Alþýðublaðið - 22.10.1935, Síða 1
Aðeins
2 krónur
á mánuði koiitar
Alþýðublaðið.
Berið það saman við verð
og gæði annarra blaða.
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
XVI. ÁRGANGUK
tJTGEFANDI: ALÞVÐUFLOKKURINN
ÞRIÐJUDAGINN 22. OKT. 1935.
265. TÖLUBLAÐ
Þeir, sem borga
2 krénop á mánnðl
fyrir Alþýðublaðið geta
auk þess tekið þátt í verð-
launasamkeppninni
nm 4200 krónnr
og unnið 500 krónur í pen-
ingum, eða aðra góða jóla-
gjöf.
Karfavlnslan markar timaméi
í slávarútvegsmálum Islendinga.
Ejtir Þórð Þorbjarnarson, jiskiðnfrœðing.
F' ÁTT er svo írueð öllu ilt, að
dkki fylgi því nokkuð gott,
Þetta gamla máltæki er ieins sattt
í dag og þegar það var mælt fram
í fyrsta skifti. Síldveiðin fyrir
Norðurlandi brást gersamlega í
sumar eins og nú er fyrir löngu
kunnugt, en saltsíldarverðið rauk
upp úr öllu valdi og varð til þess,
að farið var að stunda síldveiðar
hér sunnanlands af miklu kappi,
og hver veit nema framtíðin eigi
eftir að leiða í ljós, að þessi
veiðiskapur geti borið sig í nor-
mal árum. En það er annað mál,
sem síldarleysið fyrir Norðurlandi
gaf byr undir báða vængi, og á
ég við tilraun þá, sem síldarverik-
smiðjur ríkisins gerðu til þess að
vinna mjöl og lýsi úr karfa.
Aðdragandi þessa máls er öll-
um almenningi svo vel kunnur,
að ég mun ekki hirða um að’
eyða að honum fleiri orðum. En
tilrauninni er nú lokið, og það
er farið aöselja afurðirnar, og.
verður ekki annað séð, en að
þær renni út eins og heitar bollur.
Ég veit ekki, hvort almenningur
gerir sér það fullkomlega ljóst,
hversu geysimikla þýðingu þessi
tilraun getur haft fyrir land og
þjóð, og vil ég því leyfa mér að
benda á nokkur atriði.
Togarafloti íslendinga er nú
sem stendur 37 skip talsins, og
byggir hann tilveru sína ein-
göngu á ísfiskveiðum og saltfisk-
veiðum, utan fáein skip, sem fara
að jafnaði á síld. En bæði er það,
að margir útgerðarmauna hafa
ekki trú á þvi, að senda slrip sín
á sildveiðar, og eins hitt, að ætti
allur togaraflotinn að stunda síld-
veiðar, þá væri ekki til nægilegur
verksmiðjukostur í landinu til
þess að anna öllum þeim afla,
sem bærist á land, þótt ekki væri
ÞÓRÐUR ÞORBJARNARSON.
nema meöal síldarár. Afleiðingin
af þessu er sú, að togararnir eru
nauðbeygðir til þess að liggja
aðgerðarlausir nokkurn tíma árs-
ins, eða að öðrum kosti að stunda
veiðar, sem hæpið er að borgi
sig. Hins vegar eigum við í land-
inu 12 slldarverksmiðjur, sem
standa aðgerðiarlausar 10 máúuði
ársins og stundum lengur. Það
má góðri lu’kku stýra, ef slíkur
rekstur á að geta borið sig.
Tilraun Ríkisverksjniðjanna í
sumar hefir sýnt fram á þrent:
1. Að togararnir geta aflað eins
milkinn karfa eins og þeir afla
slld í góðum meðalárum, og þar
að auki fá þeir talsverðan þorsk
og upsa, sem bætir afkomu þeirra
að miklum mun.
2. Að síldarveiksmiðjur lands-
ins geta brætt karfann og gert
úr honum fyrsta flokks vöru; sem
alt útlit er fyrir að sé mjög út-
gengileg á erlendum markaði.
3. Að togararnir geta stundað
þessa veiði, að sildveiðum lokn-
um, svo lengi sem veður leyfir.
Það er að vísu óreynt enn þá,
Brauðin hækka í bænum.
Hækkunin nemur 10 - 20 °0.
Engin ástæða til verðhækkunar enn
sem komið er, segir Guðm. R. Oddsson.
ALLIR bakarameistarar í
bænum liafa ákveðið að
hækka verð á öllu brauði í
brauðasölubúðum, sem þeir
hafa yfir að ráða.
Verðhækkunin uemur 10—
20% og kom hún til fram-
kvæmda í gærmorgun, án þess
að hún væri auglýst, en það er
siður bakarameistara, þegar
þeir hækka verð á vörum sín-
mn, að auglýsa það ekki, en
láta hækkunina koma yfir fólk,
eins og þrumu úr heiðskíru
lofti.
Verðhækkunin á brauði nú
verður þannig:
Rúgbrauð (heil) hækka um 5
aura, hálf um 3 aura, sama verð-
hækkun verður á normalbrauðum
og fransbrauðum. Vínarbrauð
hadkka um 2 aura og snúðar um
sama, smjörkökur um 5 aura,
kringlur um 10 aura kg. og tví-
bökur um 20 aura kg.
Engta ás tæða mm vera «nn
fyrir hendi til að réttlæta þessa
miklu verðhækkun. (Frh. á 4. s.)
hvort togaramir geta aflað karfa,
sem hæfur er til vinslu í verk-
smiðjum, á vorin, en það er alt
útlit fyrir að svo sé. Að minsta
kosti halda sjómenn því fram, að
það sé síst minna um karfa á
djúpmiðum á þeim tíma árs en
á liaustin. Það eina, sem vorveiðin
gæti strandað á, er því holdafar
karfans, það er, að hann sé svo
magur, að óhæft sé að nota hann
til bræðslu; en reynslan ein get-
ur skorið úr þessu.
Ef það sýnir sig, að vorvertíð-
in getur borið sig, bæði fyrir
veíksmiðjurnar og skipin, þá er
óhætt að fullyxða, að karfaveið-
arnar má stunda að minsta kosti
þrjá mánuði ársins, eða mánuðiina
maí, júní og september. Það er
að segja, síldarverksmiðjurnar
gætu starfaðí í 5 JnániuðS í staðinn
fyrir tvo, og togaraflotinn eða sá
hlnti hans, sem veiðarnar stund-
aði, gæti bætt þrem mánuðum
við starfstíma sinn.
1 haust fóru ca. 200 veiðidagar
í karfaveiðarbar, en það jafngildir
9 ísfisktúrum; það er að segja,
karfaveiðarnar hafa létt af ísfisk-
kvota okkar sem svarar 9 ísfisk-
túrum. Á þessum sama tímia hafa
þeir og verksmiðjurnar framLeitt
úlflutningsverðmæti fyrir landið,
sem nemur ca. 400,000 kr. Þetta
verðmæti er algerð viðbót við
Frh. á 7. síðu.
" ” “ :-r ’ ' " IWíl
Samningarnðr gangaTerflðlega milli Italu og Englands.
Vopnaviðskiftin eru að stöðvast í Abessiniu.
ElNKASKEYTl TIL
ALÞÝÐUBLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖFN í jniorgun.
EFTIR símskeytum frá
Abessiníu að dæma
eru vopnaviðskiftin þar
að miusta kosti í bráðina
að mestu hætt. Báðir aðil-
ar bíða eftir árangrinum
af þeim samningaumleit-
unum, sem ná eru í gangi !
milli Italíu, Englands og
Frakklands.
Það er nú orðið kunnugt, að
Italir liafa alls staðar þar, sem
þeir hafa sótt fram, s-ent út há-
fleygar yfirlýsingar um afnám
þrælahaldsins, í þeirri von, að
geta sáð óeiningu á meðal þeirra
innfæddu. í Tigre-héraðinu í
Norður-Abessinílu hafa þeir meðal
annars gefið út svofelda yfirlýs-
ingu:
„Til almennings í Tigne-héraði!
Þið vitið, að hvar sem ítalski
fáninn blaktir við hún, ríkir fult
’frelsi. Þess vegna verður þræla-
haldið nú afnumið í þessU landi,
síðan það varð o’kkiar eign. Öll-
um þrælum í Tigre-héraðinu er
hér með gefið frelsi, og það er
jafnframt banniað, að kaupa eða
selja þræla. Sá, sem gerist brot-
legur við þetta bann, verður lát-
inn sæta þungri refsingu sem
fjandmaður ítölsku stjórnarinin-
ar.’1
Hðrð átök milll sjómanna
op kanpmanna I Snðavik.
fhaldskanpanaðar lofear búð sinni til
að reyma að svelta vetkalýðinn.
SJÖMENN og verkamenn í
Súðavík eiga þessa dagana
í deilu við kaupmenn og útgerð-
armenn um kjör sín.
í deilu þessari hafa kaup-
menn beitt fáheyrðum og um
leið hlægilegum aðferðum. Einn
þeirra hefir t. d. lokað búð sinni
og tekið aftur kol sem haun var
nýlega búinn að selja verka-
mönnum í þorpinu.
Sjónnenn í Súðavík höfðu verið
Formaður húsgagnameistara-
féiagsius ber að ósanniudum
Hefir hann sérstakan hag af því
að draga verkfallið á langinn?
Bréf það, sem hér fer á eftir, J og vilji selja þær, hvað sein öðr-
um meisturum eða þeirra hag lið-
hefir verið sent Friðriki Þor-
steinssyni, form. Húsgagnairueist-
arafélags Reykjavíkur, en fram-
koma þess manns hefir verið sér-
staklega vítaverð í vinnudeilunni
milli húsgagnasveina og hús-
gagnameistara. Lítur út fyrir, að
hann geri1 sér Leik að því, að geraj
deiluna sem Lengsta. Ýmsum get-
um er að því leitt, af hverju það
stafi, meðal annars Leikur orð á
því, að hann muni eiga stærri
birgðir á lager en aðrir meistarar
I
ur.
Það munu þó verða hafðiar gæt-
ur á því framvegis, hvort svo er.
Reykjavík, 22. október 1935.
Herra Friðrik Þorsteinsson,
Reykjavík.
Að gefnu tilefni leyfi ég mér
að leiðrétta ósannindi yðar um
símatilkynningu yðar til mín þ.
16. þ. m.
Þ. 12. þ. m. tilkynti ég yður
(Frh. á 4. siðu.)
ráðnir á síldveiðar í sumar með
500 kr. lágmarkskauptryggingu og
hlut ef hann yrði hærri. Rekneta-
veiði varð mjög mikil við ísa-
fjarðardjúp, og varð hlutur langt
yfir 500 ’krónur, t. d. 770 kr. á
einum bát.
Tveir útgerðarmieþn í Álftafírði,
Sigurður Þorvarðsson og Grhnur
Jónsson, tóku þá saman ráð sín
um að sví'kja samninga á s]ö-
mönnum og neituðu að borga
hlutinn. Hafa ékki enn fengist
hlutaskifti hjá þeim, nema á ein-
um bát Sigurðar Þorvarðssonar:
Þrfí sjómenn kærðu þetta til
Alþýðusambands Vestfjarða, en
Grími Jónssyni tó’kst þó að semja
við þá eirrn og einn upp á að
borga þeim 380—600 kr.
Þegar haustvertíð átti nú að
byrja, vildu sjómenn í Súðaví’k
ekki ráða sig án þess að hafa
skriflega samninga við þessa
svikulu útgerðarmenn. Gengu all-
ir sjómenn í Álftafirði í Sjó-
mannadeild Verklýðsfélags’ Álft-
firðinga, sem var stofnað í vor,
og kröfðuát samninga.
Útgerðarmenn létu fyrst íveðri
vaka að þeir myndu semja, en
fundu sér til ný og ný atriði til
að draga samninga á langinn og
neituðu nneð öllu að semja um
sinn. Fór svo, að Verkalýðsfé-
Frh. á 4. síðu.
Yfirlýsingin er undirrituð af De
Bono, yfirhershöfðingja Itala í
Abessiníu.
STAMPEN.
Samningaumleitan-
ir ttala og Englend-
inga ganga erfiðlega
LONDON 22. okt. F.B.
Að því er United Press hefir
fregnað frá Rómaborg, hefir
náðst samkomulag um það milli
Breta og ftala í grundvallar-
atriðum, að hinir fyrnefndu
kalli heim nokkurn hluta her-
skipaflota síns á Miðjarðarhafi,
en hinir síðarnefndu kveðji
heim herdeildir þær, sem að
undanfrönu hafa verið sendar
til Libyn.
En þrátt fyrir þetta er full-
yrt, að það virðist ætla að
verða miklum erfiðleikum bund-
ið, að ná samkomulagi um
hvemig skuli koma til fram-
kvæmdar þessum áformum um
að draga úr heraflanum og
verður að svo stöddu eigi séð,
hvernig úr þessu greiðist.
(United Press).
Abessinía kaupir
vopn á Englandi.
LONDON 21. okt. F.B.
Að því er heyrst hefir, eru
Abessiníumenn að kaupa mikið
af hergögnum í Bretlandi um
þessar mundir og er mælt, að
þeir hafi fengið þar lán að upp-
hæð 2 miljónir sterlingspunda
til slíkra kaupa þar, en auk þess
eiga þeir mikið fé í Englandi,
sem þeir ætla að verja til
vopna- og skotfærakaupa.
(United Press).
Frh. á 4. sí&u.
Dlnskn kosninpnar
fara fram i dag.
Kosningabaráttan hefir verið harð~
ari en dæmi ern til fi DanmOrku*
ElNKASKEYTl TIL
ALÞÝÐU BLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖFN í morgun.
|T OSNINGARNAR til
þjóðþingsins, þýðing-
armestu kosningar í Dan-
mörku um langt skeið,
fara fram í dag. Kosn-
ingabaráttan hefir verið
harðvítugri en nokkru
sinni hefir þekkst í Dan-
mörku. Svo að segja dag-
lega síðan þjóðþingið var
rofið hefir lent í slags-
málum milli ungra íhalds-
manna og ungra jafnaðar-
manna, og lögreglan iðu-
lega orðið að skakka leik-
inn.
Stauningsstjórnin er
mjög vongóð um það, að
vinna sigur í kosningun-
um, og dregur enga dul á
það, að hún muni eftir
kosningarnar gera ráð-
stafanir til þess, að brjóta
íhaldsmeirililuta Lands-
þingsins á bak aftur.
I gær og í dag hefir í Kaup-
mannahöfn ekkert verið talað
um Abessiníustríðið. Kosning-
araar hafa tekið upp allra hugi.
Þótt kosnigabaráttan hafi
verið stutt, hefir hún þó verið
heitari en dæmi eru til hér í
Danmörku. Formgjar flokk-
anna, Stauning, Christmas
Möller, Munch og Krag hafa
farið um landið endanna á milli
til þess að safna liði.
Ungir íhaldsmenn hafa bók-
staflega komið sér upp storm-
sveitum eftir fordæmi þýzku
nazistanna og milii þeirra og
ungra jafnaðarmanna hefir
hvað eftir annað lent í hrein-
um og beinum slagsmálum og
hefir lögreglan hvað eftir ann-
að orðið að fara á vettvang til
að skakka leikinn.
Það er flestra manna mál, að
stjóm Staunings muni koma
sterkari út úr þessum kosning-
um en áður.
STAMPEN.
Atkvæðatölur flokkanna og
þingsæti við síðustu kosningar,
árið 1932, voru þannig:
Alþýðuflokkurinn 661 000 at-
kvæði og 62 þingsæti.
Radikaliflokkurinn 145 000
atkvæði og 14 þingsæti.
Vinstriflokkurinn 385 000 at-
kvæði og 35 þingsæti.
Ihaldsflokkurinn 289 000 at-
kvæði og 27 þingsæti.
Réttarbandalagið 41000 at-
kvæði og 4 þingsæti.
Kommúnistaflokkurinn 17000
atkvæði og 2 þingsæti.
Þjóðverjar 10 000 atkvæði og
1 þingsæti.
Det frie Folkeparti 29 000
atkvæði og 3 sæti.
Færeyingar fengu 8 000 at-
kvæði og 1 sæti.
. Arthar Henderson
iátnn.
ElNKASKEYTl TIL
ALÞÝÐU BLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖFN í morgun.
A RTHIJK HENDERSON, er
um marga áratugi hefir
verið emn af aðalieiðtogum
enska Alþýðuflokksins og síð-
ustu árin jafnframt forseti af-
vopnunarráðstefnuimar í Genf,
lézt á sunnudagskveldið eftir
aðeins tveggja sóiarhringa
legu, 72 ára að aldri.