Alþýðublaðið - 18.10.1935, Síða 3
FÖSTUDAGINN 18. OKT. 1035.
’ALÞÝÐUBCAÐIÐ
ALÞÍÐUBLAÐIÐ
tJTGEFANDI:
ALÞYÐUFLOKKURINN
RITSTJÖRI:
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJÖRN:
Aðalstræti 8.
AFGREIÐSLA:
Hafnarstræti 16.
SIMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Ritstjóm (innlendar fréttir
4902: Ritstjórl.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima
4904: F. R. Valdemarsson (heima
4905: Ritstjóm.
4906: Aígreiðala.
STEINDÓRSPRENT H.F
Batfiaveíiid.
ARIÐ 1932 voru sett lög um
barnavernd hér á landi. Lög
pessi höföu ýms merk nýmæli
að geyma, þó þeim sé í ýmsu
áfátt eins og vænta mátti um
frumsmíð.
Það mun þó sannast mála, að
meir hafi skort á um fram-
kvæmd þessara laga en um laga-
ákvæðin sjálf. Ekki er þetta sagt
þeim mönnum til hnjóðs, sem
hlotið hafa það vandasama hlut-
verk, að framkvæma barnavernd-
arlögin; það er vitað og viður-
kent, að þeir hafa flestir eða alhr
gert alt, sem þeim var auðið til
þess að leysa starf sitt vel af
hendi, en fjárskortur >og skortur
á fles'Jum þeim hlutum, sem nauð-
synlegir eru til slíkra starfa,
hefir háð störfum þeirra.
Starfið hefir um of verið ein-
skorðað við einstaklinga.
Til þessa hefir starf barn-a-
verndarnefndar að mestu beinst
að því, að bæta úr auðsæum
vandræðum einstakra bama, eftir
því sem föng hafa verið á.
Það er eftir atvikum -eðlílegt,
að starfið hafi fyrst í stað b-einst
í þessa átt, og auðvitað verður
gert alt, sem auðið er, til þess að
hjálpa hirnun einstöku vandræða-
börnum; það er jafn sjálfsagt eins
og að leita þeim sjúku læknis, en
alveg eins og læknunum ber fyrst
og fremst að vinna að því, að
vernda heilsu þeirra, sem í dag-
legu tali eru kallaðir heilir h-eilsu,
eins ó bamaverndin að beiniast
að því að verja þau börn, sem
talin eru lifa við sæmileg kjör, frá
hv-ers konar hættum, sem ógna
heilsu þéirra til sálar -og líkama.
Því er nú svo farið í bæjum
okkar -og kauptúnum, að þar lifir
fjöldi barna við þau kjör hvað
fæði, húsnæði og fatnað snertir,
að heilsa þeirra er í stöðugri
hættu af þeim sökum.
Á þessu þarf að hafa vakandi
auga Barnaverndaraefndin þa f
að lá'a rannsaka, hvað líður holl-
ustuháttum á heimilum burna al-
ment, og dagheimili fyrir börn.
barnagarðar og barnahæli þurfa
að komast á fót, svo auðið sé
sem verndar þurfa, en það eiu
sennilega flest bör,n í þlaupstöðum
og kauptúnum.
I sem fæstum orðum sagt:
Barnavernd -okkar er ienn S'Fýrj-
unarstigi, enn þá snýr hún sér
næstum -eingöngu að því, að bæta
úr verstu vandræðum einstakling-
anna, án þess að láta sig verulega
varða þær þjóðfélagslegu umbæt-
ur, sem nauðsynlegar eru til þess
'að koma í framkvæmd almennri
barnav-ernd. Þetta stafar þó fyrst
og fremst af því, að fé hefir skort
og skilningur löggjafans hefir
v-erið um of takmarkaður á þess-
um málum, en umbætur þurfa að
koma, og það sem fyrst.
Landbnrður af
sfild á Englandi.
LONDON, 18./10. FO.
Feikna landburður hefir orðið
af síld í Yarmouth, þrátt fyrir
takmarkanir þær, sem síldar-
málanefnd hafði áður gert á
veiðileyfum. í dag komu 380
bátar til lands með 27,000 mál
og er það rúmlega helmingi
meira en mest veiddis á einum
degi í fyrra.
Til marks um það, hve þétt
síldin hefir vaðið, má geta þess,
að bátar höfðu yfirleitt færri
net en í fyrra.
Námskeið.
Að tilhlutun fræðslumála-
stjórnarinnar hófst í gær ókeyp-
is námskeið fyrir stamandi og
málhölt börn. Uppl. hjá for-
stöðukonu Daufdumbraskólans
kl. 7—10 í kveld.
Skugga-Sveinn
SKUGGA-SVEINN
Frumsýningiri á þessum leik
á miðvikudagskvöldið, vakti al-
menna athygli og ánægju leik-
húsgesta.
Hin nýja uppsetning leiksins,
var í alla staði hin prýðilegasta,
og hefir leikritið aldrei fengið
jafn vandaða meðferð í þessi
fimmtíu ár, sem það hefir verið
sýnt.
Meðal annara vöktu þeir Pét-
ur Jónsson óperusöngvari í
hlutverki Lárensiusar og Ragn-
ar E. Kvaran í hlutverki
Skugga-Sveinns, mikla eftir-
tekt.
Heliisdalurinn var fegurstur
af leiksviðunum, og fer þar
fram einn hinn bezti hluti leiks-
ins, sem endar á draum Sveins,
sem var þarna utbúinn af mikilli
og nákværi tækni — steinar og
klettdrangar fara af stað og
stíga tröllslegan danz umhverfis
útlagann, um leið og hinum
ógnandi setningum er hvíslað
úr klettum og gjám, kolsvartir
hrafnar klípa Svein með-glóandi
töngum ....
Aðsóknin var geysi-mikil.
Leikið verður aftur í kvöld.
Alþýðuskólinn
Austurstræti 14, -efstu hæð. For-
stöðumenn skólans ieru þar til
viðtals kl. 6—7 og 8—9 síðdegis.
Hieimasímar: Gunnar M. Magnúss
1576 og Aðalsteinn Sigmundsson
4868.
Ósæmileg auglýsing.
I gær flutti Otvarpið unr hádeg-
ið svolátandi auglýsingu:
„Abessiníu-stríðið er ekki leng-
ur aðal-umræðuefnið, heldur
danzleikur og danzsýning .... -
'klúbbsins að Hótel Borg næsta
laugardag . . .“ o. s. frv.
Mér þykir miður, að Útvarpið
skyldi taka til flutnings svo ó-
smekklega auglýsing'u. Ég hafði
búist við að þessi stofnun hefði
eitthvert eftirlit með því, að ekki
væri tekið til flutnings í fútvrarpið
það, senr bókstaflega væri ósæm-
andi að flytja hlustendunr.
Það getur vel verið að þeinr
herrunr, er standa að fyrrnefndunr
„klúbb“, finnist styrjöldin í Abes-
siní;u og hörnrungar hennar ekki
meira athyglisverðar en það, að
nota nregi hana sem fyrirsagnir
að auglýsingunr unr skenrtisanr-
konrur okkar Islendinga norður
hér, en ég þori að fullyrða, að
u
u
n
u
u
n
53
53
53
53
slílkar auglýsingar vekja andstygð
hjá öllum hugsandi mönnum
þjóðarinnar.
Það er kunnugt, að hinin italski
einræðisstjóri hefir ráðist með öll-
um h'ugsanlegunr morðtækjum nú-
tímans á varnarlitla, og að því er
fregnir herma, saklausa þjóð, sem
ætlar að verja sjálfstæði sitt,
vopnasnauð, til síns síðasta blóð-
dropa.
Fregnir berast nú hingað hvað-
anæfa unr það, að einstöku þjóðir
safni fé og sendi hjálparsveitir til
handa Abessiní'umömrum, þar eð
kunnugir telja, að þeir verði að
deyja hjálparvána, ef þeir særist,
vegna ónógrar hjúkrunar og
læknaskorts 1 landinu.
Það má því geta nærri, hverjar
hörmungar þjóðin á nú þegar
við að stríða.
Enda þótt við íslendingar höf-
unr ekki lraft náin kynni af þeim
hörnrungum, er styrjaldir nútínr-
ans hafa bakað þjóðununr, ættunr
við að sýna þann menningarbrag,
að meðhöndla ekki að óþörfu gá-
lauslega þær ógnir, sem ef til
vill eiga eftir að teygja hramminn
til o'kkar afskektu '0g að mest'u
ósjálfbjarga þjóðar.
Ég hygg, að flestir hlustendur
útvarpsins séu nrér sammála um
það, að víta beri jafn ósmekklega
auglýsingastarfsemi og þá, er hér
um ræðir, og vænti ég að réttir
LepkkMr
mesta úrvalið á
VATNSSTÍG 3.
Húsgagnaverzlun
Reykjavíkur.
hlutaðeigendur við Útvarpið taki
þessi orð mín til athugunar og
færi í framtíðinni slíkar auglýs-
ingar á tilhlýðilegra mál eða synji
birtingu þeirra ella.
16. okt.
Sv. B.
53
u
u
53
u
53
53
53
U
53
Til skemtunar:
*JTil skemtunar:
Cj3l. Söngur: Karlakór Alþýðu.
Ræða: séra Sigurður Einarsson.
3“ 3. Internationalinn: Hljómsveit.
^3 4. Danzsýning: Helene Jónss. & Egild Carlson. 9. Sjá roðann í austri: Hljómsveit.
g|5. Upplestur: Friðfinnur Guðjónsson.
10. DANZ fram eftir nóttu.
u
53
53
U
I Félagar!
53 •
U
n
5^3-53535353535353535353535353535353^535353535353535a5a535353535ai3Ö535aS
6. Danzsýning: Helene Jónss. & Egild Garlson. 53
7. Söngur: Karlakór Alþýðu. W
8. Danzsýning: Helene Jónss. & Egild Carlson. ^
2*5
13
13
53
13
53
53
53
53
53
53
53
53
53
Hljómsveit Aage Lorange.
Aðgöngumiðar ve-’ða afhentir í Iðnó á morgun frá kl. 1 og í
skrifstofu félagsins í dag og á morgun frá kl. 4—7. Kosta kr. 2.50.
Flðlmennið !
NEFNDIN
sem hafnarverkamenn áttu
fallegt klúbbhús; það var stór,
smekkleg nýbygging,með kvik-
myndahúsi, bókasafni og stór-
um samkomusölum. Og ég verð
að segja, að þannig er það ekki
hjá okkur í Noregi. Við
„Epron“-bygginguna var tekið
á móti okkur af heilli fylkingu
af sjóliðum; þeir stóðu í röðum
og buðu okkur velkomna. —
Borðin svignuðu af rússneskum
ávöxtum, konfekti, góðum mat,
öli, límonaði og vindlingum. —
Ræður voru fluttar bæði af
Norðmönnum og Rússum. Gam-
all Rússi, sem hafði verið þátt-
takandi í byltingunni skoraði á
alla heiðarlega vinnandi menn,
að vernda friðinn. Rússar
myndu aldrei ráðast á neina, en
þeir myndu verjast til síðasta
blóðdropa ef ráðist yrði á þá,
og þeir myndu reyna að láta
árásarmennina finna við hverja
þeir ættu. Við þökkuðum við-
tökumar og höfðum á tilfinn-
ingunni, að Rússar em haldnir
af sterkri föðurlandsást, og
myndu verja land sitt til hins
ýtrasta. Þá var okkur sýnd
kvikmynd af björgun skipa af
sjávarbotni, og var hún fylli-
lega sambærileg hverri annari
slíkri mynd, annarsstaðar í
heiminum. Hún sýndi hvemig
skip sökk í íshafinu og alla þá
baráttu við náttúruöflin við að
bjarga því. 'Okkur var sagt að
verkamennirnir hafi sýnt geysi-
dugnað við slíka björgun, og
það ekki minst vegna þess, að
þeir vita, að hver slík björgun
er heill fyrir alt samfélagið.
Þannig er það ekki hjá okkur,
því í hlut eiga næstum eingöngu
vátryggjendur og útgerðar-
menn. Eitt þótti okkur dálítið
skrítið og skemtilegt. Aðalleik-
; konan, sem lék í þessari mynd,
' sem höfðum verið að horfa á,
kom nú ljóslifandi þarna inn í
hópinn til okkar og heilsaði
okkur. Hún hafði verið þátttak-
andi í þessari samkomu, og var
með okkur við aðalveizluna, sem
nú byrjaði fyrst. Þar var borið
fram: öl, létt vín, fiskur, svína-
kotelettur, steik, ber með rjóma
og ís að lokum.
Eitt af því, sem meðal ann-
ars undraði okkur, var þessi
sterka samfélagstilfinning, sem
við urðum svo víða varir við.
T. d. er verkamannastéttin við
hvert tækifæri, þar sem öll mál
voru tekin fyrir strax og þau
dæmd. Ef t. d. verkstjóri hag-
aði sér illa við verkamennina,
var hægt að reka hann frá sem
verkstjóra samdægurs. En þrátt
fyrir þetta, og mikinn aga á
vinnustaðnum, umgengust allir
hvem annan í frítímum og utan
vinnunnar sem félagar.
Einn daginn fórum við til
keisarahallanna Oetskoje Selo,
sem eru um einnar stundar ferð
frá Leningrad. Á leiðinni ókum
við fram hjá f jölda nýrra verka-
mannaíbúða í „funkisstíl“. Hér
er mikil víðátta, sem nota á fyr-
ir nýja verkamannabústaði eftir
áætlununum.
Stærð keisarahallarinnar
hafði mikil áhrif á okkur. Henni
var vel haldið við. Eftir húsinu
endilöngu er gangur 300 metra
langur. Útfrá honum eru her-
bergi til beggja handa. Á sínum
tíma voru þessi herbergi notuð
til að hýsa fursta og burgeisa
erlendra ríkja; og er hvert
þeirra innréttað eftir stíl þess
lands, sem við á. Sérstaklega
fanst okkur mikið um kínversku
íbúðarherbergin, með sitt yfir-
gengilega skraut. Það er ekki
hægt að segja frá því. AIls stað-
ar glóði á gull, silkiveggfóðrið
og „flúrið“. Loftið var eitt mál-
verk. Eitt herbergið var allagt
í „moseik“ í öllum regnbogans
litum. Gólfin voru gerð úr marg-
litu tré, með fögrum formum,
og spilaherbergi keisarans var
geysiskrautlegt. Á þeim tímum
var spilað um lifandi verur,
dýra hesta, hunda og menn. Þá
voru mennirnir ekki meira virði
en hundar. Margir, margir menn
hafa skift hér um „eigendur11.
Hallarkapellan minnir á æfin-
týri úr þúsund og einni nótt.
„Safnið ekki í kornhlöður“ segir
einhversstaðar, en það virðist
ekki að prestarnir á keisaratím-
unum hafi tekið það alvarlega.
Þeir, sem síðar tóku nokkurn
veginn sinn hlut á þurru landi,
svo það þarf ekki að undra okk-
ur þó fólkið kastaði af sér ok-
inu með byltingu.
I hinum mikla fyrverandi
hallargarði, þar sem fallegar
stórbyggingar standa enn í dag,
hefir nú verið komið fyrir
barnaheimilum og heilsuhælum
fyrir fólkið. Nokkur hluti hall-
argarðarins er einskonar þjóð-
garður, þar sem verkamennirnir
koma saman og hvíla sig í frí-
tíma sínum. Meðan við vorum í
garðinum kom þangað deild
rauðra hermanna, sterkir, lífs-
glaðir æskumenn. Þeir sungu
hálf „melankólskan“ söng, um
leið og þeir gengu fram hjá
keisarahöllinni. Þetta hafði
undarleg áhrif á okkur, næstum
því eins og það væri ákæra á
fortíðina. Við undruðumst oft
hve Rússarnir geta sungið.
Einnig heimsóttum við eina
keisarahöll frá yngri tíma. —
Hérna sáum við staðinn, þar sem
Nikulás keisari var tekinn hönd-
um.
Eitt kvöld vorum við boðnir
í leikhúsið, þar voru leiknir
„Hugenottarnir". Það var stór-
kostleg sýning, ógleymanleg í
alla staði, bæði hvað leik, söng
og hljóðfæraslátt áhrærði. — I
hléunum á milli reikuðu allir í
stórum sölum, og það var mjög
ánægjulegt hve allir voru léttir
í lund og hamingjusamir að sjá.
Fólk var einnig betur klætt í
leikhúsinu en á götunni. Ein-
kennilegt þóttá okkur að í fyrstu
sætum voru tvær bóndakonur
með hettukluta, það var ekki að
sjá neinn stéttamun, eins og t.
d. í norskum leikhúsuan. — Rétt
hjá „Bergensfjord“ við uppfyil-
inguna var þýzkt skip. Öll
skipshöfnin af því skipi var
einnig boðin í „óperuna", en
skipstjórinn neitaði skipshöfn-
inni um landgönguleyfi. Orsök-
in var sögð sú, að nokkrir
skipsmanna hefðu kvöldið áður
hagað sér ósæmilega uppi í
klúbbhúsinu, og verið vísað
burtu. En mér er óhætt að full-
yrða að frarrikoma skipshafn-
arinnar á „Bergensf jord“ var á-
gæt. Sama er að segja um
Rússana, gaganvart okkm’. Ef
við gerðum þeim einhvern
greiða, guldu þeir það tífalt
aftur.
Þegar ég dreg nú saman í
eina heild, áhrif þau sem ég varð
var við í Leningrad, verð ég að
segja, að ég hafi kynst ham-
ingjusamri framfaraþjóð. Og
það er almenn ósk okkar allra,
að fá tækifæri til þess, að koma
aftur bráðlega til Sovéitríkj-
anna, og sjá þau stórkosrtlegu
framfaraátök sem þessi þjóð
hefir með höndum. Um ktöldið
þegar við fórum, kl. 6, lék
„orkester“ fyrir okkur á upp-
fyllingunni, fyrst: „Synir Nor-
egs“ og svo „Internationalinn".
— Klukkutíma áður fór þýzka
farþegaskipið, án þess að nokk-
ur skifti sér af því.“
Ekki ber nú þessu saman við
það, sem „Aftenposten" og
„Morgunblaðið" vill læða inn
hjá lesendum sínum, að alt sé
að farast þarna eystra. Vafa-
laust heldur þróun socialismans
áfram þar, þó „Aftenposten" og
„Morgunblaðið" rangfæri sann-
leikann á öllum sviðum. Því það
lítur út fyrir að ennþá um langt
skeið, muni þau fylla dálka sína
með ósannindum — móti betri
vitund ? — skrifuðum af lítt
merkilegum mönnum, fyrir
minna merkilega lesendur, í
þeirri von að halda megi fólk-
inu enn um stund, í trúnni á
vanþekkingu þess og dóm-
greindarleysi Á meðan svo er,
er hægt að beita purkunarlaus-
um loddaraskap í hugsun, og í
meðferð á sannleikanum.
H. N.
Telpu bjargað frá drukn-
un.
Nýlega datt 4 ára stúlkubran
í sjóinn af bryggju á Akranesi.
Guðjón Ámason steypti sér
fram af bryggjunni og náði
baminu. Stúlkan er dóttir Sig-
urðar Hallbjörnssonar útgerð-
armanns.