Alþýðublaðið - 03.04.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1936, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINTN 3. apríl 1936. ALÞÍÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: ASalstrœtl 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SIMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritatjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904:- F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. r Overjandi. F^ÁTT hefir vakiö rneiri og al- monnari antlúö en hin ein- staka frekja og óskammfeilni Ólafs Thors — skuldugasta mannsins við skuldugasta fyrir- tælkiö — að láta kjósa sig í bankaráðið. Allir skynbærir menn sjá, til hvílíks ófarnaðar er stefnt, pegar starfsmenn við ákveðin atvinnu- fyrirtæki, og það fyrirtæki, sem hefir verið og er rekið með það eitt fyrir augum, að fullnægja luxusþörfum einnar fjölskyldu, gerast svo ósvífnir að heimta völd við sjálfan Landsbankann, sem er þjóðareign. Svo alrnent eru nienn hneyksl- aðir yfir þessari framkomu hins skulduga manns, að Morgun- blaðið þorirekki að þessu sinni að hreyfa' penna honum til varnar, læt- ur nægja varnarskjalið, sem Ólaf- ur sendi sjálfur daginn eftir að kosningin fór fram. Því verður ekki neitað, að Sjálfstæðismenn eru í nauðum staddir. Innan vébanda þeirra eru til ýmsir sæmilegir menn; allir eru þeir útilokaðir frá völdum í flo'kknum, og útilokaðir frá að gegna hinum mikilvægustu trún- aðarstörfum fyrir hann. En það er viss ætt innan f.okks- ins, sem jafnan hefir nóga pen- inga með höndum; því Kveld- úlfur borgar um og yfir 20 þús. Ikr. í árslaun, og þegar þau eru uppjetin, þá lánar Kveldúlfur, því Landsbankinn lánar Kveldúlfi, sem heimtar öll völd og allar trúnaðarstöðurnar, því Kveldúlf- ur verður að halda áfram að borga hátt fcaup; hann verður að halda áfram að lána framkvæmd- arstjórum sínurn, og Landsbank- inn verður að halda áfram að lána honum; Ólafur Thors verður að vera í bankaráði. Það er sameiginlégt með Fram- sóknar- og Sjálfstæðis-flokknum, að báðir eru í vandræðum með foringja sína. En sá er munur flokkanna, að Framsóknarflokkur- inn hiefir kunnað á því tökin að tafcmarka mjög völd síns for- manns, en Sjálfstæðisflokkurinn hefir til þessa sfcort manndóm til þess að láta Ólaf Thors vita, að hann er lítils rnetinn af öll- um sínum flofcksmönnum, og suro ósvifnustu verfc hans eins og það. tað troða sér inn í banklaráðið, ver enginn, ekki - einn einasti þeirra. Frjálslyndir menn geta horft á þessa atburði með ánægju, því ljóst er, að íhaldið gengur beina braut til feigðar undir forustu skuldugasta mannsins við skuld- ugasta fyrirtæfcið. Togari sektaður. Ægir fcom í fyrradag með fransfcan togar-a til Vestmanna- eyja, sem honn hafði te’kið hjá Einisdrang. Skipstjórinn var i gær dæmdur í 4200 kr. sekt. Sami skipstjóri var kærður fyrir ólög- legan útbúnað veiðarfæra 1921 og þá dæmdur í 2000 fcr. sekt. JA)LÞYÐUBLAÐIÐ Jaínaðarmannafélagið og krðfi- ganga verkalýðsfélaganna 1. mai. IUMRÆÐUNUM á hinum sameiginlega fundi 1. máí nefndanna í Góðtemplarahúsinu í fyrrakvöld kom fram sú • at- hugasemd frá einum hinna svo- nefndu ,,samfylkingarmanna“ að úr því að Jafnaðarmannafé- . lag íslands ætti fulltrúa í 1. maí j nefndunum, þá væri alveg eins ; hægt að semja við kommúnista- flokkinn um fyrirkomulag og stjórn kröfugöngunnar, því að Jafnaðarmannafélagið væri engu síður pólitískur félags- skapur en hann. Heyrst hefir eftir á, að einstakir menn hafi jafnvel tekið þessa athugasemd ! alvarlega. Trúlegt er það þó ekki; til j þess er blekkingin alt of gegn- sæ. Því að hvenær hefir Jafnað- armannafélagið gert það að skilyrði fyrir þátttöku sinni. í kröfugöngu verkalýðsféla,g- anna, að það fái ákveðna tölu ræðumanna og sérréttindi til þess að trana sér fram fyrir verkalýðsfélögin og allsherjar- samband þeirra með sérstökum félagsfána til þess að skera sig úr og sýna einhverja. sérstöðu í kröfugöngunni ? Jafnaðar- mannafélagið tekur skilyrðis- laust og samningslaust og sér- réttindalaust þátt í kröfugöngu verkalýðsfélaganna og lætur hinar kosnu 1. maí nefndir þeirra og fulltrúaráðið alveg um það að ákveða kjörorð henn- ar, fána og forystu. Og það er einmitt upp á þessi sömu skilyrði, sem kommúnista- flokknum er boðið að vera með í kröfugöngunni. En vill komm- únistaflokkurinn það ? Nei. Hann heimtar samninga á þeim grundvelli að hann fái ákveðna tölu ræðumanna og sérstöðu í kröfugöngunni með sínum fána í broddi fylkingar. Það sem hann vill, er innbyrðis klofin kröfuganga-, undir ■ yfirskini ,,samfylkingar“. Klofningurinn á að koma fram í því, að það sé hver flokksfáninn upp á móti öðrum, og hver ræðumaðurinn upp á móti öðrum. Þess vegna er ,,samfylking“ kommúnist- anna pólitísk svikamylla og ekk- ert annað. Hin sa,nna-samfylk- ing verkalýðsins er verkalýðsfé- lögin sjálf og allsherjarsamband þeirra, Alþýðusamband Islands. Og sá, sem ekki vill vera með í henni er raunverulega, hvað svo sem hann kann að ímynda sér sjálfur, ekki samfylkingarmað- ur í þess orðs réttu merkingu, heldur klofningsmaður. Munurinn á afstöðu Jafnaðar- mannafélagsins og kommúnista- flokksins er því þessi: að Jafn- aðarmannafélagið setur verka- lýðsfélögunum enga kosti og viðurkennir meirihlutavilja þeirra, en kommúnistaflokkur- inn neitar að viðurkenna hann og krefst samnings og sérrétt- inda fyrir sig. Það getur vissu- lega ekki verið af umhyggju fyrir einingu verkalýðsins að hann gerir það. En sjái hann að sér og vilji taka þátt í kröfu- göngu verkalýðsfélaganna á sama hátt og Jafnaðarmanna- félagið, þá er hann velkominn. Það, sem verkalýðurinn þarf, er eining og lýðræði í samtök- unum, en engin samfylkingar- refskák og klíkusérréttindi. Uppianse kommfin- istaílokkannaðNorjl' urlindom. Fyrir fáeinum inánuðum barst hingað frétt um það, að Aage Jör- giensen rithöfundur, einn af elztu og þiéktustu mönnum Kommún- istaflokksins í Danmörku, hefði sagt sig úr þeim flokki, saddur á þieim pólitíska hringlandahætti og piersónulega klíkuskap, sem stöðugt hefir verið að fara; í vöxt í honum teins >og öllum öðrum söfnuðum Alþjóðasambands fcom- múnista - Kominterns — úti I h-eimi. Nú kemur nýr Jobspóstur frá kommúnistaflokkunum á Norður- löndum — að þ-essu sinni frá Sví- iþjóð. 1 fcommúmstaflokknum þar hiefir alt logað í illd-eilum milli foringjianna upp á síðkastið og allir skotið máli sínu til Komin- terns austur í Moskva. Þessum deilum hefir nú lokið með því í bráðina, að Hugo Sillén, hinn eig- inl-egi stofnandi komriiúinista- flokksins. í Svíþjóð >og margra ára trúnaðarmaður Kominterns þ,ar, hefir ásamt konu sinni, Signe Sil- lén, verið kyrrsettur, eða settur í „sóttkví" eins og það er kallað þustur í Moskva sem hættulegur „tækifærissinni“. Keppinaut hans í flokknum, Svend Linderoht, sero undanfarið h-efir þótt auðsveipari við Komintern, er ætlað að nota útlegðartíma Silléns til þ-ess að „hreinsa" flo’kkinn, þ. e. a. s. reka vini Silléns úr honum og festa sjálfan sig og klíku sína í sessi. Það er nákvæmlega sami skollalieikurinn og hér heima fyr- ir tveimur árurn. Vísiadaleiðangur áVatnajokal. VÍSINDALEIÐANGUK . fer síðast í þessum mánuði að eldstöðvunum í Vatnajökli. Verður dr. Niels Nielsen foringi leiðangursins. Á laugardaginn kemur fer dr. Niels Nielsen frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur með „Gullfossi“. í Edinborg slæst í förina hinn ungi jarðfræðingur, magister Noe-Nygaard. Þegar til Reykjavíkur kemur verður jarðfræðingurinn Jóhannes Á,s- kelsson með þeim. Frá Reykjavík fara þessir þrír vísindamenn í rannsóknar- för um svæðið suðvestur af Vatnajökli, þar sem þeir ætla að leita leiðbeininga manna, sem kunnugir eru á svæðinu. Seinna í sumar eiga 3—4 ís- lenzkir stúdentar, undir leiðsögn Pálma rektors Hannessonar að koma til aðstoðar. I ráði er að ganga á Vatna- jökul að sunnan og reyna meðal annars að mæla ísalögin í hinum 3—400 m. djúpa dal, þar sem gígurinn er. Þegar gosin bræða ísinn er hægt að mæla hitann, sem til þess þárf. Menn vita úr eðlis- fræðinni hve margar hitaeining- ar þarf til þess að bræða t. d. 1 tonn af ís, og þegar ísmagn- ið er þekt er hægðarleikur að reikna út hitaeiningarnar, sem þarf til þess áð bræða hann. Fyrirhugað'ier að mæla aukning ísmagnsins árlega, þar til gos kieniur. J-afnframt ie:r búist við sænskum rannsóknarleiðarigri í sumar, sem Ungmennafélagsskapnrlnn og frelsisbrátta íslenzkrar alpýðu. Eftir Guðmund frá Hrísnesi. F YRIR 30 árum síðan — eða árið 1906 — var fyrsta ungmennafélagið á Islandi stofnað. Æskulýðurinn á Ákur eyri reið á vaðið, með stofnun U. M. F. Ákureyrar, og átti með því sinn mikla þátt í uppbygg- ingu ungmennafélaganna og þess margþætta starfs, sem þau hafa innt af hendi fyrir íslenzk- an æskulýð nú í þrjá tugi ára. Starfssaga ungmennafélag- anna hefir verið of margþætt og verkefni þeirra of umfangsmikil til þess, að unt sé að gefa nokk- uð tæmandi yfirlit yfir það í örstuttu máli. Ég mun því að- eins, með örfáum orðum, leitast við að skýra frá tildrögum til stofnunar þessa félagsskapar og þess starfs, sem hann hefir haft með höndum. Til þess að geta greint, að éinhverju verulegu ráði sögu- legt og menningarlegt gildi fé- lagslegrar starfsemi, sem hófst laust eftir síðustu aldamót, verðum við að láta hugann reika til baka — aftur í tímann — til bernskuárá félaganna og sýna viðleitni til þess að' gera okkur ljós þau félagslegu og menningarlegu viðhorf, sem þá blöstu við sjónum hinnar upp- vaxandi kynslóðar. Aðeins með slíkri rannsókn- arreglu er unt að leggja nokk- urn ábyggilegan dóm á, og meta með nokkrum rétti, starfsemi ungmennafélaganna. Og hvernig var þá hið pólitíska og menn- ingarlega viðhorf, sem blasti við sjónum þess æskulýðs, sem stofnaði ungmennafélögin og mótaði fyrstu starfsreglur þeirra og fyrirætlanir ? Landið var undir yfirráðum Dana. Áhrifanna frá þessu stjórnarfarslega sambandi gætti á öllum sviðum. Danskar ,slett- ur“ voru sem óðum að læðast inn í „ástkæra, ylhýra málið“, það mál, sem þjóðin hafði talað og ritað frá því landið bygðist. Þessi óræki vottur sambands- ins við Danmörku, sem mjög víða varð vart á miður viðkunn- anlegan hátt, snart viðkvæm- ustu strengi í brjóstum allra góðra manna. Þjóðerniskendin vaknaði smátt o gsmátt — frelsislöngun fólksins færðist úr viðjum svefns og vanafestu, og fjöldi liðíækra manna, aðallega úr alþýðustétt, lagði. stærsta dag- skrármáli þeirra tíma — hinni þjóðernislegu frelsisbaráttu — liðsinni sitt og styrk. En áhrifin frá dönsku yfir- 1 ráðunum voru mjög rótföst með þjóðinni og erfiðleikarnir mikl- ir, sem yfirvinna þurfti áður en nokkurs verulegs árangurs varð vart. Og það, sem verst var, innanlands átti konungsvaldið danska einnig sinn liðskost og sína liðsmenn. Flestir svokallaðir „betri“- borgarar þeirra tíma voru tóm- látir í sjálfstæðisbaráttu þjöð- arinnar eða sýndu henni full- kominn fjaldskap. ekki stendur þó í meinu samba'ndi við þann dans’ka. Fiormaður sænska leiðangursins verður Hans. W. Ahllmann, pró- Sessor í jarðfræði við háskóiann í Stokkhólmi. Dr. Nielssen verður aftur kom- inn til Kaupmannahafnar 1. ágúst. en aðrir þátttakendur ranmsóknai'- fararinnar halda áfram rannsókn- lunum þar til í byrjun september. Megin-þorri embættismanna landsiris, sem flestir höfðu hreppt stöður sínar af kóngsins náð, voru einnig mjög tómlátir í þessum efnum, og undu prýði- lega þeirri aðstöðu, sem þeim hafði tekist að skapa sér. Drykkjuskapur og alls konar óreiða og spilling þreifst í þess- um jarðvegi eins og áleitið ill- gresi, enda í fullu samræmi við lifnaðarhætti og lífsreglur þeirr- ar stéttar, sem taldi sig stétt- borna til forráða í þjóðfélaginu. Bókleg og líkamleg mentun æskunnar var yfirleitt á mjög lágu stigi, enda engin virkileg forusta sjáanleg í þeim efnum. I stuttu máli sagt: Hin óleystu verkefni biðu eftir skap- andi og framsæknum kröftum á öllum sviðum félagslegrar starfsemi. Hvert sem litið var, var augljóst, að það sem á skorti framar öllu öðru, var stórvaxið átak dugandi og djarfhuga æsku, sem vissi hvað hún vildi, og átti til að bera bæði vit og vilja til að bjóða innlendu afturhaldi og erlend- um kúgurum byrginri. Upp úr þessum jarðvegi spruttu ungmennafélögin, út- breiddasti og f jölmennasti æsku lýðsfélagsskapurinn, sem enn hefir starfað hér á landi. Stefnan var strax mörkuð af fyrstu félögunum og leit í stór- um dráttum út þannig: 1. Barátta fyrir hvers konar líkamlegri og bóklegri ment- un æskulýðsins. 2. Verndun þjóðlegra einkenna og viðhald og fegrun ís- lenzkrar tungu. 3. Barátta á móti áfengisnautn (bindindisheit). I stefnuskrá og starfsreglum fél. var því lýst skýrt og skil- merkilega, hvernig félögin hugs- uðu sér að ná settu marki: Með skipulagsbundnu uppeldis- og fræðslustarfi meðal meðlima sinna, fundum og samkomum, sem veittu öllum rétt til þátt- töku í ræðuhöldum og umræð- um og gæfi þeim þar með tæki- færi til að ná þeim þroska, að geta orðið virkir og starfandi félagar. Það orkar varla tvímælis, að þessi stefnuskrá var í svo fullu samræmi við félagslegar þarfir þess tíma sem unt var. Og enn í dag er margt úr fyrstu starfs- reglunum í fullu gildi og getur jafnvel orðið það um ófyrirsjá- anlegan tíma. Stofnun U. M. F. Akureyrar 1906 var aðeins fyrsti þáttur þeirrar allsherjarsóknar æsku- lýðsins um alt land, sem hófst með stofnun þessa félagsskap- ar. Svo að segja í hverju þorpi og hverri sveit risu nú upp sams konar félög og óhætt mun að slá því föstu, að þeir þættir fé- lagslegrar starfsemi hér á landi eru teljandi, sem hlotið hafa meiri vinsældir og heitari árn- aðaróskir í vöggugjöf en ein- mitt ungmennafélagsskapurinn. Þeir, sem eitthvað þekkja fá- breytileik sveitalífsins og ein- angrun, fara nærri um það, hvort reglulegir ungmennafé- Iagsfundir og samkomur hafi ekki þótt góðir gestir í afskekt- um sveitum á Islandi laust eft- ir síðustu aldamót. Með mjög margþættri starfsemi og for- ystu í áhugamálum unga fólks- ins, settu þau, mjög víða, alveg nýjan svip á lífið í sveitunum, veittu út í bygðirnar nýjum straumum og hressandi blæ, er boðaði betra líf og batnandi tíma. Ungmennafélögin létu sig strax — og láta enn — íþrótta- málin miklu skifta og hafa með aðgerðum sínum í þeim efnum veitt meðlimum sínum margar ánægjustundir og ógleymanlega árangra. Hinar mörgu sundlaugar, héraðsskólarnir o. m. fl„ sem er ótrauður menningarvottur í sveitum landsins, er bæði bein- línis og óbeinlínis verk ung- mennafélagshreyfingarinnar og þeirra áhrifa, sem frá þeim hefir gætt. Friðun skóga, hafa félögin jafnan mikið látið til sín taka. Og þótt viðvarandi rödd þeirra í sambandi við það mál, hafi oft verið lítill gaumur gefinn, er þó ekki unt að neita því, að einnig í þeim efnum hafa þau náð verulegum árangri. Á seinni árum hefir þess mjög gætt, að starf ungmenna- félaganna hefir dofnað og dreg- ist saman. I stað þess, að þau voru á blómatíma sínum forystufélags- skapur æskunnar í hvers konar frelsis- og menningarbaráttu, eru þau nú (a. m. k. mjög víða) nær eingöngu til að fullnægja skemtanaþörf fólksins. Fomi áhuginn og ósveigjanlegi eld- móðurinn er horfinn að mestu — athugum lítils háttar orsak- ir þessarar hnignunar. Frh. Aflafréttir frá Vest- mannaeiriDin. Mestan afla höfðu í fyrradag Von 20,375 kg. og Gulltoppur 19,950 kg. Skipstjóri á Von er Guðmundur Vigfússon og skip- stjóri á Gulltoppi Benóný Frið- riksson. — Guðmundur Tómas- son, skipstjóri á Þristi fekk 15000 kg. í 21 net, en gat ekki innbyrt fleiri net sakir of- hleðslu. — Kl. 17,30, er skeytið var sent, voru fáir bátar komn- ir að, en afli þeirra var fremur tregur. Sjómenn segja nú mikinn f jölda af togurum á netasvæð- inu og telja þá mjög nærgöng- ula, svo hætt sé við að skemdir fari að verða á veiðarfærum. Afli er mjög tregur á Færeysk fiskiskip við Eyjar. Stærsti þorskur, sem veiðst hefir í Vestmannaeyjum á þess- ari vertíð veiddist í fyrradag í net á „Þorgeir goða“. Fiskurinn var 158 cm. langur, vóg 48 kg„ með haus og hala. Hrognin vógu 7 kg„ en lifrin var lítil og mög- ur og fiskurinn magur. Einnig veiddi „Nýji Ófeigur" fisk, er var með stórum stimpli á hægri hlið. Mátti greinilega lesa í stimplinum stafina O. M. en annað letur var ólæsilegt. Fisk- urinn var hrognfiskur 98 cm. langur. (FÚ.). Bæ ja r stoj r nar koso- inaaráSpánll2 ap íl OSLO, 2. apríl. FO. Bæjarstjórnarkosningar eiga að fara fram í borgum og bæj- um á Spáni 12. þ. m. Óeirðasamt er í landinu víðs- vegar, og hefir stjórnin gert víð- tækar ráðstafanir til þess að halda uppi reglu og friði. Þar á meðal hefir frelsi til pólitískra fundahalda og flokkadrátta ver- ið allmikið takmarkað. I Sevillaa lenti í gær í róst- um milli lögreglunnar qg mann- fjölda, sem saman hafði safn- ast, og fórust fjórir menn í þeim 1 skærum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.