Alþýðublaðið - 22.04.1936, Side 3
ALÞfÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAG 22. APRIl! 1036.
ALÞ'Í'ÐUBLAÐIÐ
RITSTJÓRX:
F. R. VALDEMARSSON
RITST.IÓRN:
Aðalatræti 8.
AFGREIÐSLA:
Hafnarstræti 16.
SlMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglysingar.
4901: Ritstjðrn (innlendar fréttir)
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima)
4904: F. R. Valdemarsson (heima)
4905: Ritstjóm.
4906: Afgreiðsla.
STEINDÖRSPRENT H.F.
Skilyrðislaist niðir
merki alíýðBsam-
takaina!
ÞAÐ er lærdómsríkt fyrir
kommúnistana okkar, að
athuga þá samfylkingu verka-
lýðsins, sem nú er hafin víða
um lönd.
I Noregi t. d. hafa kommún-
istar ákveðið að ganga skilyrð-
islaust í kröfugöngu verkalýðs-
félaganna 1. maí. Þar er ekki
minst á nein sérmerki komm-
únista, en það er skýrt tekið
fram, að allar deilur milli
Kommúnistaflokksins og Al-
þýðuflokksins skuli falla niður.
Það er ekki með einu orði tal-
að um að kommúnistar eigi að
fá sína ræðumenn við hátíða-
höldin, en það er lögð áhersla
á það, að verkalýðurinn verði
að sameinast og standa í einni
fylkingu í baráttunni gegn at-
vinnuleysi og fasisma.
Þannig er þessu háttað hvar-
vetna þar, sem samfylking hefir
hafist, og þannig ætlast læri-
feðurnir í Moskva til þess að
það sé. Þeim er ljóst, að eini
grundvöllurinn fyrir samfylk-
ingu er sá, að kommúnistar
hætti umsvifalaust að bera róg
á og níða niður Alþýðuflokkana
og leiðtoga þeirra. Þeim er
ljóst, að kommúnistar verða að
hverfa undir merki hinha vold-
uga alþýðusamtaka, sem starfa
í samræmi við Alþýðuflokkana
og það án allra skilyrða. ög
kommúnistar hegðá sér sam-
kvæmt þessu allsstaðar nema
hér. Hér eru menn eins og
Einar og Brynjólfur að setja
skilyrði fyrir þátttöku sinni í
kröfugöngu verkalýðsfélaganna
1. maí. Þessir sömu vindbelgir
geta ekki til þess hugsað, að
hætta að svívirða Alþýðuflokk-
inn og leiðtoga hans. Þeir starfa
þvert ofan í andann frá Moskva
og halda áfram sundrunga-
starfsemi sinni meðal íslenzks
verkalýðs. Til þess skemdar-
starfa hafa þeir fengið í Iið
með sér menn eins og Árna
Ágústsson, sem til þessa hefir
talist til Alþýðuflokksins.
— En Einari, Brynjólfi og
Árna er bezt að vita með vissu,
að það verður aldrei talað við
þá um nein skilyrði fyrir þátt-
töku þeirra í kröfugöngu verka-
lýðsins 1. maí, þeir sem þang-
að koma, koma án skilyrða.
Norðmeaisi gera
beasíii kjara
samning við
Umgiiay.
KAUPM.HÖFN 20. apríl. FÚ.
Milli Noregs og Uruguay hef-
ir verið undirskrifaðvr nýr
verzlunarsamningur, og er svo
kveðið á í honum, að Noregi eru
trygð beztu kjör um saltfisk-
sölu,
Einhiiga alþýðufylklng nndir
merkjnm Alþýðusambandslns.
Ávarp til alpýðunnar í Reykjavík
frá fulltrúum alþýðufélaganna.
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS er 20 ára gömul
samfylking íslenzkrar alþýðn. Það er fyrsta og
eina samfylking hennar, og þeir, sem ætíð hafa verið
trúir stefnu þess, eru hinir einu sönnu samfylkingar-
menn, sem aldrei hafa brugðist.
1930 mistu nokkrir meðlimir Alþýðusambandsins
trú á þessari samfylkingu og hugðu að málefnum al-
þýðunnar yrði betur borgið, ef hún berðist sundruð,
heldur en sameinuð.
Nú virðast atburðir hér á lándi og erlendis hafa
leitt þessa meim til viðurkenningar á því, að það var
misráðíð að rjúfa samtökin og að það sé lífsskilyrði
fyrir alþýðuna, að berjast fyrir réttindum sínum í
einni fylkingu.
Undirritaðir fulitrúar verkalýðsins í Reykjavík
fagna þessari viðurkenningu, óska að trúa því að
liugur fylgi máli og vænta þess, að þeir, sem brugð-
ust samtökunum sýni samfylkingarvilja sinn með því
að hverfa aftur undir merki Alþýðusambandsins,
hinnar einu skipulögðu samfylkingar íslenzkrar al-
þýðu, sem um getur verið að ræða.
Bjóða þeir í nafni þessarar samfylkingar þá vel-
komna í raðirnar 1. maí, er ganga munu úndir merkj-
um verkalýðsfélaganna og samfylkingar þeirra: Al-
þýðusambandsins.
Jafnframt skorum vér á alla meðlimi verkalýðs-
félaganna og velunnara alþýðusamtakanna að fjöl-
menna í kröfugöngu vora 1. maí, fyrir skipulagi,
réttlæti og íýðræði, til tryggingar atvinnu, foæítum
lífskjörum, menningu og farsæld alls vinnandi fólks.
Stefán Jóh. Stefánsson, ritari Alþýðusamb. Kristinn Jóhannesson
' deildarstjóri í Dagsbrún. Ólafur Friðriksson' varaformaður Sjó-
mannafél. Rvíkur. Kristinn Vilhjálmsson form. Félags blikksmiða.
Þorlákur Ottesen form. Pöntunarfél. verkamanna. Helgi Þorhjörns-
son deildárstj. í Dagsbrún. Steingrímur Jóliannessón form. Mat-
sveina- og veitingaþjónafél. íslands. Svava Jónsdóttir í stjórn
þvottakvennafél. Freyja. Martin Jensén deildarstj. í Dagsbrún.
Zophonías Jónsson deildarstj. í Dagsbrún. Einar Eiríksson deildar-
stj. í Dagsbrún. Ingimar Þorkelssón deildarstj. í Dagsbrún. Gísli
Arason deildarstj. í Dagsbrún. Þórður Gísláson deildarstj. í Dags-
br'ún. Einar Pálsson deildarstj. í í Dagsbrúh. Sigurður Gröndal í
stjórn Matsveina- og veitingaþjónafél. Islaiids. Guðmundur Pét-
ursson deildar3tj. í Dagsbrún. ilndriði Halldórsson deildarstj. í
Dagsbrún. Björn Magnússon deildarstj. í Dagsbrún. Bjarni Bjarna-
son deildarstj. í Dagsbrún. Villijálmur S. Vilhjálmsson blaðamað-
ur við Alþýðublaðið. Finnur Jónsson alþingismaður. Þorsteinn Kr.
Magnússon. deildarstj. í Dagsbrún. Guðmundur Sigurðsson bakari.
Einar Björnsson deildarstj. í Dagsbrún. Jón Sigfússon bakari.
Tómas Sigurþórssou deildarstj. í Dagsbrún. Jón Björnsson deildar-
stj. í Dagsbrún. Björn Björnsson deildarstj. í Dagsbrún. Emil
Jónsson alþingismaður. Árni Ásmundsson deildarstj. í Dagsbrún.
Guðjón B. Baldvinsson deildarstj. í Dagsbrún. Magnús Guðmunds-
son deildarstj. í Dagsbrún. Gunnlaugur Jónsson deildarstj. í
Dagsbrún. Víglundur Gíslason deildarstj. í Dagsbrún. Gestur
Björnsson deildarstj. í Dagsbrún. Guðbjartur Björnsson deildar-
stj. í Dagsbrún. Pétur Ottesen deildarstj. x Dagsbrún. Sigurður
Marteinsson, Sjómannafél. Rvíkur. Reynir Snjólfsson deildarstj.
í Dagsbrún. Helgi Eggertsson deildarstj. í Dagsbrún. Ölafur M.
Jóhannesson deildarstj. í Dagsbrún. Jón Guðbrandsson deildarstj.
í Dagsbrún. Jóhannes Gr. Jóhannesson deildarstj. í Dagsbrún.
Árni Guðmundsson bílstjóri, deildarstj. í Dagsbrún. Gunnar M.
Magnúss rithöfundur. Jón Magnússon form. F. U. J. Anna Guð-
mundsdóttir fulltrúi Verkakvennafél. Framsókn. Jón Axel Péturs-
son formaður Stýrimannáfél. Isíánds. Gunnar Eggertsson, deildar-
stjóri í Dagsbrún.
Fiskveiðar Færeyinga
hafa bngðíst i vetur.
Togaraútgerð með hlutdeild bæjarfélags-
ins f Ðórshöfn er í undirbúningi.
hafa verið gott, hafa þó orðið
ekki svo fá slys á flotanum. Á
einu skipi dóu tveir ungir menn
af mislingum; af skútunni
Godthaab fórust tveir menn,
þannig, að brotsjór tók þá út-
byrðis; skútan Thor laskaðist
svo, að áhöfnin varð að fara
heim aftur með Drottningunni;
skútan King Arthur laskaðist
einnig svo, að um stund var
skipið ófært til fiskveiða. Opinn
bátur frá Miðvogi í Færeyjum
fórst á skírdag, og drukknuðu
þrír menn. Veður var ekki
gott, en þó talið sæmilega fært.
Vindur stóð á móti, og er talið
að báturinn, sem hafði sterka
vél, hafi gengið svo hart á móti
brotsjó, að hann hafi fyllt.
Þetta slys sást úr landi.
Til Klaksvíkur eru nú komin
Fréttaritari útvarpsins í
Þórshöfn á Færeyjum ritar
fréttastofunni á þessa leið 15.
apríl:
„Fiskveiðar Færeyinga við
Island hafa á þessu ári gengið
með allra versta móti. Eitt ein-
asta skip hefir fengið 20 þús- j
und fiska, en allur þorri skip- ;
anna milli 4 og 15 þúsund. — ;
Jafnvel þó að fiskverð verði ]
sæmilegt, verður hlutur fiski- \
mannanna svo lítill, að þeir fá ;
ekki öllu meira en fyrir fötum |
og fæði. Útgerðarmenn bíða yf-
irleitt stórt tap, og peninga-
■ þröng heimafyrir á Færeyjum
er óvenju mikil.
Slyslarir á fiskiflot-
anum.
Þó að tíðarfar megi teljast
tvö ný fiskiskip. Eni það stór-
ar þrímastraðar skútur, smíð-
aðar í Danmörku. Kostaði hvor
þeirra 140 þúsund krónur.
Tólf þúsund smálestir eru sá
skammtur, sem Færeyingar
hafa fengið leyfi til að flytja
af saltfiski til Spánar á árinu
1936. Þar af er þegar búið að
flytja út 3000 smálestir.
Togaraútgerð með
hlutdeild bæjarfélags
ins í Bórshöfn.
Vegna þess, hve færafiskveið-
arnar ganga erfiðlega, og lítið
er upp úr þeim að hafa, eru
menn í Færeyjum farnir meir
og meh' að hugsa um togara-
útgerð.
I Þórshöfn verður nú reynt
að stofna hlutafélag, til togara-
kaupa. Er ætlanin að bæjarfé-
lagið taki 35 þús. króna hlut í
félaginu. Hlutafé er ákveðið að
verði 100 þús. krónur, en lán til
skipakaupanna er þegar fengið,
í Fiskveiðabankanum danska.
Vaxandi sjálfstæðis-
barátta.
Þann 3. apríl hélt Gagnfræða-
skólinn í Þórshöfn 75 ára af-
mæli sitt. Var í því tilefni boð-
ið til samsætis í skólanum, og
mættu þar um 30 skólamenn og
aðrir gestir. Tvær ræður voru
fluttar á dönsku, en allar aðr-
ar á færeysku. Má vera, að
þetta þyki lítilsvert að nefna,
en af því að þessi skóli er dansk-
ur, og þar heyrist daglega ekki
annað en danskt mál, þykir oss
það umtalsvert. Nú er færeyska
orðin lögfest námsgrein í skól-
anum, og er henni ætlaður jafn-
mikill tími sem dönsku. Klukk-
an 5 um morguninn höfðu
skóladrengirnir í skólanum
dregið upp færeyskan fána við
skólahliðið. En klukkan 8 var
fáninn horfinn. Vissi þá enginn,
hver tekið hafði hann niður.
Síðar vitnaðist, að það var
dönsk kenslukona, og hefir
þetta mál vakið talsvert umtal.
(FU.).
Talkóræfing
í kvöld í Mjólkurfélagshúsinu.
Nauðsynliegt að allir mæti stund-
víslega.
Stranmnr og skjállti
og lðgin I landinu.
Eftir Vilmund Jónsson landlœkni.
IV. Lækolngar og sigllngar.
Það má ef til vill verða til
nokkurrar skýringar því máli, er
hér hefir verið gert að umræðu-
efni, að ég segi stuttlega. frá sam-
taii, ier ég átti i vetur, er haesl
stóðu umræðurnar um strauminn
og skjálftann, við kunningja
minn cinn, skipstjóra, er mikinn
áhuga hefir á, að alls öryggis
sé gætt um siglingar til verndar
lífi og limum sjófarenda eg fær
aldrei um slíkt nógu ströng lög,
né nógu ýtarlegur reglur settar.
Þetta var létt sanital, og hvórugur
lagði sitt bezta fram, en ég ætla
þó að af því roegi læra, hversu
lítið grundvallaðar eru skoðanir
jafnvel hinna greindustu manna
4 þeim málum, sem þeir hafa
ekki sérstaklega tekið sér fyrir
að. kryfja til mergjar, og í hve
miklu ósamræmi þær geta verið
við skoðanir þeirra á hliðstæðum
niálum, sem þeir hafa sérþekk-
ingu á.
Skipstjórinn skýrði mér frá því,
sem ekki er ótítt að heyra hér á
landi, að þó að hann hefði ekki
mikið kynt sér starfseroi spíri- |
tista, hefði hann lengi haft mikla
samúð nneð kenningum þeirra —
mikla samúð. I þessu sambandi
fann hann og ástæðu til að taka
fram, að lækningastarfsemi miðl-
anna ætti að sínu viti að gefa
miklu meiri gaum, — já, miklu
mieiri gaum, og hann sagði mér
eina sögu ef ekki tvær — sem
ég hefi nú gleymt — af sjúkum
mönnum, er læknast höfðu hjá
miðlum, „eftir að fjöldamargir
læknar voru frá gengnir", eins
og það er svo hátíðlega orðað.
Það væri öldungis óþarfi að tor-
velda lækningastarfsemi miðl-
anna, sem efalaust gæti orðið
mörgum að liði. Sama væri af
hverju fólkinu batnaði, ef þvi;
batnaði. Lærðu læknarnir væru
ekki þeir bubbar, að nokkur á-
stæða væri til að láta þá einoka
alla lækningastarfsemi í landinu.
Þá fcomu sögur af yfirsjónum og
glappaskotum hinna lærðu lækna.
Drykkjuskapnum var heldur ekki
gleymt og þá ekki lyfjaokrinu.
— Þetta er líklega alveg satt,
sem Þú segir, sagði ég. Því er
verið að setja öll þessi lög og ali-
ar þessar reglur, sem gera lífið
svo flókið, að fæstir vita, hvern'g
á að lifa því? Því er verið að ein-
oka ákveðna starfsemi handa á-
kveðnum flokkum manna? Þvi
miega ekki allir reyna að gera sitt
biezta? Að vísu þurfa flestir að
læra til verka. En alt af virðast
vera til .menn, sem hafa það af
náttúrunini, sem aðrir verða að
hafa mikið fyrir að tileinka sér.
Því má ekki láta náðargáfurnar
keppa við lærdóminn? Það ætti
að vera sama, ef verkið tekst,
hver leysir það af hendi.
Og okkur k'Om ágætlega saman.
— Dásamleg gáfa þessi miðils-
gáfa, sagði ég.
— Já, sagði kunningi minn, og
vildi nú segja mér einhvern fyr-
irburð.
— Það er annars einkennilegt,
hvað miðilsgáfunni er beitt tii
fárra praktiskra hluta, annara en
lækninga, sagði ég þá- Geta má
næiTi, úr því að miðlurn tekst svo
vel með lækningar, hvað þeir
mundu geta afrekað við það, sem
vandaminna er.
— Til dæmis? sagði kunningi
minn.
-r- Til dæmis við úrsmíði, sagði
ég, eða húsasmíði. Ætíi það væri
ekki reynandi að láta þá segja
fyrir um járnbindingu í stein-
steypu. Þeir okra á þessum íit-
reikningum, verkfræðingarnir, og
svo springa loftin og veggirnir
jafnvel því meira, því dýrari scm
útreikningarnir hafa verið. Ég
hafði sem sé nýlega látið byggja
hús.
— Útreikningar eru nú alt af
útreikningar, sagði kunningi
minn. Hann bar virðingu fyrir
stærðfræði, af því að hann hafði
lært lógaritma.
— Eða hvað ættum við að segja
um eftirlitið með bönkunum. Þá
var enn einu sinni nýlega búið
að stela í Landsbankanum.
— Já, eftiriitið pieð bönkunum
er nú ekki á marga fiska, sagði
kunningi minn.
— Þá er skipstjórnin, sagði ég.
Er nokkur ástæða til að binda
skipstjóraréttindín svo ströngum
skilyrðum ? Þeir eru nú ekki all r
þeir bubbar, skipstjórarnir ís-
lenzku, að ástæða se til að láta
þá einoka öll réttindi t.l að stýra
skipum. Drykkfeldir eru þeir ekki
síður en aðrar stéttir: Hins vegar
eru ekki skorin við þá launin.
Er það ekki á hvers manns vit-
orði, að þeir gera hvern skand-
alann á fætur öðrum, þessir lærðu
skipstjórar, og er eins skemst að
minnast.
— Jú, skipstjórinn varð að
kannast við, að það hefði verið
skandalastrand.
— Það vantaði að minsta kosti
ekki navigatörana hvem upp af
öðrum á skipið, sem tók sig upp
á Reykjavíkurhöfn hér um árið
og stýrði um hábjartau dag í
glaða sólskini beint upp á Þjót-
inn, flúð undan Akranesi, að hafn-
sögumönmmum ásjáandi út um
gluggana hérna á hafnarskrifstof-
unum, hélt ég áfram. Enda hefir
þiað orðið að orðtaki meðal sjó-
manna, að þá flúð hefði enginn
getað fundið nerna lærðustu
mieiraprófsmenn.
— Fyrir slík einstök óhöpp
verður nú aldrei girt, sagði kunn-
ingi minn. Og ekki held ég að
þau yrðu sjaldgæfari, ef minni
kröfur yrðu gerðar til skipstjór-
anna. »
Þá sagði ég honurn hina stór-
kostlegu sögu af hákarlaskipinu
Feyki, er slitnaði upp af Skaga-
strandarhöfn, í ofsaveðri. Skip-
stjórann bilaði kjark. Einn há-
se inn, Sigurður rngjaldsson, hinn
þekti æíisöguhöfundiir, s m kunni
ekki meira í sjómannafræði en
hvítvoðungur, tók við stýrinu.
Hann vildi fá strikið hjá skip-
stjóranum og rak hann að átta-
vitanum. Skipstjörinn hundskaðlst
að kompásnum, en datt með hann
og braut í honum „ballansinn".
Þá gekk hann „til kojs“. En Sig-
urður skorðaði sig við stýrið,
spýtti í lúkurnar, stýrði skipinu
og stefndi því eftir því sem and-
inn inngaf honum. Þegar nokkuð
sást, voru hvítfyssandi brotsjóirn-
ir á bæði borð, og sker og flúðir
alt urn kring, annars alt í einu
löðurkófi, himinn, jörð og haf.
(Frh. á 4. síðu.)