Alþýðublaðið - 21.11.1935, Blaðsíða 1
króna virði
8185 I völdum
munum
frá viðurkendustu sérverzL
unum höfuðstaðarins, fá
kaupendur
ALÞÍÐUBLAÐSINS,
fyrir jólin.
XVI. ARGANGUR
FIMTUDAGINN 21. NÓV. 1935
291. TÖLUBLAÐ
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
UTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
IHI K krónur
M v & w í peningum
ALÞYÐUBLADSINS
í verðlaun fá kaupendur
fyrir að svara nokkrum
spurningum.
Eyjdlfnr Jóbannsson
Játar svikin9 sem hafa verið
framin vísvitandi um iengri tima.
Tveir séríræðingar votta pað, að
Mjólkuríélaginu hafi veriðóheim-
ilt að kalla hreinsun sína
stassaniseringu.
EYJÓLFUR JÖHANNSSON skrifar langa grein í
Morgunblaðið í morgun, þar sem blaðið sjálft
treystir sér ekki til þess, að verja síðustu svik hans,
sem uppvíst hefir orðið um.
I grein þessari játar Eyjólfur, að svikin, sem
Alþýðublaðið fletti ofan af í gær, hafi átt sér stað
og að hann hafi vitað um þau áður en Mjólkursölu-
nefnd hafi gert ráðstafanir til að stöðva þau.
Ennfremur hefir það verið sannað með vottorði
tveggja sérfræðinga, að það er algjörlega óheimilt, að
kalla þá „hreinsun'S sem fór fram í tækjum mjólkur-
stöðvar M. R., stassaniseringu, eins og E. J. hefir
gert bæði fyr og síðar, og eru það því vörusvik, sem
Mjóikurfélag Reykjavíkur hefir rekið um langan tíma.
lýst, aö paö notaði eingöngu
Stassanó-aðferð við gerilsneyð-
tingu mjólkurinnar, en Pasteurs-
tæfci mjólkurstöðvar ]>ess, sem
nú er sannað að er ónýtt, er að
minsta kosti tveggja ára gamalt
og hefir verið notað að minsta
fcosti í nærri heilt ár, eða síðan
Samsalan tófc til starfa.
Er því með þessu sannað, að
Eyjólfur Jóhannsson og Mjólk-
urfélag Eeykjavíkur hafa fram-
ið vörusvik um langan tíma, þar
sem hann hefir auglýst og full-
yrt, að mjólkurstöð sín væri
fullkomin Stassanostöð og sam-
ið við Mjólkursölunefnd um
gerilsneyðingu mjólkurinnar á
þeim grundvelli.
En við þetta bætist svo, að
líkur eru til að þetta Pasteurs-
tæki hafi verið ónýtt um lang-
an tíma og að ekkert af mjólk-
inni úr mjólkurstöðinni hafi
því verið gerilsneytt, þar sem
allri mjóikiimi, bæði úr Past-
eurstækinu og Stassanotækinu
hefir verið helt saman eftir að
hún kom úr tækjunum.
f»að er því víst, að ofan á
ávísanasvik Eyjólfs Jóhanns-
sonar og annað, sem á ef til
vill eftir að koma betur í Ijós,
hafa nú bæst vörusvik af verstu
tegund, sem hefðu getað orðið
til þess, að Keykvíkingar hefðu
sýkst af hættulegustu sjúkdóm-
um og látið lífið fyrir svik Eyj-
ólfs Jóhannssonar og Mjólkur-
félags Reykjavíkur.
Svikin voruekki
stöðvuð fyrr en
E. J. var neydd
ur til pess af
mjólkursölu-
nefnd.
í grein sinni í;Mg'bI. í imorguin
reynir E. J. að bera fram þáj
lygi, að HANN hafi tekið hina
ónýtu gerilsmeyðingarvél sína úr
notkun strax þegar >er hanin vissi
um að hún var ónýt og áður en
Niels Dungal prófessor ogJón-
as Kristjánsson mjólfcurbússtjöri
frá Afcureyri hafa leftir beiðni
Mjólkursölunefndar athugað tæki
þau í mjólkurstöð Mjólkurfélags
Reykjavíkur, sem notuð voru við
hreinsunina. Eru það, eins og áð-
ur hefir verið skýrt frá hér í
blaðinu, bæði „Stassanó“- og
„Pastieurs“-tæfci, og var „Stassa-
nó“-tæfcið aðeins notað til þess
að gerilsneyða einn fjóiDa af
mjólfcinni, en ,,Pasteurs“-tækið',
sem reyndist við rannsófcnir Sig-
urðár Péturssonar algerlega ó-
nýtt, og skilaði mjólkinni ógeril-
sneyddri, átti að gerilsneyða þrjá
fjórðu af henni.
Sérfræðingarnir Niels Dungal
og -Jónas Kristjánsson, hafa nú
skriiíað Mjólkursölunefnd bréf,
þar sem þeir láta í Ijósi það
álit sitt, að svo mikill munur
sé á pasteuriseringu og stass-
aniseringu, að það verði að telja
algerlega óheimilt að kalla þá
mjólk stassaniseraða sem er
pasteuriseruð.
Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir
hins vegar um langan tíma aug-
ALDYÐUBLAÐIÐ
Nazisti hrekur skoðanir nazista.
Neðanmálsgreihin í dag er frá
fréttaritara Alþýðublaðsins í Os-
ló. Skýrir hann frá því, að eini
fulltrúinn, sem nazistar hafa átt
í bæjarstjórn Oslóborgar, hafi nú
sagt sig úr nazistaflokknum og
birtir bréf, sem þessi maður hef-
ir ritað aðalforingja nazista-
flokksins, þar sem hann lýsir því
yfir, að við það að kynna sér
stefnu verklýðshreyfingarinnar
og starf verkamannastjórnarinn-
ar hafi hann neyðst til að viður-
kenna, að skoðanir og kienningar
jafnaðiarmanna væru réttar, og
því muni hann framvegis starfa
með þieim.
Bréf þetta ier holl hugvekja
þeim, sem fjandskapast hér við
verklýðshreyfinguna og viðreisn-
arpólitík Alþýðuflokksins.
Mjólkursölunefnd skrifaði lionum
um niálið. J
Enn fremur reynir hann að láta
líta svo út, sem HANN hafi beð-
ið þá Sigurð Pétursson og Jónas
Kristjánsson að gera rannsóknir
sínar og bæta úr „ágöllum" vél-
arinnar.
Pessir menn hafa þó báðir
starfað að undirlagi Mjólkursölu-
nefndar og áreiðanlega þvert of-
jan í vilja E. J. — Þessir menn
hafa uppgötvað svikin og tilkynt
þau Mjólkursölunefnd. Geta menin
gert sér í hugarlund, hvort Eyj-
ólfi Jóhannssyni hefir fallið það
vel.
En til þess að sýna, að E. J.
fer hér nneð helhera og ósvífna
lygi, fer hér á eftir bréf Mjólk-
ursölunefndar til hans, en það
er skrifað og sent honum tveim-
ur dögum áður en Pasteurs-tækið
var tekið úr notkun.
Bréfið er skrifað og sent E.
J. á laugardaginn 16. þ. m., en
það er ekki fyr en á mánudag,
að hið ónýta Pasteurstæki var
tekið úr notkun.
Frh. á 4. síðu.
10 Dðsund Krðna
lán til fI»rótta~ogbað~
staðar i SkerjaSirði.
Olíuverzlun Islands skrifaði í
gær bæjarráði og bauð því að
kaupa bæjarskuldabréf fyrir 10
þúsund krónur til þess að stuðla
að því, að sem fyrst komist upp
baðstaður og íþróttasvæði við
Skerjafjörð og að gengið verði
frá 'kaupum á lóð handa bað-
staðnum og íþróttasvæðinu, enda
verði það gert fyrir nýjár og
byrjað á verkinu svo fljótt sem
fært þykir.
Qunnar Qunnars-
son heldur fyrir-
lestur við Berlínar-
háskólann.
ElNKASKEYTl TIL
ALÞÝÐU BLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖFN I imorgun.
/“^.UNNAR Gunnarsson skáld,
^ sem undanfarna daga hefir
dvalið í Berlín, hélt á þriðju-
daginn í hátíðasal Berlínarhá-
skólans fyrirlestur um örlagahug-
takið í forníslenzkum bókmentum.
Salurinn var fullur áheyrenda,
bæði vísindamanna og stúdenta.
Á meðal áheyrendanna var sendi-
herra Dana, kammerherra Zahle.
Viðreisnarbaráttu norsku
verbamannastiórnarinnar
verðnr kaldið ðfram af fafíam krafti.
I
OSLO 20 nóv. F.B.
TRAUSTSYFIRLYSINGU
þeirri, sem sambands-
stjórn Alþýðuflokksins norska
samþykti til ríkisstjórnarinnar,
er drepið á mörg mál, sem lagt
er til að sérstaklega verði lögð
áhersla á að vinna að fram-
gangi að, svo sem að haldið
verði áfram tilraunum ríkis-
stjórnarinnar til eflingar skipa-
smíðum, járnvinslu, aukinni
notkun rafmagns og vatnsafls,
að stofnaður verði banki til
styrktar iðnaðinum í landinu,
að unnið verði að því að gera
landbúnaðinn arðsamari, að liin
venjulegu framlög til vega, járn-
brauta o. s. frv. verði aukin og
að lagt verði fram meira fé til
þess að nota í baráttunni gegn
atvinnuleysinu, að unnið verði
að heppilegri lausn á húsnæð-
ismálum þjóðarinnar, að hald-
ið verði áfram að ganga frá
skuldamálum sveitar- og bæjar-
félaga og loks að komið verði
á sjúkratryggingum fyrir sjó-
menn og að undinn verði bráð-
ur bugur að því að koma á
ellistyrkjum og atvinnuleysis-
styrkjum. (NRP-F.B.)
Yfli'gnœfandi melri faluti
ensku námumaonanna er
með allsherjar verkfalli.
I
LONDON, 20. nóv. FÚ.
DAG kom stjóm námu-
mannasamhandsins saman
í London, til þess að athuga úr-
slit atkvæðagreiðslumiar í kola-
námum Bretlands og Wales, um
það, hvort henni skuli heimilað
að stofna til allslierjarverkfalls
til þess að knýja fram kröfur
verkamanna um kauphækkun,
ef henni þyldr þess þörf.
Námuverkamenn voru í stór- |
kostlegum meiri hluta með
verkfalli, jafnvel þótt þeir telji
tvísýnt, að það nái tilgangi sín-
um.
Stjórn námuverkamannasam-
bandsins mun ef til vill kalla
saman fulltrúafund, til þess að
ræða málið, áður en nokkur á-
kvörðun verður tekin um verk-
fall; en leiðtogar námuverka-
manna gera sér vonir um, að áð-
ur en til verkfalls þurfi að koma,
muni stjórnin gera einhverjar
ráðstafanir sem komi í veg fyr-
ir slíkt neyðarúrræði.
Formaður námuverkamanna-
sambandsins sagði í dag, að
engin ákvörðun yrði tekin, án
rækilegrar íhugunuar.
90% greiddu at-
kvæði með
verkfallinu!
LONDON, 21. nóv. Flí.
PaÖ er opinberlega tilfcynt, að
rúmlega 90 af hundraði allra at-
fcvæða, sem námuverkamienn
greiddu um verkfallsheimild til
handa sambandsstjórn slnnf, voru
Itölsku konurnar gefa gíftíngar-
hringtna fyrir morðvopn gegn
Abessinínmonnnm.
Abessininmenn gera affnr vart vlö
sig í umhvei^finu við Adiia-
HRAÐSKEYTl TIL
ALÞÝÐU BLAÐSl NS.
KAUPMANNAHÖFN í morgun.
FRÉTTARITARI enska
blaðsms „Daily Express“
í Rómaborg skýrir frá því, að
mörg þúsund ítalskar konur
hafi látið afhenda Mussolini
giftingarhringi sína til þess að
hann skuli ekki vanta gull fyrir
erlendan gjaldeyri til vopna-
kaupa.
í staðinn fyrir giftingarhringa
fá konurnar jámhringi frá stjórn-
inni, og er ietrað innan á þá: „18.,
nóvember", þ. e. a. s. dagurinn,
sem refsiráðstafanirnar gengu í
gildL
Yfirvöldin eru mjög hissa á þvi,
hve milkill gullforði hefir safn-
ast stjórninni á þennan hátt.
Þektur bankastjóri í Rómaborg
þegir í tilefni af því, að sá gull-
forði, sem safnast myndi, ef all-
ar ítalskar konur létu giftingar-
hringi sína af hendi, myndi niema
um hálfum milljarð króna.
STAMPEN.
Abessiníumenn
gera aftur vart við
sig í umhverfi Adua
BERLIN, 21. nóv. FÚ.
í tílefni af mótmælum Itala
við Þjóðabandalagsþjóðirnar,
vegna refsiaðgerðanna, hefir
Abessiníustjórn sent Þjóðabanda-
laginu nýtt mótmælaskjal, mjög
Iharðort í garð ítala. Er því lýst,
hvernig Italir fari með loftárásir
á hendur varnarlausri og lltt
vopnaðri þjóð að tilefnislausu.
Frá Addis Abeba koma fregnir
um aukinn smáflokkahernað í
nánd við Adua, sem geri mikinn
tísla í liði Itala. Þá segir og i
fregnum þessum, að allar hemað-
araðgerðir liggi niðri á suðurvíg-
stöðvunum, vegna rigninga.
Ctvarpserindi frá
Marconi um Abes-
siníustríðið hafnað
á Englandi.
LONDON, 21/11. (líO.)
Marconi hefir boðið brezka út-
varpinu að flytja erindi um deil-
una milli ítalíu og Abessiníu fyr-
ir brezka hlustendur, en brezka
útvarpið hefir hafnað því boði á
þeim grundvelli, að samþykt hafi
verið i upphafi deilunnar, að
gera hana ekki að umræðuefni,
en birta aðeins fregnir frá báð-
um aðilum og aðgerðum Þjóða-
bandalagsins eða einstakm þjóða
í sambandi við hana.
Abessíníumenn
undirbúa sókn fyr-
irfsunnan Makale.
LONDON, 20/11. (FÚ.)
Þrátt fyrir það, að fregnir frá
Addis Abeba um ferðir keisarans
eru mjög ósamhljóða, virðist
Frh. i 4. sHto.
Stjórnin f Austnrríki undirbýr opin-
beriega endnrreisn keisaradæmis.
Stór hátíðaböid i Wien á afmælisdegi'Otto fyrv. ríkiserfingja.
VÍNARBORG 21. nóv. F.B.
TARHEMBERG var meðal
heiðursgestanna á Habs-
borgaradanzleiknum sem hald-
inn var í einum stærsta sam-
komusal borgarinnar, í tilefni
af 23. afmælisdegi Otto fyrver- .
andi ríkiserfingja. Starhemberg
stóð í hermannsstöðu meðan
konungsshmar sóru krúnunni
hollustueiða og því næst heils-
aði Starhemberg og konungs-
sinnar fána Habsborgarættar-
innar að hermannasið. í sím-
skeyti, sem Otto var sent, er
! látin í Ijós von um, að hann
! geti komið til Vínarborgar í
j náinni framtíð og gert tilkall til
; ríkisins.
Þykir af þessu mega marka,
að valdamestu menn landsinft
með Starhemberg í broddi fylk-
með verkfalli. Þetta ber vott um
að námuverkamenn séu enn bet-
ur einhuga í þessu máli en
nokkru öðru, sem fyrir þá hefir
verið lagt.
ingar ætli framvegis að vinna
óhikað að því, að Otto verði
settur á valdastól í Austurríki.
Það hefir og vakið eftirtekt
í þessu sambandi, að Schusnigg
kanslari var viðstaddur messu,
sem simgin var 1 St. Stephans-
kirkjunni, til minningar um
Franz heitinn Josef Austur-
ríkiskeisara.
Von Weisner barón hinn opin-
beri fulltrúi Ottos í Austurríki,
hefir látið svo ummælt, að
hvort tveggja það, sem að fram-
an er um rætt, sýni, að ríkis-
stjórnin sé samþykk þvi, að
Otto komist til valda, undir eins
og samkomiilag náist um það.
Bendir von Weisner á það, þeg-
ar um þetta er rætt, að Starhem
berg sé varaforseti stjómarinn-
ar, og hafi því báðir æðstu menn
hennar ótvírætt látið í ljós vel-
vildarhug til Habsborgaraætt-
arinnar. (United Press).