Alþýðublaðið - 20.02.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1936, Blaðsíða 3
FIMTUÐAGINN 20. íebr. 1936. alþyðublaðið ROiiib fréttabnrðl nm hafnfirzka sjémenn mótmælt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: P. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SÍMAR: 4900—4906. 4900: Ffgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. Hvað gerir bærinn í atvinnuleysismálun- um? r IDAG tekur bæjarstjórn Reykjavíkur ákvörðun um það hvort hún skuli verða við kröfum Dagsbrúnar um að halda áfram atvinnubótavinnu fyrir 350 menn. Öllum hugsandi mönnum er ljóst hvijík nauðsyn til þess ber, að þessum kröfum verði full- nægt, því ekkert annað en skortur býður flestra þeirra manna, sem sendir eru heim úr atvinnubótavinnunni á þessum tíma. Það er því vert að vona, þar til annað er vitað, að meiri- þluti bæjarstjómar sjái og við- urkenni þessa nauðsyn og upp- fylli kröfur Dagsbrúnar að öllu leyti. Alþýðublaðið vill enn minna bæjarstjórnina á það, að á eng- an hátt getur hún uppfylt skyldur sínar til fulls, gagnvart hinum atvinnulausu mönnum, nema hún láti bæinn hef ja at- vinnurekstur, sem beinist að framleiðslu. Engum efa er það bundið að slíkur atvinnurékstur á að ‘vera bundinn við sjávarútveginn, þó ekki sé þar með sagt, að hann eigi að vera útgerð eingöngu. Því ber sem sé ekki að gleyma í þessu sambandi, að fiskveið- arnar krefjast margskonar vinnu áður en á sjóinn er farið, og eftir að af honum er komið. Það er til dæmis augljóst mál, r UT af röngum fréttaburði Morgunblaðsins og Nýja Dagblaðsins um samninga Sjó- mannafélagsins í Hafniarfirði um kjör sjómanna á s/s Bjiamarey ’ hiefir Alpýðublaðið verið beðið fyrif eftirfarandi: „Út af röngum fréttaburði i Morgunblaðinu á dögunum og í Nýja Dagblaðinu nú í gær viljum við undirritaðir hásetar á s/s Bjarnarey taka fram eftirfarandi: að alla bátana, sem fiskveiðar stunda hér við land á að smíða í landinu sjálfu, Væri nú ekki vit í því, fyrir bæinn, að koma hér upp báta- smíðastöð nú þegar? Stærri fleytur en bátar eru ekki nefndir, því skip mundi vera of stórt fyrir íhaldsmenn í bæjarstjórn. En ef bátasmíða- stöðin kemur verður ekki langt þess að býða að stærri skip verði einnig smíðuð þar. En hvað er um öll þau kynst- ur veiðarfæra, sem flutt eru til landsins? Sennilega mætti framleiða þau öll í landinu sjálfu, en efni- vörur yrði að kaupa til þeirra erlendis. Svo skulum við víkja að fiskinum, sem á land kemur. Nú vita og viðurkenna allir, að aðal vandræði okkar á við- skiftasviðinu, stafa af því að sjávarafurðir okkar hafa verið framleiddar á fábreyttan, og manni liggur við að segja, fávís- legan hátt. Það er þjóðar nauðsyn að hér hefjist fjölbreyttur fiskiðnaður. Þessar spurningar eru þá til athugunar fyrir bæjarstjórnina. Hvað gæti bærinn tryggt mörgum mönnum atvinnu, með því að gera út, segjum 3 togara, ef hann um leið stofnaði til bátasmíða og framleiðslu á sem flestum útgerðarvörum, og til fiskiðnaðar í sambandi við út- gerðina? Mundi þetta verða bænum dýrara en avinnubótakákið ? Að við höfum eigi ráðið okkur fyrir nein önnur kjör á skipið — hvorki fyr eða síðar — en sam- þykt hafa verið í Sjómannafé- lagi Hafnarfjarðar. Sömuleiðis er það alrangt hjá Nýja Dagblaðinu, að við höfum krafist einhverrar sérstakrar tryggingar fýrir hinni 200,00 kr. mánaðartryggingu. Og til að fyrirbyggja misskilning, þá skal hér með yfirlýst, að kjör þau, er Sjómannafélagið í sam- ráði við okkur samdi um við eiganda s/s. Bjamarey, eru þau sömu og gilda á þorskveiðum hjá línubátum í Reykjavík, en auk þess fáum við alla gotu, sem á skipið kemur. Hafnarfirði, 14./2. 1936. Karl Guðbrandsson Einar Sigurðsson Þórarinn Jónsson Gjiðm. Jónsson Eiríkur Eiríksson Guðmundur Jóhannsson Þorkell Magnússon Kjartan Guðmundsson. Vilhj. Haraldsson Bjarni Árnason Guðm. H. Hermannsson Jón Jónsson.1' Formaður sjómannafélagsins, Óskar Jónsson, óskar f þess|u sam- bandi tekið fram eftirfarandi: Það er áreiðanlegt, að hafn- firzkum sjómönnum hefir aldnei jdotti|ð í hug að skáganga samtök sín og ráða sig fyrir annað en Sjómannafélagið ákvæði. Þess vegna er fréttaburður Mogga um daginn og Nýja Dagblaðsins þann 13. þ. m. um þetta mál fleypur. Á síðasta fundi í félaginu fékk stjórn þe&s umboð til að semja um kaup og kjör á þessu skipi og öðrum skipum, sem stunduðu sömu veiðar, og í samráði við þá, er njóta áttu kjaranna. Afleiðingin varð svo sú, eins og se'gir í ofannefndri yfirlýsingu, að samningar tókust á þeim grund- velli, að samið var um sömu kjör og Sjómannafélag Reykja- víkur samdi um við línuskipin Freyju og Sigríði, en auk þess eiga hásetar, matsveinn og stýri- maður alla gotu, siem á skipið kemur. Þetta síðasta atriði er um- fram kjörin á Sigríði og Freyju. Annars hefir síðustu undan- farna vetur verið fast kaup á þessum skipum hjá hásetum og matsveinum, og alt lýsi hefir skifzt milli háseta, stýrimanns og matsveins, en kjörin eru nú 35 % af brútttóafla skipsins, sem skift- ast í 17 eða 18 staði eftir stærð skipa, en hásetar borga að símun hluta beitu, ís henni til viðhalds jum borð í skipinu og salt í fisk- inn. Útgerðarmaður ábirgist svo að til hvers háseta séu greiddar 200 kr. á mánuði og til mat- sveins 250 kr., auk fæðis, og reynist hlutur lægri við uppgjör en þessi trygging, að við bættu fæði, þá er það eigi afturkræft, sem á vantar hlut. Auk þessara trygginga hafa svo hafnfirzkir línubátasjómenin gotuna, neiva hlutur reynist hærri en trygging, fæði og andvirði gotu, þá fá þeir hlutinn. Nýmæli er það í þessum samn- ingum, sem sjómannafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa gert við útgerðarmenn mótorskipa og línubáta, að utgerðarmaður er skyldur til að halda eftir af hiut eða kaupi, sé þess óskað af við- komandi verklýðsfélagi, það sem nemur ógreiddu tillagi til stétt- arfélags. Það eru einnig nýmæli, að hér eru tekin upp hlutaskifti á þess- mn skipum með mánaðarlegri tryggingu, sem greiðast á mán- aðarlega há&etum. Tryggingin er lág, það skal játað, en reynist hlutur hærri, er þó von á meiru en tryggingunni einni. Út af fyrir sig skal hér enginn dómur á það lagður hvort rétt hafi verið að slaka nú frá áður gildandi kjör- um, en þó verður að líta svo á, að félögin hafi talið, að óvenju- legt ástand væri nú á útvegsmál- um, þar sem þorskurinn er ill- seljanlegur, og rétt væri að hindra ieigi ferðir þeirra skipa, sem getu hafa til að stunda veiðar í vetur. Hafnarfirði, 14 .febr. 1936. Óskar Jónsson. Hásliólafyrírlestur á frönsku. Franski sendikennarinn F. Petibon flytur fyrirlestur í há- skólanum kl. 8,15 í kvöld. Tilkynning frá nýbýlastjórn. Þeir, sem. hugsa sér að reisa nýbýli á yfirstand- andi ári, og óska stuðnings til þess, samkvæmt lögum um nýbýli og samvinnubyggðir, sendi umsóknir fyrir 1. apríl n. k. til nýbýlastjóra, Steingríms Steinþórs- sonar búnaðarmálastjóra. Gögn þau, er umsækjanda ber að senda með um- sókninni, eru þessi: 1. Afrit af tveim síðustu skattframtölum hans, stað- fest að viðkomandi skattanefndum. 2. Vottorð frá hreppstjóra og formanni búnaðarfélags um það, að hann hafi þá þekkingu á búnaði, sem nauðsynleg verður að teljast, og hafi starfað við landbúnað minst 2 ár. 3. Vottorð kunnugra og málsmetandi manna um að umsækjandi, sé reglu- og ráðdeildarsamur. 4. I landi hvaða jarða eða á hvaða stað hann hugsar sér að reisa nýbýlið, og skal þar nánar tiltekið: a. Hvernig umráðarétti yfir iandinu er varið. b. Hvort landið sé veðsett, hverjum, og hvernig. c. Hve landið er stórt og hverjir kostir og hlunn- indi fylgja því, hvort ræktað land fylgi og hve mikið. d. Hvernig byggingar hann hugsar sér, og úr hvaða efni (steypu, hleðslugrjóti, torfi, timbri), og hvernig háttað er byggingarefni á staðnum. e. Hvort hann hugsar sér að koma býlinu upp á einu ári, eða Iengri tírna, og á hvaða fram- kvæmdum hann hyggst að byrja. f. Ilvernig búskap hann hyggst að reka á býlinu. 5. Aðrar upplýsingar,. er umsækjandi telur máli skifta. Þeir, sem þegar hafa sent umsóknir, áminnast um að senda þegar þær upplýsingar, sem að framah eru nefndar, að svo miklu leyti, §em þeir ekki hafa gert það áður. Þeir, sem hugsa sér að hef ja undirbúning að sam- vinnubyggðum eða nýbýlahverfum, tilkynni það ný- býlastjóra, er mun taka málið til rækilegrar athug- unar og rannsóknar. BJÖKN KONRÁÐSSON formaður BJARNI ÁSGEIRSSON, BJARNI RJARNASON. StjfttiHi vinnntímans. Eftir Agnar Norðfjörð, hagfrœðing. HVER tími htefir sín ákveðnu viðfangseíni gagnvart þeirri pólitík, sem ber að framkvæma í þjóðarbúskapnum og félagsmál- unum. Fyrir á að gizka 100 til 150 árum var hlutverk stjórnmál- anna það, að kollvarpa og afniema fjötra þá, siem ríkið hafði lagt á athafnalíf manlnia. Iðnaðarbylting- in fór þá hraðbyri yfir gervalla Evrópu og nýir framleiðsluhættir kröfðust nýskapnaðar og umrót- ana á nær öllum sviðum. Eink- unnarorðin voru framtak einstak- lingsins og frjáls samkeppni. Rík- isvaldið mátti ekki blanda sér í samningsathafnir einstakling- anna. Það var um að gera að flýta siem mest þrotabús-uppgjöri merkantilismans og miðaldanna mieð sínum rólegu og fábreyttu framlieiðsluháttum. Upp úr þessu straumróti einstaklingshyggjunn- ar myndaðist þjóðskipulag, sem pólitískt befir verið nefnt liberal- isminn, en hagfræðilega kapital- sminn. Þiessi þjóðfélagsbygging lieiö að mestu leyti undir lok í heimsstyrjöldinni miklu og síðan hiefir baráttan óslitið haldist á milli þeirra, sem halda vilja i þstta fyrirkomulag, og hinna, s«m finst óþægilegt að sitja þannig milli tveggja stóla, og vilja það með öllu feigt. Stytting vinnutím- ans, sem kom fram sem krafa frá uppvaxandi samtökum verkalýðs- ins á Englandi, — rauniar í fyrs tu eingöngu sem takmörkun á vinnu- tíma barna í vierksmiðjum — var því einhver fyrsta útvarðaviður- eignin, sem fram fór milli þeirra, siem vildu íhlutun ríkisvaldsins, og þeirra, sem vildu það ekki. Hagfræðingar þeirra tíma, siem voru gegnumsýrðir af kenningum liberalismans um hina „frjálsu þróun kraftanna“, litu með nokk- urri efasemd á möguleika fyrir vinnustyttingu. Senior t .d. hélt því fram, að síðustu vinnustund- irnar veittu vinnuveitandanum á- góða hans, þannig að árangurinn yrði minkuð framleiðsla. Hag- fræðin komst þó fljótt á þá skoð- un, að jafnvel einnig frá eigin- hagsmunalegu viðhorfi væri fylsta ástæða til þess, að beita ekki rán- yrkju gagnvart mannlega aðiljan- þm í framleiðslunni — vinnuafl- inu. Enda komust rnenn fljótt á snoðir um það, að heildarfram- leiðslan varð minni, þegar vinnu- tíminn keyrði úr hófi fram, Árangurinn af baráttu verka- mannanna á Englandi fyrir stytt- um vinnutíma urðu tíu-tímalögin ensku frá 1847. Þegar lögin voru til umræðu í enska þinginu, hélt hinn frægi sagnfræðingur og stjórnmálamað- ur Macauley einhverja þá beztu ræðu, sem til er eftir hann. Hann sagði m. a.: Og til þess nú að komast að kjarna málsins, sem hér liggur fyrir, fullyrði ég að það hlýtur fyrst og fremst að vera hlutverk ríkisins að hugsa um leinstakling- ana, þegar um er að ræða heilsu og heill þjóðfélagsins, og ég er viss um að stjórnin viðurkennir þietta. Skyldi nokkur æíla að meita því, að heilsa hinnar upp- vaxandi kynslóðar er í alviarleg- ustu hættu vegna þeirra vinnu- samninga, sem lög þessi ætla að gefa reglur um. Mun nokkur, sem nýlega heyrði málið skýrt, mun nokkur, sem hefir áhuga fyrir æskunni, mun nokkur, sem man glieði og sorgir æskuáranna, vera í efa um það, að 12 tíma vinna á dag í verksmiðju er ofviða barni á 13. ári. . . . Áður þræluðu 8 ára gömul börn 15 tíma á dag í verksmiðjunum, en síðan hafa komið lagafyrirmæli, sem banna ungu fólki undir 18 ára að vinna liengur en 12 tíma á dag. Engu að síður var unnið jafn-ákaft gegn þeim lögum þá eins og þess- um nú og með nákvæmlega sömu röksiemdum. Einnig þá var sagt, að framleiðslan yrði minkuð og að atvinnurekendur vorir mundu verða ofurliði bornir af hirani er- lendu samkeppni. Þessi ræðustúfur lýsir átakan- liega vel ástandinu eins og það var á Englandi fyrri hluta snítj- ándu aldarinnar, en þegar fram- leiðslan blómstraði fram, eftir þær styttingar, sem gerðar voru á vinnutímanum, gufuðu spádöm- arnír upp um eyðileggjandi áhrif vinnutímastytíingar. Um aldamót- in, og í sambandi við tilraunir ameríska verkfræðingsins Taylor fór alment að vakna áhugi hjá vinnuveitendum fyrir styttingu vinnutímains. Þetta var þó ekki beinlínis meint sem launahækk- un, heldur var áherzla lögð á það, að verkamaðurinn skilaði sama vinnumagni með auknum vinnu- hraða og atorku. Það var því ekki beinlínis á- hugi á félagsmálum, sem hér ré'ð rnestu um. Þektastar þessara til- rauna eru þær, sem Abbe fram- kvæmdi við Zeissverksmiðjurnar þýzku. Árið 1901 stytti hann vinnutímann smátt og smátt frá ll8/4 niðúr í 8 stundir, og í jsam- bandi við þetta gerði haran merk- ar tilraunir viðvíkjandi ákvæðis- vinnu, þannig, að af þessu mátti marka framleiðsluafkomu vinnu- tímastyttingarinnar. Það sýndi sig, að vierkamaðurinn vann sér inn 3Vao/o mieira við 8 stunda heldur en 9 stunda vinnudag, og .að af- kast vinnunnar hafði þannig auk- ist að sama skapi. Eftir þær þjóðfélagslegu óeirð- ir, sem skullu á eftir friðarsamn- ingana, þiegar verkamennirnir komu hieim vonsviknir og gabb- aðir eftir tilgangslaust blóðbað í 4 ár, vaknaði nauðsynin á því, að koma á þjóðfélagslegum friði. I þiessum tilgangi var kölluð sam- an verkamálaráðstefnan í Was- hington 1919, sem varð uppphafið að verkamálaráðstefnunum og verkamálaskrifstofunni í Genf. Eitt af þeim atriðum, sem þarna náðu samþykki, var 8 stunda Vinnudagur í iðnaðinum. Á næstu árum var þetta framkvæmt í flestum löndum með sérstökum lagafyrirmælum og lítils hátter breytingum miðuðum við sérstaka landshætti. Skýlaust voru ákvæð- in framkvæmd í Nonegi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Bielgíu, Frakklandi og Sviss, en iheð smá- bneytingum í Englandi og Dan- mörku. Fyrir strið þektist 8 stunda vinnudagur eingöngu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, og í kolanám- ,unum í Englandi mieð lögum frá 1908.. Fyrir 16 árum síðan var það 8 stunda vinnudagurinn, sem var á dagskrá hjá menningarþjóðun- um, en þegar árið 1932 tekur verkamálaráðstefnan til rannsókn- ar 6 tíma vinnudaginn sem vopn í baráttunni gegn teknólógiska atvinnuleysinu (þ. e. því atvinnu- leysi, sem leiðir af .aukinni véla- notkun), Reynslan síðan 1919 hef- ir nefnilega leitt í ljós, að sam- fara gernýtingunni (rationaliser- ing), sem hófst um og eftir stríð- ið, hiéfir 8 stunda dagurinn alveg jafnað sig upp, því vegna at- vinnuleysisins gátu kröfurnar til sérkunnáttu og afkasía verka- mannsins stöðugt hækkað. Eins og líka flestir geta talað með um, siem kunnugir eru. Það, siem því nú vakir fyrir verkamálaráðstiefnunni, er það, að verði vinnutíminn styttur niður í 6 stundir reynist ómögulegt að vinna það upp í auknum afköst- um, þannig að fleiri verði teknir í vinnu og vinnuleysið minki. II. Hagfræðilegar afleiðingar af styttingu vinnudagsins geta verið tvenns konar. Annaðhvort að stytting vinnutímans jafni sig upp með meiri vinnuhraða, aukn- um afköstum o. s. frv., eða að styttingin iekki vinni sig upp i framlieiðslunni. Þá þýðir viinnu- stytting hærri laun fyrir verka- manninn og aukinn framleiðslu- kostnað fyrir atvinnuriekandann. í fyrra fallinu hefir því vinnustytt- ingin engin áhrif á beildarafkomu landsmanna, en stórfeldan óbein- an hagnað fyrir verkamanninn. Hann fær með þessu móti betri Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.