Alþýðublaðið - 14.12.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.12.1936, Blaðsíða 1
XVII. ÁRGANGUR. _____ MÁNUDAGINN 14. des. 1936. 284. TÖLUBL'AÐ. Hertoglnn al Wlndsor kom til Wlen fi gærkv. Hanxi verður þar gestur á landsetri Rotschilds baróns um óákveðfnn tima JÁTVARÐUR KONUNGUR OG FRÚ SIMPSON á skíðaför í ausíurísku Ölpunum síðast þegar þau dvöldu þar. LONDON, 13/12. (FÚ.) j Fyrsta verk hins nýja Breta- j boirungs var það, að sæma bróð- ; ur »ínn, hinn fráfarandi konung, nafnbótinni „Hans konunglega tlgn, hertoglnn af Windsor“. „Inttilii ai Wisðsoi“ I fcomisn tii Wiea. * I ___ Hertoglnn af Windsor fór með j bvöldlestinni frá Bouiogne á laugardagskvöi dið óleiðis til Vín- I arborgar og kamur þangað kl. j di í kvöld. Hann verður gestur Rotschild baróns á landsetri hans nálægt Vinarborg um óákveðinn tíma. lini sýi Bretakonugir 41 ðrs gamali i ðag. LONDON, 14. dez. FÚ. Georg VI. Bretakonungur á af- mæli í dag, iog verður hann 41 árs. Fallbyssuskotum verður skjtið til heiðurs kionungi, en önnur op- iinber hátíðahöld verða engin. NÝJU KONUNGSHJÓNIN Á ENGLANDI. Gieorg VI. áður hertogi af York með konu sinni iog dætrum, Elisa- beth og Margaret Rose. Disamiegt veðnr og ágætt skíðafærl. Sól ð fjðllnm en Ðoka f dðlnm. AGÆTT sklðafærl var á fjöll- unum I gær og veður elns gott og frekast varð ákosið, stllli- logn og sól á fjallatindum, en þoka í dölum. Um 200 manns fóru með Skíðafélaginu, og fóru allir á skíði. Um 70 fóru í Jósefsdal með Ármannl, og var gengíð á Blá- fjöll. Var færið mjög gott, og engin slys urðu. K. -R.-ingar fóru um 70 saman að skála sínum í Skálafelli. Fóru þeir efst upp á Skálafell. Var þar gott veður, bjart og fag- urt yfir að líta, en frosthart nokkuð. Skíðafæri var gott, og komu þeir í bæinn um kl. 5. L. H. Miiller sagði við Alþýðu- Iblaðið í mforglun, að í gær hefðu engin slys orðið, enda væri fólk nú farið að venjast skí|ðaferð- um og kynni orðið að fara var- lega. Bætt kjðr járn- iðnaOarmanna. Sanminiar nndlrrltaðir i gær, lækkal kaap, kafíihlé, stpttri finnntimi. FÉLAG JÁRNIÐNAÐAR- MANNA hefir með undir- isbrift nýrra vinnusamninga við atvinnurekendur í gær fengið ýmsar mikils verðar kjarabætur fyrir meðlimi sína. Samningar milli Félags járn- iðnaðarmanna og atvinnurekenda voru útrunnir 1. janúar n. k. og sögðu járnsmiðir samningunum upp með tilskildum fyrirvara. Nokkru síðar var kosin sajnn- inganefnd og áttu sæti í henni Þorvaldur Brynjólfsson, Loftur Þorsteinsson og Sigurjón Jóns- son. - 'y - ■HM Wwmmé' Wéémm 1 1 - ' 1 Samningaumleitanir hafa svo staðið yfir þar til í gær, að samn- ingamir voru undirritaðir. Samkvæmt þeim fá járnsmiðir hækkað kaup og bætt kjör að verulegu ieyti. Lágmarkskaup fyrir vana menn, sem hefir verið kr. 1,70 á tímann, hækkar um 12 aura, upp í kr. 1,82. Lágmarkskaup ný- sveina, sem hefir verið kr. 1,54, hækkar up?p 'í kr. 1,68. Vinnu- tími styttist í 48 vinnustundir á viku alt árið. Áður var vinnutími 53 stundir á viku yfir sumar- tímann, en 48 st. á viku yfir vet- urinn. Kaffihlé er ákveðið tvisvar á dag, 15 mínútur, en það var ekkert áður. Sumarfrí verður járnsmiðum hagkvæmara. Pað ákvæði er í samningunum, að allir menn , sem vinna við jámiðnaðinn, að undanskildum verkstjómm, skuli vera 1 Félagi járniðnaðarmanna. Þessir nýju samningar eru til mikilla hagshóta fyrir járnsmiði. GATA I MADRID EFTIR STÓRSKOTAHRÍÐ UPPREISNARMAN Pýzka stjórnin vill enga mðlamiðlnn ð Spðni! Múm vlll ekki láta leggja málln nndlr dém spdnskn pjóðarlnnar. BERLIN, 14. des. FÚ. ÞÝZKIUTANRÍKISRÁÐHERR- ANN VON NEURATH hef- ir nú fyrlr hönd þýzku Stjórnar- innar afhent sendihermm Eng- lands og Frakklands svar Þýzka- lands vlð himum brezk-frönsku tillögium um málamiðlun i spönsku borgœrastyrjöldinni. Áð- ur höfðu Italía og Portúgai birt svör sín. 1 svari sínu leggur þýzka stjórnin áherzlu á það, að hún hafi frá upphafi barist fyrir hlut- Chang - Kai ** Shek tekinn fastur af hermönnum sínum Þeir ætla að neyða Nankingstjómina til þess að risa upp gegn yfirgangi Japana. LONDON, 13/12. (FÚ.) CHANG-KAI-SHEK fór nýlega til Shensí-fylkis í Kína, til þess að skipuleggja þar her I þvi skyni að vinna bug á komm- únistum. Hermenn hans hafa nú tekið hann til fanga. Hafa þeir gert uppreisn gegn honum og gengið í lið með kommúnistum og krefjast hemaðarlegra að- gerða gegn Japan. Yfirmaður þessa hers, Chang- tsu-Liaug (sonur hlns fræga kín- verska hershöfðingja Chang-tso- Lin), er talinn bera ábyrgð á þessu, og hefir þvi verið lýst yfir í Nanking, að hann væri föður- landssvikari. lanklng og flnkow 1 hernaðarástaidl. LONDON, 12. dez. FÚ. Meðal þeirra borga i Kína, sem lýstar hafa verið i hernaðará- stand, em Namking og Hankow, og er þetta talinn ljós vottufi þesis, að ástandið þyki mjög al- varlegt. Chang-tsu-Liang, herfor- ingi uppreisnarmanna, hefir sím- að til Nanking, að Chang-Kai- Shek sé vel gætt, og að honum muni ekki verða gert neitt rnein. Einn af herforingjum hans hefir boðiö sig sem gísl í hains stað. Hersveitir Chang-tsu-Liang eru sagðar mjög öflugar; upphaflegi mannafli hers hans var 100000, og við það bætast kommúnistisku hersveitirnar. Fylkin Kansu og Shensi eru sögð algerlega á valdi hans, en þau liggja að sunnan- verðu við Innri Mongólíu og um 1600 kíiómetra inni i landi. I liði Chang-tsuLiang er sagður fjöldi Kínverja, sem reknir voru úr #andi í Manchukuo 1931 og vilja ná sér niðri á Japönum. Ástralskur maður, W. H. Do- nald, sem er mikill vinur bæði Chang-Kai-Shek og Chang-tsur Liaug, hefir boðist til þess að reyna að miðla málum. Utanríkismáladeild sovét-stjórn- arinnar hefir opinberlega borið á móti frétt um það, að hún hafi heitið uppreisnarmönnum hernað- arlegri aðsfroð gegn Japönum. leysi í spönsku borgarastyrjöld- inni og jafnvel fyrir því, að sjálfboðaliðar yrðu hindraðir í þvi að fara til Spánar, en segist verða að harma það, að aðrar þjóðir hafi þá ekki verið við þvi búnar að styðja þessa stefnu þýzku stjórnarinnar. Nú sé á- standið á Spáni orðið annað en þá var, og sé því efamál hvort bann við beinni eða óbeinni í- hlutun geti borið tilætlaðan ár- angur, vegna þess, hvað hinir erlendu aðilar hafi þegar náð miklum áhrifum á Spáni. Þó kveðst þýzka stjórnin vera fús til þess að athuga í sambandi við hlutleysisnefndina í London mögúleikana á þvi að korna á fót raunverulegu eftirliti, er hindraði íhlutun um Spánarmálin utan frá, ef líkur reyndust til þess, að slíkt gæti haft veruleg áhrif til bóta á gang málanna á Spáni. En til þess yrði þá ekki aðeins að leggja bann við beinni, heldur og óbeinni íhlutun annara ríkja. Segir í svarinu, að tillögurn- ar um að reyna að binda enda á spönsku borgarastyrjöldina með sameiginlegum ráðstöfunum annara þjóða verðskuldi alla samúð. Htæðslai við fljððarat- kvæðagrelðsia ð Spðii. Þá segir enn fremur, að þýzka stjórnin ha.fl viðurkent stjórn Francos einungls af þeirri á- stæðu, að hún hafi litið svo á, að sú stjórn væri nú eini aðilinn á Spáni, sem líta mætti á sem fulitrúa þjóðarinnar. Hins vegar geti Madridstjórnin ekki talist slíkur fulltrúi. Ofbeldisverk Mad- ridstjórnarinnar hafi orðið tii þess að æsa svo mjög upp hugi Iandslýðsins, að illmögulegt sé að hugsa sér samkomulag við hana. Af þessum ástæðum geti finðm. OlafssoB 40 ára i dag. í dag er Guðmundur ölafsson skósnriður og knattspymuþjálfari K. R. 40 ára. Hann er vel þektur hér í bænum ojg raunar um alit land, fyrir sitt ómetaniega starf í þágu íþrótta, og þá sérstaklega kinattspyrnunnar. Guðmúndur hefir verið þjá,lfari K. R. um 18 ára skeið, en jafn- framt hefir hann annast þjálfun úrvalsliða siðan áríð 1922. Haixn hefir tekið unglingana í K. R. 10 —11 ára gamla og ekk iskilið viö þá fyr en þeir voru orðnir góöif kinattspyrnumenn á okkar mæli- kvarða. Guðmundur þjálfaði úr- valsliðið er lék á móti Dönum 1934 iog stóð það sig eins og kunnugt er, afbragðsvel — varm með 5 á móti 1. — Einnig úr- valslið það sem keppti við Þjóð- verja hér heima iog síðar fór til Þýzkalands. 1 þá för var Guðm. einnig boðið, en vegna anna gttt hann ek'ki tekið boðinu. Var það mjög bagalegt fyrir knattspymu- menn þá, er fóm utan, og er það margra mál, að betri hefði sú för oröið, ief Guðmundar hefði motið við, því góð stjóm gjörir verkin léttari, en hann hefir sem kunnugt er, alveg sérstakt lag á því „að stappa stálinu“ i knatt- spyrnumenn, áður en leikur hefst. Störf Guðmundar í þágu knatt- spyrnunnar og íþróttanna hér i bænum, hefir verið alveg ómet- ainlegt. Það getur enginn nema kunnugur gjört sér í hugarlund, hvað hann hefir á sig lagt fyrir þau mál hér i bænum, I stjórn K. R. hefir Guðm. átt sætj í jnörg ár, en formaður þess var Irann um tveggja ára skeiö, og leysti hann það starf af hendi tjneð rnestu prýði. K. R.-ingar og vinir óska Guð- mundi allrar farsældar á komandi ámm. Þ. E. þýzka stjórnin ekki viöurkent al- menna þjóðaratkvæðagrelðslu sem réttmæta lelð til að útkljá dellurnttr á Spáni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.