Alþýðublaðið - 19.11.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1935, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUD'AGINN 19. nóv. 1935. ALÞÍÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐtBLAÐiÐ OTGEFANDX: -J.PÝÐUFDOIGKURINN RITSTJORI: F R. V ALDEMARSSON RITSTJÖRN: AOalatræti 8. AFGRKIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: AfgTeiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vllhj. S. Vilhjálmss. (heirna) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Ritstjórn. 4906: Aigreiðsla. STEINDORSPRBNT H.F. Ný skáldsaga um lífið í Reykjavík eftir Gunnar M. Mapðss GUNNAR M. MAGNÚSS. Gunnar M. Magnúss er fyrir löngu oröinn frægur og vinsæll rithöfundur fyrir barnabækur sinar. Undanfarin ár hafa komiö margar barna- og unglingabækur frá honum, og allar hafa þessar bækur selst betur en flestar aðrar. Flestir munu hafa litið á Gunn- ar M. Magnúss sem skáld barna og unglinga, fæstir hafa vitað að hann fengist við að skrifa fyrir fullorðna. En i gær kom fyrsta stóra skáldsagan út eftir Gunnar M. Magnúss, og er óhætt að segja pað strax, að hjá því getur ekki farið, að pessi nýja skáldsaga hans muni vekja stórkostlega at- hygli og umtal. Með pessari skáldsögu er Gunnar alt í einu kominn í fremstu röð ísLenzkra rithöfunda og framvegis munu ekki aöeins börnin og unglingarn- ir bíða með eftirvæntingu eftir bókum hans, heldur aliir, sem á- næg.ju hafa af góðurn bókment- um. Þessi nýja skáldsaga heitir „Brennandi skip“. Sagan gerist að mestu hér í Reýkjavík rétt eft- ir að togararnir komu hingað og borgin var að stækka sem mest. Hún er lýsing á bæjarlífinu, lýs- * ing á lífsbaráttunni í bakhúsun- um og kjöllurunum, lýsing á líf- ftnu í híbýlum heldra fólksins, á bænasamkomum og í veizlunum. En framar öllu öðru er hún lýsing á barnssálinni. Þ'að er ómögulegt að leggja pessa bók frá sér fyr en maður hefir lokið við að lesa hana, eitt- hvað nýtt og undursamlegt mætir auganu á hverri síðu, pað er auð- fundið, að hér skrifar mannvinur, sem lítur með samúð á lífsbaráttu alls fólksins og lifir hana sjálfur. hér er maður, sem finnur til með öreigabarninu, pjáist með pví og gleðst með pví. Gunnar M. Magn- úss er enginn yfirborðsmaður. Hann skrifar ekki til að ausa auri yfir alt, sem er í kringum hann. Hann fer ekki eftir peirri reglu, að ata auri í andlit allra persóna sinna. Hann veit að enginn verður hreinn af pví. Deiia húsgagnasveina og húsgagnameistara. Skýrsla frá stjörn Sveinafélagsins, sem hrekur rangfærsiur mBÍstaranna. STJÓRN Sveinafélags Hús- gagnasmiða hafði ekki hugs- að sér að gera að blaðamáli deilu pá, sem staðið befir undanfarið milli Sveinafélagsins og Meistara- félagsins. En vegna skýrslu þeirr- ar, er Mieistarafélagið birtir í Morgunblaðinu laugardaginn 9. nóv. sl„ pykir okkur eftir atvik- um rétt að skýra málið fyrir al- menningi, einnig frá sjónarmiði Sveinafélagsins. Sveinafélag Húsgagnasmiða var stofnað 2. nóv. 1933 af hús- gagnasveinum, er voru ófélags- bundnir, og aúk pess af sveinum úr sömu iðngrein, er voru með- limir Trésmiðafélags Reykjavík- ur. Má í þessu sambandi geta þess, að sumir húsgagnameistarar voru pví mjög fylgjandi, að slíkt félag yrði stofnað og hvöttumjög til þess. Það kom lika brátt í Ijós eftir stofnun félagsins, að við svo búið mátti eigi standa, svo mikið óréttlæti rikti um kaup og kjör sveina. Því var það, að Sveina- félagið hófst handa um að fá bætt kjör sveina, og virðist okk- ur sveinum, að meistarar .hefðu átt að geta gert sér pað ljóst, að til ágréinings og þá jafnframt átaka kynni að koma milli meist- ara og sveinafélagsins, jafnt í pessari iðngrein eins og í öðrum atvinnugreinum. Það má segja, að Sveinafélagið hafi fengið viðurkenningu meist- ara, er peir gengu inn á þá mála-, leitun Sveinafélagsins, að Tialda eftir af kaupi sveina 50 aurum á viku, er síðar afhentist gjald- kera Sveinafélagsins upp í fé- lagagjöld sveina. Hinn 12. júní 1934 og hinn 25. júní sama ár snéri Sveinafélag húsgagnasmiða sér bréflega til Húsgagnameistarafélagsins við- víkjandi ýmsum smávægilegum kjarabótum fyrir sveina, ien meist- arafél. virti sveina ekki svars, eða ekki fyr en sveinaiélagið hafði ítrekað að fá svar með bréfi 24. okt. En pá eftir fjögra mánaða pögn svaraði Meistarafél. mála- leitun sveina með pví einu, að alt gæti verið eins og áður var. Viðvikjandi uppsagnarfresti sveina tjáðu peir sig fúsa til að semja. Hinn 24. apríl 1935 leggur Sveinafélag húsgagnasmiða friam kröfur sínar til Meistarafélagsins. Svar frá Meistarafélaginu við kröfum sveina var eftirfarandi bréf: „Ot af bréfi yðar dags. 24. apríl viljum vér geta piess, að Hús- gagnameistarafélag Reykjiavíkur er að sjálfsögðu nú sem að und- anförnu reiðubúið til að ræða við Sveinafélag Húsgagnasmiða, hve- nær sem pað æskir pess. Hins vegar álítum vér, að þegar um kröfur frá hendi Sveinafélagsins er að ræða, pá sé pað pess, en ekki Meistarafélagsins, að koma fram með ákveðnar óskir um hvar og hvenær slíkar umræður skuli fara fram. Um efni bréfsins að öðru leyti sjáum vér ekki ástæðu til að ræða í þessu bréfi. Virðingarfyllst. F. h. Húsgagnam.fél. Reykjavíkur. Fridrik Þorsteinsson.“ Svar Sveincifélagsins: Ot af bréfi yðar dags. 26. p. mí„ viljum vér geta þess, að Sveina- félagið hefir kosið priggja manna nefnd til að semja við H. M. F. R. Nefnd pessa skipa Ólafur B. Ólafs, Gísli Skúlason og Guðm. Breiðdal. Öskum vér pess, að þér mætið á Hótel Skjaldbreið sunnu- daginn 5. maí kl. 2 e. h. og ræðiðí við nefnd vora. Virðingarfyllst. F. h. Sveinafél. húsgagnasmiða. Meistarar mættu ekki á til- greindum samningafundi, og ekk- ert varð af samningaumleitunum fyr en 14. maí, ien fundargerð pá hefir Húsgagnameistarafél. eigi óskað að birta, en hún skýr- ir betur en margt annað sanngirni meistara í garð sveina. Fitndargerdin: Þriðjudaginn 14. maí 1935, kl. 9 e. h. var fundur haldinn í IBað- stofu iðnaðarmanna í Reykjavík. Fundur pessi var haldinn til að semja um kröfu ’ pær, se n Sv Jna- félag Húsgagnasmiða hafði sent Meistarafélagi húsgagnasmiða í Reykjavík. Fundinn setti formað- ur meistaranefndar, Jón Halldórs- son. Byrjað var á að lesa upp kröfurr sveinanna, og báðu meist- arar um nánari skýringar. Rætt var fyrst um, hvernig fara ætti með pá menn, sem væru ó- félagsbundnir í viðkomandi fag- félögum. Fanst meisturum, að petta ættu sveinar að hafa i sími valdi með samtökum síns félags. Kröfur sveina voru, að mieist- ara hefðu ekki aðra menn í vininlu en pá, sem væru í sveinafélaginu, og varð samkomulag um að leggja petta fyrir félagsfund til nánari athugunar. Sveinar gerðu kröfu til, að meistarar gneiddu að fullu vinnu- laun vikulega en meistarar gerðu ýmsar athugasemdir, sökum piess hve pröngt væri oft um fé hjá smáiðnrekiendum og ekki víst að þetta væri altaf hægt, en hins vegar töldu peir petta réttmæta kröfu, ef hægt væri að fram- fylgja henni, en töldu sitt félag ekki geta skuldbundið alla við petta. Félst nefnd sveina á, að svo gæti staðið á, að ekki væri þetta hægt, en töldu hins vegar, að ef kaupgjald væri alt af látið ganga fyrir öðru, pá ætti pað ekki að purfa að dragast fram yfir ákveðinn tíma. Einnig var rætt um kauptaxta pann, sem sveinar settu fram í kröfum sínum, og töldu sveinar, að vélamenn inman félags síns ættu að hafa meiri laun en þeir, sem stæðu við bekkvinnu. og meistarar féllust á, að þetta yæri réttmætt; en ekki var gengið frá kauptaxta. Samkomulag var um, að eftirvinna skyldi teljast eftir 10 tima dagvinnu, eða eftir kl. 6 að kvöldi. Rætt var um kaffi- tíma, og gerðu sveinar kröfu til að fá 30 mín. tvisvar á dag, en meistarar bundu sig við að láta ekki meiri tima en 15 mín., og um pað náðist ekki samkomulag. Því næst var rætt um uppsagnarfrest. Sveinar vildu fá mánaðar upp- sagnarfrest, og meistarar töldu líklegt, að samkomulag yrði um pað með pá menn, sem búnir væru að vinna hjá sama meistara 1 ár eða lengur. Byrjað var að ræða um sumarfrí, en iekki komist að neinni niðurstöðu, en ákveðið að halda framhaldsfund í pessu máli föstudag 17. maí. Fundi slit- R) kl. 12 e. h. Fundarritari, Œsli K. Skúlason. Hinn 21. maí var framhalds- fundur samninganefnda, og skýrir eftirfarandi fundargerð frá ár- angri pess fundar. Fnndargcrdin: Framhaldsfundur var haldinn priðjudaginn 21. maí á sama stað. Haldið var áfram að ræða sumar- fríið. Meistarar lögðu fram miðl- unartillögu, sem hljóðar pannig: Sveinn, sem búinn er að vinna eitt ár hjá sama meistara, fái frí með fullurn launum 1 dag, og fyrir 2 ára starf 2 daga og 3 ára 3 daga, og pað sé hámark. Þó gáfu meistarar kost á samningum um að sveinar fengju 3 daga sum- arfrí með launum á nýjum vinmu- stað strax á fyrsta ári, ef hann í 3 ár hefði unnið sem sveinn. — Fundi var slitið kl. 11 e. h. Fundarritari, Gísli K. Skúlason. Að afloknum fyrri samninga- fundum barst Sveinafélaginu frá Húsgagnameistarafélaginu eftir- f arandi: í sambandi við yfirstandandi samningaumleitanir leyfir Hús- gagnameistarafélag Reykjavíkui sér að setja fram eftirfarandi at- riði, sem skilyrði frá félagsins hendi fyrir áframhaldandi samn- ingatilraunum: I. öll eftirvinna sveina leggist niður, hvort sem er fyrir sjálfa pá eða aðra utan verkstæðanna. II. Heimilt skal félögum meist- arafélagsins að taka ófélags- bundna menn, geti sveinafélagið ekki uppfylt óskir og þarfir peirra með félagsbundnum sveinum. III. Nýsveinar fái kaup, sem hér segir: fyrstu 6 mán. kr. 1,20 per klst. aðra 6 — — 1,25 — — þriðju 6 — — 1,30 — — fjórðu 6 — — 1,35 — — Eftir þann tíma hafi sveinin rétt til kaups eftir taxta sveinafélags- ins. IV. Sveinar noti pað sumarfri, sem peir fá til hvíldar og hress- ingar, en ekki til vinnu, nema samkomulag verði um pað við hlutaðeigandi meistara. V. Eins mánaðar uppsagnar- frestur miðast við 1 árs vinnu á sömu vinnustofu, uppsagnar- frestur fellur pó niður, ef maður kemuí of sieint til vinnu tvisvar í sömu viiku, nema lögleg forföll hamli. Einnig skal V2 klst. drag- ast frá kaupi fyrir hverja 1/4 klst. og 1 klst. fyrir hverja V2 klst., sem of seint er komið til vinnu. VI. Rukkanirl og Ueimsóknir til sveina á vinnustofuna leggist nið- ur, einnig símahringingar, nema frá heimili. VII. Meistara- og sveina-félög- in vinni að pví í sameiningu, að útrýma „fúskurum“ úr iðninni. Reykjavík, 22. mai 1935. Hinn 3. júní komu samninga- nefndir enn á ný saman, en ekki varð af samningum. Á fundi sveinafélagsins 5. júní var svo sampykt að fela stjórn- inni áframhaldandi samningaum- leitanir til mánaðamóta ágúst og sept., ef roeistarar óskuðu frekari sa nningaumleitana, Sveinafélagið vildi með þessu halda opinni 'leið til samninga, en meistarar létu ekfeert frá sér heyra, og var ekk- ert aðhafst. Er pvi af þessu ljóst, að skýrsla meistarafélagsins í Morgunblað- inu er röng að verulegu leyti. I samningaumleitunum milli okkar sveina og meistara hefir vitanlega margt borið á góma, meðal annars: kaffihlé, sumarfrí, nýsveinakaup, kaup vegna slysa eða veikinda, vinna utan verk- stæða, trygging sveina fyrir vinnu 0. fl. 0. fl. 1 upphafi var það einnig mein- ing okkar sveina, að fá umbætur á kjörum okkar smátt og smátt, og varð okkur af löngum bréfa- viðskiftum og viðræðum Ijóst, að einungis var um pá leið að ræða, sem meistarafélagið hefir kosið, að stöðva framleiöslu húsgagna um sinn, ef pað mætti verða til pess, að húsgagnameistarar vildu lunna sveinum í húsgagnadðn eitt- hvað svipaðra kjara og iðnaöar- menn við innivinnu hafa hér í Reykjavík. Eins og almenningi er kunnúgt, pá tekur pað svein fjögur ár að læra húsgagnasmíði; pessi fjögur ár eru piltar vart matvinnungar til jafnaðar. Að fjögra ára námi loknu hafa peir leyft sér að fara fram á fcr. 1,36 um klst,, án nokk- urrar annarar skuldbindingar til meistara um vinnustundaf jölda en mánaðar uppsagnarfrest. Eftir fjögra ára nám og eins árs vinnu sem sveinn, og stundum utanfarar til mentunar í iöininni, hafa peir leyft sér að fara fram á 1,55 um klst. án skuldbindingar fyrir meistara um vinnustunda- fjölda fyrir viðkomandi svein, annara en mánaðar uppsagnar- frests. Svo djarfir höfum við sveinar verið, að við höfum farið pess á leit, að fá sumarleyfi sem svarar 6 dögum virkum; prentarar og al- ment verkafólk í iðnfyrirtækjum hefir 10 daga og par yfir. Verði sveinar fyrir slysi eða ef veikindi bera að höndum, höf- um við farið þess á leit, að meist- ara greiddu kau|), í alt að 10 dagla; eða par til slysatryggingin tekur við, ef um síys er að ræða. Ófaglærðir veikamenn í iðn- fyrirtækjum Reykjavikur njóta þessara hlunninda, prentarar einn- ig, en að áliti húsgagnameistara í Reykjavík eru kröfur pessar ó- sanngjarnar og auikinar úr hófi fram. Meistarafélagið fullyrðir, að meðalárstekjur sveina hafi verið kr. 4200; — en hvemig það má verða er víst fæstum skiljanlegt nema meisturunum íjálfum. Það mun láta nærri, að Ú ári megi telja um 302 venjulega vinnudaga eða með 10 stunda vinnu á dag 3020 vinmistundir á ári. með kaupi kr. 1,00 á klst. verður það kr. 3020 á ári 1,20 - 1,40 - 1,50 - Ef gert er ráð fyrir að svipaður fjöldi sveina í hverjum flokki hafi unnið á verkstæðunum og að aldrei hafi fallið dagur úr né heldur að vinnutími hafi verið styttur, pá er pó meðalkaup, sveina ékki 4200, heldur 3850. Nú er pað á allra vitund, að — 3624 - — 1 — 4228 - — — 4530 - — 4) 15402 (3850,5 12 : 1 1 ; 34 '1 32 1 1 ' 20 vinnutími hefir ékki alt af ver- ið fullar 10 stundir og sömuleiðis hitt, að veikindi og ýms forföll eru hjá húsgagnasveinum eins og öðrum mannlegum veram, ber því alt að sama brunni, að fullyrðing meistara um meðalkaup sveina er hin berfilegasta blékking. gerð i pdm eina tilgangi að telja al- menningi trú um, að sveinar i húsgagnaiðnaði séu með ósann- gjarnar kröfur í garð meistara. Eins og áður hefir verið tekið fram, tekur pað sveina fjögur ár að læra húsgagnaiðn. Húsgagna- iðnin er að allra dómi með fremstu iðngreinum hérlendis, og sýnlr pað betur en flest annað að sveinar hafa gert sitt til að gera, garðinn frægan hvað pað snertir er pá heldur ekki ósanngjarnt að þessir iðnaðarmenn njóti að einhverju leyti svipaðra kjara og aðrir iðnaðarmenn í Reykjavík, nema að húsgagnameistarar vilji halda pví fram að iðngrein pessi sé dnhver hornreka, sem ekki poli samanburð við aðrar iðngreinar. Nýsveinar í bókbandsiðn hafa fyrir 43 stunda vinnuviku kr. 75 miðað við 60 stundir á viku yrði pað 93,75 á viku eða kr. 1,56 um klst. Nýsvdnar í húsgagnaiðnaði krefjast kr. 1,36 eða 20 aurumi lægra á klst. Er pað ósanngirni? 1 Sveinar í bókbandsiðn hafa fyr- ir 48 stunda vinnuviku kr. 83,00, en pað myndi gera fyrir 60 klst. á viku kr. 103,75 eða kr. 1,73 um hv. klst. Svdnar í húsgagna- smíði haf aleyft sér að fara framS á kr. 1,55 um klst. og mundu fúslega hafa gengið að lægra, ef þeim nokkru sinni hefði verið sýndur sanngirnisvottur af Hús- gajnamd darafélaginu I yíirs'and- andi ddlu. Kröfur sveina í hús- gagnaiðnaði eru þannig í pessu tilfelli 18 aurum lægri um klst. heldur en svdna í bókbandsiðn. Fldri iðngreinir mætti táka til samanburðar, er sýndi enu betur hversu sanngjarnar kröfur sveina eru til meistaranna. Um kaupsamanburð mdstara- félagsius að öðra leyti skal fátt dtt sagt. Hann er eigi annað en staðlausir stáfir, og virðist okkur, að stjórn meistarafélagsfns hafi lítið gert til að kynna sér kaup pg kjör í öðrum iðngreinum, eða þá að hún porir dgi að láta pað koma fyrir augu almennings. Bæjarbúar ættu, af viðskiftum sínum við húsgagnamdstara i Reykjavík, að vita, að sveinar i húsgagnaiðn smíða ágætis hús- gögn. — Þessir sömu svtínar eru fúsir, til að smiða fyrir hvern sem er, án milligöngu meistar- anna, par sem annars er ekki kostur. Svdnarnir treysta bæjarbúum vel til pess að meta að verðleik- um ósanngirni meistaranna í gprð svdna og vita, að bæjarbúar munu á sinn hátt styðja pá eiins vel og tvö af öflugustu verka- lýðsfélögum Reýkjavikur nú hafa gert. Sijórn félags húsgagnasmilki l Reykjavík. Lesið Alþýðublaðið. Unðrakíkirinn er leikfang, sem öll böm langar að eignast, kostar 2.25 Seljum einnig: Bíla fyrir 1.50 Skip fyrir 1.50 Flugvélar á 1.85 Mublur á 3.50 Kúlukassa frá 0.20 Taflmenn á 2.50 Taflborð á 1.50 Dúkkur frá 1.00 Spil, stór frá 0.75 Talnaspjöld 0.65 Hestar frá 1.00 K. Elnarsson & Bjðrnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.