Alþýðublaðið - 19.11.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1935, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGINN 19. nóv. 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ Gullfoss. fer á miðvikudagskvöld (20. nóv.) til Breiðafjarð- ar og Vestfjarða. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. Dettifoss. fer á fimtudagskvöld (21. nóv.) um Vestmannaeyjar til Hull og Hamborgar. Kvenkápur, nýjasta tízka. Tvisttau. Morgunk jólaef ni. Karlmannsbolir 3,40. Náttfataefni (silki). Flónelsnáttföt. Mikið úrval af Slikiundirfötum, Silki-náttfötum, Náttkjólar misl. Skinn á kápur. Kápuefni. TJtiföt á börn. Regnhlxfar. Nokkur sett af flónelsnáttfötum (upplituð) á börn og fullorðna seld með tækifæris- verði. EDINBORfi. Maður hrapar og stórslasast. Hano stOðvaðlst á fjalls brúo, bengiflug var fyrir neðan. STYKKISHÓLMI, 17/11 (FO.) 1 gær. um hádegisbil fór Hall- grí'mur Sveinsson að Hálsi í Eyr- arsveit ásamt unglingspilti að smala í Kirkjufelli, siem er hátt einstakt fjall á lágliendinu og mjög klettótt. Þegar Hallgrímur var kominn hátt upp í klettana, vildi hann fara yfir skafl íbrattri skriðu, en misti fóta á skaflinum, skall flatur og hrapaði niður snarbratta skriðu um 200 metra veg. Staðnæmdist hann loks í grýttri urð, fram á nær pver- brattri klettabrún. — Leiðin, sem hann hrapaði, var hulin ný- föllnum snjó, en upp úr stóðu steinar hér og hvar. Fyrstur kom að Hallgrími pilt- ur sá, er með honum var í smala- menskunni. Brá hann pegar við og sótti mannhjálp og símaði til Stykkishólms eftir lækni. Komu menn frá Bryggju og báru Hall- grím heim að Hálsi. Var komið þangað um kl. 16. Um kl. 20 kom læknir, var hann yfir honum í nótt og flutti hann með sér til Stýkkishólms í dag. Hallgrímur álítur að hann hafi um stund mist meðvitund er hann hrapaði, en síðan hefir hann haft rænu. Hallgrímur er afar- mikið slasaður, lærbrotiun á vinstra fæti, allur marinn á baki og skorinn i andliti. Einnig eru hælbeinin löskuð. Læknir telur. að honum líði nú eftir vonum. Hallgrímur er 33 ára að aldri og mjög hraustur maður. Höfnin: Snorri goði kom frá Englandi í nótt. Geir og Tryggvi gamli komu af veiðum í morgun. Piand^Flygel t-. . sömuleiðis Orgel (stór og Iítil) til sölu. Pálmar isélfsson, Hljóðfæraverkstæði. Sími 4926. | Mikil síldveiði við Herdísarvík. AKRANESI, 17/11. -35. FD. Til Akraness kom í gærkweldi vélbáturinn Sjöfn með 115 tunn- ;ur, og í kvöld Svanur með 131 tunnu síldar, sem hann aflaði I nótt og um 100 tunnur, afla frá í fyrri nótt. — Síldin veiddist út af Herdísarvík, — ólafur Bjarnason er farinn á ísfiskvieið- ar fyrir Englandsmafkað. Vélbát- arnir Haraldur og Aldan eru á lúðuveiðum. Línubáturinn Bjarnarey kom í fyrri nótt til Hafnarfjarðar með 300 tunnur síldar, sem skipið hafði veítt á Herdísarvík. 'Vél- báturinn Huginn III. hafði aflað 200 tunnur, en par af voru salt- aðar 50 tunnur í Keflavík, en 150 í Hafnarfirði. Vélbáturinn Þor- steinn kom með 74 tunnur; síldin var söltuð í Hafnarfirði I nótt og í dag. Vélbáturinn „Síldin“ kom í fyrradag með 150 tunnur síldar og Þorgeir goði með um 100 tn. Töluverð síld til Vestmannaeyja. VESTMANNAEYJUM, 17./11. FÚ. Þessir bátar lögðu síld á land í Vestmannaeyjum í gær og í nótt: Frigg 56 tunnur, Kristbjörg 122 tunnur, Ver 87 tunnur, Viggo 133 tunnur, Veiga 136 tunnur, Óð- inn 90 tunnur, Kap 33 tunnur, Gulltoppur 83 tunnur, Ágústa 109 tunnur, Muggur 40 tunnur, Hilmir 170 tunnur, Pipp 80 tuninur, Garð- ar 160 tunnur, Leo 100 tunnur, á- ætlað, Lundi 90 tunnur, áætlað. Síldin er kryddsöltuð og matjes- söltuð. Bein ur dys Frið- riks og Agnesar fundin. BLÖNDUÓSI, 17./11. -35. FÚ. Á aftökustaðnum í Vatnsdals- hólum, par sem pau Friðrik og Agnes voru höggvin fyrir rúm- lega 100 árum, fanst nýlega neðri kjálki úr manni. Ætla menn að hann sé úr Friðriki. — Anuars voru bein þeirra grafin upp í fyrra og fiutt vestur í Tjamar- kirkjugarð og jarðsett þar. Harðar deilur um refsiaðgerð irnar í Dan- mörku. KALUNDBORG, 16/11. (FÚ.) Utanríkismálanefnd var kosin í danska þinginu í gær, og er Borig- bjerg, fyrverandi toenslumálaráð- herra, formaður hiennar. Umræð- um um bráðabirgðalög vegna framkvænida refsiaðgerðanna heldur áfram í danska þinginu. Hafa orðið miklar deilur um þetta mál, og nefnd sú, er fjalla skyldi' um málið, hefir klofnað. Norska stjðrnin gengnr rlkt eftlr framkvæmd refslráð tafananna, OSLO, 16. nóv. (V 3.) Á rifkisráðsfundi í Oslo í gær var gengið frá viðbótartilskipun j vegna refsiaögerðanna gagnvart Italíiu. Er Norðmönnum bannað að veita lán til Italíu, og nær bamnið til bankalána og hvers konar lána annara. Brot gegn fyrirmælum til- skipunarirmar varða sektum, sem nemi alt að 50 000 kr., eða 2 ára fangelsi. Birtur hefir verið listi yfir vörur þær og hráefni, sem bannað er að flytja til ítalíu. Ákvarðanirnar gilda frá 18. nóvember. (NRP.) Kolaveiðarnar á Fiateyri. FLAEYRTI, 8/11. (FÚ.) Dragnótabátarnir af Flateyri eru nú hættir kolaveiðum og varð afli þeirra sem hér siegir: Garðar: Veiðitími 60 dagar, aflaðifyrir 10 500 krónur. Manna- hluti 700 krónur. Sigurfari: Veiði- , tími 40 dagar, aflaði fyrir 6000 krónur. Mannahluti 400 krómur. Einar Þveræingur: Veiðitími 12 dagar, aflaði fyrir 1000 krónur. Mannahluti 70 krónur. Enginn ! bátur frá Flateyri stundar nú þorskveiði. í er bezt. <« $úkbula5t Sálarrannsóknarfélag Islands heldur fund í Varðarhúsinu miðvikudagskvöldið 20. nóv. n. k. kl. 8i/2 með hinni nýju tilhög- un. — Ónefndur ræðumaður flytur erindi um nokkur atriði úr dulrænni reynslu sinni. Nýir félagar geta gengið inn. Menn eru l xðnir að taka með sér á fundimx sálmakver séra Haralds Níelssona;. Stjórnin. M1AftU0l/5!N[CflR VIÐXKIftt Sparið peninga! Forðist ó- þægindi! Vanti yður rúður í glugga, þá hringið í síma 1736, og verða þær fljótt látnar i. Munlð síma 1974, Fiskbúðin Hverfisgötu 37. Ávalt nýr fisk- ur. Sólberg Eiríksson. Borðið í Ingólfsstræti 16. — Sími 1858. Hárlitur. Höfum fyrirliggj- andi margar tegundir, af okkar þekta og viðurkenda hárlit. Mismunandi liti og verð. Einnig fljótvirkan augnabrúnalit. Hár- greiðslustofa Lindís Halldórs- son. Tjamargötu 11. Sími 3846. Permanent-hárliðun. Höfum 3 mismunandi tegundir af permanent, Wella, — Eugen, — Zotos. — Getum því gjört alla ánægða. — Hárgreiðslustofa Lindís Halldórsson, Tjarnar- götu 11. Sími 3846. Það er nú þegai* á allra vit- orði að skó- og gúmmí-viðgerðir em ódýrastar og beztar á Þórsgötu 23. Sími 2390. NB. Sent og sótt um bæinn.Hjörleif- ur Kristmannsson. Tækifæriskaup. „Columbia“ grammófónn, sem nýr, til sölu ásamt ,,Linguaphone“ nám- skeiði í þýzku. Ennf remur buffet og barnavagn. Upplýs- ingar á Nýlendugötu 27, mið- hæð. HSjööfæfave'kstœði Pálmars ísólfssonar er flutt á Óðinsgötu 8. Tekur að sér alls konar viðgerðir á Píanóum og Orgelum. Gerir upp hljóðfæri. Stillir hljóðfæri. Sími 4926. Sími 4926. BERTA RUCK: r I stolnu 31 lilkn Júlía lagði höndina hægt á öxl hannar og laut áfiiam til þess að sjá inn í andlit hennar. Augnablik stóð hún þannig án þess að geta trúað sínum eigin augum. Svo hrökk hún aftur á bak og rak upp hátt og skerandi óp: — Isobel frænka! Ó, Isobel frænka! Þetta skerandi aurgismrvein barst til eyrna berra Charles. Hann hljóp i hendingskasti upp þrepin og inn ganginn. Hann opnaði dyrnar í flýti og gekk inn í vinnustofuna. Þar sá hann Júli|u krjúpa á kné við myndatrönurnar. Hún þrýsti hönd ungfrú Travers og andlit hennar var náfölt. Herra Cha les sá þega|r í stað, hvað :um var að vera. Ungfrú Isohel Travers var látrn. Já, him var dáin, þessi vingjarn- lega kona, og átti aldrei að fá að vita, að siðustu mánuðir ævfi i ennar höfðu orðið henni svo gæfuríkir vegna blekkinga. Hún myndi aldrei hryggjast vegna þess, að unga stúlkan, sem feldi tár á stirðnaða hönd hgnnar, var ekki bróðurdóttir heniiar, hledur framandi kona, sem með ósannindum og blekkingum hafði öðlast ást hennar og umhyggju. — Hún hefir dáið af hjartaslagi, sagði læknirinn. Og hún hafði engar þrautir liðið, áður en hún dó, og enga hugmynd haft um nærveru dauðans. Á einu augnablilri hafði hún liðið burt úr þess- um heimi, á meðan hún hafði unnið að þessu eftirlætisveriri s?nu. —- myndinni af JúUÍu. Herra Charles Miniver tðkst á hendur að gera alt, sem gena' þyrfti, þar til frú Loftus kæmi frá heimili sín'u í Kiensington. Júliu virtist sem alt ljós og líf væri horfið úr Chelsea-húsi. InnSi í dagstofunini átti herra Charles Miniver augnabliks viðræðu við ungu stúlkuna sem var náföl og lá við yfirliði. Hann leit á iaia og sá, að andlit hennar bar vott um sárasía ha m og (roga. Fann var gljggur maður og sá þsgar í stað, að sorg hennar var engin uppgerö. Og hanin vissi ljka, að harmur hsnnar stafaði ekki af því, að svik hennar voru uppvís orðin. Hann skildi nú, að jafnvel þótt hún hefði sVkiið hann með þ\d að þykjast vera önnur en hún var, þá hafði hann þó verið ósanngjam í henrar garð. — Júlía! sagði hann alvarlegur. Og þegar hún horfði á hann undrandi, bætti hann við: — Viljið þér lofa mér einu? — Hvað er það? spurði Júlí'a og vaiir hennar skulfu. J — Segið Bourneville lávarði ekki frá því, sem við höfum verið að ræða um. — Viljið þér heldur segja honum frá því sjálfur? spurði Júiía Jlágri rödd, — Ég vil helzt ekki láta minnast á það fyrst um sinn. Ég vil bíða og sjá hvað setur, áður en ég ákveð hvað gera skuli. Hann gekk burtu, og hún stóð ein efiir í herberginu, þar sem ungfrú Travers hafði einu sinni boðið hana velkomna. XXII. KAFLI. Glctlni örlaganm. Daginn eftir jarðarförina heimsótti Charles Miniver frú Loftus á heimili henna,n í tK|ensi|ngito(i, í London og bað um stutt samtal við Júlíu, sem nú dvaldi hjá „Láru frænku“. Júl;|a, sem var fölari í andliti en hann hafði nókkru sinni séð hana áður, kom niður í dagstofu frú Loftus. Þessi stofa hafði oft verið notuð ssm danzsalur. Þykk, rauðbleik ábreiða var á gólfinu og róslitaðar blæjur voru fyir dyrum ojg gluggum. Herra Charles hafði aldrei fundist hún svo fögur sem nú. — Ég hefi hugsað mikið um þetta mál, sagði hann, — og ég hiefi tekið ákvörðun mina. Júlía leit á hann, án þess að svara. — Ég hefi ákveðið, að ssgja engum frá þessu, sagði herra Char- les og leit ekki af henni. — Eigið þér við það, að þér ætlið ekki að segja Bourneville lá- varði og fjölskyldu hans frá því, hver ég er? — Ég mun aldrei segja þeim frá því, svaraði herra Charles og virtist sem hann vildi gleypa Júlíu með augunum. Jafnvel þótt hún væri ekki af Traversfjölskyldunni, þá var hún þó góðra manr,0 og hafði fengið gott uppeldi. Auk þess var hún fegursta unga siúlk- an, sem hann hafði séð. Hann gat ekki af hsnni séð. Tilfinningar hans gagnvart henni höfðu alveg breyzt síðan liann jós yfir hana skömmunuin í giarðinum forðum daga. Sí/an þá hafði hann v-elt málinu fyrir sér fram og aftur, þar til hann þóttist hafa fundið henni afsökun. Og fyrir mann með hans skapíerli hafði það mikið að segja, að konan var falieg. Auk þess bar hann virðingu fyrir henni fyrir það, hve ákveðiö hún hafði neitað sambandi sinu við þrjótinn Harrison. — Ég hefi talað aftur við herra Harrison, sagði hann. Ég held, að ég sé búinn að stinga uppfi hann. Hann veit, að það muni ganga út yfir hann sjálfan, ef hann ætlar að blauda sér frdkiar út í Jaetla mál. Ég hefi sagt honum, að mér sé alveg sama um það, hvort .þ;é;r heitið Adkroyd eða Travers. Og ég er jafnákveðinu í því nú sem áður að kvænast yður. — Það er mjög fallega hugsað af yður, svar^ói Júlí'a, en ég ge(! ekki gifzt yður. Hann horfði á hana. — Eigið þér við það, að þér getið ekki gifzt m)ár undir fölsku nafni? — Ég hélt, að þér þektuð mig svo vel nú, að þér vissuð, að éjg hefi ofurlítinn- snefil af samvizku, svaraði Júlía dálítið beizklega. J — Jæja — hvað ct það þá? Eruð þér stöðugt reiðar við mig vegna þess, sem ég sagði við yður í garðinum forðum daga? — Nei, ég er dkki vitund reið við yður. Þér höfðuð fyllstu ástæðu til að vera reiður. — En hvað er það þá? Hvers vegna getur e'kki alt orðið eins og áður var? Júlía leit á hann. — Ég veit það ekki, svaraði hún þreyttri röddu. Ég veit aðeins það, að ég get ekki gifzt yður. — Ef svo er, svaraði Charles, hvað hafið þér þá ætlað yður að gera ? Júlía rendi augunum fram og aftur um stofuna. — Ég veit það ekki, svaraði hún, og röddin var nærri því hvísl- andi. Hún var svo þreytt og gráturinm og geðshræringarnar höfðiu .yfirbugað hana. Ef Traversfjölskyldan fær að vita sainnleikann, verð ég víst að fara héðan og fá míé'r eitthvað að gera.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.