Alþýðublaðið - 07.03.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1936, Blaðsíða 3
LAUGARDAGINN 7. MARZ 1936. AL.ÞYÐUBLAÐIÐ ALÞfÐUBLAÐIÐ RXTSTJÓRI: F. R. VAJL.DEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalatræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SIMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmas. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Ritstjórn. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. Sljsavarnir og landhelgisgæsl Eftir Jón Bergsveinsson erind- reka Slysavarnaféíags Islands. Ð VíbnMíí. FLESTAR pjóðir hafa fyrir all-löngu sett sér lög um vinnudeilur. I þeim lögum er rétt- urinn til pess að hefja verkíall eða verkbann ákveðinn og ná- kvæm fyrirmæli um það, hvaða rlndirbúning slí'kar ráðstafanir skuli hljóta til þess að teljast lög- mætar. Hvað verkalýðnum viðvíkur, þá feer hann með slíkri löggjöf fulla viðurkenningu þess, að verkföll séu réttmæt og lögleg vopn í hagsmunabaráttu hans. Hann fær einnig tryggingu fyrir því, að at- vinnureksturinn sé ekki stöðvaður fyrirvaralaust eftir bláberum geð- þótta einhvers atvinnurekanda. Það er ljóst að verkalýðurinn á geysimikið undir því, að slík lög séu byggð á fullum skilningi á kjörum hans og rættmætum kröfum hans til þess, að atvinnu- lifíð skapi honum gott lífsfram- færi. Þess vegna er það, að hér á landi verður engin vinnulög- gjöf sett fyr en það mál hefir verið rætt rækilega í öllum verka- lýðsfélögum landsins og síðan á sambandsþingi þeirra, þingi Al- þýðfusambandsins, og þar sam- þyktur grundvöllurinn að lögum. Það mun engum efa bundið, að verklýðsfélögin verða sammála um það, að setja vinnulöggjöf, og ekki þarf að óttast það heldur, að þau verði ekki sammála um meginatriði hennar. Islenzkur verkalýður hefir sýnt mikinn þroska í baráttu sinni fyrir bætt- um kjörum og auknum réttind- um, og svo mun enn verða. Formaður Vinnuveitendafélags- ins sneri sér í vetur til Alþýðu- sambandsins og fór þess á leit að það hefði samvinnu við hann og félag hans um undirbúning vinnulaga. Ar sjálfsögðu svaraði Alþýðu- sambandið á þá leið, að það myndi ©kkert aðhafast í þessu máli fyr en það hefði verið rætt í verklýðsfélögunum, en taldi sig reiðubúið til þess að stuðla að því, að umræður 'yrðu hafnar þar. Það hefði því mátt vænta þess, að vinnuveitendafélagið biði með að fcoma fram með málið á þingi, þar til næsta vetur. Það hefði það gert, ef því hefði verið full alvara . með að vilja samvinnu við verfca- lýðinn í þessu meika máli. En þetta hefir farið á aðra lund. Frumvarp til vinnulaga liggur nú fyrir þingi frá Vinnuveitendafé- laginu, iog er það að sjálfsögðu á ýmsa lund á annan veg en verka- lýðsfélögin geta sætt sig við. Þetta frumvarp verður því ekki að lögum með aðstoð Alþýðuflokks- ins, en verkalýðsfélögin og Al- þýðusambandið munu taka málið til rækilegrar meðferðar. ÉILUK háfa risið iniUi . • B áhugasamra björgunar- starfsmaiuía um það, hvort rétt sé að björgunarskip gegni jafn- framt íandhelgisvörnum og kom mál þetta til umræðu á aðal- fundi Slysavarhafélags íslands nú fyrir skömmu. Aiþýðublaðið hefir flutt nokkrar greinar uni þetta mál og nýlega birti það grein eftir Ólaf B. Björnsson á Akranesi, þar sem hann lýsti sig fylgj- andi hugmyndinni ufn, að björg- unarskip stunduðu jafnframt landhelgisgæzlu. Jðn Bergsveinsson erindreki Slysavarnafélags Islands géng- ur í eftirfarandi grein gegn þessari skoðun: Er það vitúrlegt, að gera ráð fyrir því, að björgunarskip Slysavarnafélags Islands verði notuð sem varðskip? Grein hr. Öl. B. Bjömssonar í Alþýðublaðinu 28. f. m. gefur tilefni til þess, að félagar Slysa varnafélagsins hugleiði þessa spurningu og svari henni hver fyrir sig, á þann hátt, er þeir telja hentugast. Ég hefi lagt þessa spurningu fyrir sjálfan mig, hvað eftir annað, síðan hugmyndin um það var fyrst fram sett opinberlega. Svarið hefir alt af orðið hið sama, ákveðið og neitandi. Ég skal fúslega játa, að mér er það bæði tilfinninga- og metnaðarmál, að hið væntan- lega íslenzka björgunarskip, verði ekki að neinu leyti not- að sem varðskip til landhelgis- gæzlu. Erlent björgunar- Farþegar mieð Gullfossi frá útlöndum i gær: Grethe Nielsen, Guðný Stefánsson, Georg Tufves-en, Jó- hann Kristjánsgon, Skúli Pálsson, Karl Olsen, Richard Thors, James Mc. Lay, Robert Wigham, Hall- Öóra Guðmundsdóttir, Camilla Þorgeirsdóttir með barn, Björn Úlnf*S0D> Ðjamí Einwsi&or skip. Björgunarskip, sem fyrst og fremst eru ætluð til björgunar mannslífum, eru erlendis sér- kennileg að lit og álitin nokk- urs konar helgidómur. I Eng- landi t. d., eru allir björgunar- bátar hvítir í sjó, bláir — nán- ast fjólubláir — ofan sjómáls, með rauðri rönd neðan öldu stokks og hvítum hvalbak. I Danmörku eru þeir rauðir. Noregi hvítir, með rauðum krossi í bláum hring máluðum að kinnung bátsins að framan, o. s. frv. Enginn notar þessa liti, éins og þeim er fyrirkomið, á önnur skip eða báta, m. a. af því, áð jafnvel litirnir eru helg- ur dómur í augum fólksins og aðeins eign bjöi gunarfélaganna. I Englandi er björgunarfélags- skapurinn elstur og hefir náð mestri festu í huga almennings. Þar eru bátarnir vígðir til björgunarstarfseminnar, af prestvígðum manni, venjulega biskupi, áður en þeir eru tekn- ir til notkunar, að sínu leyti eins og kirkjur eru vígðar til guðsþjónustugerða af opinber- um starfsmanni kirkjunnar, áð- ur en þær eru teknar í notkun. I Noregi hefir þessi siður verið upptekinn, og ég held að þetta sé orðin föst venja yfirleitt hjá björgunarfélögum, þar sem slík- ur félagsskapur hefir náð fót- festu. Slysavarnafélag íslands hefir tekið erlenda björgunarstarf- semi sér til fyrirmyndar í þessu sem öðru. Það Jhefir látið mála björgunarbáta sína og önnur áhöld með ákveðnum litum. Fyrsti björgunarbátur þess var vígður af herra Jóni dr. Helga- S5Tii biskupi Islands. Ef félagið á eftir að eignast björgunarskip, vona ég að það verði málað með sömu ’litum og bátarnir, sem fyrir eru og að það verði vígt til björgunarstarfseminnar, áð- ur en það tekur til starfa, af prestvígðum mánni. Ef þetta verður gert, er ég sannfærður um, að mörgum, bæði konum og körlum í Slysávarnafélaginu,. mundí sárna það, ef síðar væri farið að mála björgunarskipið þeirra, gráum herskipalit, setja á það fallbyssu, lögreglufor- ingja og önnur einkenni laga- varðar. — Jafnvel þótt ekki væri nema um stuttan tíma að ræða. Þótt segja megi, að þetta og þ. u. 1. sé tilfinningamál, þá getur það orðið afleiðingaríkt fyrir félagslega samheldni, að særa eða misbjóða tilfinningum. félaganna að nauðsynjalausu. Þeta veit ég, að er auðskilið jafn áhugasömum. manni um trúmál og hi’. B. B. er. Hlutverk slysavarna félagsins. Árlega eru sendir út frá skrif- stofu félagsins tvenns konar söfnunarlistar um borð í skip- in hér við Fáxaflóa. .n. öðrum listanum er greiniléga tekið frarn, að það sém safnast kann á hann, eigi að notast til kaupa á björgúnárskipi fyrir Faxaflóa Það éru haídnar skemtanir hér og hvar dg beinlínis tekið fram, að ágóðinn, sem verða kann af skemtuninni, eigi áð renna í þenna sjóð. Um sumar peninga- gjafir, er félaginu berast, er það skýrt tekið fram af gefendun- um, að þær skuli fara í sjóðinn til kaupa á hjörgimarskipi fyrir Faxaflóa.: Það er alkunna, að Slysí varnafélag Islands 'hefir unmo sér vinsældir og álit meðal er- lendra björgunarfélaga og ann- ara stofnana og einstaklinga, er hafa áhuga fyrir því, að koma í veg fyrir sjóslys við Island. Enska björgunarfélagið minnist árlega í tímariti sínu á þá hjálp og aðstoð, sem veitt er enskum skipum og mönnum af Slysa- varnafélagi íslands. Þessi skýrsla er venjulega lengri og á ýmsan hátt fullkomnari, er skýrslur um svipað efni frá öðr- um löndum, og hefir á sér aug- ljósan blæ vinsemdar og vel- vilja. Lloyds-listinn um björg- un hefir einnig getið um starf- semi Slysavarnafélags Islands. Rit beggja þessara félaga fara um allan heim, og eru á þann hátt hinir heztu boðberar þeirr- ar menningarstarfsemi, sem slysavarnafélagsskapurinn hef- ir verið hér á landi, síðan hann hóf starfsemi sína. SamL enskra togaravátryggjenda, hefir oftar en einu sinni sent félaginu peningagjafir, sem þakklætisvott fyrir starfsemi þess, o. s. frv. Eg ætla ekki að fjölyrða um það hér, á hvaða menningar- stigi, mentaðir og áhrifamiklir menn þessara stofnana og þó einkum forráðamenn björgunar- félaganna í nágrannalöndum vorum, mundu telja stjórn ís- lenzka björgunarfélagsins og aðra félaga þess, ef farið yrði að nota björgunarskip félagsins til landhelgisgæzlu eða annarar löggæzlu. Ég-er þess fullviss, að allar hinar erlendu vinsældir fé lag#ins mundu þá hv»rfa aem dögg fyrir sólu. Hin mikilsverða samúð, velvilji og beinn og ó- beinn styrkur, sem félagið hef- ir notið erlendis frá til þessa, mundi hverfa á augnabliki. Það myndi verða litið á það, með sárri meðaumkvun, bæði hér á landi bg erlendis, líkt og góðir menii líta á þann, sem svikið hefir vin í tryggðum. Starfsemi Slysáyarnafélagsins getur verið svo mikilsvert útánrikismáí, að hvorki núverandi utanríkismála- ráðherra, né eftirkomendur hans, munu telja séf fært að láta það afskiftalaust, ef starf- sémi félagsins er beint í þá átt, er fer í bága við venjur og siði slíks félagsskapar erlendis, eða á annan hátt spillir áliti þess og anara landsmanna, í augum okkur vinveittra nágranna- þjóða. En það tel ég vafalaust að verða mundi, ef björgunar- skip félagsins yrðu notuð til landhelgisgæzlu. Hr. Ól. B. Björnsson segir m. a. í hinni áminstu Alþýðubl.- grein: „Það er álit erindreka Slysavarnafélagsins, að rekstur slíkrar ,,skútu“, sem hér er gert ráð fyrir, kosti a .m. k. 60 þús. kr. á ári“. Mér þykir Ieitt, að orð þau, er ég lét falla um þetta efni, hafa verið misskilin. Eg mun hafa sagt það, að ég teldi ,ef alt væri reiknað fullu verði, mundi rekstur hins vænt- aniega björgunarskips geta far- ið upp í 5000.00 kr. á mánuði. En það er annað en 60 þús. kr. á ári, m. a. vegna þess, að ef skipinu er ekki haldið úti nema hálft árið mundi rekstur þess verða nálega helmingi minni. Fyrst til að byrja með, finst mér vel mætti við una frá því, sem nú er, ef því væri haldið úti frá byrjun nóv. til aprílloka, eða um sex mánaða tíma, þótt ákjósanlegra væri, að efnin leyfðu að skipið væri í notkun meginhluta ársins. I Noregi er björgunarskipunum haldið úti 5—7 mánuði ársins eftir efnum og ástæðum. Mér finst það eng- in f jarstæða, þótt svipuð hugs- un komi fram um reksturtím- ann hér. Slysavarnafélagið á nú í sjóði í Landsbankanum rúml. 100 þús. kr. Það má gera ráð fyrir, að mestöll þessi upphæð fari til greiðslu á andvirði björgunar- skipsins og útbúnaði þess. Ef félagið fær svipaðar árstekjur og verið hefir síðan það var stofnað, eða um 34 þús. kr. á ári, fyrir utan ríkisstyrkinn, eins og Ö. B .B. telur að þær hafi verið að méðáltali á ári, og ef heppilegt verður talið, að halda áfram að koma upp björg- unarstöðvum á landi, líkt og verið hefir, og til þess varið svipaðri upphæð og áður, eða um 10 þús. kr. á ári, verða eft- ir af árstekjunum rúmar 20 þús. kr., sem nota mætti til rekstursins. Kvennadeildirnar við Faxaflóa hafa safnað fast að 60 þús. kr. í sjóð, síðan þær hófu starfsemi sína. Sú elsta þeirra er 6 ára í næsta mánuði, en sú yngsta tveggja. Meðal árstekjur þeirra hafa því num- ið rúmlega 10 þús. kr. á ári. Þetta virðist benda til þess, að nægar tekjur muni fáanlegar til byrjunarrekstursins og það áð- ur en nokkuð er gert til þess sérstaklega, að safna fé í því augnamiði. Sumir gera sér miklar vonir um nytsemi hins væntaníega björgunarskips, aðrir minni. Reynslan ein sker úr um það, að hve miklu gagni starfsemi þess verður. Ef reynslan sýnir, að skipið veitir fleiri eða færri bátum hjálp og aðstoð, er þeir komast í hættu, bjargar mönn- um frá drukknun o. s. frv., eins og hlutverk þess er hugsað, virðist öll sanngirni mæla með því, að vátryggendur bátanna, sem hjálpað yrði, mundu eins vera fúsir til þess að greiða björgunarskipi Slysavarnafé- lagsins björgunarlaun, eða þóknun fyrir veitta aðstoð, eins og öðrum skipum. Slysatrygging ríkisins hefir á undanförnum árum veitt Slysavarnafélaginu styrk til starfseminnar, m. a. vegna þess að hún telur sér það mikinn fjárhagslegan ávinning. Ef hið væntanlega björgunarskip verð- ur svo gæfusamt, að því lánist að bjarga mönnurn frá drukn- un, virðist mér — eftir fram- komnum vinsemdum Slysa- tryggingarinnar gagnvart fé- laginu — ekkert líklegra, en að sá styrkur yrði þá hækkað- ur og mætti þá skoða það sem reksturstekjur skipsins. Það virðist því bersýnilegt, að svo framarlega reynslan sýni, að þörf og gangnsemi skipsins verði mikil, fái það einhverjar tekjur af starfseminni upp í reksturskostnaðinn. Hvað mikl- ar þær kunna að verða, veit enginn. Verði aftur á móti reynslan sú, að gagnsemi skipsins verði lítil eða engin, virðist liggja beinast við, að selja það hverj- um, sem hafa vill. Ef skip eins og það, sem hér er um að ræða, eru talin heppileg til landhelg- isgæzlu, efast ég ekki um, að ríkisstjórnin muni eins vel vilja kaupa skip af Slysavarnafélag- inu sem öðrum, telji hún það ríkinu hagkvæmt. Eg efast held- ur ekki um, að stjórn Slysa- varnafélagsins mundi þá ekki síður vera kærkomið að fá svo góðan kaupanda. Gagnkvæm viðskifti munu þá verða báðum til ánægju, svo sem vera ber. Að öll.u þessu athuguðu, fæ ég ekki komið auga á þá miklu nauðsyn fyrir Slysavarnafélag- ið, er einstöku menn virðast telja það, að væntanlegt björg- unarskip þess, skuli einhvern- tíma í framtíðinni verða notað til hvort tveggja, björgunar- starfa og landhelgisgæzlu, eða að þessi nauðsyn sé svo brýn, að um það séu gerðar funda- samþykktir, skrifað um það í blöð og á annan hátt barist fyrir því, eins og um lífið sé að leysa, og alt þetta áður en tekin hefir verið ákvörðun um uppdrætti, stærð eða gerð hins væntanlega björgunarskips. Að sjálfsögðu hefi ég ekkert á móti því, að stjórn félagsins og deildir þess taki ákvörðun um þetta nú þegar, þar eð mér er full ljóst, hvernig sá ákvörð- un á að vera. Reykjavík, 5. marz 1936. Jón E. Bergsveinsson. Ferðaíélag íslands Aðalfundur að Hótel Borg, þriðjudaginn 10. marz, kl. 20,30. 1. Aðalfundarstörf. Lagabreytingar. 2. Pálmi Hannesson fiytur erindi og sýnir skugga- myndir. Að lokmitn fundimim verður danzað. Félagsmenn mega taka með sér einn gest hver. STJÖRNIN. Síðustu söiudaga fyrir 1. drátt verður opið hjá um- boðsmönnum í Reykjavík: í dag kl 10—12 og 1—10. Á morgun kl. 2—7. Á mánudag ki. 10—12 og kl. 1 til miðnættis. Á þriðjudag verður dregið og engin sala þann dag. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði. heldur fund sunnudaginn 8. þ. m., kl. 4 e. h., í bæjarþingssalnum. Á fundinum verða mikilsverðar ákvarðanir teknar í kaup- gjaldsmálunum. Skorum við því alvarlega á félagsmenn að fjölmenna og hafa með sér félagsskírteini, því fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn. Stjóraitt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.