Alþýðublaðið - 12.03.1936, Síða 1
Lýðræði.
Skipnlag.
Vinna.
XVII. ÁRGANGUR
FIMTUDAGIN.N 12. MARZ 193S
60. TÖLUBLAÐ
CTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON
Alpýðnsambaid Islænds 20 ára I dag.
Paffi er ðflugastl félagsskapurlnn á íslandi.
Alþíðusamband IS- ;
LANDS, fjölmennasti fé- |
lagsskapurinn í Iandinu og öfl- |
ugustu baráttusamtök allra al- |
þýðu er 20 ára í dag. I»að var
stofnað 12. marz 1916.
Stofnendur Alþýðusambands-
ins voru 6 félög, Verkamanna-
félagið Dagsbrún, Sjómannafé-
lag Reykjavíkur, Verkakvenna-
félagið Framsókn, Hið íslenzka
prentarafélag, Sveinafélag bók-
bindara og Verkamannafélagið
Hlíf í Hafnarfirði.
Enginn félagsskapur, sem
stofnað hefir verið til á Islandi
hefir vaxið og eflst jafn fljótt
og Alþýðusamband Islands og
þó hefir engum samtökum verið
sýnd jafn mikil andstaða, jafn
mikill fjandskapur af öllum
sterkustu öflumun með þjóð-
inni, atvinurekendum, löggjaf-
arvaldinu, dóms- og lögreglu-
vaklinu og jafnvel á stundmn
kirkjunni.
Þetta var að nokkru leyti eðli-
legt. Alþýðusamband Islands er
stéttarsamtök verkalýðsstétt-
arinnar og aðalöflin í þjóðfélag-
inu skoðuðu starf þess og bar-
áttu, sem var ekkert annað en
starf og barátta verkalýðsstétt-
anna fyrir nýju þjóðfélagi, sem
uppreisn gegn öliu gömlu, öllu
því sem þjóðfélagið hvíldi á, en
sem var í raun og veru höfuð
og hálsréttur atvinnurekendans
yfir verkamanninum bœði til
sjós og lands.
Það var því engin furða þó að
í fyrstu væri Alþýðusambandinu
mætt, af þeim sem réðu, með
háði og spotti, og síðan með lög-
reglu, hvítliðum, verkfallsbrjót-
um, bannfæringum og stéttar-
dómum.
Bæði þessi tímabil eru liðin.
Nú er Alþýðusamband Is-
lands orðið stærsta félagsheild-
in í landinu og ákvarðanir þess
eru lög fyrir heilan tug þúsunda
verkamanna- og kvenna, sjó-
manna, iðnaðarmanna, bænda
og annara atvinnustétta.
Það er viðurkendur aðili af
öllum um kaup og kjör verka-
lýðsins, og engum dettur í hug
að svara ákvörðunum þess í
vinnudeilum með verkfallsbrjót-
um.
Þetta hefir tekist fyrir frá-
bæra atorku þúsunda verka-
manna um alt Island og þrot-
laust starf forvígismannanna og
þá fyrst og fremst Jóns Bald-
í sambandinn eru 12320 meblimir 183 félðgnm.
OTTÓ N. ÞORLÁKSSON
iyrsti iorseti Alþýðusambíuidsins.
vinssonar, sem hefir bráðum í
20 ár verið forseti sambands-
ins og leiðtogi. Hann hefir allra
manna mest gert Alþýðusam-
bandið að því öfluga vígi fyrir
verkalýðsstéttirnar sem það er
til varnar, og skarpa vopni fyrir
þær til sóknar.
I dag á afmælisdaginn sinn,
telur Alþýðusambandið 83 félög
og 12320 meðlimi. Þegar það
var stofnað fyrir 20 árum taidi
það 800 félaga Árið 1920 hafði
það 15 félög með 3500 meðlim-
um, 1924 27 félög og 4800 með-
limi, 1928 31 félag og 5200 með-
limi og 1932, fyrir 4 árum, 52
félög og 9000 meðlimi. Hefir því
f jölgunin verið einna mest síðan
1932, eða 31 félag og 3320 með-
limir.
Alþýðusambandið hefir staðið
af sér alla storma. Það hefir alt
af farið gætilega og stjóm þess
kunnað að halda því niðri sem
vildi annað hvort fara of hægt
eða of geist. Vöxtur sambands-
ins og afl þess nú á 20 ára af-
mælisdaginn er óhrekjandi
sönnun þess, að stefnan hefir
verið rétt og leiðslan, ákvarðan-
ir forvígismannanna hárréttar á
hverjum tíma.
Ég spurði einn af aðalfor-
vígismönnum Alþýðusambands-
ins að því í gær, hvort hann á-
liti ekki, að þeir tímar væru liðn-
ir, sem ástæða væri til að ótt-
ast, að andstæðingar samtak-
anna reyndu að beita samtökin
ofbeldi, eins og hvað eftir ann-
að var reynt meðan Alþýðusam-
bandið var ekki eins oflugt og
það er nú orðið.
Hann svar-
aði mér með
þessum orð-
um:
,,Ég er sann-
færður um, að
meðal and-
stæðinga Al-
þ ý ð u sa m -
Dandsins eru
enn margir
sem láta sig
dreyma um
það að geta
lagt það í rúst-
ir og eyðilagt|
þar með alt
það starf, sem!
verkalýðurinn
hefir unnið á
tveimur und-
anförnum ára-
tugum. Og ég
veit að þessir
menn reyna að
beita öllum ráðum til þess
að þessi draumur þeirra geti
ræst, því að þeir vita, að ef
Alþýðusamband Islands er kné-
sett, þá verður leiðin opin til
þess að atvinurekendur og ein-
ræðissinnar geti ráðið hér lög-
um og lofum. Hins vegar er Al-
þýðusambandið eina aflið í land-
inu, sem getur kyrkt í fæðing-
unni sérhverja tilraun til að
svifta frelsi fólkið sem ber hita
i og þunga þjóðlífsins.“
Ummæli forvígismannanna
á þessum timamótum.
JÓN BALDVINSSON.
fometi AIpýZusambands íslands síðan haustið 1916.
Ég hefi undanfarna daga haft
viðtal við nokkra helztu leiðtoga
samtakanna, bæði þá eldri og
yngri. Ég vildi á þessum af-
OTTÓ N. ÞORLÁKSSON:
0
TTO N. ÞORLÁKSSON
fyrsti forseti Alþýðusam-
ALÞINGISMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS 1936.
mælisdegi Alþýðusambandsins
fá sem gleggsta hugmynd um
það er lá til grundvallar fyrir
stofnun sambandsins og eins
því, sem hefir aðallega stjórn-
að gerðum forvígismannanna á
undanförnum tveim áratugum.
Fara ummæli þeirra hér á eftir:
V. S. V.
bandsins sagði meðal annars:
,,Ég tel að' aðalástæðan til
þess , að svo vel tókst til með
stofnun Alþýðusambandsins og
betur en Verkamannasambands-
ins 1907, hafi verið sú, að 1907
voru aðalkraftarnir utan verka-
mannastéttarinnar, en þeir sem
hófu baráttuna 1916 voru svo
Fréttirnar eru á 2. og 3. síðu.
að segja allir úr verkalýðsstétt-
unum. Ég býst við því, að ég
hafi verið einna sporléttastur
dagana sem verið var að stofna
Alþýðusambandið í marz 1916,
og ég verð að segja það, að í
þeim félögum, sem komið var
með tillögu um að vera með í
stofnuninni, var henni alls stað-
ar tekið vel og að það kostaði
hvergi neina virkilega baráttu
að fá slíka tillögu samþykta
nema í Dagsbrún. Félagarnir
horfðu mjög mikið í þann skatt,
sem þeir þyrftu að gjalda til
sambandsins og auk þess voru í
þann tíð íhaldsöflin mjög há-
vær í félaginu. En það tókst nú
samt að fá Dagsbrún með og
síðan hefir hún skipað öndvegis-
sessinn í sambandinu hvað f jöl-
menni snertir.
Hugsjónin um allsherjarsam-
tök verkalýðsins var ekki dauð
með hinu gamla Verkamanna-
sambandi, hún hfði og hún
komst til framkvæmda með
stofnun Alþýðusambandsins.
Við álitum að verkalýðurinn
gæti yfirleitt ekki náð kröfum
sínum fram nema hann væri
sameinaður og með stofnun Al-
þýðusambandsins sameinuðum
við hann. Mín stefna með stofn-
un Alþýðusambandsins var í fá-
um orðum sú, að skapa stofn-
un til sameiningar verkalýðnum,
sem gæti svo barist fyrir mál-
efnum hans ogfylgtþeimfram.“
JÓN BALDVINSSON.
JÖN BALDVINSSON, sem
var kosinn forseti sam-
bandsins
haustið 1916
og hefir því
bráðum verið
forseti þess í
20 ár, segir:
„Þegar minst
er Alþýðusam-
bandsins og
starfs þess,
eins og það er
nú, eiga menn
bágt með að
trúa því, að
þessa miklu
byggingu, sem
sambandið er
nú orðið, skuli
hafa tekist að
reisa á einum
20 árum.
, Árið 1916
pegar Alþýðu-
sambandið var
stofnað, voru
alþýðusamtökin hér í Reykjavík
langt frá því að vera öflug og
utan Reykjavíkur voru þau enn
áhrifaminni. Hér í Reykjavík
voru aðalfélögin Verkamanna-
félagið Dagsbrún, Sjómannafé-
lag Reykjavíkur og Verka-
kvennafélagið Framsókn, hin
tvö síðari stofnuð árið áður en
Alþýðusambandið var stofnað,
Sveinafélag bókbindara og Hið
íslenzka prentarafélag, en telja
verður að það fólag hafi staðið
hinum félögunum töluvert fram-
ar að öllum innri þroska og lágu
ýmsar ástæður til þess og með-
al annars sú, að margir félags-
manna höfðu kynst stéttarsam-
tökum prentara í Kaupmanna-
höfn, þar á meðal t. d. Ágúst
Jósefsson — og þeir fluttu
þekkingu sína á félagsmálum
og samtakastarfi heim með sér
og beittu henni í sínum félags-
skap.
Utan Reykjavíkur voru svo
nokkur félög, en aðeins eitt,
Verkamannafélagið Hlíf í Hafn-
arfirði, var með í stofnun Al-
þýðusambandsins, ásamt félög-
unum hér í bænum.
Áður en sambandið var stofn-
að höfðu margir hinna beztu fé-
laga rætt um nauðsyn þess sín
á milli, enda skildu þeir nauð-
synina á því að skapa allsherj-
arsamband milli hinna ungu
verkalýðsfélaga, því að eins og
það er nauðsynlegt fyrir ein-
staklinga verkalýðsstéttar að
bindast samtökum, eins er það
nauðsynlegt fyrir félög hinna
ýmsu alþýðustétta að treysta og
samrýma kraftana með allsher j-
ar sambandi.
Þegar Alþýðuðsamband Is-
lands var stofnað 1916 var tölu-
vert rót í þjóðlífinu. Sjálfstæðis-
máhn, sem höfðu eingöngu skift
mönnum í flokka voru í þann
veginn að leysast upp og gömlu
flokkarnir byrjuðu að riðlast.
Hin nýju alþýðusamtök sóttu
meðlimi sína aðallega til hins
gamla sjálfstæðisflokks, enda
voru ýmsir helztu forvígismenn
alþýðunnar gamlir framherjar í
sjálfstæðismálunum og má t. d.
í því sambandi nefna Otto N-
Þorláksson, sem varð fyrsti
forseti Alþýðusambandsins
enda er víst óhætt að segja, að
enginn einn maður hafi unnið
jafn ötulega að stofnun þess og
hann. Hann hafði líka verið með
Pétri G. Guðmundssyni í gamla
Verkamannasambandinu frá
1907 og dreymdi um að geta
aftur skapað slíkt alþýðusam-
band.
Það var svo 12. marz 1916,
að fulltrúar frá þeim félögum.
sem ég skýrði þér frá áðan
komu saman og stofnuðu Al-
þýðusamband Islands. Voru að-
almennirnir við stofnunina
Frh. á 3. síðu.
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
einn af aðalforvígismönnum Al-
þýðusambandsins frá upphafí.