Alþýðublaðið - 19.01.1936, Blaðsíða 4
gUNNUDAGINN 19. JAN. 1936
H GrAMLA BÍÓ m
eýnir kL 9
Ríkisiöyreglan.
Spennandi lýsing á starfs-
aðferðum amerísku ríkis-
lögreglunnar, leikin af
Fred Elac Murray og
Amr Sheridau.
Böm fá ekki aðgang.
Alþýðusýn ng kl, 7.
Iiesmar
með Bing Crosby.
Barnasýuing kL 5.
Lítla hjaitans pdið
með Shirley Temple.
mm
„I annað sinn“
I
Sir James Barrie.
Sýning I kvöld kl. 8.
Lækkað verð.
. Aðgöngumiðar seldir í
Iðnó í dag eftir kl. 1.
Sími 3191.
Bafmagnsst jóri
hefir beðið blaðið að vekja at-
hygli á auglýsingu Rafveitunn-
ar um áskomn til fólks um að
takmarka rafmagnsnotkun
vegna vatnsskort í Elliðaánum.
BRÉF SJÓMANNA-
félagsinS.
Frh. af 1. síðu. j
keppast stærri fiskiþjóðir um að '
endurnýja fiskiskipin sín og |
vilja því sjálfir losna við hin
gömlu og úreltu, það eru því i
ekki líkur til að nein fiskiþjóð
kaupi af okkur gömul skip fyr-
ir neitt það verð sem lítandi er
við.
1 f jórða lagi;
Með hverju skipi sem hverfur
úr eigu þjóðarinnar skapast at-
vinuleysi umfram það sem fyr-
ir er hjá f jölda manna, bæði a
sjó og landi, framleiðsian minlí-
ar á þjóðarbúinu og það sú teg-
und framleiðslu sem gefur er-
lendan gjaldeyri.
í fimta lagi:
1 stað hverrar fleytu, sem
seld yrði, em líkumar nauða-
htlar, eins og sakir standa, fyrir
því, að nýtt og fullkomnara
komi í staðinn.
Við teljum því mikla nauðsyn
á því, að halda við þeim togur-
um sem við höfum ráð yfir, eft-
ir beztu getu, starfrækja þá til
hins ítrasta og leita að hinum
heppilegustu leiðum til þess að
gera rekstur þeirra sem arðbær-
astan, svo þeir verði þjóðfélag-
inu sú lyftistöng og aflgjafí, til
menningar og framfara, sem
framleiðslutæki á að vera og þá
fyrst og fremst þeim sem hafa
það lífsstarf að vinna á slíkum
framleiðslutækjum.
Við höfum hér að vísu látið
skoðun okkar uppi um sölu tog-
ara út úr landinu alment og
viljum þá víkja nokkmm orðum
,að því skipinu, er hér ræðir um.
Salan á K6p.
B.v. „Kópur“ er upphaflega
gott og vandað skip. Sterkbygt
með aflmikla vél. Hvemig skip-
inu er haldið við höfum við ekki
kunnugleika til að dæma um.
Hins vegar er það skoðun f jölda
fiskimanna, að „Kópur" sé síst
lakari til þess að fiska á en
margir aðrir togarar í okkar
flota. Aldur skipsins er orðinn
Þessi mynd er sýnlshom af myndastofunni þar sem LOFTTJB
tekur hinar þjóðfrægu 15-FOTO j og j 15-FOTO eru auBþekt-
m
ar frá öðrum myndum (eftirlikingum) bæði af gæðum, pappír og
fyrsta floicks vlnnu — ennfremur er hver einasta mynd stimpluð
f lg^FÖro"] svo það er ekki um neitt að vHlast.'
A þessari myndastofu er gert alt tii þess að konrn bömunum
í gott skap — og þótt oft sé vont ad fá þau inn á myndastofuna —
er etundum erfiðara aS koma þeim út. frá LOFTI. — Þau vilja
flest vera lenjur.
■t
Eins og sjá má af myndinni fyrír ofan, getur LOFTUB tekíð
myndimar á hvaða augnabliki sem er, og hvar sem hann er á
myndastofunní, þótt hann komi hvergl nærri f 16-FOTO | -vélinni
— sem sé — á meðan hann talar og leikur vlð bömin tekur harrn
rnyndirnar. — Það er ekki von að bömin varí sig á þessujn kúnst-
um, þvi fullorðna fólkið' er loikið eins grátt.
Ljósmyndastöfan hans LOFTS
15-FÓtÖT*[ myndastofan á Islandi. -
Nyja Bíó
15-FOTO
er einasta
fá«t i mis-
ALÞÝÐUBLAÐ
nokkuð hár, 20 ár, en slíkt er
ekki eins dæmi um aldur okkar
togara. Þá er það sennilega rétt,
að rekstur skipsins hefir gengið
iila s. 1. ár. En það eitt útaf fyr-
ir sig sannar ekkert um það, að
skipið sé ekki nothæft fiskiskip.
Það er svo um rekstur skipa að
oft veldur þar um hver á heldur.
Útsjón og hagsýni er ekki öll-
um jafnt gefin og heppni skip-
stjóra er misjöfn. En þó svo
hafi tiltekist sem hér, þá sannar
það ekki neitt, sem réttlætir það
að skipið eigi að hverfa burt úr
landinu.
Sem dæmi má nefna minna og
ófullkomnara skip: togarann
„Sindra“, sem virðist rekinn
með sæmilegum árangri undir
stjóm núverandi framkvæmdar-
stjóra og skipstjóra.
Við getum ekki séð að nein-
um sé hagur að því, að „Kópur“
sé seldur út úr landinu, nema þá
núverandi eigendum hans, í því
trausti að fyrir skipið fáist verð
sem borgar áhvílandi skuldir.
Það er heidur ekki upplýst í
bréfinu til hvaða lands salan er
eða hvað verðið er. Okkur virð-
ist því, sem það svífi í lausu
lofti um söluna og eitthvað ann-
að gæti búið hér undir.
Hins vegar er því haldið fram
af fróðum, mönnum að á ensk-
um skipamarkaði mvmdi „Kóp-
ur“ aldrei seljast fyrir meira en
innan við 3000 sterl.pund eða
rúmai- 60 þús. krónur, en það er
sama verð og gefið er fyrir um
60 rúmlesta mótorbát. Fyrir
skuldheimtumenn, sem I þessu
tilfehi munu vera bankamir, er
réttara að bjóða skipið út á inn-
lendum markaði, fyrir verð sem
hæst fengist á erlendum mark-
aði. Á þann hátt er skipið kyrt
í landinu og mundi geta veitt
f jölda manna atvinnu, afla þjóð-
félaginu verðmæta, sem ella
mundu ekki verða til. Hvort einn
eða fleiri menn losna við gjald-
þrot, hlýtur að verða aukaatriði,
þegar hagsmunir þjóðfélagsins
og verkalýðsins eru annarsveg-
ar.
Með þessu erindl höfum við
látið hinu háa atvinnumálaráðu-
neyti í té skoðun okkar á þess-
um málum og um leið látið í té
umsögn okkar á sölu B.v.
„Kóps“.
I DAG
Næturlæknir ter í nótt ölafuE
Helgason, Ingólfsstræti 6, sími
2128.
Næturvörður ex i Laugavags-
og Ingólfs-apóteki.
OTVARPIÐ;
12,00 Hádeglsútvarp. 13,00 Enaku-
fcensla, 3. fl, 13,25 Esperanto-
kensla. 15,00 Tónleikar fri Hótel
lsland. 17,00 Messa í Fitkirkj-
unni (séra Arni Sigurðsson). 18,30
Barnatími: a) Um gullið (Jónas
Jósteinsson kennari); b) Sönglögþ
c) Saga (frú Unnur Bjarklind).
19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljóm-
plötur: Þjóðdanzar. 19,45 Fréttlr.
20,15 Erindi: Stephan G. Step-
hansson, III. (Jóhannes skáld úr
Kötlum). 20,40 Hljómplötur-. Lög
úr ópemni „Rigoletto" eftir
VerdL 21,05 Upplestur: Tvær
smúsögur (Halldór Stefánsson
(rithöf.). 21,30 Danzlög (til kl. 24).
A MORGUN:
Næturlæknir er Óskar Þórðar-
son, Öldugötu 17, sími 2235.
Næturvörður er I Laugavegs-
og Ingólfs-apóteki.
Leikféiag Beyltjavikur.
,1 arrnað siim“ heitir sjónleik-
urinn sem Leikféiagið hefir sýnt
nú undanfarið. Það er einkenni-
legt og gott leikrit enda hefir
það alstaðar fengið góða dóma.
Meðferð Leikfélagsins á þessum
Ieik er ágæt og ér því óhætt að
hvetja fólk til að sjá hann. Að-
sóknin hefir aukist með hverri
sýningu, en það eru áreiðanlega
margir enn þá, sem hafa hugsað
sér að sjá þennan einkennilega
leik, og ættu þeir ekki að láta
það dragast. — I kvöld kl. 8
verður sýning með lækkuðu
verði á aðgöngumiðum.
„Astír óg hjónabönd"
heitir fyrirlestur, er Grétar
Fells flytur í kvöld í húsi Guð-
spekifélagsins við Ingólfsstræti,
kl. 9. Hefst með þessum fyrir-
lestri alþýðufræðsla Guðspeki-
félagsins á þessum vetri. Fyrir-
lesarinn mun rekja nokkuð lög-
mál ástalífsins og skilyrði far-
sæls hjónabands. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
100. fundiir.
F. U. J.
munandi stærðum.
AUar ljósmyndastofur lokaðar
& sunnudögum.
Útbrelðslnfnnd
heldur félag ungra jafnaðarmanna í dag (sunnu-
dag) kl. 3Y2 e. h. T „Iðnó“ (stóra salnum).
DAGSKRÁ:
1. Leikinn „Internatioalen".
2. Ávarp (formaður félagsins).
3. Karlakór alþýðu syngur.
4. Ræða. (Haraldur Guðmundsson, atvinnumála-
ráðherra).
5. Leikinn „Sosialistamarzinn".
6. Karlakór Alþýðu syngur.
7. Upplestur. (Séra Sig. Einarsson).
8. Ræða. (Pétur Halldórsson forseti S. U. J.).
9. Söngur.
Alt Alþýðuflokksfólk velkomið á fundinn meðan hús-
rúm leyfir. N.B. Húsið skreytt.
Kaffikvðld
heldur félagið í kvöld kl. 9 í Oddfellowhöllinni (stóra
salnum).
SKEMTISKRA :
1. Sameiginleg kaffidrykkja.
2. Einsöngur: Marinó Kristinsson.
3. Upplestur og ræðuhöld.
4. Kvikmynd frá 1. maí o. fl.
5. Danz fram á nótt.
Félagar fjölmenni og komi með gesti með sér. Inn-
gangur kostar kr. 2.00 (kaffi innifalið) .
Stjórn F. U. J.
Mðarhús breaaur.
STYKKISHÓLMI, 18. jan. FÚ.
Ibúðarhús Jóhannesar Þor-
grímssonar toennara í Eyrar-
sveit brann til kaldra kola um
hádegi i dag. — Húsið var timb-
lurhús, reist á nýbýli í Krossanes-
landi. Nefnist það Tóftir. — Jó-
hannes var inni i sveit við kenslu,
»n konan úti við gegningar. —
— Eldurinn kviknaði út há olíu-
lampa í eldbúsi. Höfðu börnin,
er inni voru sett logandi lamp-
ann á heita eldavéi. Sprakk lamp-
inn og fór þá alt í bál á svip-
stundu. Innanstokksmunir
björguðust að nokkru leyti. Hús
og innanstokksmunir var vátrygt.
Mússíkklúbburinn.
Fyrsti reglulegur konsert
Músíkklúbbsins á þessu ári
verður haldinn á miðvikudaginn
kemur kl. 9 á Hótel Island. Fé-
lagsmenn eru beðnir að fjöl-
menna.
NÝJA BÍÖ |
20 milijón
unnustur.
Bráðskemtileg amerísk tal-
og söngvamynd.
Aðalhlutverkin leika:
GINGER rogers
og DICK POWELL.
I myndinni aðstoða hinir
heimsfrægu útvarpssöngv-
arar:
4 MELL BROTHERS
TED .. FIO . RITO
með jazzhljómsveit.
og fl. víðfrægir söngvarar
og hljómlistarmenn.
Sýnd í kvöld kl. 5. 7 qg 9.
Bamasýning kl. 5. Lækltað
verð Id. 7.
Kaupið Alþýðublaðið!
Jarðarför mannsins míns
O. Ellingsen kaupmanns
fer fram þriðjudaginn 21. þ. m. frá dómkirkjunni og hefst
kl. 1 e. h. með húskveðju á heimili hins látna, Stýrimanna-
stíg 10.
*. Marie Ellingsen.
Jarðarför mannsins míns
Vilhjálms Hildibrandssonar, járnsmiðs,
fer fram frá Fríkirkjunni, mánudaginn 20. janúar, og hefst kl. 1
e. h. að heimili hans, Laufásveg 20.
Ingibjörg Ölafsdóttir, böm og tengdabörn.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför
Guðrúnar Jóhannesdóttur
frá Skógsnesi.
Vandamenn.
Vegna jarðaifarar
verður Aðalstöðin lokuð, mánudaginri 20. janúar frá
kl. 12 á hádegi til kl. 4 e. h.
Vegna jarðarfarar
verður
V E RZ L U N O. EL LI N G S E N
lokuð þriðjudaginn 21. þ. m.
Að gefnu tilefni.
/ . . ■ .'...■
auglýsist hérmeð, að vörur þær, sem liggja í pakk-
húsum vorum, bæði innléndar og útlendar, eru ekki
vátrygðar gegn eldsvoða af oss,
R.f. Efmsklpafélag IslanÉ.