Alþýðublaðið - 14.05.1936, Qupperneq 2
FIMTUDAGINN 14. MAI 1936.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Garðrækt og blómrækt.
Garðyrbjustðrfin
V.
V.
Vieðráttan er ieinn þá hálf-rosa-
leg og votviðrið bagar mjög garð-
ræktinni, því víða er illmögulegt
að vinna jörðina. Víðast hvar er
klaki þó fíarinn það úr jörðu, að
mestu leyíi, en þó mun enn þá
grunt á hainn í nýræktarlöndun-
um.
Matjurtagarðurinn.
Þeir, sem ekki eru bánir að
endurgróðursetja káljurtasæðl-
inga sína, annað hvort í sömu
kassana aftur, eða úti í sólar-
reit, þyrftu að gera það áður en
langt um líðuðr, standi þeir of
þétt. Annars er hætt við að þeir
verði of langir og renglulegir.
Kálgarðana
má stinga upp úr þessu, en
þá þarf einnig lað sá t. cU gul-
rófum strax á eftir. Ef langt líð-
ur á milli uppstungu og sán-
ingar er hætt við að illgresið nái
undireins yfirtökum.
Gulrófum
er víða farið að sá og mun
líklega óhætt úr þessu. Fræinu
fer sáð í raðir, grunt (ca. 2 cm.J
og 2' til 4 kórn í hverja holu.
Þegar fræið spíiar er svo grisjað.
Kartöflugarðarnir
munu óvíða vera notkunarhæf-
ir. Moldin er alls staðar mjög
blaut 'Og köld, og fyr en moldin
er 4—5 stiga heit þýðir ekkert að
setja kartöflurnar niður.
Þeir, sem keypt hafa nýtt ó-
spírað útsæði ættu því að nota
tímann og láta það spíra.
tjtsájðiskartöflurnar
munu allvíðia orðnar mjög spír-
aðar, og við því er ekki neitt
að gera. Ráðlegt þykir að hreyfa
þær kartöflur eitthvað, láta þær
vera í birtunni -og á svölum
geymslustöðum. Sumir hafa þann
sið að brjóta sirurnar af, og segir
gamalt fólk, að slíkt megi gera
einu sinni, en ekki tvisvar. Ef
kartöflurnar eru mjög spíraðar
getur maður gripið til þessa ó-
yndisúrræðis, en engum skal ráð-
lagt það. Ekki er óhugsanlegt að
bétra væri að koma slíku „renglu-
útsæði“ í jörðina, þá myndi
vöxtur þess stöðvast í bili, en
byrja aftur undir eins og hlýnaði.
Rabarbarahnausarnir,
sem keyptir hafa verið eða sem
af einhverjum ástæðum eru enn
þá ógróðursetlir, ætti að reyna að
setja niður hið fyrsta.
Þeir, sem eiga enn ólreypta
hnausa þyrftu að gera það nú.
Afbrigðið Linnæus er sérstakl.
gott.
Hreðkum, péturselju, spínati,
salati, gulrófuin, næpum o. m.
fl. má sá nú á bersvæði.
Afrbrigðið Z'nnæus er sérstak-
lega gott.
Skrúðjurtagarðurinn.
Lagning nýira garða er nú í
fullum gangi. Því miður virðist
■vera áburðarekla mikil, bæði af
húsdýraáburði Og tilbúnum á-
Leiðbeiningar
eftir
Öskar B. Vilhjálnísson.
burði. Húsdýraáburður, sérstak-
lega hrossatað, er ófáanlegt nema
með 'Okurverði. Þökur er einnig
Þall erfitt að fá góðar og við
gott verð.
Þess vegna ættu allir garðeig-
endur að tryggja sér slíkt í tíma
— helzt snemma á haustin það
sem nota þarf að vori.
I gömlum görðum er víða búið
að laga til alt og undirbúa, enda
fer nú bráðum gróðursetning í
hönd.
Trjáplöntur eru nú á boðstól-
um. Bezt er að gróðursetja þær
undir eins og þær eru keyptar.
Gróðursetningm fer fram á
þessa leið:
Fyrst er grafin holan — stór
og rýmileg. Síðan er mynduð
moldarkeila á holubotninum og
trénu (runnanum) haldið í hol-
unni, þannig, að ræturnar breiðist
sem bezt út. Bezt er að tveir
menn gróðursetji — annar beldur
þá plöntunni, en hinn mokar á.
Þegar holan >er hálffull er þjapp-
að að og síðan er holan fylt með
vatni, ef moldin er ekki því blaut-
ari. Þegar vatnið er sigið, má
láta mykju eða tað í kringum
plöntuna og síðan mold ofan á.
Að setja áburð undir plöinturnar
kemur að litlu gagni.
Að gróðursetningunni lokinni á
tréð (runnurinn) að standa beint
og ekki standa of djúpt, en þó
þaninig, að rætur allar séu þaktar
með mold. Standi plantan iof
djúpt, má kippa henni dálítið
upp, áður en holan er fylt alveg.
Oft eru trén gróðursett í sér-
stakar rennur, það er fljótlegast,
ef um mörg tré er að ræða og
oft frambúðarbetri frágangurinn.
Laukabeðin ætti að þrifa úr
þiessu, en gætilega, svo að engar
jurtir eyðileggist.
Innijurtirnar.
Flestar innijurtir þurfa nú öll
lífsskilyrði — vatn, næringu,
loft og Ijós í fullu máli.
Áburðarvatn öðu hvoru sakar
ekki hinar gróskumeiri og kröft-
ugu innijuríir, en það má að eins
vera þunt (1 :12 eða 1 :15).
Nú — 14 maí — þegar flytja
þarf víða, getur verið að inni-
jurtunum „líki það miður“, ef svo
mætti að orði komast. Þær þurfa
nefnilega alveg eins og við að
venjast nýju húsakynnunum, og
það kemur oft afturkippur í inn:'
jurtirnar við smöggan flutning og
þar af leiðandi snöggar breyt-
ingar á lífsskilyrðum. Veð þessu
er lítið hægt að géra, og ná flest-
ar jurtirnar sér fljótt aftur eftir
viðbrigðin.
IJm ýmsar nytjajurtir.
Salat
er gömul nytjajurt, sem nú er
ræktuð alls staðar þar, sem hit-
inin er ekki of mikill, því mjög
mikinm hita þolir salat ekki.
Ef salat á að verða notkunar-
hæft snemma hér á landi, verður
að sá til þess í april i reit og
gróðursetja jurtina á tersvæði
undineims og hægt er. Salat sáb
á hersvæði í mai verður þó einn-
ig hæfilega þroskað, en ekki fyr
en seint á sumri.
Fræinu ier sáð í ráðir eða dreif-
sáð,
Gróðursetning á bersvæði um
miðjan júní eða fyr, ef tíðin leyf-
ir, mieð 15x20 sm. millibili. Af-
brigðið Maikönig er sérstaklega
gott.
Þetta gildir um höfuðsalat.
Blaðsalat er einnig allmikið not-
að, en er grófara. Því er sáð á
bersvæði.
Saliatblöðin eru borðuð hrá með
sykri og rjóma.
Spínat
er eins og salatið einær nytja-
jiurt, sem þrífst hér ágætlega.
Því er sáð á bersvæði með svo
sem viku millibili. Bezt er að
dreifsá. Blöðin, sem eru borðuð
soðin, eru notkunarfær 6—8 vik-
ur eftir sáninguna.
Afbrigðin Die Gaudry og
Bloomsdale eru góð.
Erta
einær klifurjurt, skift í þrjá að-
alflokkia: sykurertur, húðertur og
mergertur, sem allar lánast hér
sæmilega, sérstaklega þó sykur-
erturnar.
Erturnar þurfa góða, mæringar-
efnaríkia, dálítið sendna mold.
Þær eru ekki áburðarfrekar. Þær
þarfnast góðs skjóls, og þar sem
það vantar er bezt að rækta að-
eins lágvaxin afbrigði.
Sykur- og húðertum er sáð
snemma í maí. Mergertum' fyrst
um eða eftir miðjan mai. Bezt er
að sá í raðir með 25—30 sm.
millibili ef sáð er í beð. Há-
vöxnum ertum er sáð í raðir með
30 sm. millibili, 3—4 sm. í röð-
inini, og með. 50—60 sm. milli-
bili milli hverra raðpara. Ekki má
sá mjög djúpt, um 3—4 sm. er
hæfilegt.
Þegar sáðjurtirnar >eru orðnar
15 sm. háar, er hreykt upp að
þeim moldinini, þannig að ert-
urnar standi upp úr miðjum
hryggjunum.
Hávöxnu afbrigðin þurfa stuðn-
ing, t. d. gamalt hrís.
Sykurertubelgirnir eru borðað-
ir áður en erturnar (fræin) eru
farniaí að þroskast. Belgir af húð-
og sykurertum ekki fyr en ert-
urnar eru orðnar nærri þroskaðar.
Islenzkar skrúðjurtir —
Eitt af því, sem ekki má vanta
í neinn skrúðjurtagarð, eru ís-
lenzkar skrúðjurtir. Af þeim er til
fjöldinn allur, og munu nokkrar
hinar helztu verða nefndar hér í
blaðinu smátt og smátt efiir því
siem rúmið leyfir.
Það er mest gaman að hafa
sem flestar tegundir blómjurta í
skrúð'görðunum, og það er því
mjög líklegt að íslenzku jurtirn-
ar geti tekið drjúgan þátt í að
gera garðana fjölskrúðugri — sér-
staklega þar sem imnflutningur er-
lendra jurtia er nú allerfiður.
Jurtunum má safna þar sem
þær vaxa, en þess ber að gæta
að skemma ekki eða eyðileggja
meir en nauðsynlegt er.
Með lægni og umhugsun má
fara þannig að, að engin sjáist
merkin.
Aronsvöndur
(Erysimum hieracifol.), hávaxin,
tilkomumikil jurt með guluim
blómum í júl|. Sáir sér sjálfur.
Baldursbrá
(Matrioazic inodora), fögur og
blómsæl jurt, sem hafa má í beði
með fjölærum jurtum, eða eina
Wýlar leiðir;
Sildarm|ðl til áburðar.
Eftir Gunnar Björnsson.
A
ÞEIM TÍMUM, sem við-
skiftalíf þjóðanna mætir
meiri og fleiri örðugleikum leit-
ast þær, hver um sig, við að
fullnægja sjálfri sér sem mest.
— Höfum við íslendingar
hvarflað að nokkru til þessa
ráðs, þó enn megi meir gera.
Eins og kunnugt er hefir á
undanförnum árum verið flutt-
ur inn erlendur áburður, er
nemur um hálfri miljón króna
á ári, og með aukinni ræktun
mun áburðarþörf landsins stór-
c^ukast. Þó í ráði sé að koma
upp áburðarverksmiðju mun
þó ekki úr vegi að benda á aðra
leið, er stórum gæti tekið hönd-
um saman við slíka framleiðslu,
og einmitt að nokkru leyti bætt
skort hennar, sérstaklega hvað
snertir lífræn efni. Á ég hér við
síldarmjöl til áburðar.
Til þessa tíma hefir síldar-
mjöl lítið verið notað til áburð-
ar, en flestir þeir, er það hafa
reynt Ijúka miklu lofsorði á
gildi þess. Tilraunir hafa verið
sér í stóð. Verður aiiðveldl'egia ill-
gresi.
Biákolla
(Brunella vulgaris),
steinhæöajurt, með
blómuin.
fyrirtaks
bláleitum
Blálilja
(Mertensia maritima), einkennileg
strandajurt, með bláleitum blæ
og bláum blómum. Þrífst vel i
steinhæðum á sendinni jörð.
Um þessar og fleiri jurtir gefur
Flóra Islands Stef. Stefánssonar
ágætar upplýsingar.
Um áburð.
Til þess að auka næringarefni
mioldarinnar, berum við áburð í
hania. Moldim er mjög misjafnlega
áburðarfnek, alt eftir eðli. Leir-
og melamiold t. d. er mjög áburð-
arfrek. Á Inýræktarlöind er bezt
að notia húsdýraáburð miestmegnis
tlil að byrja með. Með kartöflu-
ræk’un fyrir augum eru 3—5 hlöss
af húsdýraáburði á 100 fermetra
hæfilegt. Anmað árið má notia 2
hlöss húsdýraáburð og 5—6 kg. af
nitrophoska á 100 fermetia, og
seinina má notast við tilbúinn á-
burð leingöngu, t. d. 7—8 kg. af
nitrophoska á 100 fermetria. Víða
er siður að gefa húsdýraáburð
þriðja hvert ár og tilbúinn áburð
hin árin. Þessar tölur gilda að
meðaltiali fyrir kartöflur og róf-
ur, fyrir káljurtir þarf helmingi
meira áburðarmagn.
Af öðrum áburðartegundum má
niefrna 'slor og fiskúrgang, sem
er góður áburður, ef látinm er í
for til gerjunar áður en motiaður |
er. Þang er nothæft i kálgarða,
ien ekki borgar sig að flytja það
langan veg. Alifuglaáburður er
sterkur og góður með öðru. Sal-
Srnaáburður er ágætur, en erfið-
ur að fá og oft óþrifalegur viður-
eignar.
Á ræktað land er oft handhæg-
ast að nota tilbúinn áburð, og er
þá nitrophoska einna bezt.
Einhlítur áburður spillir venju-
lega gæðum uppskierunnar.
Óskar B. Vilhjálmsson.
gerðar á Akureyri og Sámstöð-
um 1933 og 1934 og sýna þær
ótvírætt að síldarmjöl er góð-
ur áburður. En með þáverandi
verði á síldarmjöli reyndist það
þó ekki geta keppt við útlenda
áburðinn. Erindi þessarar
greinar er að sýna fram á, að
auðvelt sé að framleiða síldar-
mjöl til áburðar svo ódýrt, að
hverjum bónda ætti að vera
kleift að afla sér þess.
Á hverju sumri berst á tím-
um svo mikið að af síld, að
verksmiðjurnar anna ekki að
taka á móti. Jafnvel í slíku síld-
arleysisári sem í fyrrasumar
kom þetta fyrir. Á þetta sér
einkum stað áður en söltun al-
ment hefst og allur flotinn er
farinn til veiða, verður ekki með
tölum talið tjón það, sem hlýst
af þessu. Allir sjómenn þekkja
það, að þeir koma stundum með
skip sitt drekkhlaðið og geta
ekki fengið að losa. — Verða
þeir oft dögum saman að liggja
þannig við bryggjur á meðan
nógur afli er úti fyrir, og er
von að vöskum drengjum sárni
að vera sviftir þannig afla-
möguleikum. Stundum fer svo,
að þegar loksins er hægt að
taka á móti, er síldin, sem leg-
ið hefir í skipinu saltlaus, orðin
svo skemd að varla er hægt að
fá úr henni góða markaðsvöru
og dæmi eru til þess, að skip
hafa orðið að moka afla sín-
um fyrir borð.
Verksmiðjurnar geta ekki
tekið á móti meiri síld, því að
bæði er að mjöl það, sem fram-
leitt er til erlends markaðar,
má ekki vera nema örlítið salt
og hafa kröfur erlendra kaup-
enda vaxið hvað þetta snertir
á síðustu árum, og eins hitt, að
mjöl það, sem ætlað er til inn-
anlandssölu, til fóðurs, má held-
ur ekki hafa mikið seltumagn.
— Af þessu leiðir að verksmiðj-
urnar geta ekki, ef þær eiga
að fá góða markaðsvöru, haft
síld liggjandi í gryfjum nema
stuttan tíma, en skilyrðið fyrir
því að síldin geti geymst nokk-
uð að ráði er það, að hún sé
söltuð vel.
Nú mætti undir slíkum kring-
umstæðum og með það fyrir
augum að framleiða síldarmjöl
til áburðar, taka á móti síld í
gryf jur og salta nægilega. Væri
til slíks heppilegastar yfirbygð-
ar gryfjur og þannig útbúnar,
að síldin gæti haldist að mestu
þur.
Þegar nú framleiðslu til inn-
anlands og erlends markaðar
væri lokið yrði horfið að því að
vinna upp síld þessa til áburð-
ar. Þótt mjölið verði salt skað-
ar þáð ekki mjölið sem áburð
að neinu ráði. — Eins kemur
það oft fyrir að veiði er mis-
jöfn, svo verksmiðjurnar yfir
reksturstímann eru á köflum
síldarlausar. Er þá lítið sem
ekkert að gera og mannahald
og kostnaður næstum sá sami,
nema hvað snertir kolaeyðslu
og eftirvinnu. — Væri þegar
svo stendur á mjög hægt að
grípa til áburðarframleíðslu og
geta þannig að fullu notað af-
köst verksmiðjanna.
Frá sjónarmiði verksmiðj-
anna yrði engin aukinn kostn-
aður annar er stækkun gryfj-
anna, og þær fengju hér betra
tækifæri til að nota fullkomlega
orku sína. Það er beinlínis
skylda verksmiðjanna að geta
tekið á móti sem mestu, þegar
söltun ekki er byrjuð og ekk-
ert hægt að gera annað við
veiðina. Þær myndu þannig full-
nægja betur kröfum sjómanna
en áður. Á þennan hátt væri
hægt að lengja að nokkru rekst-
urstíma þeirra og með því yrði
hlutfallslegur kostnaður þeirra
yfir reksturstímann lægri og
þær hæfari til samkeppni á
markaðinum. Má gera ráð fyrir
þegar tekið er tillit til lýsis þess
er úr síldinni myndi fást, sem
nú á tímum er mikils virði, væri
hægt að framleiða áburð, sem
fullkomlega gæti keppt við þann
erlenda,’og hverjum bónda fært
að afla hans.
Það virðist einnig sanngjarnt,
að ríkið styrkti þessa fram-
leiðslu, sérstaklega með kaup á
hráefnum. Þar sem þetta væri
tilraun þyrfti í fyrstunni þessi
framleiðsla ekki að taka þátt í
föstum kostnaði verksmiðjanna,
heldur aðeins þeirri vinnu og
hráefnum er til þurfa. Væri þá
hægt fyrir verksmiðjurnar að
framleiða síldarmjöl til áburðar
fyrir mjög lágt verð.
Frá hálfu sjómanna myndi
það verða vel þegið að geta alt
af verið nokkurn veginn vissir
um að mega strax leggja upp
afla sinn. Oft vill það líka verða
svo, að skip, sem ekki fá hleðslu
í fyrsta kasti, hverfa ekki til
hafnar, sökum þess, að þau vita
að lengi verður að bíða eftir
losun. þau freistast því til að
fylla sig áður en þau halda til
lands í röðina sem bíður, og oft
er afleiðingin sú, að þegar þau
á endanum leggja upp aflann,
Frh. á 4. síðu.
Aðvorun til bænda.
Þar sem gera má ráð fyrir að innflutningur á
erlendu kúafóðri verði ekki leyfður framvegis, er
athygli bænda hér með vakin á því, að þeir þurfa að
afla sér innlends fóðurs á þessu sumri, handa þeim
nautgripum, sem þeir ætla að setja á næsta haust.
Gjaldeyris- og innflBtDiDgs-nefnd.
»:♦:♦»:♦»»:♦»»»»:♦:♦:♦»»:♦»:♦»»»»»»:♦»»»:♦:♦>: