Alþýðublaðið - 08.09.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1935, Blaðsíða 1
ALÞÝÐTJBLAÐIÐ KEMUR EKKI ÚT Á MORGUN RirSTJORI: F. R. VALDEMARSSON XVI. ÁRGANGUR. SUNNUDAGINN 8. SEPT. 1935. ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN 228. TÖLUBLAÐ Kornnppskeran á Islandl í ár verðnr 50—60 tonn al hðfrnm og byggl. Kon hefir veríð ræktai ð 200 stöðam víðs vegar & landinn. Kornpæktim getur valdið byltingu i Isienzkiim iandbúnaði á næstn áruna og sparaö stórfé9 sem ná fer út ' ár landinn til kornvðmkaupa. CÍÐAN kornrækt iag^ist niður hér á landi fyrir ^ 5—600' árum, hefir almenningur haldið fram á allra síðustu ár, að á íslandi séu engin skilyrði fyrir kornrækt. En á þessu ári er þój svo komið, að korn er rækt- að á um 200 stöðum víðsvegar um landið, og upp- skeran verður eftir því, sem næst verður komist, um 5—600 tunnur eða 50—60 tonn af höfrum og hyggi. Og á næsta ári getur svo farið, að uppskeran verði svo miklu meiri, að það verði vandamál, hvað gera eigi við kornið, ef menn gera sér það ekki ljóst, að íslenzkt korn getur fullkomlega komið í staðinn fyrir erlent, og sparað okkur mikinn hluta af þeim 3 miljónum ' ' * króna, sem nú fara út úr landinu til kornvöru- kaupa. Þetta er árangurinn áf- tólf ára tilraunastarfsemi élns manns, Klemenzar KristjánssGiiar ái Sáms- stöðum í Fljótshlíð. Klemenz Kristjánsson, sem er ættaður norðan úr Jökulfjörð- um við ísafjarðardjúp, byrjaði tilraunir sínar í Aldamótagarð- inum í Reykjavík árið 1923, þegar hann kom heim, eftir margra ára búfræðinám í Dan- mörku og Noregi. Þær tilraunir rak hann í 4 ár, meðan hann var aðstoðarmaður í Gróðrarstöðinni í Reykjavík, KLEMENZ KRISTJÁNSSON. &LÞYÐDBLAÐIÐ Neðanmálsgreinin í dag: AKRARNIR Á en árið 1927 fluttist hann að Sámsstöðum í Fijótshlíð, sem Búnaðarfélag Islands hafði þá tekið á leigu til þess að láta hann halda þar áfram tilraun- unum. Á Sámssföðum hefir Klemenz komið upp fullkominni tilrauna- stöð fyrir kornrækt, túnrækt og frærækt og er hún eign Búnað- arfélagsins, sem hefir styrkt Klemenz mjög drengilega, enda er hann í þjónustu félagsins. Tilraunirnar á Sámsstöðum liafa frá upphafi verið reknar með svo vísindalegu sniði, und- ir stjórn Klemenzar, að það er til stór sóma, bæði honum og Búnaðarfélaginu, og þess vegna eru þær niðurstöður, sem feng- ist hafa fullkomlega áreiðan- legar og hægt að byggja á þeim. SÁMSSTÖÐUM. Kornrækt getur borið jafngóðan árangur á íslandi og víða í Noregi og Svíþjóð. Tilraunirnar hafa í stuttu máli sagt, sýnt, að hægt er að rækta korn á íslandi með jafn- góðum árangri og. all-víða í Noregi og Svíþjóð. Kornið nær hér jafn miklum þroska afrakst- ur sáðlandsins er eins mikill eða meiri og gæði kornsins fylli- lega jafn mikil. Ennfremur hafa tilraunirnar sýnt, að íslenzkt korn er fylli- lega samkeppnisfært við erlent korn, með því verði, sem verið hefir á því, þannig, að sé ís- lenzkt korn selt hér sama verði og erlent korn ómalað í heild- sölu, þá fær framleiðandinn meira en framleiðsluverð svo að (Frh. á 4. siðu.) RAGNAR E. KVARAN. Ragnar E. Kvaran skrifar neð- pnmálsgrein í Alþýðubliaðið' í t»a;g um síðustu bók Þórbergs Þórð- arsomar, „Rauða hættan“, sem kom á bókamarka'ðinn fyrir rúm- um hálfum mánuði. Ragnar E. Kvaran viðurkennir ritsnilli höf- undaiins, en álasaí honum fyrir það, að hann hafi ekki litið aug- um gagnrýnandans á þá merki- legu og lærdómsríiku þróun, sem fram er að fara austur á Sovét- Rússlandi, heldur séð hana gegn um „rómantískia glýju“, sem svifti bókina því gildi, sem hún annars hefðil getað fengið. Verkanusnœabfistaðir á Siginfirði. Eltt stórhýsl nielt 8 IbúOnm. Húsið er bygt eftir teikningu húsameistara ríkisins, en Guð- mundur Jóakimsson bygginga- meistari hefir bygt það fyrir 37 000 krónur. En hann innréttar það ekki. Stærð hússins er 34 sinnum 8 metrar og ier tvílyft með kjall- ara. Það er mjög vel til bústað- anna vandað, og verður nú hald- ið áfram með innréttingu o. s. frv. Stjórn Byggiugarfélags verka- manna skipa nú: Jóhann F. Guð- mundsson, Kristján Dýrfjörð og Amþór Jóhannsson Fréttaritari. ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. SIGLUFIRÐI í gærkveldi. C1 YRSTU verkamannabústaðirn- ir hér á Siglufirði eru nú fullreistir og 'eru reisugjöld höfð í kvöld, og sækja þau um 70 manns. Verkamiannabústaðirnir eru eitt stórhýsi, mesta og glæsilegasta stórhýsið hér. Eru, í því 8 íbúðir og er hver íbúð þrjár stofar, eldhús og bað, en í kjallara húss- ins er geymsla og snyrtiherbergi, en auk þess eru þvottahús og þurkhús sameiginleg fyrir hverjar fjórar fjölskyldur. Mnssolini á udanhaldi i Abessiiindeiinnni. ^armm i ■■■-■ ■-■■■! —— Frakkland og Sovét-Rússland fylgja Englandi. Sendir Þjóðabandalagið alpjöðaiögregla !il Abessinío? EINKASKEYTl TIL ' ALÞÝÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í gærkveldi. FULLTKtARMIÍ á ráðs- fundi Þjóðabandalagsins í Genf gera sér nú góðar vonir um það, að þeim muni takast að koma í veg fyrir ófrið milli Italíu og Abessiníu. Stefna Eng- lands virðist vera að sigra. Frakkland hefir ekki þorað ann- að en að fylgja henni í þessu máli til þess, að tapa ekki stuðn- ingi Englands í Evrópu á móti Þýzkalandi. Og Sovét-Rússland styður hana einnig, því að það vill ógjarnan að ítalia, sem er í bandaiagi við Frakkland, bindi hendur sínar í langvarandi styrjöld utan Evrópu, og geri Nazistastjórninni þýzku á þann hátt léttara fyrir um að fram- kvæma landvinningastefnu sína í Mið- og Austur-Evrópu. Það var af þessum ástæðum, að Laval og Litvinoff beittu öllum sínum áhrifum á ítölsku full- trúana í Genf til þess að fá þá til að fallast á skipun fimm ríkja nefndarinnar og fara sam- komuiagsleiðina. Mussolini virðist nú loksins vera farinn að átta sig á því, að hann verði að sætta sig við eitthvað töluvert mikið minna heldur en yfirráðin yfir allri Abessiníu. Því að hann hefir nú, eftir að fimm ríkja nefndin var skipuð í Genf, gefið út opinbera yfirlýsingu þess efnis, að hann muni ekki hefja ófrið meðan á sáttatilraununum stendur, og að það sé yfirleitt engan veginn óhugsandi, að friðsamleg lausn fáist á málinu, ef ítalía fái vefhdarrétt yfir nokkrum hluta Abessiníu og þær ívilnanir um atvinnurekstur og verzlun þar í landi, sem hún þarfnast og eigi heimtingu á. Þetta eru töluvert mýkri tón- ar, en heimurinn hefir átt að Síidartorfur út af Skagastrond og Siglufirði. EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. IMOKGUN þóttust fiskunenn frá Skagaströnd hafa séð síld vaða þar framundan. Er betur var að gáð voru þarna miklar síldartorfur. Línuveiðarinn Bjarki er hér var staddur, er þessar fréttir bárust hingað, fór þegar vestúr, eh hann er enn ekki kominn. Fréttir hafa borist um það hingað, að norskur línuveiðari, sem var hér fyrir utan síðdeg- is 1 dag hafi séð stórar síldar- breiður hér út af og hafi hann kastað netadræsum og fengið 20 tonn. En þessi fregn er ó- staðfest. FRÉTTARITARI. ANTHONY EDEN venjast úr munni Mussolinis undanfarna mánuði. Og jafnvel þótt engin ástæða sé að ætla, að Mussolini hafi óneyddur gefið út þessa yfirlýsingu, þá gefur hún þó góðar vonir um það, að ófriðarhættan sé að líða hjá í bili. Hið breytta viðhorf má einnig sjá á því, að Laval og Eden hafa álitið sér óhætt að hvíla sig örlítið frá hinum stöðugu fundahöldum í Genf. Laval hefir skroppið til Parísar, og Eden ætlar upp í f jöll til þess að vera þar um helgina. STAMPEN. Frönsku blöðin ánægð yfir úttitinu í Genf. LONDON 7. sept. F.Ú. Frönsku blöðin láta í ljósi mikla ánægju yfir því í dag, hvernig málin horfa við í Genf. Eitt stjórnarblaðið telur það vott um vaxandi samvinnu milli Englands og Frakklands, og minnir Italíu á það, með nokkr- um varnaðarorðum, að allir aðr- ir meðlimir jpjóðabandalags- ráðsins séu einhuga um það, að ná friðsamlegri lausn deilimnar. ítalía ætti að gera sér það Ijóst, segir þetta blað, að Þjóðabanda- lagið er býsna vel lifandi — og meira að segja betur lifandi en nokkru sinni áður. Allar aðrar þjóðir, sem teljast til Þjóða- bandalagsins, hafi ákveðið að vernda alþjóðalög, hvað sem það kostar. Franska blaðið L’Oeuvre seg- ir, að Þjóðabandalagið sé ákveð- ið í því, að framfylgja banda- lagssáttmálanum, og að spurs- málslahst muni ákvæðum hans verða fullnægt, ef ófriði sé lýst yfir af einhverri þjóð. Alþjóðalögregla i Abessiniu? GENF, 7. sept. Nýja fimm manna nefndin. sem heíir Abiessiniudeilumálin til meðferðar, hefir rætt ýmsar til- lögur, sem verða von bráðara lagðar fyrir báða deiluaðila, It- ali og Abessiníumenn, til athug- unar. Meðal þess, sem stungið hefir verið upp á, er það, að tekið verði fyrir að nýju hversu haga skuli sérleyfum í Abessinfu til hagnýtingar náttúruauðæfa þar í landi, en þegar þetta er símað hefir ekki verið gerð nánari grein fyrir því, hversu nefndin hngsar sér framkvæmdir í þessum efn- um, en fullvíst er, að þessil mál eru til athugunar í nefndimni. Enn fremur ræðir hún um hvaða ráðstafanir sé nauðsynlegt að gera til aukins öryggis ný- lendna Itala í Austur-Afríku og loks, að stofnað verði alþjóða- lögreglulið, til þess að halda uppi fiiði og reglu í Abessiniu, aðal- lega á landamæruntim. Gert er ráð fyrir, að af hverjum 100 inönnum x liði þessu verði 60 ít- alskir. Opinberar " tilkynningar hafa enn ekki verið gefnar út um störf nefndarinnar, enda eru þau öll á byrjunarstigi enn. (United Pness. — FB.) Fáfinn hefir verið bæn- heyrður! LONDON 7. sept. F.Ú. Páfinn hefir í dag opinberlega látið í ljós álit sitt á þessum málum. Hann sagði, að svo Frh. á 4. síðu. Norski bœndadokknrlnii vilf áframhaldandi sam- vlnnn vlð Alþýðuflokkinn. Nokkur síldveiði hefir verið í reknet í Hrísey undanfarið, en fer heldur þverr- andi. OSLO í gærkveldi. (FB.) MIÐSTJÓRN bændaflokks- ins í Noregi hefir sam- þykkt ályktun, þar sem m. a. er svo að orði komist, að mið- stjórnin sé algerlega sammála þeirri stefnu, sem þingflokkur bændaflokksins hafi fylgt. Enn- fremur ,að þegar fyrverandi ríkisstjórn hefði snúist á móti mikilvægum atriðum, sem bændaflokkurinn taldi nauðsyn- iegt að hefðist fram, svo að hægt væri að vinna gegn kreppunni svo að gagni kæmi, hefði ekki getað verið um aðra stefnu að ræða fyrir þingmenn bændafiokksins, en raun varð á. I ályktuninni er rætt um nauð- synina á að hjálpa atvinnuveg- unum og leggja grundvöll að heil- brigðri þjóðlífsþróun, og þing- menn flokksins muni framvegis sem hingað til halda fast frarn kröfum um öflugar varnir til verndar frelsi þjóðarinnar út á við. Hér eftir sem hingað til verð- ur bændaflokkurinn, segir í til- kynningunini, að halda fast á rétti hænda og bera fram skoðanir þeirra einarðlega og án afslátt- ,ar, í öllum mikilvægum málum, sem þjóðina varða, stjórnarskrá hennar, trúmál, nnenningar- og fé- lags-mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.