Alþýðublaðið - 30.10.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.10.1936, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 30. okt. 1936. A.UÞ¥£SVBUA*I0 AláÞ.ÝÐUBLAöm RTTSTJÖRI: V. H. VÁLDHaiARSSÖN HITSTJOHN: AiþýOuhiötgina. pmngftnyg 2rá lagólfastfi^a) AEf-GRaiÐSLA: álþýlabiii&D. psmgaisgur frft HverfHgöts). BlMftH: 4600-4903. 4600; Afgrftfil'sia, augtflngM. &SW}.: Rltetjóm (laolendar fréítlr) á®02: Ritetíórl. VUbjfttaMB. fþ&aát «664; JF. E. Valdemaruon íþ.cfan&) itm: Bitstjóra. AlpýOnsBmbanðs- piiiflið. Alþýdusambandswngið, sem nú situr á rökstólum, mun lita um öxl og athuga meö gaumgæfni, hvað unnist hefir til hagsbóta hinum vinnandi stéttum í landinu, síðan núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. Pað mun athuga þá stefnu, sem lögð var með samningum stjórnarflokk- anna, er þeir gengu til stjórnar- myndunar, hversu tekist hefir framkvæmd hennar og hvern ár- angur hún hefir borið. Á þessari athugun mun svo þingið byggja tillögur sínar um framtíðina. Þinginu er ljóst, að barátta þess fyrir verkalýðsmálum í þrengstu merkingu, er svo nátengd stjóm- málabaráttu Alþýðufiokksins, að annað verður ekki rætt, án þess að hins sé getið. Því hvað eru stjórnmál annað en barátta um fyrirkomulag fjármála og atvinnu mála? Þíng alþýðunnar hlýtur þvi að vera pólitískt þing; þing, þar sem Mmimar verða lagðar fyrir þá pólitík, sem Alþýðuflokkurinn á að reka á næstu árum. Pólitík hans snýst fyrst og fremst um það, að skipuieggja atvinnumál og fjármál þjóðarinnar. Þingið segir til um, hvernig það skuli gert á næstu tveimur árum. Sanmingar stjómarflokkanna gilda aðeins tii tveggja ára; þeir em þvi útmnnir, og fulltrúar al- þýðunnar eiga nú að segja til um hvort þeir óski, að samið verði á ný og þá á hvaða grundvelli. Atvinnumál og fjármál þjóðar- arinnar verða höfuð umræðuefni þingsins, og þaðan er að vænta tillagna, sem að gagni mega koma, á þessum sviðum þjóðlífs- ins. Dr. Símon Ágústsson flytur 2. háskólafyrirlestur smn í kvöld í kaupþingssalnum kl. 8,15. Nefnir hann fyrirlestur- inn: Um uppeldisstarf og upp- eldísfræði. Fiskmarkaðurinn í Grimsby fimtudag 29. október: Ra'uðBpretta, pr. box 70 sh. Stór ýsa, pr. box 35 — Mi&Iungs ýsa pr. box 25 — Frál. þorskur pr. 20 stk. 60 — Stór þorskur pr. box 18 — Smáþorskur pr. box 16 — (Tllkynning frá Fistkimálanefnd — FB.) Laxfoss fcomst ekki frá Borgamesi i fyrrad. vegna óveðurs.Vom margir fulltrúar á Alþýöusambandsþing veðurteptir þar. Skipið kom I nótt. Esja kom í nótt með full- trúa frá Vestmannaeyjum og frá Austurlandi. Fimm bátar úr Keflavik vont á sjó í fyrradag. Um mið- aftan voru allir komnir að, en höf&u mjög lítinn afla. Vélbátux- ipn Björgvin veiddi; í fyraa dag í Mcrdisarvik 124 tunnur aíldar. ÞETTA - EÐA FASISMANN ? Aldrei, síðun í byrjun heimsstyrkjaldarimiar 1914 og ef til vill jafnvel ekki þá, hafa meiri utanaðkom- andi örðugleikar orðið á vegi íslenzks atvinnulífs, en þeir sem mætt hafa núverandi ríkisstjórn og kral'ist úrlausnar hennar á síðustu tveimur árum. Markaðirnir fyrir aðalframleiðsluvöru þjóðarinnar, sem treyzt hafði verið á áratugum saman, og höfðu fært henni þær miklu gjaldeyristekjur, sem framfar- irnar og útþenslan í íslenzku atvinnulífi síðan um síðustu aldamót byggðust á, hrundu saman, svo að ekki leit út fyrir annað, úm það leyti, sem núverandi ríkisstjóm tók við, en að með þeim myndi hrynja aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, saltfiskframleiðslan, og efnaleg afkoma þeirra 20—30 þúsunda alþýðumanna, sem beinlínis hafa lífsuppeldi sitt af fiskveiðum og fiskverkun, félli i rústir. Ástandinu og útlitinu, sem þá blasti við, hefir enn ekki verið lýst nógsamlega fyrir þjóðinni. í raun og veru hefur hún ekki neina hugmynd um hvilíkar hörm- ungar vofðu yfir henni vegna þeirra skuggalégu stað- reynda, sem blöstu við sjónum þeirra, sem tóku við stjórnartaumunum i ágúst 1934. — Það var sökkvandi skip, verkefnið virtist fremur vera að bjarga þvi, sein bjargað yrði, en að snúa við. En það hefir verið snúið við og þó að margt hafi tapast af því, sem hlaut að tapast, þá hefur miklu verið bjargað. Aðalmarkaðurinn, sem verið hefir fyrir íslenzkan saltfisk í 20—30 ár, Spánn, hefir lokast, svo að þang- að er nú ekki flutt nema sem svarar 1/15 af þeim salt- fiski, sem seidist þangað árið 1933, eða árið áður en núverandi ríkisstjóm tók við. 1 stað þess að flytja þangað yfir 30 þúsund tonn af saltfiski 1933 er aðeins flutt þangað í ár, 1936, mn 2 þús. tonn. I stað þess að fá þaðan 15 miljónir króna 1933 fær íslenzka þjóðin þaðan í ár aðeins 1 milljón. 1 stað þess að eiga þar 15 milljónix til þess að kaupa fyrir lífsnauðsynjar sinar, sem kaupa verður frá út- SÍÐASTA þing Alþýðusambands íslands kom saman aðeins fáum mánuðum eftir kosningarnar 1934 og * stjórnarmyndun Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Fyrir því lá máleínasanmingur sá, sem Al- þýðuílokkurinn gerði við Framsóknaflokkinn um að- aíverkefnin, sem hin nýmyndaða stjórn skyldi leysa og var af báðum aðilum rniðað við að þau yrðu leysl á 2 árum, 1934—1936. Málefnasamningurinn, sem gerður var sumarið 1934, var i fullu samræmi við þá stefnu, sem Alþýðuflokkur- inn tók i kosningunum vorið 1934, er hann, einn allra flokka, lagði fyrir kjósendur, ekki aðeins stefnuskrá sína, sein hefir frá upphafi vega hans verið og mun æ verða hin sama, þ. e. framkvæmd jafnaðarstefnunn- ar á Islandi, heldur einnig nákvæma starfskrá um fram- kvæindir næstu 4 ára kjörtímabils, ef flokkurinn ætti hlut að stjórn landsins. Fyrsta atriðið og grundvallarhugsun 4 ára áætlun- arinnar í öllum 36 liðum hennar var, að hafið yrði alhliða og skipulagt starf til þess að reisa við atvinnu- vegi þjóðarinnar, auka atvinnuna og framleiðsluna í landinu tii lands og sjávar, bæta lífskjör alþýðunnar til sjávar og sveita, samt(mis og jafnhliða, auka kaup- getu verkalýðsins í bæjunum og hækka afurðaverð til bænda, með það mark fyrir augum, að útrýma at- vinnuleysinu við sjóinn og gera landbúnaðinn aftur arðherandi. Þessi hugsun gekk eins og rauður þráður gegnum allar 36 greinar 4 ára áætlunar Alþýðuflokks- ins og þessi stefna var það, sem kjósendur landsins fólu Alþýðuflokknum og Framsóknnrflokknum að framkvæma, er þeir fengu þeim völdin í hendur til næstu 4 ára, eða frá 1934—1938. Þessi stefna, sem bor- in var l'ram undir kjörorðunum: Lýðræði — skipulag — vinna, lýsti íslenzk alþýða sig fylgjandi, um leið og hún hratt af hönduin sér bandalagi íhalds- og Bændaflokksins, með hótunum þeirra flokka nm af- nám lýðræðis og frelsis, gengislækkun og kaupkúgun, í kosningunum 1934. Með málefnasamningi flokkanna og stjórnarmyndun sumarið 1934 voru línumar lagðar um löggjafarstarfið og stjómarframkvæmdir í 2 ár. Þau ár eru nú liðin. Málefnasamningurinn er útmnnninn. Málin, sem sam- ið var um að leysa í 14 greinum samningsins, eru leyst með lögum, sem sum hafa verið í gildi í 2 ár, en önnur aðeins fáa mánuði. En eftir eru 2 ár af kjörtímabilinu 1934—1938. Hvað hefir unnist á þeim 2 árum, sem liðin eru? Hvað ber að gera á þeim 2, sem eftir eru? Þetta eru spurhingamar, sem fulltrúar íslenzkrar alþýðu, sem nú em kallaðir saman til til 13. þings Alþýðusamb&nds islands, eiga að leggja fyrir sig, íhuga og svara á komandi sambandsþingi. Hið margháttaða löggjafastarf, sem núverandi stjórnarflokkar hafa beitt sér fyrir og komið fram á þeim 2 árum, sem þeir hafa farið með stjórn lands- ins. verður ekki rakið hér. Engum stjórnarandstæð- ingi hefir komið til hugar að neita því, að það sfarf sé mikið, og munu flestir viðurkenna, að sú löggjöf, sem liggur eftir tvö síðustu þing sé meiri og fjölþætt- ari en jafnvel nokkurra annara þinga í sögu þingsins. En fulltrúa íslenzkrar alþýðu varðar miklu meira um hitt, hvernig atvinnulífinu i landinu hefir verið háttað á þessum tveim árum, hvern þátt alþingi og ríkisstjórn hafa átt í stjórn atvinnuraálanna, og hver áhrif aðgerðir þeirra annarsvegar og hinsvegar hinna óviðráðanlegu utanaðkomandi orsalrir og aðgerðir at- vinnurekenda og pólitískra andstæðinga núverandi rikisstjórnar hafa haft á hag alþýðunnar. Steína Alpýðnflokkslns í atvlnnnmálnm siðnstn tvö ár og tvð m næstn. löndum, þá getur hún nú fengið þaðan einnar millj. króna virði í spönskum vörum. Hverju hefði formaður Sjálfstæðisflokksins spáð um líf núverandi ríkisstjórnar, ef hann hefði árið 1934 ! getað séð fyrir þessa aíieiðingu af fyrirhyggju og fram- takssemi hans og flokksbræðra hans? i Tap saltfisksmarkaðanna í Suðurlöndum, sem hef- ir verið að koina í ljós á 2 seinustu árum, en var í raun og veru fyrirsjáanlegt þegar um og eftir 1930, þótt ekkert væri gert til þess að búa þjóðina undir það, hefði getað valdið svo gífurlegu hruni i atvinnu- lííi þjóðarinnar, að hún hefði ekki beðið þess bætur um ókomna úratugi En þótt tekizt hafi að koma i veg fyrir að það yrði meira en orðið er, og að bæta það upp að nokkru, má þó ekki loka augunum fyrir því, að það sem eftir er af saltfiskmörkuðunum í Suðurlöndum getur tapast með öllu og aðalatvinnuvegur vor undanfarna ára- tugi, saltfiskframleiðslan, er því orðin svo ótryggur atvinnuvegur, að framtíð þjóðarinnar verður eigi leng- ur bygð á honum. Enda er nú svo komið í ár, i fyrsta skipti í marga áratugi, að saltfisknr er ekki aðalút- flutningsvara íslendinga, heldur. síld og síldarafurðir. Því að ofan á markaðstapið fyrir saltfiskinn bættist á þessu ári hið mesta aflaleysi, sem pekkst hefir hár á landi á þessari öld. Miðað við skipastólinn, sem þjóðin hefir haft á að skipa er l'iskaflinn í ár minni en noKKur dæmi eru til síðan skýrslur hófust um ananrogo landsmanna. Þann 15. ágúst síðastliðinn var nsKamnn á öllu land- inu aðeins 27,588 lonn miðað vio íunverkaðan fisk, en 48,900 tonn á sama tíma 1935, 60,3uu 1934 og 65,700 tpnn 1933. Aflinn var því þá aðeins 45% af pvi sem hann var árið 1934. í septemberlok var afliim orðinn 28,962 tonn, eða um 47% af því, sem hann var 1934 og má gera ráð fyrir að allur afli ársins 1936 verði ekki meiri en rúm 29 þúsund tonn miðað við fullverkaðan fisk á móti rúmum 61 þúsund tonnum 1934, eða rúm 47%. Verðmæti aflans 1934 til veiðiskipanna, miðað við frumverkaðan fi.sk, samkvæmt skýrslum Hagstofunn- ar, hefir numið um 16,6 milljónum króna. Samkvæmt skýrslu milliþinganefndar í sjávarútvegsmálum var hluti skipverja á veiðiflotanuin árin 1929—1932 að meðaltali rúm 40% af afla skipanna. — Samkvæmt því hefði hluti skipverja árið 1934 átt að nema 6,6 milljónum króna. Það hafa því verið atvinnutekjur sjómannastéttar- innar 1934. Allur verkuuarkostnaður þessa afla í landi nam árið 1934 6,605 þúsund króniun og eru af því vinnulaun eftir því sem næst verður komizt um 80% og eru þar með talin laun bifreiðastjóra, skrifstofu- fólks og ágóði þeirra, sem reka fiskverkunarstöðv- arnar. Vinnulaun við fisfcverkunina í landi hafa því numið um 5,3 milljónum árið 1934. Vinnulaun allra, sem unnu að saltfiskframleiðslunni á sjó og landi námu því 1934 11,9 milljónum króna. En árið 1936 nemur salt- i'iskframleiðslan ekki nema 29 þús. tonnum og verð- mæti hennar til veiðiskipanna i'niðað við frumverkað- an fisk því ekki nema 8 milljónum króna. Hluti skipverja sjálfra á veiðiflotanum, eða sjó- mannastéttarinnar, nemur því árið 1936 ekki nema 3,2 milljónum, í stað 6,6 árið 1934, og hefðu því tekjur sjómannastéttarinnar verið 3,4 milljónum króna lægri í ár en 1934, ef ekkert hefði orðið til þess að bæta upp aílaleysið á saltfiskvertíðinni. Þessi tekjurýrnun nemur árstekjum 1300 i'jöl- skyldna, ef miðað er við það, að hver fjölskylda hafi 2500 kr. tekjur. Verkunarlaun í landi við saltfiskframleiðsluna í ár, sem verður fyrirsjáanlega aðeins 23 þúsund tonn, sem koma til fullrar verkunar, þar sem um 6 þús. tonn, miðað við fullverkaðan fisk, eru flutt úr landi sem óverkaður fiskur, geta ekki numið meiru en 2,3 millj. króna, þótt talin séu, eins og áður laun allra þeirra, sein á nokkurn hátt \inna að verkuninni. Vinnulaunin í landi hafa því lækkað um hvorki meira né minna en 3 milljónir króna frá 1934, eða sem svarar árstekjum 1500 fjölskyldna með 2 000 króna meðalárstekjum. Tekjur verkalýðsins, sem vann að saltfiskframleiðsl- unni á sjó og landi, eru því 6,4 milljónum króna lægri en þær voru 1934, eingöngu vegna aflaleysisins á þessn ári, og heildartekjur verkalýðsins við sjávar- síðuna hefðu því hlotið að minnka að sama skapi, eða sem svarar árstekjum 3 þúsund l'jölskyldna, ef elck- ert hefði verið gert af hálfu hins opinbera til að mæta tapinu og bæta úr því, eða m. ö. o. ef sama fyrirhyggju- leysi ríkti og meðan atvinnumálin voru eingöngu I höndum íhaldsins. Hpr að framan licfir verið sýnt fram á hve gífnrlcga atvinnu- og tekjurýrnun aflabresturinn í ár hefir haí't í för með sér fyrir vinnustéttirnar við sjóinn, og geta menn af því gert sér grein fyrir hve geysileg þörf hef- ir verið i landinu fyrir aukna atvinnu fram yfir það, sem var árið 1934, þegar núverandi ríkisstjórn tók við, en auk þess, sem hér hefir verið talið, verður að hafa það hugfast að tala vinnufærra manna eykst á hverju ári um að minnsta kosti 600 og er því í ár 1200 mönnum fleira, sein þjóðfélagið þarf að sjá fyrir vinnu en voru 1934 og kemur sú fjölgun nær eingöngu á Reykjavík. Hafa þá þessirmenn verið atvinnulausir i sumar og hafa atvinnutekjur verkalýðsins minnkað frá árinu 1934, sem svarar því hruni, sem óneitanlega hefir orðið vegna aflaleysisins í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar? Tala atvinnulausra verkamanna var í ágústmánuði s. 1. hér í Reykjavik 226 á móti 390 í ágúst 1934 eða 164 mönnum færra, og er þó skráning atvinnulausra íullkomlega tæmandi nú eins og öllum er kunnugt, en raunverulega var tala atvinnuleysingja mörgum hundr- uðum liærri í ágúst 1934. Hvað er það þá, sem hefir valdið því, að það hefir telrizt að minnka atvinnuleysið svo verulega, þrátt fyrir hrunið í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar og liina miklu aukningu vinnufærra manna? Arið 1934 voru greiddar til veiðiskipaflotans, sam- kvæmt fiskiskýrslum Hagstol'unnar, fyrir veidda. síld 2,308,601 króna. Árið 1936 voru greiddar, miðað við aflann, eins og hann var orðinn 3. október, aUs 5,974,873 krónur, þar af fyrir bræðslusíld 3,847 þús. kr. og fyrir salt- síld 2,127 þús. Árið 1936 voru því greiddar til veiði- skipanna 3,666 þús. kr. meira en 1934 fyrir síld og fyrir karfa, sem ekki hafði verið veiddur áður til bræðslu, 988,936 krónur. Til veiðiskipanna runnu því í ár fyrir sild og karfa kr. 6,963 þúsund eða 4,655 þús. krónum meira en árið 1934. Sé hluti skipverja af þessu andvirði aflans áætlaður um 40%, hafa þeir horið úr býtum 2,785 þús. kr. eða 1,865 þús. kr. meira en árið 1934. Vinnu- laun við síldarsoltun í landi voru árið 1934 1,099 þús- und, en árið 1936 1,277 þús. kr. eða 178 þúsund krón- u in hærri. Vinnulaun við síldarbræðslu voru úrið 1936 eftir því sem næst verður komist 270 þús. kr. hærri en 1934. Vinnulaun við karíavinnslu, sem var engin 1934, munu árið 1936 hafa nurnið uin 420 þús. kr. Vinnulaun við freðfisk- og harðfiskverkun í ár, sem engin var 1934, mun mega áætla uro 200 þúsund krónur. Ennfremur má nefna vinnu við rækjuveiðarnar á ísafirði. Lætur því nærri að tekjuaukning verkalýðsins á sjó og landi í þessum greinum sjávarútvegsins á ár- inu 1936, miðað við árið 1934, hafa numið um 3 milljón- um króna. En þessi atvinnu- og tekjuaukning er að þakka að- gerðum ríkisstjórnarinnar, beinum og óbeinum, á sið- ustu tveimur árum, hæði til hækkunar á andvirði sildaraflans til sjómanna, hetri nýtingu aflans vegna síldarverksmiðja ríkisins, nýjum atvinnurekstri (karfi, rækjur) og nýjum aðferðum við verkun aflans (freð- íiskur, harðfiskur). Eins og áður var sýnt fram á, nam lekjurýrnun verkalýðsins á sjó og landi í ár, miðað við 1934, 6,4 millj. lcróna. Upp í þetta hafa komið við sjávarútveginn auknar atvinnutekjur um 3 millj. kr. og eru þá enn eftir 3,4 millj. ki-. Hafa þá atvinnutekjur verkalýðsins minnkað ujn 3,4 millj. kr.? Á fjárlögum fyrir árið 1936 voru bein útgjöld ríkis- sjóðs til opinberra framkvæmda, sem fara að mestu leyti til vinnulauna, uni 4,2 millj. króna, en samkvæmt landsreikningi 1934 voru sömu útgjöld 3,5 millj., eða 700 þús. kr. meiri 1936. Fjárframlög á móti frá öðr- um aðilum hafa tvímælalaust numið í ár 300—500 þús. kr. meira en 1934 og hefir því verið varið til verklegra framkvæmda a. m. k. 1 millj. kr. meira í ár en 1934. Til annara opinberra í'ramkvæmda og bygginga, sem annaðhvort eru styrktar með framlögum frá rík- issjóði eða studdar á annan hátt af hálfu liins opin- bera, mun haa verið varið um 3 milljónum króna og ■ er óhætt að áætla að helmingur þess eða 1,5 milljónir I hafi farið til greiðslu vinnulauna. Samkvæmt skýrslu um iðnrekstur, sem gerð hefir verið eftir skattaframtölum iðnrekenda á öllu land- ! i'nu, voru laun við iðnrekstur í Reykjavík áriö 1934 j 3,2 millj. kr. en árið 1935 3,7 og höfðu því aukist á því I eina ári í Reykjavík einni um 500 þús. kr. Eins og öllum er kunnugt hefir iðnaður aukizt í landinu geysimikið á þcssu ári og er það áreiðanlega ekki um of þó að áætlað sé að laun við iðnað hafi hækkað um aðrar 500 þús. kr. á árinu 1936, eða alls um 1 millj. króna frá árinu 1934. i Það hefir frá byrjun verið slei'na ríkisstjórnarinnar s að hlúa sem bezt að hinum unga innlenda iðnaði og heíir hún á margvíslegan hátt stutt hann beint og ó- beint með tilliíi til hinnar miklu atvimiu, sem hann veitir. Má þar til nefna tollabreytingar, sem gerðar voru fyrst og freinst með tilliti tii hans, undanþás u frá skattgreiðslu í 3 ár og síöast en ekíri sist breytingu | gjaldeyris- og innflutnmgshaftanna. Það er og viður- | kennt, að iðnaðurinn hei'ir aldrei aukizt örar, en síðan rikisstjórnin tók við, enda er ekki vafi á því, að það er iðnaðurinn, sem hcfir tekið við mestum hluta þess fólks sein bæzt hefir á vinnumarkaðinn siðan 1934. Með afurðasölulögunum, sem voru eitt fyrsta verk uúverandi ríkisstjórnar, var stigið stærsta sporið til þess að gera landbúnaðinn aftur ai’ðberandi eftir hrunið 1931—1933. Það er viðurkennt, að kjötsölulögin Frh.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.