Alþýðublaðið - 19.03.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1936, Blaðsíða 3
FIMTUDAQINN 19. MARZ ÍSK.,n, ALÞÝÐXJBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. ______ ■ StMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir) I 4902: Ritatjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) l 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÖRSPRENT H.F. "— -—"—1—fimin ---~r TniMiii ■■ 1—111111 Vinna handa öllum, sem vilja vinna. HINU hugkvæmdalausa íhaldi, sem stýrir pennum Miorgim- blaðsins, h-efir á síðustu dögum orðið Skxafdrjúgt um það, að Al- þýðuflokkurinn stefndi að því marlki, að koma því skipulagi á atvinnuvegina, að allir, sem vilja vinna, geti fengið vinnu. Auðvitað miða þessi skrif Morgunblaðsins ökki að því, að“ upplýsa sannleikann í þessu máli; auðvitað gerir það enga tilraun til þess að sýtia fram .á, hvað gert hefir verið til þess að nálg- ast það mark, að allir geti fengið vinnu, og því síður talar.það um, hvernig íhaldið hefir farið ber- serksgang gegn öllum þeim fram- kvæmdum, sem að þessu hafa miðað. Morgunblaðið er ekki aö fræða lesendUr sína um það, að núver- andi stjörn hefir beitt sér fyrir stórmerkum nýjungum á sviði sjávalíútvegsins. Það minnist Iæss ekki, að fyrir hennar at- beina háfa síldarveiksmiðjur rík- isins verið stórau'knar, að tekið hefir verið að hagnýta fisk eins og karfa .og ufsa, senr hinir „ráð- kæjiu“ íhaldsleiðtogar hafa látið moka í sjóinn í þúsunda tonna tali, ár eftir ár. Pað minnist þess ekki heldur, að gerðar hafa verið stórmerkar tilraunir með hrað- frystan fis'k og vinna nýja rnark- aði fyrir þessa vöru, og nú er farið að herða fisk i allstórum stíl, og vitað er, að fyrir þá vöru fæst sæmilegt verð. For- ráðamönnum íhaldsins, sem sjálfir kalla sig „ráðkæna", hefir með öllu gleymst að gera slíkar til- raunir. Pað ier svo sem ekki að vænta þess, að Morgunblaðið tali um tilraunir ieins og þær, að veiða og hagnýta rækjur, þótt full vissa sé fyrir því ,að þar getur verið um álitlegan atvinnuveg að ræða. Á sviði iðnaðarmálanna hefir vierið sett löggjöf að tilhfutun nú- verandi stjórnar, sem bæði léttir óréttmætum tollum af hráefnum til iðnaðar og bætir aðstöðu iðn- aðarmanna til reksturs og fjár- öflunar. Á sviði landbúnaðarins hafa verið sett ein hin merkustu lög um afurðasölu, er þegar hafa fært bændum landsins geysilegan hagnáð og nú eru undirbúnar stór feldar framkvæmdir í garðyrkju, alt fyrir atbeina núverandi stjórnar. En því miður er alt þetta ekki hægilegt til þess, enn sem komið ér, að veita öllum vinnu. Heims- kreppan, kreppan sem íhaldsöfl heimsins ' hafa skapað og við- haldið, Iiefir lagst á o'kkur með þeim þunga, að ekki hefir unnist bugur á henni að fullu; og íhalds- spekingarnir hér heima hafa gert alt, sem, í þeirra valdi hefir staðið til þess að hindra hinar nýju framkvæmdir í þágu atvinnulífs- ins og draga úr áhrifum þeirra. En íhaldinu verður rutt úr götu. Maiikmiðið næst fyr eða seirana, þáð maifc, að allir hljóti vinnu, fi sem viLja vinna. Um kartðflurœkt. Eftir Þórð Jónsson, Eyrarbakka, Margt hefir undanfarin ár ver- ið rætt og ritað uni garðrækt okkar Islendinga, og í ræðum og ritum hafa landsmenn verið hvattir til framtaiks í margs kon- ar garðrækt og sýnt fiam á á- gæti þeirra fæðötegunda, er garð- ræktin gefur. Um marghæfni í garðrækt hefir samt ekki verið að talá fram að þessu, af ýmsum ástæðum, einkum þó líklega fjár- hagslegum. Garðræktin verður æ- tíð að hafa éitthvert rekstursfé handbært. Margir hafa mjög tak- maikað land til umráða, og Ijá einnig með slæmum ábúðar- og leigu-skilmálum, og er því helzt til að dreifa i sjóþorpum. Af þessum ástæðum og vafalaust miiklu fleirum er eðlilegt að menn séu tiegir að hætta sér út í lítt þekta ræktun garðávaxta, en vilji heldur leggja i að rækta þau jarðepli, sem aldagömul reynsla hiefir sannað að gefi arð, en það eru kartöflur og gulrófur. Af þeim ástæðum verður sú tegund garðræktar gerð að umtalsefni í eftirfarandi línum. Ein er sú tegund mótbára gegn garðræktinni, að vinnukraft vainti til þess að reka hana í stórum stíl. Garðræktin þoli ekki hið. háa kaupgjald, sem aðrir atvinnuvegir megni að bjóða, og því miður er því ekki að leyna, að á slíkuru blindskerjum hefir garðræktin stundum strandað. En ekki verður annáð séð en að nú á timum sé það ekki aðalatrið- ið, að vinnan gefi arð, heldur miklu fremur til þess — að ein- hverju leyti — að halda lífinu í fólkinu, þó hún gefi engan arð, því auðvitað er það aðalatriðið. Eins og kunnugt er er nálægt 1/3 hluti landsmanna búsettur i Reykjavík, og því miður virðist Reykjavík ekkert hafa við alt þetta fólk að gera — síður en svo — 'Og til þess að halda lífinu í öllum þessum mannfjölda, verð- ur að grípa til einhverra ráða. Unj þær leiðir éru að vísu skiftar skoðanir, ieins og um flest al- vörumál þjóðarinnar, en þó virð- ast allir- sammála um að stofna þurfi til einhverrar svonefndrar atvinnubótavinnu til þeks að halda lífinu í fólkinu. Pað virðist næsta undarlegt, að allir skuli ekki geta verið sam- mála um það, að nauðsyn beri til að sú vinna, sem framkvæmd er á kostnað ríkis og bæjarfélags í þeim tilgangi að bjarga fólkinu frá hungurdauða, sé framkvæmd á þann hátt, að vinnan gefi eitt- hvað í aðra hönd, þótt sú leið blasi við allra hugum, hvort held- ur er litið út á hafið eða til hins gróðursæla ónumda lands. En ráðandi menn þjóðarinnar rífast um þetta atriði, rífast upp á líf og dauða um það til dæmis, hvort sé heillaríkara fyrir nútíð og framtíð, að fleygja því ó- grynni fjár, sem varið er til svo- nefndra atvinnubóta i Reykjavík, atvinnulausu fól'ki til framdrátt- pr, í nýjar götur og göturæsi og ný húsahverfi og því um líkt í Reykjavík, eða rækta ónumin lönd og bieyta þeim í iðgræn tún og akra austur í Flóa, eða kaupa ný skip til fiskiveiða. Pegar maður iítur yfir þessi verk og athugar slík deiluatriði sem þessi, þá vaknar sú spurn- ing: Hve lengi er hægt fyrir þjóð- ina að borga slíkar framkvæmdir, sem hún hefir orðið að horga undanfarin ár til atvinnubóta. En því má ekki gleyma, að atvinnumálaráðherra lét síðastlið- ið haust byrja á nýrækt austur í Flóa. Engum, sem opin hafa aug- un fyrir nauösyn aukÍDiniajr fram- leiðslu og arði af vinnunni, bland- ast hugur um að það vax rétt, að láta þessa menn vinna að slíkri ræktun, og þó að vísu margir litu þær framkvæmdir illu auga í byrjun, þá fer þeim mjög fjölg- andi, sem líta með velþóknun til hins litla vísis að ræktun, sem framkvæmd var af reykvískum atvinnubóta-verkamönnum austur í Flóa, og virða að verðleikum verk þeirra umbótamanna, sem hrint hafa slíkum framkvæmdum áleiðis. Það er mælt að ríkið sé að — eða jafnvel búið að — kaupa lönd Eyrarbakka og Stokkseyrar, og líklega eru óvíða á landi hér jafngóð skilyrði til kartöflurækt- (ar iktórum stíl eins og með sjáv- arströnd þessara sjóþorpa. Pað ier gleðilegur vottur um framför, að rífcið eignist sem mest af jarðeignum, og þá eigi hvað sízt þau lönd, sem þjóðinni er nauðsynlegt að fá sem fyrst til afnota við hóflegri leigu og með traustum ábúðarrétti. í þessu sambandi vil ég með fáum orðum minnast á Stóra- Hraun. Sú jörð hefir lengi verið talin með beztu jörðum austur hér fyrir margra hluta sakir. Til dæmis má heyja á þeirri jörð 3000 hesta af heyi og þar má rækta þúsundir tunna af kartöflum. Pað land jarðarinnar liggur með sjáv- arströndinni og upp að þeim hluta strandarinnar refcur þau ó- grynni af þara, að skiftir mörgum þúsundum bílhlassa árlega, en þari í kartöflugarðasandgarða — er sú ákjósanlegasta áburðar- tegund. En sá galli er á Stóra-Hrauni, að lielmingur jarðarinnar er prestssietur, hinn helmingurinn er einkaeign, og sá ljóður er eiruiig á landeign þessari, að jörðin er í eyði að mestu og hefir verið mörg undanfarin ár, og er því í mestu niðurníðslu að öllu leyti. Slægjur og tún jarðarinnar hafa verið léð Pétri og Páli í smábútum frá ári til árs með 'Okurverði. Hinn hluti landsins, sem beztur er til kartöfluræktar, er að- mestu ó- notaður og mun verða meðan svona standa salkir með jörðina. Af þessu, hvernig fcomið er með Stóra-Hraun, er ljóst, að rík- ið verður að eignast þá jörð alla, og skal að því vikið síðar.. Allir, sem ræktað hafa kaxtöfl- ur, vita það, að kartöflurækt í flestum árum borgar sig, ef vel og viturlega er með farið, en nú eru íslenzkar kartöflur lítt fáan- legar, og ef við eigum að lifa á kartöflum að einhverju leyti, eins og læknavísindin ráða okkur til sökum beilnæmis þeirra, verðum við að lifa á útlendum kartöflum fram að ofckar uppskerutíma. Vandræða-atvinnubótavinna i Reykjavík, en engar íslenzkar kartöflur, er þjóðinni irrjög vafa- samur sáluhjálparvegur. Reykvíkingar eiga að rækta kartöflur og jafnvel fleiri garðá- vexti, og verja til þess einhverj- um hluta af atvinnubótafénu, eti ekki vestan við Hellisheiði, heldur austan við hana. En slik fyrirtæki verða ekki framkvæmt hljóðalaust. Það er baneitur í hoidi og beinum hin? íhaldssamasta hluta þjóðarinnar, og sem alt vill toga aftur á bak. að hreyfa við nokkru, er stefnt geti til framfara, og að kioma með þá tillögu, að Reýkvíkingar fari austur á Eyrarba'kka og Stokks- eyri og rækti þar kartöflur í at- vinnubótavininu, býst ég við að verði siem hrópandi rödd í eyði- möiku. Af þeirri áatæðu vil ég í fáunj Stérkostleg vatnsflóð í Banda- rikjnnum í Norður-Araeriku. Pittsbirgh og Johostewo eioangraðar LONDON, 18. marz. FÚ. Borgin Pittsburgh í Banda- ríkjunum, sem telur 700 þúsund íbúa, er nú að heita má einangr- uð vegna vatnavaxtanna á þessu svæði, og eru fljót sögð vatnsmeiri og yfirborð þeirra hærra, en nokkru sinni áður svo sögur fari af. Flóðin hafa vald- ið stórkostlegum skemdum, og eldur hefir víða komið upp á flóðasvæðinu. Mikill eldur kom upp í Pittsburgh, og er slökkvi- liðið gerði tilraun til að slökkva hann, reyndist það ógemingur vegna vatnavaxtanna, og tap- aðist mikið af útbúnaði slökkvi- liðsinns, þannig, að hann skol- aðist í burtu. 1 morgun, er flóðin tókuk að sjatna í Johnstown, brotnaði önnur stífla, og flæddi þá yfir borgina á ný, og eru nú sumir borgarhlutar í fjórtán feta djúpu vatni. orðum benda á aðra leið, sem gæi orðið til að hrinda áfram kartöfluræktinni austur hér. Eins og kunnugt er senda Reyk- vííkingar annan flokk manna hing- að austur en atvinnubótaverka- menn, það eru menn, sem dæmd- ir eru til dvalar um lengri og skemri tima á vinnuhælið á Litla- Hrauni. Það er einnig ‘kunnugt, að jörð- in Litla-Hraun er lítil og fáum kostum biun. Af þeim ástæðum verða verkefnin fá handa þeim mönnum, sem sendir eru á vinnu- hælið. .Pað er einnig alkunnugt, að langmestur hluti þeirra manna, sem á vinnuhælið koma til dvalar, eru úr Reykjavik. Margt af þeiro mönnum eru góðir verkmenn, al- búnir að vinna það til frelsis sér að vinna alls konar útivinnu, enda mæla reglur vinnuhælisins svo fyrir, en veikefnin verða of lítil og fá á jafn iítilli jörð. Það er því enn ógert hjá ríkinu að sjá þeim mannahóp, sem alt af fer fjölgandi, fyrir nægilegu verkefni. Nú hagar því þannig til, að jarðirnar Stóra-Hraun og Litla- Hraun liggja saman, og eins og áður er sagt á ríkið helming jarð- arinnar Stóra-Hraun. Að samieina þessar jarðir handa vinnuhælinu er því sjálfsagður hlutur, því slíkt gætu orðið ómetanlegar atvinnu- bætur vinnuhælinu og létt mjög reksturskostnað þess í framtíð- inni, og þá einkum þegar þess er gætt, hve vel hagar til nneð kart- þflurækt í landi Stóra-Hrauns, þá kemur vitanlega fyrst og fremst til greina sú ræktun, og þá í isitór- um stíl. Af því hve þetta er aðkallandi, verður ekki annað séð en að ríkið verði nú þegar að hefja þessax framkvæmdir, sem hér er bent á. Ríkið verður einnig að leggja vinnuhælinu sérstakan styrk til að stofna til kartöfluræktar — og ef til yill fleiri garðávaxta — í stórum stíl nú þegar á næsta vori, því að sjálfsögðu hlyti að fylgja slíkum framkvæmdum nokkur stofnkiostnaður, svo sem girðing- ar, öflun áburðar, útsæði 10 31., en ég teldi því fé vel varið og á rétt- an hátt, sem í slíkt væri lagt, og þó að nokkur áhætta af ýmsum ófyrirsjáanlegum veðrabrigðum fylgi slíkri ræktun, tjáir ekki að- hræðast slíkt. Slík áhætta fylgir flestum framkvæmdum, og því mieir sem stærri eru, en vel gæti. líka svo farið, að slíkt fyrirtæki. maTgborgaði fé og fyrirhöfn. Þór&ur Jónsson. Flóðasvæðið hefir verið lýst í hernaðarástand, og lögregl- unni og ríkishernum verið boð- ið að skjóta á hvem þann, sem geri tilranu til spelvirkja eða rána. Johnstown hefir alls ekkert samband við umheiminn. Tal- símasamband og þráðlaust sam- band er rofið, og engin leið að fá þaðan neinar fréttir. Flug- vélar flytja matvæli til borgar- innar. Ekki er vitað, hvað mikið manntjón hefir orðið, en þess er minnst, í þessu sambandi, að stórflóð gerði á þessu svæði vegna stórrigninga, árið 1889, og fórust þá milli 2000 og 3000 manns, þar á meðal margir, sem höfðu bjargast upp á járribraut- arbrú, sem síðan kviknaði í. Johnstown er mikil iðnaðar- borg, og er kolavinsla þar mik- il. Árið 1928 voru íbúar borg- arinnar taldir 73,700.: Bjarni Thorarensen: LJððnœll L on U. Kaupmaimahöfn 1935. LJIÐ ísienzka fræðafélag í * Kaupmannahöfn hefir ráðist í að gefa út að nýju kvæði Bjarna Thorarensens. Forseti félagsins, Jón Helgason prófessor, hefir bú- ið bókina tii prentunar, og er hún í tveim bindum, 601 bls. samtals, auk formála, efnisyfirlits og reg- isturs. í formálanum segir svo um út- gáfu þe&sa: „Markmið hennar er að skorða sem vandlegast hyrn- ingarsteinana undir rannsóknum á skáidskap Bjarna. Pess vegna er hvarvetna leitað til elztu frum- gagna sem kostur var á og reynt að ráða, eftir föngum, spurning- ar um texta kvæðanna, aldur og varðveizlu. Munu allir þeir, er kynna sér það sem um skáldskap Bjarna hefir verið ritað, komast að raun um að öllum hefði verið fyrir beztu að þetta verk hefði fyrr verið unnið.“ í útgáfu þessa eru teknir allir kviðiingar Bjarna, þeir er prent- liæfir þóttu, og er hún því hinn roesti fengur öllum þeim, sem viija kynna sér til hlítar kveðskap Bjarna. I fyrra bindinu er fyrst, eftir formálann, æfisaga Bjarna, allít- arleg. Síðan koma kvæði hans öl). og loks upphöf kvæðanna og fyr- irsagnir. Þetta bindi er því harla eiguleg bók og jafnlíklegt til að ná hylli þeirra, sem unna ljóðum, og hinna, sem dýpra vilja grafa um það, hvernig kvæðin hafa skapast eða hver séu tiiefni þeirra og tildrög. I síðara bindinu eru fyrst at- hugasemdir við fyrra bindið, og segir þar frá geymd kvæðanna yf- irleitt, fyrri útgáfu, handrit o. fi. og um einstök kvæði. Er þar sam- an kominn mikill fróðleikur, sem varpar ljósi yfir kvæðin sjálf qg höfund þeirra. Pá koma næst stökur og kviðlingar Bjarna. Sumt af þeim hefir áður verið prentað, en annað verið á hrakhólum manna í milli, oft afbakað á ýmsa lund. Efni og upptök >er skýrt jafnharð- an af mikilli nákvæmni. Loks er Icafli, sem útgefandi nefnir Ýmis- legt, og ræðir þar um ljóðmæli og stökur, sem ranglega hefir ver- ið eignað Bjarna, skoðanir hans á bökmentum og bóklestur, skrá yf- ir bréf hans og síðast þýðingar á . ljóöum hans á erlend mál. feiizelos látínn. VENIZELOS. LONDON, 18. marz. FÚ. Venizelos andaðist í morgun í París, 72 ára að aldri, og var banamein hans lungnakvef. Eleutherios Venizelos fæddist 23. águst, 1864, á Krítey, gekk síðan í skóla í Aþenu og út- skrifaðist sem lögfræðingur frá háskólanum í Aþenu 23 ára gamall, lagði síðan stund á lög- fræðistörf á Krít, en fór brátt að gefa sig við stjómmálum. 1 uppreisninni 1889 varð hann að flýja frá eynni, en kom aftur heim eftir að friður var kominn á. Venizelos var kosinn á þing Kríteyinga gegn tyrknesku stjórninni. Eftir 1909 má svo heita, að Venizelos sé altaf á víxl annað- hvort aðalstjórnandi á Krít eða foringi stjórnarandstöðunnar. Árið 1910 komst Venizelos á þing Grikkja, og varð forsætis- ráðherra Grikklands mánuði síðar. Síðan hefir Venizelos ver- ið einhver áhrifamesti stjórn- málamaður, sem uppi hefir ver- ið á Grikklandi, og hvað eftir annað forsætisráðherra. Hann var og einnig fulltrúi Grikkja á Þjóðabandalagsfundum í Genf. Fastir norskir verzl- unarerindrekar í Mið- og Suður-Ame- ríku og Palestínu? KAUPM.HÖFN 17. marz. F.Ú. Norska verzlunarmálaráðu- neytið hefir gert tillögur um það til þingsins, að ríkið setji nið- ur sérstaka viðskiftaræðismenn, þar sem henta þykir í Mið- Ameríku, og um norðanverða Suður-Ameríku. Enn fremur í löndunum við austanvert Mið- jarðarhaf. Telur ráðuneytið að þessara ráðstafana sé sérstaklega þörf vegna saltfisksútflutningsins. Þietta bindi er eínkum fyrir fræðinnenn, sem rannsaka vilja kveðskap Bjarna. Par er siaman kominn geysimikill fróðleikur, og virðist hvarvetna gætt hinnar mestu nákvæmni, enda er nafn Jóns Helgaáonar trygging þess að svo sé. Ég tel engan efa á því, að hér hafi verið unnið þarft verk fyrir íslenzkar bökmentir og bók- mentafræði. Bjarni Thorarensen er orðinn ,,'klassiskur“. Hann maikar tímamót í íslenzkri list, sem upphafsmaður rómantísku stefnunnar á landi hér, svo að hver sá, a sem kynnast vill eða kanna skáldskap okkar á 19. öld- inni, verður að rannsaka rit hans til sæniilegrar hlítar. Og auk þess er ætíð vel, þegar ver'kefni er tekið svo „hreinlegt tak“, áð sýni- iegt er, að ekki þurfi að ganga í það aftur. En svo tel ég, að hér hafi orðið, og á Jón Helgason prófessor miklar þakkir skilið fyr- ir útgáfu þessa. Pálmi Hannes&on.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.