi eru um fhiglsamgöngur mtilii landa og millk heimsálfanna..' „Pan Ameri- can Airways" í Ameríku hefír fengjð sérleyfi til þess að hafa viðklomlustað á Islartdi á flugferð- um m(illi Ameríku og Evröpu. Þetta Bérleyfi fellur að vísu úr gildi óirið 1936, en þ'að er hægt að enc’furnýja það, og Islendingar bíða þess með óþreyju, að þetta félag geri alvöru úr því að komia. á föstum flugferðum yfír Norður- Atlantshaf, um Kanada, Baffins- land, Grænland og ísland til Bret- landseyja og meginlands Evrópu. Hins vegar er hugsanlegt, að „Pan American Airways" komi sér saman við „Imperial Airways" á Englandi um að skifta þannig flugleiðum á milli félaganna, að hið síðarnefnda taki að sér flug- ferðirnar yfir Norður-Atlantshaf — „Imperial Airways" myndi á- reiðanlega leggja mikið upp úr því, að koma á föstum flugferð- um til Kanada — en takast sjálft á hendur flugferðir um syðri leið- ina milli Norður-Ameriku og Ev- rópu, um Bermudaseyjamar. „Það eru mörg og mierkileg viðfángsefni við að eiga í sam- bandi við ílugsamgöngur yfir At- lantshafíð," sagði einn af emb- ættismönnum „Imperial Airways" við mig, þegar ég gerði tilraun til þess að komast fyrir það, hvað þetta félag. áli.ti um framtíð Is- lands sem. miðstöðvar á fluglejð- inni.imlli Evrópu og Norður-Am- eríku. „Það er verið að semja um þessi mál, en þær samninga- umleitanir eru ennþá á trúnaðar- stiginu, og ég á því erfitt með að segja yður, hvað þegar hefír ver- ið gert í þessum málum. En þér megið reiða yður á það, við höfum augun opin fyrir öllum möguleikum." „Daily Herald" hefir nýlega til- kynt, að „Imperial Airways" hafi í hyggju að koma sér upp stórri verzlunarflugbátahöfn — þeirri pyrstu í heiminum — sem grund- veili fyrir enskar flugferðir yfir Atlantshaf. Það er augljóst, að mjög miklar áætlanir og mjög mikill undir- búningur er í gangi undir hinar fyrirhuguðu föstu flugsamgöng- ur yfír Atlantshaf. Það er jafn- vel hugsanlegt, að „Imperial Air- ways“taMst fiugferðimar á hend- lur bæði á nyrðri og syðri leiðinni. Því að það eru fyrst og fremst flugsamgöngur í Suður-Ameríku og yfír Kyrrahaf, sem „Pan Ame- rican Airways" ber fyrir brjósti, og þvi mjög vel mögulegt, að það eftirláti öðru félagi allar flugfierð- ir yfir Atiantshaf. Island verður þýðingar- mikill staður, þegar flug- ferðir hefjast yfir Norður- Atlantshaf. Þetta er að visu framtíðarmús- ík. En að því er ísland snertir, mun óhætt að segja, að það sé reiðubúið til að semja við hvaðai flugfélag, sem gæti tekist slíkar flugferðir á hendur. Ef landflugyélar skyldu verða notaðar — og margir sérfræðing- ar hallast að þeim — eru menn þeirrar skoðunar á íslandi, að hægt væri að nota flatlendið við bóndabæinn Kaldaðarnes, ígreind við Eyrarbakka, sem liggur ásuð- urströndinni, ekM langt frá Reykjavík, fyrir flugvöll. Sem stendur er enginn nægilega stór flugvöllur til fyrir verzlunarflug- vélar á íslandi. Þegar „Imperiál Airways" til- kynti verzlunarfiugferðir sínar til Indlands og Afríku, urðu margir litlir og áður óþektir staðir kunn- tr út um alian heim. Á sama hátt mun hið lítt þekta og hrjóstruga ísland, land íss og elds, sögaeyjan, verða þýðingar- miMll staður þegar fastar flug- ferðir hef jast yfír Norður-Atlants- haf. Það roðar þegar af nýjum degi fyrir Islandi. Það á mikla framtíð fyrir höndum sem miðstöð á Mnni fyrirhuguðu flugleið milli Evrópu og Norður-Ameríku yfir Norður- Atlantshaf. Es. Brúarfoss fer héðan til Vestfjarða í kvöld kl. 10. e. h. Es. Goðafoss fer héðan annað kvöld á- leiðis til Hull og Hamborg- ar, Dagsöltun á öllu landinu frá 23. júlí til 28. ágúst 1935. Hvernig veiðin hefir skipst á hinum ýmsu stöðum eftir dög- um sést á eftirfarandi skýrslu. Siglu- Eyja- Faxaflói Vestfirðir Sauðárkr. SkaKa- Ingólfs- Reykjar- ' tjörður fjöröur Strönd fjörður fjörður Júlí 23. 836 637 25. 1497 1171 56 26. 467 598 27. 2518 1767 28. 106 29. 647 522 166 876 30. 1101 997 705 31. 661 118 244 Ágúst 1. 390 119 157 3. 1073 1531 322 191 4. 2163 947 65 113 1707 5. 944 965 6. 346 399 7. 462 124 8. 541 251 304 9. 129 95 10. 41 106 11. 3631/2 234 12. 443 13. 245 166 3-53 14. 630 333 15. 621 65B 815 16. 925 1204 114 17. 310 310 253 18. 1349 633 564 19. 2097 492 2425 275 509 1950 20. 668 447 564 465 275 105 2298 21. 127 291 483 22. 698 328 527 308 689 311 32. 386 600 171 438 1492 825 24. 2377 286 254 561 1119 78 25. 528 513 26. 574 453 28. 342 Samtals: 25925 17120 4685 4276 275 2687 2437 8417

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.