Alþýðublaðið - 22.10.1935, Side 4
ÞRIÐJUDAGINN 22. OKT. 1935.
GAMLABIÖ M
kliœstiirbaralð
með Dorothea Wieck.
Sýnd kl. 9.
Granni maðurinn.
Leynilögreglumynd sýnd
kl. 7.
Börn innan 14 ára
fá ek’d aðgang.
Fisk&alarnir.
STRlBIB
f ABESSlNfd.
Gög og Gokke.
Sýnc’ kl. 5.
iiDfrof á Eoflaiidi
i nessari vibo?
LONDON 22. okt. F.Ú.
í dag kemur brezka þingið
saman. Hefjast þá umnræður
um utanríkismál, og verður
utanríkismálaráðherrann, Sir
Samuel Hoare, málshefjandi.
Nokkrir aðrir ráðherrar taka
einnig til máia.
Gert er ráð fyrir að þing
verði rofið fyrir helgina, en
kosningar eigi að fara fram
14. nóvember.
Gullarmbandsúr, merkt Sig-
ríður hefir tapast í Hafnarfirði.
Skilist til Sigríðar B. Árna-
dóttur, Reykjavíkurveg 21
Hafnarfirði, gegn fundaríaun-
um.
Fljót afgreiðsla. Tek að mér
eins og áður allar raflagnir og
viðgerðir á raftækjum. Einnig
uppsetning loftneta. Verkstæði
Týsgötu 3, sími 1705. — Jón
Ólafsson, löggiltur rafvirki.
Bannlr m
saltklöt.
Verzlunin
Kjot & Fiskur
Símar 3828 og 4764.
zmnnunzizízinzin
Lifnr ©$g ia|örfsi
Baldursgötu 14.
Sírni 3073.
Skðrnir yðar
verða fijótt Ijótir og
ellilegir ef þér notið
siæman skóábnrð.
Kaupið næst
VENUS skógljáa
sem gefur dásamlegan
há^ians
á s'ióna.
Frh. af I. síðu.
Italir tilkynna sigur
á suðurvígstöðvun-
um.
RÖMABORG, 21/10. (FB.)
Tilkynt hefir verið opinberlega,
að ítalskar herdeildir hafi tekið
Dagnerei, smábæ á suðurvíg-
stöðvunum, ■ á föstudag. Fjórtán
Italir biðu baua í orustunni, en
fjörutíu særðust. Af liði Abessi-
níiumanna féllu fimmtíu, en nokkr-
ir íugir f ærðust. Dagnerei var tck-
in eftir að tíu flugvélar höfðu
sveitnað yfir bænum og nágrenn-
inu í klukkustund samfleytt og
varpað niður sprengikúlum. Hafa
ttalir nú á valdi sínu, að því er
hinar opinberu fregnir frá Róma-
borg herma, alt hið svökallaða
Sciavellisvæði, sem veit að So-
malilandi. (United Press.)
Ras Tafari fyrirskip-
ar vægð við Tyrol-
búa,semteknirverði
höndum.
LONDON, 21. okt. FÚ.
Abbessiníukeisari hefir gefið
út fyrirmæli um það, að beita
skuli hinni mestu vægð við
hvern Tyrolarbúa, sem tekinn
kynni að verða höndurn. Er
talið að þessi fyrirskipun sé
gefin út vegna þess, að keisar-
anum hafi borist bréf frá Tyrol,
og Tyrolarbúum í Erithreu, sem
gefa það til kynna að Tyrolar-
búar líti með samúð á aðstöðu
Abessiníu. Abessiníukeisari hef-
ir svarað þessum bréfum á þá
leið, að láta í Ijós samúð sína
með Tyrolarbúum, þar sem þeir
séu „fórnarlömb hinnar ítölsku
villimensku."
Fæst í öllum litum.
STAUNING.
(Frh. af 3. síðu.)
úrláusnar á því þingi: Lögin um
gjaldeyrisskrifstofuna, sem hef-
ir verið sá grundvöllur, sem Al-
þýðuflokksstjómin hefir bygt
viðreisnarstarf sitt á, ganga úr
gildi um nýjár í vetur. Stauning
gerði því þá kröfu til lands-
þingsmeirihlutans að hann
gengi inn á framlengingu þess-
ara laga, þannig að gjaldeyris-
skrifstofan héldi áfram að
starfa eftir nýjár á svipuðum
grundvelli og áður. Jafnframt
lagði hann fram frumvarp til
laga, sem veita stjórninni heim-
ild til þess að hindra alt okur
með erlendar vörur í skjóli inn-
flutningshaftanna.
Þetta tækifæri gripu íhalds-
flokkarnir til þess að greiða
stjórn Staunings það högg, sem
þeir iengi höfðu fyrirhugað.
Hvað varðaði stórkaupmenn-
ina í íhaldsflokknum og stór-
bændurna í vinstri flokknum
um velferð þjóðarinnar? „Ein-
okunina“ vildu þeir afnema —
,,frelsi“ vildu þeir fá til þess
að féfletta þjóðina með upp-
sprengdum innlendum og er-
lendum vörum! í stað þess að
fallast á hinar sanngjörnu og
víðsýnu tillögur Staunings
heimtuðu þeir okurverð á
smjöri á innlendum markaði,
35 aura premíu á hvert einasta
útflutt kíló af smjöri, og afnám
gjaldeyrisskrif stofunnar!
Þessum samvizkulausa leik
með framtíð þjóðarinnar svar-
aði Stauning með því að rjúfa
þjóðþingið strax sama daginn
og það kom saman. Því að hér
var ekkert samkomulag hugs-
anlegt lengur. Með þessum á-
byrgðarlausu eiginhagsmuna-
kröfum íhaldsflokkanna var
BRAUÐAVERÐIÐ.
Frh. af 1. síðu.
Snérti Alþýðublaöið sér í ímorg-
un til Guðmundar R. Oddssonar,
forstjóra Alþýðubrauðgerðarinn-
ar, og spurði hann hvort þessi
verðhækkun væri sameiginleg fyr-
ir öll brauðgerðarhús í bænum.
„Alls ekki,“ svaraði Guðnrund-
ur. „Enn hefir Alþýðubrauðgerðin
enga ástæðu til að hækka verð á
baruðvörum sínum, og hún gerir
pað áreiðanlega ekki fyr en í
fulla hnefana. Brauðverðið er því
sama hjá Alþýðubrauðgerðinni og
það hefir verið.“
Sú mikla verðhækkun, sem bak-
arameistarar hafa nú sett á, er
geysilega þungur slcattur áReyk-
víjkinga, sem er því tilfinnanlegri,
þar sem atvinnuleysið ’kreppir nú
mjög að.
Stríðsgróði í Noregi
KAUPM.HÖFN, 21. okt. FÚ.
Iðnaður Noregs er í miklum
uppgangi síðustu vikur. Hluta-
bréf í gufuskipafélögum og
hvalveiðafélögum hækka. Einn-
ig fer verð hækkandi á landbún-
aðarafurðum, þ. á. m. dilkakjöti.
Stærstu útgerðarfélög Noregs
hafa nú öll skip sín í förum, og
er það í fyrsta sinni í mörg ár,
að flotinn er allur starfandi.
Karfinn i út-
varpinu.
í kVöld fer fram saintal í út-
varpið milli Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar annars vegar og Þórðar
Þorbjarnarsonar fiskiiðnfræðings
og Jóns Sigurðssonar erindreka
hins vegar um karfaveiðarnar og
karfavinsluna í sumiar. Mun
marga fýsa að hlusta á þetta
samfal, því að karfaveiðarnár eru
hin merkasta nýjung, sem reynd
hefir verið í atvinnumálum fs-
lendinga á síðari árum.
hvorki meira né minna en öllu
því verki, sem stjórn Alþýðu-
flokksins hefir leyst af hendi til
þess að yfirvinna viðskifta-
kreppuna og tryggja framtíð
þjóðarinnar, stefnt í voða. Yfir
rústir gjaldeyrisskrifstofunnar
og ríkiseftirlitsins með utan
landsverzluninni, myndi flóð-
alda hins erlenda iðnaðarvam-
ings fara yfir landið og eyði-
leggja allan þann nýgróður í at-
vinnulífi Danmerkur, sem
skapazt hefir undir stjórn
Staunings. Og tugir þúsunda af
verkamönnum myndu aftur
verða atvinnulausir. Það væri
kreppan upp aftur með öllum
sínum hörmungum!
„Stauning eða algert stjórn
leysi!“ — Það er í sannleika
það, sem hin danska þjóð á um
að velja í dag. Það er erfitt að
hugsa sér, að það val geti farið
nema á einn veg.
En hvað svo? Þótt Stauning
kæmi eftir kosningarnar í dag
með sterkari mieirihluta inn í
þjóðþingið en nokkru sinni áður,
hafa íhaldsflokkarnir enn sitt
stöðvunarvald í landsþinginu.
Þjóðþingskosningannár í ’dag geía
því ekki verið annað en upphafiö
að ennfá rniklu alvarlegri átök-
um niilli íhaldsflokkanna og Al-
þýðuflokksins um völdin í Dan-
mönku. Og þeim átökum getur
ekki lokið fyrr en landsþingið er
að velli lagt.
Það eru stórviðhurðir, sem eru
framundain í stjórnmálasögu Datn-
inerkur.
S. P.
I MG
Næturlæknir er í nótt Gísli
Fálsson, Garði, Skildinganesi,
sími 2474.
NætTarvörður er í nótt i Reykja-
ví’kur- og Tðunnar-apóteki.
ÚTVARPIÐ:
15,00 Veðuríregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfréttir.
20,15 Erindi: Ungmermaskólar og
áfengisnfál (Bjarni Bjarna-
son skólastjóri).
20,4Ö Einleikur á píanó (ungfrú
Helga Laxness).
21,05 Karíaveiðarnar. Samtal: V.
Þ. G., Þórður Þorbjarnar-
son og Jón Sigurðsson.
21,30 Hljómplötur: Danzlög.
Oeirðir í brezkn if-
lendminm i Vestnr-
Tízkusýningin,
sem var að Hótel Borg í gær-
kveldi verður endurtekinn þar
annað kveld.
Alþýðuhúsið
er nú fullreist, voru íslenzkir
og rauðir fánar á því nú um
helgina.
Farfuglafundur,
sá fyrsti á þessu hausti, verð-
ur haldinn í kvöld kl. 9 í
Kaupþingssalnum. Þar verður
niargt á dagskrá að vanda og er
óskað að fundargestir mæti
stundvíslega, því húsinu verður
lokað. Allir ungmennafélagar
hvaðan sem er af landinu, eru
velkomnir.
Vetrarfagnað
heldur stúkan „Verðandi" í
kvöld. Margt er þar til skemt-
unar og glatt á hjalla.
Sjómannakveðja.
F.B. 22. okt. Lagðir af stað
til Englands. Vellíðan allra. —
Kærar kveðjur heim. Skipverj-
ar á Sindra.
SOÐAVÍK.
Frh. af 1. síðu.
lagið varð að tilkynna Alþýðu-
sambandi Vestfjarða, að slitnað
væri upp úr samningunum.
Á laugardaginn átti skip að
koma til Súðavíkur til að taka
þar fisk, og auglýstu sjómenn
og verkamenn strax um morgun-
inn, að það yrði ekki afgreitt.
Skipið „Eros“ kom kl. 2 um dag-
inn, og fjölmentu sjómenn inn að
Langeyri, þar sem útgerðarmenn
ætluðu að afgreiða það.
Otgerðarmenn höfðu liðsafnað
og ætluðu síðar um daginn að
reyna að beita valdi til a*ð af-
greiða það, en þorðu þó ekki að
hætta á það, þegar til kom.
Sfcipstjóra hafði þá einnig bor-
ist skeyti frá Alþýðusambandi Is-
lands, þar sem honum var til-
kynt, að afgreiðslubann væri á
sikipinu.
Á sunnudagsmorgun gerðust
þau tíðindi í Súðavik, að aðal-
kaupmaðurinn í þorpinu, Grímur
Jónsson, sem einnig er aðalaðilinn
í þessari deilu, hengdi út aug-
lýsingar þess efnis, að hann hefði
frá þeim degi hætt öllum láns-
viðskiftum og að búð sinni yrði
Iofcað framvegis. Hins vegar ætti
hann von á vörum í |niæsta mán-
uði, en myndi snúa þéim aftur,
nema verkamenn og sjómenn í
þorpinu lýstu því yfir, að þeir
myndu vinna við uppskipun á
vörunum, þegar þær kæmu.
Grímur þessi hafði &elt verka-
mannafjölskyldum í þorpinu kol
fyrir ákömmu út í reikning. Send-
ir hann nú menn út um þorpið til
að taka kolin aftur!
Verklýðsfélagið hefir gert ráð-
'stafanir, fyrir atbeina Hannibals
Valdimarssonar, til að fá mat-
vörur frá ísafirði, og fyrir for-
göngu hans verður stofnað pöint-
unarfélag verkamanna næstu
daga.
LONDON, 22. okt. FÚ.
Alvarlegar óeirðir urðu í gær
í brezku nýlendunni St. Vincent,
í Vestur-Indium. Hófust þær í
gærmorgun með því að svartir
verkamenn lögðu niður vinnu og
fóru í kröfugöngu. Heimtuðu
þeir betri vinnukjör og hækkað
kaup. Lögreglan reyndi að
dreifa mannfjöldanum, en þá
lenti í rósturn, og síðar um dag-
inn varð annað upphlaup. Alls
hafa 10 manns látið lífið í ó-
eirðunum, en fjöldi manna
særst.
Á St. Vincent búa um 60 þús.
manns, og er aðal-atvinnuveg-
urinn sykurrækt.
W3£8S Nf JA BIÖ
Bræðurnir
Rothschild
Stórfengleg og hríf andi tal-
og tónmynd um kunnustu
f jármálaætt Evrópu, Roth-
schild bræðurna, sem hóf-
ust til svo mikilla valda
á tímum Napoleons-styrj-
aldanna.
Aukamynd:
Æskuást tónsnillingsins.
Sýnd í kvöld kl. 5, 7 og 9.
Lækkað verð kl. 5. Engin
barnasýning.
HÚSGAGNASMIÐADEILAN.
Frh. af 1. síðu.
í síma, að AlþýðusambatKlinu og
þeim Gísla Skúlasyni og Guðm.
Breiðdal hefði verið falið fult um-
boð til að semja fyrir Sveinafé-
lag Húsgagnasmiða.
Þ. 16. þ. m. eða fjórum dögum
seinna tilkyntuð þér mér í síma,
að Vinnuveitendafélag Islands
(ekki Eggert Claessen eins og þér
nú segiö) og einn maður úr sairm-
inganefnd húsgaginameistiara
hefði umboð til að semja fyrir
Húsgagnameistarafélag Reykja-
víikur. Annað og meira sögðuð
þér ekki.
Ég bjóst við, að þar sem þér
ekki létuð annars getið, að yður
og Vinnuveitendafélaginu væri
eitthvað að vanbúnaði, þar sem
þér ekki rædduð þessi mál frek-
ar, og beið því átekta. En frá
yður hefir ekkert heyrst þar til
nú í gær, að þér senduð mann
með bréf, sem þér síðan hafið
fengið birt með tilheyrandi ósann-
indum í Morgunblaðinu og ves-
Tizknspng
verzlunarinnar Gullfoss verður
endurtekin að Hótel Borg kl.
8y% s. d. á morgun.
Þeir viðskiftavinir er ekki
gátu komið á fyrri sýninguna
eru vinsamlegast beðnir að
vitja aðgöngumiða hjá verzlun-
inni Gullfoss Austurstræti 10.
alings Nýja dagblaðinu líka.
Til þess nú að táka af öll tví-
mæli leyfi ég mér fyrir hönd
samninganefndar Sveinafélags
Húsgagnasmiða áð láta yður vita
að nefndin, sem hefir fult umboð
til að undirrita samninga, er fús
til að mæta yður kl. 5 í 'dag, ef
þér óskið, á þeim stað, er aðilar
kæmu sér saman um.
Virðingarfyllst.
Jón Axel Pétwssoti.
i' i
| Hugheilar hjartans þakkir til allra, sem sýndu g
$ mér vinarþel með heimsóknum, heillaskeyt- }♦!
| um, blómum og gjöfum á sjötugsafmæli mínu. $
| Herdís Símonardóttir,
Vegamótastíg 7. $
♦:*»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>:<
Spaðsaltað diikakjot
.. , .-vy': ^ ‘
J V Va«*- v ©•
í heilum og hálfum tunnum og kútum.
Einnig í smásölu.
Kjötbúð Reykjavíkur,
Vesturgötu 16. — Sími 4769.
Ipréttafél. Mamaima os fcvemia
í HafoarfiFðl,Y ®
1 I Z'í
byrjar æfingar, fimtudaginn 24. okt. í húsi Jóns Matthísen (mið-
hæð), og verða þær sem hér segir:-
Piltar: Mánudaga og fimtudaga kl. 8—9 e. m.
Stúlkur: Þriðjudaga og föstudaga kl. 8—9y2 e. m.
Drengir: Miðvikudaga og laugardaga kl. 8—9 e. m.
Félagar eru ámintir um að borga ársgjöld sín á fyrstu æfingu.
Stjórnin.
Ný kenslubók
Ágrip af ísleozkri málfræði
fyrir barnaskóla,
eftir Sigurð Helgason skólastjóra, gefin út í samráði
við fræðslumálastjóra og skólastjóra Kennaraskólans,
er komin út. — Kostar 80 aura. — Aðalútsala:
Prentsmiðjan Acta, Reykjavík. Fæst einnig hjá höf.