Alþýðublaðið - 11.12.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1935, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGINN 11. DEZ. 1935 A1íýðnbAkasafníð Alþýðubókasafn Reykjavíkur hefir orðið mikinn bókakost, bæði til útlána og til lesturs á lesstofu safnsins. En lesstofan þarf að vera stærri og útbúin betri sæt- um. Enn frernur þarf bókavörður að sitja inni á lesstofunni, msðan hún er opin, svo pra'kkarar, sem þar koma inn, hafi ekki á burt roeð sér blöð, sem á stofuna koma, og jafnvel bækur, svo sem komið hefir fyrir. Brýn nauðsyn jgr að lesstofan verði stærri. Hún er tíu sinnum of lítil. Afgreiðsla á útlánsbókum er til skammar. En hún er þannig, að fólk ryðst, stjóm- og eftirlits-laust að bóka- hillum, hiifsar og tætir og rugl- ar öllu saman, svo ógerningur er að leita þar að bók eftir nokk- urri reglu. Nauðsynlegt er, að prentuð séu nokkur eintök af bókaskrá fyrir safnið, og að bæk- ur séu svo afgreiddar ef starfs- fóllki safnsins í röð og reglu eftir beiðni. Annað er ólíðandi. Hér þarf Skjóta bót á að ráða. S. ókifsson. K*k oo Mamma litla. I fyrra rétt fyrir jólin kom út fyrsta hefið af K'ak, sögunni af Eskimóadrengnum, sem Violet Ir- ving og Vilhjálmur Stefánsson hafa samið. Þetta fyrsta hefti i þýðingu Jóhannesar úr Kötlum og Sigurðar Thorlacius skóla- sijóra náði miklurn vinsældum, ekki einungis meðal bama, held- ur einnig meðal unglinga og full- orðinna, enda var hér alveg nýtt efni á ferðinni, saga frá öræfum póllandanna, sem fáir þekkjr Síðara heftið af Kak er nú kom- ið út og er e'kki síður skemtilegt en hið fyrra. Er það þýtt af sömu mönnum og gefið út á Akureyri. Verður vart fengin betri jólagjöf handa lestrarfúsu barni en þessi saga af litla, dugiega Eskimóa- drengnum. Sömu þýðendur hafa nú látið frá sér fara nýja barna- og ung- llingabók eftir franska konu, og beitir bókin Mamma iitla. Segir :hún frá tveimur öreigabörnum í París og er lærdómsrík fyrir öll íslenzk börn, því að þar fá þau, að kynnast að nokkru lífi lítilla munaðarleysingja i stórri borg. Tónlistarstjórn útvarpsins. „Tíminn" (og dagblað hans) til- kynnir, að undirritaður hafi „lát- ið af tónlistarstjórn útvarpsins“. Nauðsynlegt virðist tíl að koma í veg fyrir misskilning og taka það gneinilega fram, að undirritaður hefir aldrei, nema að nafni til, annast tónlistarstjórn útvarpsins. því að samkvæmt útvarpslögun- xun hefix útvarpsstjóri vald fram- kvæmda og fjárreiðu, en útvarps- ráðið úrskurðarvald um dagskrá og listir. Kenslumálaráðherra hef- ir látið að óskum mínum og breytt saroningi mínum við út- varpið þannig, að ég starfa þar nú að eins þrjá mánuði á ári. Mun ég framvegis, ekki síður en áður reyna að vinna að framþrór un íslenzkra tónmenta, og ég mun síðar skýra rækilega frá þeim málutn og öðrum skyldum atrið- um, eftir þyí &em ástæður leyfa eða beimta. Pt, Beríin, 26. nóvember 1935. Jón Leifs. Bretar vopna nýjustu togara sira. KAUPM.HÖFN, 9. des. FU. Norska viðskifta- og siglinga- málaráðuneytið tilkynnir, að í Hull hafi verið byggðir 16 nýir togarar í ár, og að 30 séu í smíðum. 1 Þýzkalandi er verið að ðyggja fjóra nýja togara. Enska flótamálaráðuneytið hefir þegar keypt nokkra af togurum þeim, sem í smíðum eru, og hina nýjustu, með það fyrir augum að vopna þá og nota þá í þjójiustu hersins til þess að leggjá Bprepgidufl á þeim svæðum sem Bretland kynni að vilja loka. Ekkja firiegs lézt i tjfrradag. OSLO, 9. des. Nina Grieg, ekkja Edwards Grieg tónskáldsins fræga, lézt í dag í Kaupmannahöfn. Hún haf ði verið búsett í Kaupmanna- höfn um mörg ár og átti níræð- isafmæli fyrir skömmu. ALÞYÐUBLAÐIÐ Alvarlegar óeirðir i Kairo Aliir íiokkar sameinaðir gegn Eaglendingam. LONDON, 9. des. FO. IKAIRO hafa orðið frekari óeirðir sl. tvo sólarhringa, og hafa stúdentarnir staðið fyr- ir þeim, sem fyr. Hafði yfirvöld- unum komið saman um, að leyfa stúdentum að fara kröfugöng- ur, en undir eins og þeir fóru á vettvang, safnaðist að þeim múgur manns úr öðrum hlutum borgarinnar, og fór þá að bera á spellvirkjum. Rúður hafa ver- ið brotnar í brezkum verzlunar- husum, ijósastaurar brotnir, Borgarst|óri Berlinar rekinn úr Nazista- Viokknnm oo Vrá em- bætti. LONDON, 10. des. FÚ. Aðalborgarstjóri Berlínar- borgar, Sahm, hefir sagt af sér. Hann var rekinn úr flokki Naz- ista þann 25. nóv. fyrir að kaupa. vörur í verzlunum Gyð- inga. Þá hefir þýzka stjómin geíið út nýja reglugerð um eftirlit með innflutningi og útflutningi gjaldeyris. Eru öll bréf opnuð, til þess að athuga, hvort í þeim séu peningar, og eru þau síðan merkt: opnað vegna gjaldeyrís- eftirlits, Norskor fisksðluraöo- naotQí á EnolandK KAUPM.HÖFN 8. des. FÚ. Norska stjómin heldur áfram viðleitni sinni til þess að vinna norskum fiski aukinn markað í Englandi. Norska /viðskiftamálaráðu- neytið hefir nú nýlega ákveð- ið, að stofna nýtt embætti í Newcastle, þannig að þar verði f ramvegis porskur fisksöluráðu- nautur, er vinni að því, að kynna norskar fiskivömr og auka sölu á þeim. Ráðunautn- um er ætlað, að senda skýrslur til Noregs um það, hvernig horf- ur eru á hverjum tíma, og leið- beina þannig útflytjendum. ráðist á bifreiðar og strætis- vagna, og einn strætisvagn brendur. I gærkvöldi ákváðu yf- irvöldin að kalla lögregluliðið á véttvang, og var múgnum dreyft með hervaldi. Nú hefir innanríkismálaráð- herran tilkynt, að engar kröfu- göngur verði leyfðar, og að all- ar tilraunir til óspekta verði taf- arlaust bældar niður með her- valdi, ef nauðsyn beri til. Þá hefir verið tilkynt, að allir há- skólastúdentar, sem taki þátt í kröfugöngunum eða óspektum framvegis, verði reknir úr há- skólanum tafarlaust. Háskólinn átti að hafa tekið til starfa í morgun, en honum hefir nú verið lokað í nokkrar undanfamar vikur. I gær var tilkynt, að honum yrði lokað á- fram óákveðinn tíma. Uppreisnar- f§rttin frá Búlgariu horin tii baka. EONDON, 9, dez. PB. Sðjnkvæmt fregnum fra Sofia befir búlgarska ríkisstjórnin nú gefið út opinbera tilkynningu ijm það, að fregnirnar um stjórnar- þyRingartjlraun í Búlgaríu hafi ökki yið . rök að styðjagt, (United Pre§s.) . •*■»... ni. i-ui 88 manos farast I s'ijóflóði ð Norðor- Rússlaodi. LONDON, 9. des. FÚ. Áttatíu og átta manns hafa farist í snjóflóði norður á Kola- skagari Sovét-Rússlandi. Snjóskriða féll á þprpið Kiros(?) og fór stór hluti þess alveg á kaf. Verkamenn tóku þegar til að moka snjónum, og tókst að bjarga 47 manns á lífi, en 88 fómst, sem fyr er sagt. Eyjólfur Jóhannsson borgar starfsmönn- um Mjólkuriélagsins 125 krónur á mánuði. Eyjólfur Jóhannsson forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur ritaði fyrir nokkru gnein í Morgunblað- * ið, þar sem hann gerðist forsvars- maður hins athafnalausa skiemti- klúbbs kaupmanna hér í bæntum og réðist gegn hirru nýja verzl- unarmannafélagi, siem stofnað hefir verið hér. Eyjólfur Jóhannsson hiefir auð- sjáanlega séð, hver hætta honum og framkvæmdum hans ýmsum stæði af því, ef upp risi hér í bænum verzlunarmannafélag, sem gæti bætt að einhverju leyti þau aumu kjör, sem verzlunarmenn hafa haft við að búa. Og Eyjólfur hafði sannarlega ástæðu til að óttast slíkan félagsskap, því að í fáum fyrirtækjum er eins skamm- arlega lágt kaup b'orgað eins og í því fyrirtæki, Mjólkurfélaginu, sem hann stjórnar. Dæmi ieru til þéss,, að niaður, sem er yfir tvítugsaldur og befir unnið í Mjólkurfélaginu í mörg ár undanfarið, fær nú í kaup 125 krónur á mánuði. Þaþ ier því ekki furða, þó að E. J, óttist það, að hér er stofnað félag, sem líklegt er til þess, að láta til sín taka launakjör starfs- manna í fyrirtæ'kjum 'eins og M, R,, og það ep samboðið ptarfi Verzl unarman nafélags Reykjavík- ur, að því veljist slíkur forsvars- maður. Qunnar Qunnarsson á fyrirlestraferð í Austurríki. KAUPM.HÖFN 9. des. FÚ. Gunnar Gunnarsson skáld hélt fyrirlestur í dag í Wien. Heldur hann fyrirlestra í aust- urriskum borgum næstu dag, pg er því næst ráðinn í nýja fyrir- lestraferð um Þýzkaland. Hann gerir ráð fyrir að vera kominn heim 28. des. inAAUuUÍiálmW Borðið í Ingólfsstræti 16. — Sími 1858. Munlð síma 1974, Fiskbúðin Hverfisgötu 37. Ávalt nýr fisk- ur. Sólberg Eiríksson. Hér skeður aldrei neitt ,Úr rúmi númer þrettán störeu augi* — dökk eins og blóShlaupin sár .. Þetta er bók, sem allir œttu að iesa. Smíða trúlofunarhringa. Jón Dalmannsson, gullsm., Vitastíg 20. Næstum ný saumavél til sölu með tækifærisverði. Bergþóru- götu 57 (kjallara). Margt ágætt, fallegt og eigu- legt til jólagjafa á Jólabazam- um, Laugaveg 10. Ingúltnr Jónsson cand. juris fyrv. bæjarstjóri. Allskonar lpgfræðisstörf, mál- færzla, innheimta, samninga,- gerðir, kaup og sala fasteigna. Bankastræti 7 (næstu hæð yfir Hljóðfærahúsinu). Sími 3656. Viðtalstími kl. 5—7 sd. Oerksmiðjan Bðn Selur beztu og ódýrt -itu LIKKISTURNAU, Fyrirliggjandi af öllum stærðum og gerðum. Séð iuu jarðarfarir. ShMÍ 4034, Eikarskrifborð. Nokkur ný og vönduð eikar- skrifborð til sölu á kr. 125.00. Góðir greiðsluskilmálar. Einnig alls konar húsgögn smíðuð pftir pöntun, Upplýsingar á Grettisgötu 69 frá kl. 2—7. PERTA RUCK: w I stolnu 40 f »lku hliðar, til þess að víkja fyrir hinúin heímilisváná gésti, sem hafði gengið inn á eftir henni. — Góðan dag, sag$i Júlía náföl, en áhnars róleg, og rétti unga manninum hönd sína. — Ó, Bennett, sagði hún og sné'ri sér að þernunni, &sm var á leið út úr herberginu. — Gerið svo v'el óg látið þesgi bréf í póslka&sann fyrir mig, en flýtið yður! — Já, ungfrú Júlía, svaraði Bennett, um leið og hún tó'k við bréfunum og hyarf út úr herberginu. 1 raun og veru var Bennett undrandi yfir heimsökn Chanoerys. Hún yar viss um, að Júlía og Phil unnust hugástum og vildu gjarnan giftast. — Það er eitthvað á seiði, tautaði Bennett fyrir munni séf, um Jeið og hún hraðaði sér eftir götunni til næsta póstfcas a. Þáð' er rétt eins og þrumuveður sé í aðsigi; ég hefi grun um, að eitthvað muni bera við. Þetta var rétt athugað. Loftið í dagst.ofunni var sem hlaðið raf- magni, þegar Júlía Aokroyd og Phil Chancery voru orðin ein eftir og horfðu þegjandi hvort á annað. Þau voru bæði náföl. Phil var mjög ákveðinn á svip og hann klemdi saman varirnár. Hann var líka taugaóstyrkur! Veslings Phil! Júlíu var þungt um hjartaræturnar. Hann hóf máls fyrst. — Ég er hræddur um, að þér finnist ég heimsæki þig nokkuð snemma dags, >en ég fer burtu strax á eftir, og það er dálítið, kem ég verð að segja þér, áður en ég fer. — Nei. segið það ekki; ég get ekki hlustað á það, hrópaði Júlía s'kyndilega. Því hún fann, að hún myndi ekki afbera það, að hann játaði henni ást sína, og sícan yrði hún að sjá fyrirlitni- ingarsvipinn á honum, þegar hann frétti, að hún væri ekki sú, sem hún þóttist vera. — Það ier dálítið, sem ég verð að segja þt)r, áður en þú hefur máls, sagði Júlia æst. Hann þagnaði óttasleginn yfir þeim þján- ingum og ótta, sem hann las á andliti Júlíu. Hann ýtti til hennar stól. — Nei, ég ætla ekki að setjast, ég ætla að segja þ'jér frá þessu standandi, og hló um )eið uppgerðarhlátri. — Það er dálítið, sem þú fengjr hvort sem er að vita eftir teinn eða tvo daga, en það er betra að ég segi þér frá því ’sjálf. Þú sAist bréfin, sem ég bað Bennett að láta í pósikassann. — Já. — Annað bréfið var til Bourneville lávarðar og hitt til frú Lof- tus. í þessum bréfum skýri ég frá nokkru, sem ég hefði átt að segja frá fyrir ári síðan. Það er — ég skal segja þér frá því re(ít bráöium.. Hún néri saman höndunum./ í örvæntingu og beit sig í varimar. Það var erfiðara en hún haföi álitið, að játa þennan hræðilega sannleika fyrir eina manninum, &em hún hafði nokkru sinni elskað. Hún áræddi ekki að líta á hann. Með skjálfandi rödd hélt hán áfram, eftir augnabliks þögn: (- — Þú manst eftir herra Harrison. Hann skrifaði nafnlaust bréf til mín, og ég bað þig að hitta hann fyrir mig. Hann var dieildiar- stjóri í verzlunarhúsinu, þar sem ég vann í tvö ár. Hann hótaði því, að segja Travers-fjölskyldunni sögu um mig. Manstu eftir því? — Já, ég man eftir því, svaraðj Phil Chanoery, einkennilega þving;aðri röddu. — Ég sagði þér þá, að ásökun hans um það, að ég væri lekki sú, sem ég þóttist vera, væri ósönn; að hann hefði af hefnigirni spunnið þetta upp, til þess að koma mér fyrir kattarnef, sagði hún og leit í kringum sig óttaslegin. Jæja — það var engin lygi, sem hann sagði. Það var sannleikur. Hún dró djúpt andann og ætlaöi að halda áfram, en Phii greip fran^í fyrir henni. — Var það sannleikur, að þú værir í raun og veru ekki af Tra- vers-fjölskyldunni? — Já! Hún kinkaði kolli. Ég er ekkert í ætt við fjölskyldu Tra- vers. Ég er svikakvendi — nafn mitt er Júlía Ackroyd! - — Og þú hefir tilkynt fjölskyldunni það skriftega? Phil var stuttorður og gagnorður, eins og þegar hann gaf skáta- drengjunum skipanir. | — Já! — Hvers vegna? Hefir einhver hrætt þig aftur? Hann gekk nær henni og rödd hans var nærri því grimdarleg. — Áttirðu á hættu, að alt kæmist upp, að mál þitt yrði gert opinbert hneyksli? — Nei! Nei! Þvert á móti hafði ég ástæðu til að ætla, að ég viæri úr allri hættu. ' 1 1 — Og samt sem áður játaðirðu alt? — Já. — Hyers vegna? spurði hann skipandi. — Ég veit það ekki, É|g þara fann, að ég gat ekki þolaö þfetíia lengur, hvíslaði hún náföl. Svo andvarpaði hún og féll í yfirlið. Hin langa vökunótt ogf þjáningar þessa morguns höfðu borið hana ofurliði. Hún hefði hnigið á gólfið, ef Phil hefði ekki gripið hana í sína sterku, arma. Alt umhverfis hana varð helsvart, en hún heyrði eins og úr fjars'ka djúpa og milda rödd hvlsla: —• Litla stúlíkan mín! Nú er alt gott. Loksins! Loksins höfum við fundið hvort annað. XXIA. KAFLI. Nýtt líf. Þegar Júlía vaknaði aftur, lá hún á legubekknum víð opinn gluggann. Enni hennar og kinnar voru votar af vatni, sem Phil hafði stökt á hana úr silfurblómkeri, ien blómin lágu á víð og dreif á borðinu og gólfinu. Við hlið hennar kraup Phil Chancery og blá augu hans geisluðu af ást og iimhyggju. — Mér líður vel, sagði Júlía og reis upp. Svo mundi hún skyndi- lega eftir öllu, sem hafði skeð. — Ó! Phil! —- Ástin mín, sagði hann og laut brosandi að henni. Phil, þú hieyrðir játningu mína. Geturðu nokkurntíma fyrirgefið mér? i i — Já, núna, svaraði hann. — Hvers vegna núna, þegar þú veizt, að ég- er svikari? — Ó! Júlía! Skilurðu það ekki? svaraði Phil Chanoery. — Ég vissi þetta löngu áður ien þú sagðir mér það. — Hvernig vissirðu það? spurði Júlía. — Ég hefi vitað það síðan þrjóturinn hann Harrison sagði -mér, hver þú væríír í jijaun og veru. Ég skildi á augabmgði, að saga hans var sönn. Ég sagði honum, að enginn myndi- trúa sögu hans, en ég trúði henni. — Og þú sagðir það engum! hrópaði Júlía.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.