Alþýðublaðið - 17.05.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.05.1936, Blaðsíða 2
SUNNUDAGINN 17. MAI 1936 ALÞYÐUBLAÐIÐ KVENNASIÐAN Natar fjrrlr 6 SUNNUDAGUR. MIÐDAGUR. Schwertsúpa, l',4 1. sterkt kjöt- seyði berist fram með snittum af ristuðu brauði, sem er dyfið í fgg og mulið brauð <og brúnað í 25 gr. af smjöri og yfirstráð rifnum parmessonosti. Veídim.\cpmasoufflé. 3 bjargfugl- ar. Innyflin og blóð takist út, fuglarnir vel hreinsaðir og látnir liggja í sýrublöndu í 2—3 klst., síðan pvegnir úr köldu vatni. Hrá- ar og hýddar kartöflur látist inn- (in í fuglaina, bómul'arþræði vafið utan um pá. Bráinist í l'jeiti í 'potti', 4 di. juríaseyði og mjólk er helt yfir, steikist við hægan eld í 1 klst. Kjötið af brjóstinu takisí af, hitt skerist smátt, hrærisí með 2 dl. af sósunni ásamt 4 vel peyttum eggjahvítum, iátist í smurt form, steikist i.Afa klst. í Vatni í;ioflnin,um. Sósan síist, borin fram ásamt brúnuðum kartöflum og berjasultu. Kjötstykkin af brjóstinu látist ofan á souffléinn. MÁNUDAGUR. MIÐDAGUR. Síld. 3 síldar gerist hreinar, roð, bein og innvols íakist burt, síldin sfcolist og skierist í 'helminga. Lát- ist á fatið, oían á síldina látist hringir af lauk <og inokkur heil piparkorn. Sósian lagist úr 25 gr, hveiti, 3 dl. mjólk, 1 stórum lauk, salt, 25 gr. smjör. Hveitið út- þynnist með mjólkinni, Iaukurinn skerist í sneiðar, sjóðist upp í mjólkinni og hveitinu, smjör og salt látist í. Berist fram með vel heitum kartöflum. Omelet með smátt skornu kjöti og grænmeti blandað 1 dl. sterkri kjötsósu. ÞRIÐJU DAGUR. MIÐDAGUR. Cmnjsúpa. 1 ‘,4 1. Ijós kjöt- eða jurta-súpa, 1 dl. rjómi, 1 msk. ci- j tronsaft eða sýru, sykur og salt , eftir srnekk. 20 gr. smjör, 25 gr. j hveiti. Súpan látist yf,r eldinn og I jafnist með hveitinu þegar sýður, kryddið, rjóminn og smjörið lát- ist seinast í. Berist fram með hrisgrjónatoppum. Steiktur karfi. Fiskurinn skerist frá beini og roði, steikist á venju- leg,an hátt. Berist fram með bræddu smjcri, sem er lagað rir 80 gr. smjöri, 1 msk. smátt skorið persille, lítið af hvítum pipar. Smjörið hrærist, kryddið látið í eftir vild og sýru blandað í sein- ast, láiist á lítinn disk og berist með karfanum. MIÐVIKUDAGUR. MIÐDAGUR. Kartöfkimúsrönd med gulrófum og saltkjöli. 3/4 kg. kartöflur, 50 gr. smjörliki, 1 egg, hvítur pipar á hnífsoddi. Hýðið tekið af kart- öflunum, látmar yfir eldinn í svo miklu jurta- eða kjöt-seyði, að yf- ir fljóti, kartöflurnar sjóðist þar í, soðið hellist frá, kartöflumar hakkaðar einu sinni, hrærist því næst með egginu, salti og pipar og brædda smjörlíkinu. Látist í hringmót og bakist í i/2 klst. Iinn- ;gn í hriinginn er látið soðið salt- kjöt og gulrófur. Isknzh herjasúpa, 350 gr. berja- mauk, 2 eggjarauður, sykur, 1 I. mjólk, 50 gr. smáar tvíbökur. Sykurinn er hrærður með eggja- rauðunum, í það er sett sigtað berjamiaukið. Mjólkin látist yfir elclinn þar til sýður í, hrærist þá hægt í eggin og berjamaukið, látist aftur yfir eldinn þar til suðan kemur aðeins upp. Súpan borin fram með tvibökum. FIMTU DAGUR. MIÐDAGUR. Sodinn fislmr, kartöflur og ci- tronsósa, sem lagist úr 25 gr. smjöri, 25 gr. hveiti, 3 dl. fisk- eða juría-seyði, safa úr Va citronu, eggjanauðu, salti. Eggjaraúðan er hrærð vel með citronsafanum. Hveitinu jafnað með fiskseyðinu, suðan korni upp, þá er eggið og citronsafinn látið i ásamt smjör- inu. Oslndmumur. 8 sneiðar af smurðu franskbrauði leggist sam- an með 1 ostsneið á milli, skorn- íar í 3 parta <og látnar þétt sam- an í bottninn i smurðu omelet- fati, salt og pipar stráist létt yfir. Egg og mjólk hrærist vel saman, hiellist yfir brauðið, standi í 10 mín. með eggjablöndunni, látist í ofninn og bakist þar til eggja- blandan er stíf og brúnblettótt. FÖSTU DAGUR. MIÐDAGUR. Körvelsúpa, 20 gr. smjör, U/2 1- kjöt- eða fiskseyði, 25 gr. hveiti, ein handfylli körvel, sem takist af stilkunum, skolist, hakkist mjög smátt og látist í pottinn með brædda smjörinu og hrær- ist vel saman, siðan útþynnist hveitið með kjötseyðinu, sjóðlst við mjög hæga suðu í lokliausum potti í 5 mín. Berist fram með niðurskonnum eggjum. Hrísgrjóma- og silieri-hiídmgur. 75 gr. hrísgrjón, 1 silleri, 40 gr. smjörliki, 40 gr. hveiti, U/2 dl. mjólk, 2 egg, salt og rasp. Soðnu hrísgrjónin og silleri, sem er smátt skorið, látist í botninn á smurðu gratinfati, raspið og jafn- ingurinn látist yfir, jafningurinn er lagaður úr hveitinu, mjólkiinni, smjörlikinu og 'eggjarauðunum og stifþieyttar eggjahvítumar eru látnar S'eiraast, mulda brauðinu stráð yifr, bakist i 1 klst. Berist fram með hrærðu smjöri eða sil- Lerisósu. LAUGARDAGUR. MIÐDAGUR. Rollfimjólk. 11/2 1. mjólk, 1 te- skeið salt, hveiíibollur úr 100 gr. hveiti. Mjólkin hellist sjóðandi yfir hveitibollurnar, berist fram með sykur og kanel. Saltfiskfriggvdellur. 200 gr. saltfiskur, 200 gr. soðnar kaldar kartöflur, 2 dl. mjólk.,1 msk. hveiti, 2 egg, 50 gr. smjörlíki, 1 msk. sykur, salt. Saltfiskurinn afvatnist, sjóðist og hakkist á- samt fcartöflunum. Hveitiinu, hrærðum eggjum, bræddu smjör- líkinu, sykri og mjólk er hrært vel saman við. Petta látist á pönnu með matsk. og steikist við hægan eld. Berist frarn með brúnuðu smjöri, brúnuðum gul- rótum eða stúfuðu grænmeti. *«*íí*kSíi*»*«*k*»* 2 l®l*K*K*«*ll*K*«*K*l*'*l*ll*l*l'*«Sl* fei*«4(i*»*ii*ii*i*i* * & f & il**l*l*l*i*l*>*)*l*i*i*i*)*«*l*»*l*i*l*«í Vortízkan 1936 Leiklðng barnannn Eftir frú Guinýju Jónsdóttur. Prjónað eða heklað slá. Hér er mynd af prjónuðu slái, sem að minsta kosti mun verða sinsælt á baðstaðnum í sumar. Það er líka hægt að hekla slíkt slá, og er það skemtilegt verk fyrir þær sem vanar eru að hekla. Snotur hvítasunmiblússa. Það gerir ekki svo mikið til, þó dragtin sé ekki alveg ný, bara ef hún er vel pressuð og ef notuð er með henni snotur silki- blússa. Hér er uppástunga að blússu, sem er alveg í samræmi við nýjustu tízku, hvað ermar snertir, o geins að því leyti, að hún skuli ná niður á pilsið. — Kraginn er aftur á móti skemti- leg tilbreytni frá litlu drengja- krögunum og háu hálsmálun- um, sem nú virðast vera alveg yfirgnæfandi. Útsaumað belti. ,,Tyroi;'-tízkan, sem einkum er kunn vegna grænu hattanna með uppmjóa koilinum, kemur líka fram í allra skemtilegustu beltum. Þau eru úr grófu lérefti, og saumaðar í þau með marglitu basti eða ullargarni einhverjar skemtilegar teikn- ingar. Beltinu er lokað á mjög einfaldan liátt, eins og sést á myndinni. ÞAÐ er gömul reynsla, að þar sem rúm er nóg verð- ur börnum ótrúlega margt að leikföngum. Úti í náttúrunni, þar sem engar hættur eru af umferð og barnið getur verið sjálfrátt, finnur það sér að jafnaði ærin viðfangsefni, og tekst að afla sér Leikfanga að verulega leyti á eigin spýtur. En í borgum er þessu alt öðru- vísi farið. Þar ber fátt upp í hendumar, sem hentugt er til Leikfanga, þar er svigrúm lítið og margs að gæta. Þar verður annað er fyrirlitning verður hlutskifti hans. gefa barninu leikföng. Annars verður það keipótt og óþekkt af óyndi og aðgerðarleysi, og það óhjákvæmileg nauðsyn að fer á mis við þann þroska og þá æfingu, sem því er samfara að fjalla um hentug leikföng og starfa með þeim. Þá kröfu verður að gera til leikfanga að það megi beita þeim á sem flesta vegu, að þau geti ekki meitt' bamið og að unt sé að halda þeim hreinum. En það er æði margt af leik- föngum, sem keypt er, sem engan veginn svarar til þessara skilyrða. Og einatt svara þau dýrustu og vönduðustu síst til þeirra. Brúður, menn og dýr, úr þunnum vaxdúk eru mjög hent- ug leikföng. Það má þvo þau, hafa þau stór eftir vild, og eink- um þykir yngri börnum gaman að stórum leikföngum. Slík leik- föng má klæða eftir vild, færa mennina úr fötum og í þau, og eru því mjög vinsæl meðal barna. Það er auðvelt að búa þau til og ómögulegt að meiða sig á þeim. Því miður eru flasla Bió: lieztar og ódýiastar. HELGÍ SIGUEÐSSON, Grettisgötu 21. Sími 3930. '»»»»»»»:*»»»»»:«<♦»»»»»»»»»»»»:«<♦»»* Myndin, sem GamLa Bíó sýnir á næstunni heitir Missisippi. AðaLhlutverkin ieika Bing Cros- i by, hinn vinsæli söngvari, og W. C. Fields, hinn ágæti gam- anleikari. Jackson kapteinn (W. C. Fields er yfirmaður Leikhúsbáts- ins „Drottning fljótsins". Hann er mjög hneigður til sterkra drykkja, og grobbinn vel. Ann- ars er hann ágætur náungi. Kvöld nokkurt leggur bátur- inn að landi nálægt búgarði Rumfords hershöfðingja, en þar hefir leikflokknum verið boðið að sýna listir sínar í trúlofun- arveizlu Elviru dóttur hershöfð- ingjans, sem ætlar að ganga að eiga Tom Grayson (Bing Cros- by), sem nýlega er kominn til Suðurríkjanna frá Philadelphiu. Tom hefir skift áhuga sínum milli söngsins og læknisfræði- náms síns. Hann er mjög hrif- inn af unnustu sinni, sem að vísu er mjög falleg, en duttl- ungafull. Systir hennar, Lucy, sem ennþá er í heimavistar- skóla, en er heima í sumarfríi, álítur að systir hennar sé ekk- ert hrifnari af unnusta sínum, en af unnustum þeim, sem hún hefir áður átt. slík leikföng heldur fágæt hér. Leikföng úr tré og blikki, sem eru nákvæmlega eftirlík- ingar þess sem þau eiga að tákna og lakkeruð og pússuð eftir því, komast oft ótrúlega fljótt í ruslakistuna. Þegar fjöðrin er biluð í fína bílnum er hann orðinn skran. Börn gera enga kröfu til ná- kvæmni, og bezt er að leikföng úr tré séu ómáluð. Klossar úr tré, einfaldir og ómálaðir eru með allra beztu leikföngum. Það er hægt að hafa þá fyrir dýr og menn, byggja úr þeim borgir og hús, hvað sem vera skal*. Barnið læt- ur sér ekki fipast minstu vit- und við það að klossinn sem er kind, er nákvæmlega eins og klossinn, sem er aftur á móti drengurinn, sem er að passa hana. KLossar, helzt allstórir, eru ágæt leikföng fyrir börn fram eftir öllum aldri. Sama má segja um sterk einföld leik- föng úr tré, hjólbörur, bifreið- ar, vagna, sem hægt er að draga um garða og götur, hlaða á mold og steinum og þola alls- konar harðhnjask. Það er und- antekning ef gagn er í útlend- um blikkleikföngum, skipurp, vögnum og mönnum. Þau eru vanalega ónýt, börn meiða sig á þeim er þau fara að liðast o. s. frv. Þar að auki eru þau oft mjög dýr. Eins er mjög að gæta um val leikfanga, og það er að þau séu ekki of lítil og af þeim sökum ónýt og ómeðfærileg. Dæmi um það eru áhaldakassar fyi-ir drengi: sög, hamar, naglbítur, töng o. s. frv., alt svo lítið að ekkert er hægt að gera við það, ekki saga með söginni, ekki „hamra“ með hamrinum, ekki draga út nagla með naglbítn- um. Þessi tól eru aðeins til að horfa á, og barninu þykir lítils um vert. Betri er ein vel nothæf sög og spýtur, t. d. fjalir úr kassa, og svo getur drengurinn sagað nægju sína, lært að beita verkfærinu og hefir ótrúlega á- nægju af að sjá sér verða á- gengt við verkið. Fötur, skóflur, garðhrífur og þessháttar eru góð leikföng, að- eins að þau séu ekki of veiga- lítil. Einkurn er hentugt að gefa þau að vori. Skóflan er líka góð í snjó á vetrum. Tjald er afar vinsælt leikfang og mjög auðvelt að búa það til. Maður kaupir sér nokkra tóma mjölpoka, þvær þá vandlega, sníður úr þeim tjaldið og saum- ar það. Tvö kústsköft geta nægt fyr- ir súlur og það kostar ekki nema nokkra aura hjá Elling- sen að fá tjaldið kósað. Snæri í stög kostar fáeina aura. Hæl- ana er auðvelt að smíða og tjaldið er til, og getur orðið börnunum ótrúleg dægrastytt- ing, þar sem eitthvert afdrep er til að koma því upp. Aðalreglan er þessi: Leikf öng eiga að vera hæfilega óbrotin sterk og haldgóð, auðveld að hreinsa, og gefa möguleika til að beita þeim á sem flesta vegu. G. J. Geri við saumavélar, alskonar heimilisvélar og skrár. H. Sand- holt. Þórsgötu 17. Sími 2685.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.