Alþýðublaðið - 12.03.1936, Síða 2
FIMTUDAGINN 12. MARZ 1930
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
íhaldið verður sér
skammar
íjolmenmim fnndi í Bafnarfirði
Fyrsta tilrann Mjólkurféftags*
klifeunnar til nppreisnar gegn
mlólkurlógunum fór út mm pufur-
lljélfiir og Olaf-
or Thors áttn 15
atkvæði ð 600
iaana fundi.
TIIAUÐSMENN œtluðu sér í
gær að koma af stað upp-
reisn í Hafnarfirði gegn mjólk-
urlögunum og höfðu fengið í
lið með sér Þorstein Bjömsson,
kaupmann, sem hafði svikist
um að greiða verðjöfnunar-
gjald.
Fundurinn fór þannig, að
fundarboðendur urðu algerlega
í minni hluta og var samþykt
tillaga frá Emil Jónssyni, al-
þingismanni, þar sem m. a. var
krafist Iækkunar á mjólkur-
verðinu.
Fréttaritari Alþýðublaðsins í
Hafnarfirði skýrir þannig frá
fundinum:
Að tilhlutun íhaldsforkólf-
anna í Hafnarfirði með Þorstein
/
Björnsson í broddi fylkingar,
var haldinn mjög fjölmennur
fundur í Góðtemplarahúsinu hér
í gær.
Hefir heyrst hér um bæinn,
að fundarboðendur muni hafa
ætlað, með þessum fundi, að
blása upp ógurlegri andúð og
mótspyrnu gagnvart mjólkur-
lögunum.
En þetta fór talsvert á ann-
an veg, því fundur þessi sýndi
ljóslega, hvað fundarboðendur
(íhaldið og Þorst. Björnsson)
áttu lítil ítök hjá fimdarmönn-
um og því minna fylgi hinn ó-
heppilegi málflutningur þeirra
félaga. Enda var þetta öllum
ljóst áður, sem til þektu, bæði
um menn og málefni.
Fundurinn hófst stundvíslega
kl. 4. Fundarstj. var tilnefndur
Ölafur Runólfsson, kaupmaður,
fundarritarar voru Viggó Back-
mann og Óskar Bjarnason. —
Málshefjandi var Þorsteinn
Bjömsson og talaði hann fast
á móti m jólkurlögunum og
framkvæmd þeirra og þóttist
bera fátæklingana, (sem fram-
leiða hér mjólk), mjög fyrir
brjósti.
Ihaldsmennirnir, Bjarni Snæ-
björnsson, læknir, Guðmundur
Magnússon, kaupmaður, Ólafur
Þórðarson, skipstjóri, Þorleifur
Jónsson og Loftur Bjamason
töluðu allir á móti mjólkurlög-
unum með sínum vanalega
bægslagangi. Fylgdust fundar-
menn lítt með málflutningi
þeirra, og gerðu lítinn róm að,
svo sem vænta mátti.
Emil Jónsson flutti skörulega
ræðu, þar sem hann meðal ann-
ars spurði íhaldsmennina, hvort
þeir stæðu á bak við fundarboð-
un þessa, og hvettu menn jafn-
framt til að greiða ekki lögmætt
verðjöfnunargjald af mjólkmm.
Svaraði Þorleifur Jónsson þvi
’pannig, að hvorki íhaldsflokk-
urinn sem slíkum eða honum
sjálfum sem einstakling þætti
nein minkun þó svo væri. Verð-
ur því að draga þá ályktun af
þeim ummælum, að þegar lögin
„passa“ ekki fyrir íhaldið, þá
megi það ganga á snið við þau.
Ennfremur töluðu þessir:
Sveinbjörn Högnason, prestur,
Guðmundur Jónasson, bæjar-
fultrúi, Guðmundur Oddsson,
forstjóri, Gísli Gunnarsson,
kaupmaður og Magnús Þórðar-
son, sjómaður.
Sveinbjörn Högnason út-
skýrði mjólkurlögin mjög ræki-
lega og hvernig þau hefðu ver-
ið framkvæmd, og jafnframt
upplýsti hann, að hafnfirskir
mjólkurframleiðendur hefðu
fengið sérstök hlunnindi hjá
Mjólkursölunefnd. Jafnframt
las hann upp tvö bréf frá mjólk-
urframleiðendum í Hafnarfirði,
til Mjólkursölunefndar, þar sem
þeir höfðu gengið að öllu inná
þetta fyrirkomulag, sem hér
hefði gilt um mjólkursölu nú
undanfarið, en sumir þeirra
væru nú að andmæla.
Guðmundarnir báðir, Gísli
Gunnarsson og Magnús Þórðar-
son töluðu með skipulagningu
mjólkursölunnar og víttu fund-
arboðendur fyrir aðferðir þeirra
í málinu.
Ihaldsmenn i
algerum minni-
hluta.
I fundaríok var borin upp til-
laga frá Emil Jónssyni og sam-
þykt með tæpum 200 atkvæðum
gegn 10—15. Fer tillagan hér
á eftir:
„Fjölmennur fundur í G. T,-
húsinu í Hafnarfirði samþykkir,
að skifta sér ekki af greiðslu
áfallins verðjöfnunargjalds, þar
sem um hana fer eins og aðra
skattgreiðslu að lögum. Hins
vegar skorar fundurinn á nefnd
þá, er nú vinnur að endurskoð-
im mjóllíuríaganna, að taka hið
fylsta tillit til framleiðenda í
kaupstöðum og neytenda mjólk-
urinnar. Loks skorar fundurinn
á mjólkurverðlagsnefnd, að
lækka mjólkurverðið verulega,
tafarlaust.“
Frá fundarboðendum höfðu
áður komið fram 2 tillögur. Fór
önnur í þá átt, að heimta eftir-
gjöf á verðjöfnunargjaldi. Þeg-
ar þeir íhaldsmennirnir sáu,
hversu fór um tillögu E. J.,
heimtuðu þeir að önnur tillaga
sin yrði borin upp, þrátt fyrir
það, þótt það gengi á móti öll-
um fundarvenjum, þar sem til-
lögur þeirra voru í raun og veru
feldar með samþykt tillögu E.
J. Fundarstjóri hefir víst aumk-
ast yfir mennina, og bar upp til-
lögu þeirra fóstbræðranna, en
hún var feld með sama atkvæða-
mun.
Fundurinn fór að mestu leyti
vel fram, nema þegar Guðm.
Oddsson byrjaði að tala, þá
kom í dyrnar maður, sem nefnd-
ur er Ingi Halldórsson. Reyndi
hann að gera fundarspjöll og
tóku nokkrir óvandaðir íhalds-
strákar undir. Kallaði þá sjó-
maður til ólátamannanna og
komst þá kyrð á í salnum. Ingi
þessi er sagður bakari í Rvík,
og hefir víst viljað kenna Hafn-
firðingum kurteisi á fundum.
Eins og segir í upphafi þess-
arar greinar, var meinnig
þeirra fundarboðenda, (sem þó
ekki þorðu að láta nafns síns
getið í fundarboðinu), að vekja
uppreisn í Hafnarfirði gegn
mjólkurlögunum. En þar munu
þessir herrar hafa reiknað dæm-
ið rangt, því hafi nokkrir fund-
arboðendur, sem boðað hafa til
fundar í Hafnarfirði, fengið
háðulega útreið, þá voru það
þeir, íhaldsforkólfarnir í Hafn-
arfirði, ásamt Þorsteini kaup-
nianni Björnssyni, sem þeir í
þetta sinn öttu á foraðið.
A^pýðagamibandið.
Hátíðahðldin
í dag.
Hátíðahöld í tilefni af 20 ára
afmæli Alþýðusambands Islands
verða í kvöld á eftirtöldum stöð-
um:
1 Gamla Bíó kl. 6 stundvíslega:
Karlakór alþýðu syngur Interna-
tionalinn, Finnur Jónsson flytur
ræðu, norska talmyndin: „Vinna
handa öllum."
I Iðnó kl. 81/2 stundvíslega:
Hljómsveit lei'kur International-
inn, Jón Baldvinsson flytur ræðu,
hljómsveit leikur nokkur lög,
Brynjólfur Jóhannesson les upp,
Karlakór alþýðu syngur, Kristján
Kristjánsson syngur einsöng, Sig-
urður Einarsson flytur ræðu. Að
lokum verður sýndur skemtileg-
ur sjónleikur.
í K. R. húsinu kl. 81/2 stundvís-,
lega: Karlakór alþýðu syngur In-
ternationalinn og fleiri lög, Stef-
án Jóhann Síefánsson flytur ræðu,
Karla'kór alþýðu syngur, Alfred
Andrésson les upp, Marinó Krist-
insson syngur einsöng, „Oddur
sterki“, ríma kveðin af kvæða-
manni, þá verður einsöngur, og
að lokum flytur Haraldur Guð-
mundsson atvinnumálaráðherra
ræðu.
KI. 8,15 í fcvöld flytur Sigurður
Einarsson ræðu í útvarpið um 20
ára starf Alþýðusambandsins.
Hús hrymirund-
an snjóþyngsl*
nm á Slgluflrði.
Frá fréttaritam Alpýðubfaðsins.
SIGLUFIRÐI í dag.
' Stórt vörugeymsluhús, eign
Hjaltalínsbræðra, sem stóð nálægt
bryggju þeirra, hrundi í fyrrinótt
vegna snjóþyngsla.
Hafði safnast svo mikill snjór á
húsið, að þakið hrundi og mikið
af veggjum með.
Engar vörur voru í húsinu, en
það er alveg ónýtt.
Mikill snjór er á Siglufirði, og
er þar hríð í dag.
I MO
Næturlæknir er Guðmundur
Karl Pétursson, Landsspítalanum,
sími 1774.
Næturvörður er í Reykjavíkur
og Iðunnar-apóteki.
OTVARPIÐ:
20.15 Erindi: 20 ára starf Alþýðu-
sambands íslands (séra Sig-
urður Einarsson).
20,40 Kariakór iðnaðarmanna
syngur (söngstj.: Páll Hall-
dórsson).
21,05 Lesin dagskrá næstu viku.
21.15 Samtal (frh.): Hvernig verð-
ur veðurfregnin til? (Jón
Eyþórsson. — Vilhj. Þ.
Gíslason),
Aidúðio vex jep Dýzialandi.
41menningsálitið á Englandl er melra og
melra að snáast á svelf með Frakklandl
OltEer sendir von Ribbentrop til London.
tlNKASKEYTI Tl'L
ALÞÝÐUBLAÐSINS.
KAUPM.HÖFN í morgun.
LMENNINGSALITÍÐ
á Engíandi virðist
meira og meira vera að
snúast á sveif með Frökk-
um, og allar fréttir frá
Þýzkalandi þykja bera
þess vott, að Hitler sé af
þeirri ástæðn orðinn mjög
órólegur.
Káðunautur hans' í ut-
anríkispólitík, von Ribb-
entrop fer til London, en
það er enn ókunnugt,
hvort tilætiunin er, að
iiaim taki þátt í ráðstefnu
Locarnoríkjanna, sem fnll-
trúi Hitlers, eða hvort
iiann á bara að vera í
London meðan á ráðstefn-
nnni stendnr, til þess að
þýzka stjórnin fyigist bet-
ur með því, sem þar fer
fram.
IVIÐTALI við Ward Price,
fréttaritara enska íhalds-
blaðsins „Daily Mail“, sem fyrir
löngu er orðinn víðfrægur af
viðtölmn sínum við einræðis-
herrana á Italíu og Þýzkalandi,
hefir Hitler gefið skýringar á
ríkisþingsræðu sinni á laugar-
daginn, sem vekja afar mikla
eftirtekt, og talið er að muni
geta orðið til þess að styrkja
verulega þá stefnu, sem Eng-
land hefir tekið í deilunni, sem
risið hefir upp af samningsrofi
Nazistgstjórnarinnar — að
miðla málum með það fyrir
augum, að fá Þýzkaland aftur
í Þjóðabandalagið.
Ward Price lagði spurningar
sínar sfcriflega fyrir „foringjann"
og fékk einnig skrifleg svör frá
h-onum. En til þess að vera íisg
um að gera enga vitleysu, ráðg-
aðist „foringinn" fyrst við von
Ribbentrop einkaráðunaut sinn í
utanrífcispólitík, sém ásamt Hit-
ler er staddur í Múnchen, og
siendi eftir það svörin.
Fyrsta spurning blaðamannsins
var þessi:
„Nær tilboð yðar um það, að
Þýzkaland skuli skuldbinda sig
með gagnkvæmum samningi við
nágrannarífci sín, að ráðast ekki
á þau, einnig til allra ríkja við
austurlandamæri Þýzfcalands, að
Tékkóslóvakíu >og Austurríki með
töldum?"
Þessu svaraði Hitler þannig:
„Tilboð mitt nær til allra ríkja
við austur- og vesturlandamæri
Þýzkalands, undantekningar-
laust, einnig til Tékkóslóvakíu
og Austurríkis.“
Næsta spurning: „Eruð þér
reiðubúnir til þess að láta Þýzka-
land ganga í Þjóðabandalagið
undir eins, þannig að það geti
rætt þetta tilboð iog Þýzkaland
sjálft tekið þátt í þeim umræðum
sem meðlimur í Þjóðabandalags-
ráðinu?"
Ráðstefnan um framtíð
Locamosamningsins, sem hefst
á ný í London í dag, verður
haldin í utanríkisráðuneytinu
enska, í sama herbergi og
samningurinn var undirritaður
í árið 1925.
Fundur Þjóðabandalagsins
verður hins vegar haldinn í
hinum glæsilega málverkasal
í Sankt James Palace.
Enska stjórnin hélt fund í gær
og ræddi hið alvarlega ástand í
álfunni. Þó er talið að þær lum-
ræður muni aðeins hafa verið al-
menns eðlis.
Eden var ekki staddur á fund-
inum, því að flugvél hans gat
ekki farið í tæka tíð frá Rarís
vegna þoku. Utanríkisráðherrann
varð af þeirri ástæðu að fara með
járnbrautarlest af stað áleiðis til
London og kom ekki þangað fyr
en seint í gærkveldi.
Hið pólitíska andrúmsloft er alt
lævi blandið, hver flugufréttin
gýs upp eftir aðra, en enginn veit
mieð vissu, hvað er að gerast.
Hitler svaraði: „Eg hefi lýst
því yfir, að Þýzkaland væri
reiðubúið að ganga þegar í stað
aftur í Þjóðabandalagið, jafn-
hliða því, að ég lét í ljós þá
von, að jafnrétti Þýzkalands
við önnur ríki til þess að eign-
ast nýlendur, yrðí viðurkent, og
aðskilnaður milli Þjóðabanda-
lagssáttmálans og Versalasamh-
ingsins framkvæmdur í fyrir-
sjáanlegri framtíð.
Ég álít að heppilegast væri, að
tilboð Þýzkalands um að sículd-
binda sig með gagnkvæmum
samningi til þiess að ráðast ekki
á nágrannaríki sín, yrði rætt milli
stjörnanna sjálfra, sem hlut eiga
að máii. Öryggissamningurinn,
siem ég hefi stungið upp á milli
Þýzkalands, Frakklands, Belgíu
og ef til vill Hollands, snertir lika
stjórnír þessara Landa beinlínis, og
ekki aðeins þær, heldur einnig
stjórnir þeirra ríkja, sem boðið
hiefir verið upp á að tryggja þann
samning með undirslkrift sinini.
En Þýzkaland rnyndi einnig
gleðjast mjög mikið yfir því, ef
eithvert ríki, t. d. England, vildi
siem einlægur sáttasemjari fcoma
fram mieð práktiskar uppástungur
um lausn þessara mála.“
Fyrir utan þessi svör við spurn-
ingum blaðamannsins skrifaði
Hitler, að tilboð hans væri alls
ekki tímabundið, og að hann væri
t. d. reiðubúinn að standa við það
síðar, ef stjórn Frakklands gæti
ekki hafið samningaumleitanir
um það fyrr en frönsku kosn-
ingarnar, sem eiga að fara fram
í apríllok, væru um garð gengn-
ar. Þýzkaland ætlaði sér ekki
þangað til' að gera neinar nýjar
ráðstafanir, sem gætu breytt því
ástandi, sem nú er.
Að endingu skrifaði Hitl-er:
„Ég vil aðeius bæta einu við:
Ef þessu tilboði verður hafnað
eða ekki svarað eins og svo
mörgum öðrum, sem á undan
því eru gengín, muii Þýzkaland
ekki gera Evrópu fleiri tilboð."
Þrátt fyrir öll stórtíðindi þ-ess-
ara síðustu daga, vekja þessar
yfirlýsingar gífurlega athygli.
STAMPEN
Sovjet-Bússiðtíd
heintar herion hirt
M Bíb.
OSLO 11. marz. F.B.
Sendiherra rússnesku ráð-
stjórnarríkjanna í London,
Maiski, hefir tilkynt brezku
stjórninni, að ráðstjórnin sé
algeriega mótfallin hvers konar
samkomulagstilraunum við
Þjóðverja, meðan þeir hafi setu-
lið í Rínarbygðum í trássi við
gerða samnlnga. (NRP).
Inska stjórnin ráðin
i að gera sðmn
krðfn?
LONDON 12. marz. F.B.
Að því er United Press hef-
ir fregnað, samkvæmt áreiðan-
legum heimildum, var sú
ákvörðun tekin á fundi brezku
ríkisstjórnarinnar í gær, að
styðja kröfui' Frakka um það,
að þýzka ríkisstjórnin kalíi á
brott af afvopnaða svæðinu í
Rínarbygðum heriið það, sem
hún sendi þangáð s. I. laugár-
dag, jafnhliða, því sem Hitler.
lýsti yfir því, að Þýzkaland
teldi sig ekki lengur bundið við
ákvæði Locarnosáttmálans.
(United Press)
flamanið í aivðrnnni
LONDON, 11/2. (FÚ.)
Fundur Þjóðabandalagsráðsins
ér nú ákveðinn á laugardag, og
vierður haldinn í St. James höll í
London. Er yfirleitt ánægja með
þá ráðstöfun í Frákklandi og
Bielgíu, en í Italíu er svo litið á
þiessa ákvörðun, að í einu blaði
er beinlínis sagt, að Þjóðabanda-
Þlagið hafi „giatað allri blygðun-
artilfinningu, þar sem það hafi
flutt sæti sitt frá strönd Genfar-
vatns til Thamesárbakka".
Forseti Þjóðabandalagsiráðsins
hefir sent út tilkynningar um
fundinn, og greinir þar frá ástæð-
um þess, að fundurinn er hald-
inn í London. Áttu hlutaðieigend-
ur að tilkynna það fyrir kl. 3 í
dag, ef þeir hefðu nofckuð á möti
því, að fundurinn yrði haldinn í
London. Búist er við að Grandi
mæti siem fulltrúi Italíu.
8
tiauptmann
verður tekinn
af lifi 3. apríl.
Binkaskeyti tii AlþýðublaSsins.
KAUPMANNAHÖFN í morgun.
RA TRENTON í New
Jersey er símað, að nú
sé búið að taka endanlega
ákvörðun um það, hvenær
Hauptmann verði tekinn af
lífi.
Á aftakan að fara fram í
rafmagnsstólnum 3. apríi
næstkomandi.
STAMPEN.
Þýzkaland relðnbúið að
ganga í ÞJóðabandalaglð.
wmtrní við Hitler, sem vek-
ur stórkostlega eftirtekt.