Alþýðublaðið - 19.05.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1936, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGINN 19. MAl 1936 ALÞYÐUBLAÐIÐ Og enn er manninum frá Melgavatnl svarað. ALÞÍÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN: Alþýð'uhúsinu. (Inngangur frá Ingólfsstræti). AFGREIÐSLA: Alþýðuhúsinu. (Inngangur frá Hverfisgötu). SIMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiosla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Ritstjóm. 4906: AfgreiSsla. STEINDÓRSPRENT H.F. Tveir foriDgjar. STJÖRN síldarverksmiðj- anna er nú fullskipuð, og trygt að innan hennar verður góð samvinna og fullkominn starfsfriður á komandi síldar- vertíð. Næsta þing mun svo taka þessi mál til meðferðar, og verð- ur þar úr því skorið hvort stjórnin skuli skipuð þremur eða fleiri mönnum framvegis. Eitt af fyrstu verkum hinnar nýskipuðu verksmiðjustjórnar, verður að ákveða verð bræðslu- síldar og er vissa fyrir því að það verð mun verða hærra en í fyrra. I sambandi við þeta mál, hef- ir Sjálfstæðisflokkurinn eða öllu heldur Ólafur Thors, hinn svo kallaði formaður hans, enn á ný gert sig beran að frámuna- legu ábyrgðarleysi og glópsku. Formaður flokksins bannar liðsmönnum sínum, að taka þátt í því merkilega starfi að tryggja frið og góða samvinnu um síldarverksmiðjur ríkisins, sem eru stærstu atvinnufyrir- tæki landsins, og þau sem mestu varða, eins og sakir standa, fyr- ir alla þá, sem að sjávarútveg vinna. Til hvers munu kjósendur Sjálfstæðisflokksins við sjávar- síðuna fremur ætlast af liðs- mönnum sínum en þess, að þeir vinni eftir beztu getu að því að síldarverksmiðjur ríkis- ins séu sem bezt reknar? En Kvöldúlfur á sínar verk- smiðjur á Hesteyri. Ef til vill er það þess vegna, að Ölafur Thors hefir engan áhuga fyrir því að flokksmenn hans vinni að friðsarnlegu samstarfi um síld- arverksmiðjur ríkisins. Kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins ætlast líka til þess, að leið- togar þeirra taki þátt í störfum utanrikismálanefndar. Þeir ætl- ast til þess að þeir leggi þar fram sín ráð, og fylgist með því hvað andstæðingar þeirra gera. Ólafur Thors kallaði sína flokksmenn burt úr þessari nefnd, hann þóttist ekki geta unnið þar með Jónasi Jónssyni. En Ólafur Thors hefir kosið sér sæti við hlið Jónasar Jóns- souar á öðrum bekk. Það er í bankaráði Landsbankans. Ugglaust ætlast kjósendur Sjálfstæðisflokksins til þess, að flokkurinn eigi fulltrúa í banka- ráðinu, en ekki fremur en í ut- anríkismálanefnd eða í stjórn síldarverksmiðjanna. En Ólafur Thors er skuldug- asti maðurinn við skuldugasta fyrirtæki landsins. Voru það ef til vill hagsmun- ir skuldugasta mannsins við skuldugasta fyrirtækið, sem gerðu Ólafi Thors kleift af setjast á bekk með Jónasi Jóns- syni í bankaráði; sömuleiðis er Jónas í bankaráði og utanríkis- málanefnd, sem er krafa kjós- endanna um að flokkur þeirra eigi fulltrúa á báð.um þessum stöðum. Valtýr Stefánsson heldur áfram sinni fyrri iðju í Morg- unblaðinu. Þykist hann nú góð- ur með rökin og dregur upp úr pússi sínum 6 ára gamla slef- sögu úr Verklýðsblaðinu, og birtir mynd, lánaða hjá sama blaði og væntanlega með góðu leyfi og fullu samþykki eigenda blaðsins. Sýnir þessi „samfylk- ing“ Valtýs við nefnda menn, ,,að náið er nef augum“, og prýðilega fallið, að Brynjólfur og félagar hans smíði skarn- prikin, en lofi svo Valtý að berja með þeim. Ég svaraði þessari slefsögu Verklýðsblaðsins á sínum tíma í blaði, sem ég ásamt fleiri áhugasömum ungum jafnaðar- mönnum gaf út, blaðinu Kyndli, og vísa ég hér með til þeirrar greinar, þeim, sem kynnu að hafa áhuga fyrir slíkum málum. En alveg sérstaklega vil ég benda félögum mínum í verka- mannafélögunum á það tímanna tákn, að þegar íhaldsblað eins og Morgunblaðið er í andarslitr- unum í pólitískri rógsherferð gegn saklausum manni, þá er það málgagn kommúnistanna, er reynir eftir beztu getu að láta rógberunum í té lífsnæringu, og gengur jafnvel svo langt, að það lánar myndamót, til að spara Morgunbl. fé við sína þokkalegu iðju. Ég leyfi mér að spyrja: Er þetta það, sem koma skal. Er það með þessum að- ferðum, sem á að reyna að kúga alþýðuflokksmenn undir herra- dæmi ,samfylkingarmannanna‘? Nú hefst þáttur Ölafs Thors. Af einhverjum undarlegum ástæðum virðist þennan mann langa til að knésetja mig. Hann hefir tvisvar sinnum innan þinghelginnar látið sér sæma að lítilsvirða mig persónulega, vit- andi það, að mér var ekki unt að ná til hans með málssókn fyrir ummæli, sem hann við- hafði á þeim stað. Ungur sjálf- stæðismaður, sem er í félaginu Ileimdalli, sagði mér, að fyrir nokkrum dögum síðan hefði hann verið á sameiginlegri sam- komu sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og hefði Ólafur þar getið mín í ræðu undir borðum, á þann hátt, að sér og fleiri sjálfstæðismönnum hefði hrosið hugur við að foringi þeirra skyldi leyfa sér að höggva í bert höfuð fjarstadds manns með auðvirðilegum dylgjum. En, sagði þessi maður, það er ekki hægt að ætlast til þess að við sjálfstæðismenn séum það óvitrari rottunum, að við yfir- gefum ekki skipið áður en það sekkur. Því ef það er ætlun Ó. Th. að bæta hag þjóðarinn- ar með því að taka danskan vinnukraft að Korpúlfsstöðum, en láta okkur labba iðjulausa á götunum, og halda okkur svo uppi á snakki um símanjósnir og önnur álíka þýðingarlítil mál, fyrir lífsafkomu okkar, þá heldur hann okkur alt annað fólk en við erum í raun og veru. Þannig fórust honum orð, þess- um unga sjálfstæðismanni, og það eru vafalaust margir fleiri, sem hugsa þessu líkt. Ég þarf í raun og veru ekki að eyða mörgum orðum við Val- tý Stefánsson. Maðurinn er svo Jónas Jónsson skuli í verk- smiðjumálunum hafa komið fram af álíka miklu óviti eins og Ólafur Thors, en hitt gleði- efni að hinir gætnari menn Framsóknarflokksins, láta hjal hans sem vind um eyru þjóta, og þeir hafa völdin í flokknum. vel kunnur í sínum eigin flokki, að það væri aðeins til þess fallið að angra flokksmenn hans, ef einhver yrði til þess að rif ja það upp, að þessi maður er til. Þó mun hann vera. einstakt fyrir- brigði í íslenzkum stjórnmálum, hvað kjark snertir. Hann er slæmur ræðumaður, klaufi sem stílisti, og er þess vegna lítið lesinn og fær oftast slæmt hljóð á fundum sjálfstæðismanna. Til þess að bæta úr þessu, var hann á tímabili búinn að hóa saman nokkrum hóp af börnum frá 6 —14 ára aldri. Þetta félag nefndi hann „Félag sjálfstæðra drengja." I þessum félagsskap hafði hann enga keppinauta að glíma við, og á þessum barna- samkomum gat hann útausið sínu marg-þjáða hjarta .með illu umtali um pólitíska andstæð- inga, þar sem enginn keppinaut- ur var og enginn til andsvara, og þar gat hann fyrirskipað lófaklapp eftir því sem andinn innblés honum og hans særða hégómagirnd hafði alt af farið á mis við í opinberu lífi. Þar gat hann látið samþykkja, að Morgunblaðið væri bezta blað landsins og hann sjálfur mikill og voldugur ritstjóri. En nú upp á síðkastið hefir ekkert heyrst frá þessu félagi og mun ástæðan vera sú, að þeir sem börnin áttu, hafi aftekið það með öllu, að láta V. St. annast pólitískt uppeldi þeirra. Andatrúarmenn segja, að dauðir menn, einkum þeir, sem hafa haft sterkan hug á jarð- neskum gæðum, eigi erfitt með að átta sig á nýrri tilveru og skilji lengi vel ekki, að skift hafi um hagi þeirra. Mér finst V. St. líkt farið eins og þess- um mönnum. Hann furðar sig á því, að ég skuli lögsækja hann fyrir árásir hans í Mgbl. Hann er orðinn svo vanur því, að vera einn til frásagna um pólitíska andstæðinga, að hann gætir sín ekki og er farinn að villast inní Mgbl. með uppeldisaðferðir sín- ar, og er jafnvel orðinn svo kjarkaður, að hann skrifar und- ir nafni. En ógæfa hans ríður ekki við einteyming; flokks- bræður hans taka börn sín af honum, þegar þeim ofbýður heimska hans og frekja, og ég stefni honum. Það er hlálegt, hvað allir eru á móti þessum manni. Guðm. Pétursson. Krönuvelta „Hringsins“ i Hafnarfirði. Frú Sigurveig Steingrímsdóttir: Fi’ú Katrínu Hallgrímsd., Hverfisg. Frú Sveinlaugu Halldórsd. Frk. Huldu Ingvarsd. Árni Mathiesen, verzlunarstj.: Ámunda Eyjólfsson, bílstj. Harmars- braut 12. Ingimund Guðmundsson, bílstj. Aust- urg. 19. Þorgils G. Einarsson, forstj.: Gunnlaug Guðmundsson, tollg.m. Hauk Jónsson, húsasm.m. Tryggva Stefánsson, húsasm.m. Frú Anna Jónsdóttir, Merkurg.: Frú Ingileifu Sigurðard., Merkurg. 2. Frú Maríu Jónsd., Skúlaskeið 6. Frú Þóru Magnúsd., Garðaveg 2. Jón Gíslason, framkv.stj.: Kristján Kristjánsson, skipstj., Sól- vallag. 13, Rvík. Geir Sigurðsson, skipstj. Vesturgötu 26 A, Rvík. Steindór Ámason, skipstj., Öldugötu 53. Rvík. Jens Davíðsson: Jónas Sveinsson, Dverg. Guðm. Einarsson, framkv.stj. Dverg. Sigurð Þorateinsson, bilstj. Elín Sæmundsdóttir: Frú Marsilínu Nielsen, Tjamargötu 10 B, Rvík. Frú Þórdís Bridle, Bárug. 8, Rvík. Frk. Gíslínu Sæmundsd., Gunnarss. Ásthildur Pálsdóttir: Elinu Hallgrímsd., Kirkjuveg 15. Björney Hallgrímsd., Mjósundi 3. Guðrúnu Hindriksd., Áusturg. 26. Kristín Kristjánsdóttir: Frú Marínu Jónsd., Merkurg. Frú Ragnhildur Egilsd., Merkurg. Frú Margréti Sigurgeirsd., Lækjarg. Guðfinna Jónsdóttir: Guðrúnu Gunnarsd., Hverfisg. 35. Lárus Vigfússon, Skúlaskeiði 4. Jón Jónsson, Vesturbraut 8. Jóh. Þorsteinsson: Óskar L. Steinsson, öldug. 18. Vilhjálm Björnsson, Njálsg. 10. Rvík. Friðrik Bjamason, Hverfisg. 52. Jóhann Ól. Jónsson: Stefán Jónsson, c.o. Vélsmiðja Hf. Víglund Guðmundsson, c.o. Vélsm.Hf. Guðmund Jónsson, c.o. Vélsm. Hf. María Jónsdóttir: Frk. Margréti Jónsd., Skúlaskeiði 6. Frk. Þorbjörgu Guðnad., Hellisg. Frk. Unnur Erlendsd., Hverfisg. 17. Sóiveig Björnsdóttir: Frú Sólveig Gunnlaugsd., Suðurg. 25. Frk. Ingibjörg H. Stefánsd., Suður- götu 25. Frk. Eygerður Björnsd., Merkurg. 4. Sólveig- Asgeirsdóttir: Geirlaug Sigurðard., Brekkug. 22. Pétur Snæland, Brekkug. 20. Anton Viggó Björnss., Brekkug. 24. Elísabet Egilson: Frú Helga Jónasd., Hvoli. Frú Sigurlaug Einarsdóttir. Skúla Guðmundss. form. gjaldeyrisn. Finnb. J. Arndal: Ámi Sigurðsson, Hverfisg. 38. Sigurjón Jóhannsson, Kirkjuv. 18. Böðvar Grímss., Hörðuvöllum. Ólafía Þorláksdóttir: Frú Júlía Sigurjónsd., Hverfisg. 10. Frú Sesselja Sigurjónsd., Hverfisg.10 Frú Dorothea Ólafsd., Austurg. 19. Svava Ingvarsdóttir: Ágústa Jóhannsd., Laugav. 130, Rvk. Guðm. Halldórss., Laugav. 130, Rvk. Helgi Guðmundss., vélstj. Hf. Einar Long: Hallgrímur Árnason, Jófríðarst.v. 8. Guðmundur, Árnason, Hverfisg. 38. Þóroddur Hreinsson, húsasm., Suð- urg. 19. Eygerður Bjömsdóttir: Frk. Elín Davíðsson, Krosseyrarv. Frk. Margrét Pétursd., Vörðust. 5. Frk. Ólöf Eiríksd., Suðurg. 7. Guðm. Guðmundsson: Steinar Stefánsson, Mölnisv. 50. Rvk. Jón Thordarson, framkv.stj. Sjó- klæðagerð íslands. Einar Sigurðsson, Sjóklæðag. Islands Ragnhiidur Egllsdóttir: Frú Hallgerður Torfad., Merkurv. 2, Dagbjört Björnsdóttir: Frú Matthildur Guðmundsd., Merk- urveg 3. Frk. Vilborg Björnsd., Austurg. Frk. Hrefna Eggertsd., Selvogsg. Friðrik Bjarnason: Ingvar Gunnarsson, Hverfisg. 32. Magnús Kjartansson, Lækjarg. Bjarni Aðalbjarnars., Tjamarbr. 11. Halldór M. Sigurgeirsson: Baldvin Einarsson, fulltr., Hf. Kristján Sigurðsson, stýrim., Hf. Kristján Steingrímsson, bílstj. Hf. María Guðnadóttir: Gestur Gamalíelsson, trésmiður. Frú Valgerður Guðnad., Austurg. 42. Frú Elín Jóhannsd., Reykjav.v. Áskorandi: Soffía Mathiesen: Skorar á: Didó Þorvaldsd., Þórsmörk. Hrafnhildur Halldórsd., Ásbyrgi. Guðbjörg Benediktsd., Brekkug. 14. Jón Mathiesen: Júlíus Nikuláss., c.o. Jón Mathiesen. Páll Guðjónsson, c.o. Jón Mathiesen. Valberg Gíslason, c.o. Jón Mathiesen. Gísli Sigurgeirsson: Einar . Egilsson, Sjafnarg. 2, Rvík. Guðjón Sigurðss., Pálshúsi, Garðahr. Ari Þorgilsson: Ólafur Gíslason, Áusturg. 21. Eyjólfur Kristjánss.-, verzl.m., H.f. Stefán Gunnlaugsson, Austurg. 25. María Ólafsdóttir: Frk. Ásdís Reykdal, Þórsbergi. Ögm. Haukur Guðmundss., Austurg. Frk. Helga Zoega, Tjarnarbraut. Guðjón Gunnarsson: Þórður B. Þórðarson, Reykjav.v. 6. Jón ólafsson, Nönnug. 1. Kristinn Guðmundsson, Kirkjuv. 12. Anna Erlendsdóttir: Margréti Halldórs., Hverfisg. Helgu Halldórsd., Hverfisg. Friðrik Halldórss., Hverfisg. Ketill Gíslason: Guðlaugu Gislad., Gunnarssundi 8. Guðjón Benediktss., vélstj.,Gunnarss. Sigurð Guðmundss.,kaupm., Hverfisg. Guðrún Eiríksdóttir: Margréti Ivarsd., Austurg. 26. Jónhann Isleifss., Reykjav.v. 8. Eirík Ketilsson, Vesturg. 2. 2|a tima slagsmál I Kefla- vík mllii Iðgreglc|ijónslns og drnkklnna manna. Ráðist á stöðvarstjórann og honum hótað öllu illu ef hann opnisímann til Reykjavíkur Ijiiir verstn érðasess- frnír vorn fiuttir til Rejfkjaviknr oo settir i gæzluvarðiiald. ALAUGARDAGSKVÖLDH) urðu einhver verstu slags- mál í Keflavík, sem menn muna þar. Æstir og drukknir menn réðust á lögregluþjóninn Lárus Salómonsson og börðu hann, rifu af honum fötin, slitu kyif- una af honmn og eltu hann heim til hans og börðu hann þar, eftir að hann hafði símað til Reykjavíkur og kvatt lög- regluþjóna þaðan til aðstoðar. Alþýðublaðið hafði í gær- kvöldi tal af Lárusi Salómons- syni lögregluþjóni í Keflavík og skýrði hann þannig frá þessari viðureign: „Á laugardagskvöldið hafði ungmennadeild Slysavarnafé- lags íslands skemtun í sam- komuhúsinu, en það er gamalt hús og stendur skamt frá Edin- borg. Ég hafði staðið í flutning- um í vikunni, því ég er að flytja til Reykjavíkur og var auk þess hálf lasinn svo að ég fór þess á leit við forstöðumann skemtun- arinnar að hún stæði ekki nema til kl. iy2 og samþykti hann það undir eins. Ég kom á skemtunina kl. 10%. Skemtunin var mjög vel sótt en mér duldist ekki að nokkuð margir voru með víni og þó ekki mjög áberandi á neinum manni. Kl. 1% tiikynti ég að skemtuninni ætti nú að slíta og kom þá mikill kurr upp meðal sumra og var því mót- mælt. Ég skeytti því engu. Þetta hafði verið ákveðið og ég sagði spilaranum að hætta. En þá ræðst einn maður á hann og tókust þeir á. Gat spilarinn ekki varið sig fyrir honum og bað mig að koma sér til hjálpar. Ég sá þá að Skúli nokkur Páls- son var að lemja spilarann og ætlaði að koma honum til að- stoðar, en Skúli sneri þá móti mér og flaug á mig og samtímis stökk bróðir hans Ingólfur á mig að aftan og byrjuðu nú ein hin verstu slagsmál, sem ég hef komist í. Þeir eltu mig um alt húsið, rifu utan af mér fötin og ætluðu að slíta af mér kylfuna og ná í handjárnin til þess að ,,járna“ mig, eins og þeir sögðu. Ýmsir aðrir hjálpuðu þeim og átti ég mjög erfitt með að verja hendur mínar af þeim sökum. Eftir nokkurn tíma barst leik- urinn út á götuna og héldu slagsmálin þar áfram. Náðu þeir bræður þar af mér húfunni og tók einhver hana og henti henni upp á þak. 1 þessari við- ureign tókst mér að koma höggi á Skúla og slapp við það undan árásarmönnunum. — Komst ég heim til mín, en ég sá að ég var eltur. Undir eins og ég kom heim hringdi ég á stöðina og bað stöðvarstjórann að ná sambandi fyrir mig suður svo ég gæti kallað á hjálp það- an. Árásarmennina mun hafa grunað að ég mundi gera þetta því að þeir mættu á stöðinni, þrifu heyrnartólið af stöðvar- stjóranum og hótuðu að berja hann ef hann gæfi mér sam- band, en um leið gaf stöðvar- stjórinn mér beint samband og náði ég í lögregluþjóna. Er ég hafði lokið þessu gekk ég út og voru þeir bræður þá þar fyrir og réðust á mig. Tóku þátt í þeirri árás tveir menn aðrir Tjörvi Kristjánsson og Sigurð- ur Kristinsson, en tveir menn veittu mér hjálp, Valdimar Guð- jóns og Guðm. Elísson. Þarna tókust hinar hörðustu svifting- ar og lömdu árásarmennirnir Valdimar til óbóta svo hann liggur í rúminu í dag. I þessari viðureign tókst mér að koma járnum á Skúla og sljákkaði slagsmálunum mikið við það. Lögregluþjónar fjórir að tölu úr Reykjavík, komu litlu síðar og tóku þeir þá Skúla, Ingólf, Tjörva og Sigurð með sér og settu í gæzluvarðhald. Var Sig- urði slept úr varðhaldinu í gær- kvöldi en hinir eru þar enn.“ Bæjarfógetinn í Hafnarfirði var allan daginn í gær í réttar- höldum út af þessu máli og sagði hann við Alþýðublaðið í gær að Lárus Salómonsson hefði ekki gert annað en það, sem honum bar og nauðsyn krafði. er þjóðfrægt fyrir gæði. Rúllngardinur beztar og ódýrastar. HELGÍ SIGUIÍÐSSON, Grettisgötu 21. Sími 3930. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>i< »»»»»»»»»»>»»»»»»»»»»»»»»x«*»x< í 1 V $ V V $ V V Heilsan er fyrir öllu. | $ Hafið þetta hugfast, og hitt, að heilsufræðmgar telja g | MJÓLK, SKYR og OSTA með hollustu fæðutegundum, | ® sem völ er á. Þí v $ $ V Notið því nú þegar !♦, meiri M J ó L K — meira S K Y R — meiri O S T A $ 4 5 C<>»l<4»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»>»>»»i»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.