Alþýðublaðið - 04.12.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.12.1935, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 4. DEZ. 1935 ALÞYÐUBLAÐIÐ alþyðublaðið OTQEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalatrætl 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstrætl 16. StMAR: 4800—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: VUhj. S. Vilhj&lmss. (heima) 4904: F. R. Vaidemarsson (heima) 4905: Ritstjóro. 4906: Afgreiðsla. STEINDÖRSPRENT H.F. ToUar. Skatturinn lækkar hjá ðllum vinnustéttunum. En hann hækkar um nærri helm* ing á 20 púsund kréna tekjum. ÞAÐ er hlutverk A lpý&uflokks- itis, að verja þá tollahækkuu, seni ráðgerð er með álagmingu vörugjaldsins, pví inn á þá 'braut hefir verið farið, þvert ofau í til- lögur hans. Þær vörutegundir, sem rétti- lega er mest talað um að órétt- mætt hafi verið að hækka tolf á, eru kaffi og sykur. Það er raumar ekki laust við, að mönnum finn- ist dálítið undarlegt, að íhaldið, sem ætið hefir barist fyrír háum tollum og gegn beinum s'köttum, skuli nú fyllast vandlætingu út af því, að tollar eru hækkaðir fil þess að hrinda í framkvæmd ýmsum nauðsynjamálum alþýð- unnar. En þessi vandlæting ætti að geta orðið til þess, að 'kaupmenn- iimir, sem vel flestir fylla hóp í- haldsins, forðuðust það eins og pestina, að láta nokkra vöru jiæflíka; í verði meira en sem nem- ur tollahækkuninni, ef verðlag helzt óbreytt á heimsmarkaðimum; og hver veit, nema þeirra góða hjarta komist svo við, út af fjár- hagsörðugleikum almsnnings, að þeir leggi á sig þá fórm, að lækka sinn hagnað af verzluninni, að minsta kosti því, sem kaffi og sykurtolltoum nemur. svo fátæk alþýðan þurfi ekki að borga þessa þungbæru sikatta. En ef þetta skyldi nú fara á annan veg, þá er gott fyrir al- menning, að muna, að kaffi og sykurtollurinn gefur ekkert til- efni til meiri verðhækkunar en 1 eyris á kg. af sykri og 4 aura á kg. af kaffi. Ef svo skyldi nú fara, að verð- hækkun á þessum vörum yrði meiri en þetta eftir áramótin, þá er -einhver annar aðilji farinn að skattleggja alþýðuna, heldur en ríkið. Það er þá eitthvað líkt á seiði eins og þegar þrauðin hækkuðu á dögumum hjá bakarameist- urum, alveg án alls tilefnis, sem sjá má af því, að Alþýðubrauð- gerðin og brauðgerð Kaupfélags- jíns í Bankastræti hafa ekki séð neina ástæðu til þess að hækka sín brauð; enda beina bæjarb.úar nú verzlun sinni þangað. Eftir því, sem næst verður kom- ist, memur kaffi- og sykur-tollur- inn ca. 3 kr. á ári fyrir 5 manna fjölskyldu. Verkamönnum er það vel ljóst, að þessa peninga fá þeir endur- ígreidda í ríkisframlagi til atvinnu- bóta og annara verklegra fram- kvæmda í ríkisframlagi, til þess að bera nókkum hluta af sjúk- dómskostnaði þeirra og svo fram- vegis. Þeir skilja vel, að fjórar fjöl- skyldur, sem eru sæmilega efn- um búnar, borga með kaffi og sykur-tolli sínum um það bil eitt dagsverk í opinberum fram- kvæmdum, ien verkamaður, sem vinnunnar nýtur, endurgreiðir að eins fjórða hluta þessarax upp- hæðar til ríkisins. Alþýða manna lætur ekki IHALDSMENN hættu yið það á síðustu stundu, að halda æsingafundi um helgina sem leið, út af þeirri tekjuöfIun, sem stjórnarfiokkarnir hafa komið sér samaii um. En þeim tekj- um á að verja til hagsbóta fyrir alþýðu landsins í kaupstöðum og sveitum, eins og allir vita. Þeir þora heldur ekki lengur að láta Morgunblaðið flytja meira af föisuðum tölum til þess að reyna að sýna fram á, að hátekjuskatturinn muni koma niður á tekjum manna, hversu litlar sem þær eru. I þess stað segja þeir í sunnudagspistlin- um: „valdhafarnir ... . sjúga út skatta og tolla, svo enginn maður í landinu fær í sig og á.“ Minna mátti það ekki vera! Alþýðublaðið flutti á sunnu- daginn skýrslu, sem tekur af öll tvímæli um það, að skattur hækkar ekki á 5 manna f jöl- skyldu, sem hefir 8000 kr. tekj- ur. Og þegar greitt hefir verið af því útsvar og skattur eru eft- ir 7400 kr. til lífsframfæris. En það finst nú víst Morgunblaðs- riturunum heldur lítið til þess að hafa „í sig og á“, þegar aðr- ir en verkamenn eiga í hlut! Þeim finst alveg ófært að mað- ur með 10,000 kr. tekjur og meðalfjölskyldu skuli þurfa að borga 25 kr. meiri skatt en áð- ur, og hafi ekki eftir nema 8900 kr. til þess að fá í sig og á. Verkaménn, sjómenn og iðn- aðarmenn eru á annari skoðun. Þeir vita, hvað þeir hafa sjálfir úr að spila. Og það er sem næst þessu: Verkamenn hafa undanfarin ár haft í árstekjur frá 1800 kr. og upp í kringum 2600 kr., og blekkjast af íhaldshjalinu um toll- ana; hún veit vel, að betri leiðir voru til fjáröflunar fyrir ríkið, en hún veit einnig, að betra var að ganga inn á þessa braút en að gefa íhaldinu völdin. „Alt er betra en íhaldið!“ eru þó ekki teknir þeir, sem minsta atvinnu hafa haft. Þeir, sem eru í fastri vinnu árið um kring komast upp undir 4000 kr., en þeir eru sárfáir. Sjómenn hafa síðustu ár ver- ið engu betur settir, vegna þess, hve útgerðartími skipanna hefir verið stuttur. En ef þeir hafa atvinnu 9—10 mánuði, sem nú er orðið afar sjaldan, verða meðaltekjur þeirra rúm 3000 krónur. Iðnaðarmenn, sem hafa góða atvinnu, eftir því sem kallað er, hafa um 4000 kr. í árstekjur, og þó því aðeins, að ekki falli marg- ir vinnudagar úr. Einstaka menn, sem hafa fasta vinnu og nokkra aukavinnu komast upp undir 6000 kr. Hvemig verkar nú hátekju- skatturinn á afkomu þessara manna ? Maður með 2400 kr. tekjur, sem á 1 barn, greiðir þetta ár kr. 3,85 í skatt, en næsta ár kr. 3,50. Ef hann á 2 börn eða fleiri greiðir hann engan skatt. Maður með 3000 kr. tekjur er skattlaus, ef hann á 3 börn, en ef hann á konu og 1 bam greiddi hann áður kr. 10,45, en nú kr. 9,50. Sama skatt greiðir sá, sem hefir 4000 kr. tekjur og hefir konu og 3 börn á fram- færi. Ef árstekjurnar komast upp í 5000 kr. og fjölskyldan er Skemtlkvðld kona og 3 böm þurfti áður að greiða kr. 29,70 í skatt, en nú kr. 27,00 og af 5600 kr. með sömu f jölskyldu, áður kr. 46,20 en nú kr. 45,00. Af þessu sést, að skatt- urinn lækkar á öllum vinnustéttum bæjarins, þó að lítið sé, en hjá manni með 20000 kr. árstekjur hækkar hann aftur á móti úr 1390 kr. upp í 2520 kr. Hvort mundi nú Morgunblað- ið, heildsalamir og „Húsmæðra- félagið“ fremur vera að berjast fyrir hagsmunum þeirra manna, sem hafa undir 6000 kr. í árs- tekjur eða þeirra, sem hafa 10 —20 þús. kr. á ári? Því verður ekki vandi að svara úr þessu. iíerksmiðjan Rún Selur beztu og ódýrnstn LIKKISTUENAR. Pyrirliggjandi af öllum stærðum og gerðum. Séð um jarðarfarir. Sími 4094, að HÓTEL BORG. föstudaginn 6. des. kl. 9. Danzsýning: Steppdanz, Continental og Ingrid. £ Einsöngur. Upplestur. Einleikur á píanó. D ANZ. •Aðgöngumiðar fást hjá Silla og Valda og í Polyfoto. Kvennadeild Sljrsavarnafél. tslands í 3 - £Sj-í-:>' ■ heldur kvöldskemtun í Goodtemplarahúsinu fimtu- daginn 5. des. 1935, kl. 8y2 síðd. Til skemtunar verður: 1. Upplestur: Gunnþórunn Halldórsd. leikkona. 2. Einsöngur: Einar Sigurðsson. 3. Skrautsýning. 4. ? Séra Jón Auðuns. 5. Danzsýning: Helene Jónss. og Egild Carlsen. 6. DANZ — með músik Aage Lorange. t£uw MUI X*. Aðgangseyrir er 2 kr. fyrir fullorðna og 75 aura fyrir böm. "11 '■ * . •*::Xsííj;§ '.'.'ýíriít REYKIÐ TYRKNESKAR PAKKINN KOSTAR Biöjið ætl® um OSRAM IJóskúlnr. Þær hafa fengið lengsta reynsln á Islandl og alt af ifikað betnr og betár. Alt frelsl er tapað. Því er ver, að hér á landi eru til ekki allfáir frekir, dómgreindar- litlir og illa uppaldir yfirborðs- straikar, sem halda, að þeir geri þessari þjóð einhvem sérstakleg- an greiða með því að boða hennii frumstæðustu og dýrslegustu lífs- reglur, sem skotið hafa upp höfð- inu eftir stríðið mikla. Svo fljótfærir og þekkingar- sljóir eru þessir „strákar", að þeim er ekki trúandi til að fara rétt með tilvitnanir (sbr. kvæði Hannesar!), hvað þá að skilja og skýra samband hlutanna, eins og skylda ætti að vera þeim, sem gorta með foringjavaldi. Blöð þessara undirmáls-stjórnmála- manna eru full af staðleysum og sögulegum vitleysum, en þar er líka að sjá skrum og lof um þá svívirðilegustu fiielsiskúgun, sem þekkist í sögunni. Þar er þó ekki að fimxa, þó leitað sé með logandi ljósi, skýra og sanna mynd af réttarfari og grundvallarlögum fyrirmyndarinnar í öllum þess- um „barbarisma", „Þriðja ríkinu". Það mun hvorttveggja vera, að þessir vesalingar hafa ekki dáð eða vit að kynnast slíku, og svo lútt, að í sfkjóli þess, að þjóðin sé illa að sér og áhugalaus, þá muni vera hægt að vinna har.a til fylgis við nazismann með hugs- unarlausum kjafthætti eins og t. d. „þjóöfylking þjóðernissinna", „Stétt með stétt“, „Samvinna þeirra ríku og fátæku!" „Þjóð- erni“, „nazi“ og annað slíkt slúð- u. Lesið blöð þessara „stráka"; þá munuð þér san.nfærast um ræfils- hátíinn og greindarleysið í hverri línu. En vegna þess, að þessir „strák- ar“ hafa ekki frætt lesendur s:’.na um neitt af því, sem fólk þarf að vita um í þessu efni, er ekki nema rétt að rifja upp nokkur grundvallaratriði í lögum þess lands, sem þeir apa eftir kúgun- arstefnu sína. Það er talið af mestu menn- ingarfrumherjum nútímans, að efti valdarán nazismans í „þriðja rí'kinu" hafi Þýzkaland hætt að vera „réttarfarsríki". Því til sönnunar verða hér birtir nokkrir aðaldrættir í þeim lögum, sem nú gilda í „landi barbarism- ans“, er snúa að réttarfars- og frelsismálum þjóðarinnar. Ekki ætti sú vitneskja að vera óvelkomin þjóð, sem vafalaust fyllist viðbjóði á þeim boðberum, sem innleiða vilja slíkt „réttlæti" eftir hinni þýzku fyrirmynd. Það, sem hér verður greint, er ! tekið beint úr núgildandi lögum og tilkynningum. Á fyrsta stigi nazismans við völd í Þýzkalandi ríkti byltingar- ástand í landinu, þó inokkuð sér- staks eðlis. Þá óðu uppi haturs- fullir og ábyrgðarlausir storm- sveitarflokkar, sem kváðust vera handhafar réttlætisins. Mönnum er nú nokkurn veginn kunnugt, hvers konar réttlæti það var, sem rílkti fyrstu mánuðina eftir valda- ránið. Byrjaði með handtökum, brennum á húsum og snildarverk- um, drápinu á Lúbbe, launmorð- um, hroðalegum misþyrmingum varnarlausra manna og kvenna, og öllum tegundmn af dýrshætti gerspiltra manna. Þeir, sem e'kki voru meðmæltir gerræði naz- ismans, var ofbeldi og dauði vís. Þetta má nefna ógnartímabilið. Smátt og smátt breyttist þetta og framkvæmd réttlætisins færðist í hendur „löglegra" yfirvalda. "Eitt af því, sem oftast mátti heyra af vörum Þjóðverja á þessum tímum, sem auðvitað var lagt þeim í munn af nazistunum, var þessi setning: „Ordnung muss sein." Auðvitað varð alt að vera i lagi! Og það er það víst í raun og veru? Strax eftir valdaránið gáfu nazistanir út mjög víðtæk lög, sem afnámu næstum því allar tegundir frelsis í landinu. Verð- ur þdrra nánar getið síðar. Síð- an hafa þeir gefið út fjölda lagia, sem meira og meira ræna fólkið öllu þvi, sem það hafði í frelsis- og réttarfarsmálum. Og nú er svo komið, að mikið vafamál er, að hægt sé í raun og veru að ganga fótmál eða segja orð í landinu án þess, að það miegi ekki dæm- ast undir landráðaklausunni. Lögin 28. febr. 1933 afnámu allan menningarlegan „grundvöll 1 18 (átján) stöðum í þessium lög- um er lögð við dauðarefsing! Það er ætlun margra, sem þekkja Þjóðverja, að sárafáir Þjóðverj- ar séu „landráðamenn" í þeim skilningi að vilja Þýzkalandi illa, eða vilja svíkja það. En nazist- arnir hafa nú sett þann skilning í „landráð", að allir, sem ekki eru með nazismanum, eru „landráða- réttarfarsins", sem áður hafði | rnenn" og hafa alt að því verð- verið. Það má segja, að þann dag ! skuldað dauðahegningu. Sá, sem hafi nazisminn hafist í Þýzka- ; ekki er með Hitler, en dylur skoð- landi. Þinghúsið var brunnið, oíg Iýðræðið þar með, en einveldið og ofbeldið hélt innreið sína. I þessum meiikilegu lögum stendur þurt og ákveðið þetta meðal annars: „Hér með ier afnumið persónu- frelsið, sérstaklega réttur þegn- anna til þess, að vera færðir fyr- ir dómara strax eftir handtö'ku, i friðhelgi heimilisins, friðhelgi i pósts, síma og símskeytaleyndar- ; rnála, málfrelsið, prentfrelsið. fundafrelsið, samkomufrelsið, fé- i lagafrelsið og friðhelgi eignar- 1 réttarins." Þetta var þó ekki nóg, því skömmu seinna voru gefin út mörg ný lög, sem 'kváðu ennþá fastara að í ýmsum greinum. Fyrst og fremst fjalla þau um „Landráð gegn ri'kinu". Næstum því alt, sem nöfnum tjáir að nefna eru „landráð gegn ríkiiiu". un sína, er „leynilegur landráða- maður", en sá, sem þorir að láta þessa s'koðun uppi opinberlega, er „staðinn að landráðum" og verðskuldar refsingu. Og hvers hefi þá sá Þjóðverji að vænta, sem segir sitt álit og talar ógæti- lega um nazistastjórnina? Því er svarað í nokkrum lagagreinum hispurslaust. Það er gott fyrir þá menn að Lesa þær, sem gleymt hafa því, að nokkur munur sé á einveldi og lýðveldi. Þessar lagagreinar eru ekki hvað minst (orsök í því, að enginn þorir að tala upphátt í landinu, hve ótt- inn er ógurlegur, og hvers vegna stór þjóð er farin ad hvísla, hvísla um alt, sem gerist. Hversu frjáls lífsgleði hiefir stórhorfið, fólkið orðið hlédrægt og hikandi við ókunnuga, og þó sérstaklega á- berandi við útlendinga. Frh. 12 epii á 1 krónu. '•B Drífandi Laugav. 63, simi 2393.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.