Alþýðublaðið - 23.12.1936, Síða 2

Alþýðublaðið - 23.12.1936, Síða 2
MÍÖVIKÚDAGINN 23. dez. 1936. lílflOÍHtfllÍ Bókmenntasí [s\ 'v'i Híraðssaga Borjarfjarðar. EG mirmist þess, að fyrir 16 —18 áram heyrði ég rætt |um það í Borgarfjarðardölum, að gefa ætti út ,,menningarsögu“ Borgarfjarðar. Var þá ætlun ýmsra, að eigi mundi þeirrar út- gáfu langt að bíða, og var það vegna þess, að þá þegar átti Kristleifur á Kroppi ýmsa merka frásagnarþætti í handriti. Á næstu áram heyrði ég Krist- leif flytja nokkra þessa þætti á mannamótum heima í sveitinni, og ég hlakkaði þá mjög til að lesa alla þætti hans í einni bók, efcki sízt vegna þess, að um sumt hafði ég heyrt meira og minna sundurleitar frásagnir og í mol- um. Loks er þessi tilhlökkun eða von orðin að veruleika; fyrir síðustu jól, — fyrir ári síðan — barst mér í hendur 1. bindi af héraðssögu Borgarfjarðar. Síðan hefir vitanlega birzt um bók þessa fjöldi ritdóma, sem fallið hafa á ýmsa vegu, svo sem venja er til, en ég ætla, að enginn hafi neitað því, að með útgáfu sagna- þátta Kristleifs er stóraukinn sá bókakostur, er telja verður til menningarsögu þjóðarinnar, og tel ég þætti hans ganga næst hinu mikla ritverki séra Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili um ís- lenzka þjóðhætti, þó að Krist- leifur miði sína frásögn að visu að eins við eitt hérað. Til þess að auka fjölbreytni ritsins enn meir, hafa útgefend- ur þess fengið tvo fræðimenn til að rita sérsíaka kafla í ritið, þá Pálma Hannesson rektor, er rit- ar landfræðilegt yfirlit héraðsins mjög skýrt og skemtilega, og próf. Guðbrand Jónsson, er ritar ágrip af sögu héraðsins frá land- námi fram til 1800. í sambandi við þann þátt hefir verið réttilega á það bent, að niður fellur saga héraðsins um hálfrar aldar sfeeið, eða frá 1800 —1850, er telja rná að þættir Kristleifs hefjist. Eins saknaði ég mjög í frá- sögn próf. Guðbrandar, en það er vitanlega örðugt úr því að bæta, en þar er ekki minst á þær hörðu deilur og miklu nmnn- víg, sem getur í Heiðarvígasögu og stóðu milli Vatnsdælinga og Hvítsíðiinga. En því miður er sú saga erfið viðfangs, þar sem vantar í handrit hennar, en e. t. v. einmitt þess vegna sakna . ég þess, að hennar er hvergi getið. En annars var ekki ætlun mín gð ritdæma sérstafelega þessa bók, og hvað sízt vegna þess, að ófeomið er síðara bindi, er mun að sjálfsögðu bæta úr ýmsu, er enn vantar, og þá sérstaklega írásögnum utan Skarðsheiðar. Ég vildi aðeins með þessum línum færa úígefendum þakkir fyrir að koma riti þiessu á fram- færi, og það af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi vegna þess sögulega gildis, er það hefir o g ég hefi áður getið, og í öðra lagi vegna, þess sérstaka gildis, er það hefir fyrir Borgfirðinga, jafnt heima og heiman. Átthagarnir hafa sterk ítök í hverjum heiibrigðum manni, og er sá sárt 'leikinn í lífinu, sem eigi ber alveg sérstæðar tilfinn- ingar gagnvart sínum bernsku- stöðvum. Er og eðlilegt, að myndir og minningar uppvaxtaráranna séu tengdar umhverfinu, sem vitan- lega meitlar nokkuð hugsun barnsins í deiglunni, þegar líkami og sál eru að mótast 'Og þroskast. Hjá þeim, er flytja burtu, kemur líka til blámi fjarlægðarinnar, er hjúpar æskusýnii'nax. Ég ætla að hverjum manni hlýni nokkuð innanbrjósts, er hann les átthagafræði síns hér- aðs, umhverfislýsingu, sögu þess — lýsingu þess jarðvegs, sem hann er vaxinn upp úr. Af þass- um áistæðum tel ég, að Borgfirð- ingum geti vart talist annar jóla- lestur betri en 1. bindið af eigin héraðssögu, hvort heldur sem þeir dvelja heima eða heiman. Auk þess er hverjum fróðlejiks- þyrstum manni svölun að teiga af þeirri frásagnarlind, sem bók- in býður. Hlýt ég að telja það býsn mikil, ef á heimili nokkurs Borgfirðings vantar bókina um hans eigin frjósama, hlýlega hér- að. Guðjón B. Rialtlvinsson. Bjð^álf'r ðlafssoB: Frá HalaialðidiB. Björgúlfur læknir Ólafsson hef- ir gefið út bók um dvöl sína i Malajalöndum, en þar dvaldi hann um skeið sem herlæknir í nýlenduher Hollendinga. Er bók þessi hin ýtarlegasta lýsing á löndum Malaja, veðráttu, íbúum og sögu þeirra. Skemtilegur og vel ritaður er kaflinn um Ah Tjuh, rickshaw- kúlíann, sem átti einn einasta ihlut í eigu sinni, ópiumspípuna, en það var honum nóg; hann gerði ekki svo háar kröfur til lifsins. Þá er líka vel ritaður kaflinn um Amok, hina undarlegu vit- Alexander Bloeks inir tólf. I gær botn í bókaverzlanlr ljöða- flokkurinn „Hinir tólf“ eftir rúss- neska skáldið Alexander Block. íslenzkað hefir MAGNCS ÁSGEIRSSON Þessi Ijóðjáflobkur er þýddur á öll helztu tungumál, Ojg er meðal frægustu verka, frá tímuxn bylt- Ingiarinnar. Útgáfan er sérstaklega vönduð og skrjautleg. „HINIR TÓLF“ eiu pví einhver ágætasta Jóia- gjöf, sem völ er á. ’ firring, sem grípur Malajana. Þá ' stökkva þe-ir alt í einu á fætur, 1 grípa hníf sinn og reka hann í kvíðinn á þeixn, siem næstir era. Þannig verða þeir stundum mörgum mönnum að ba-na, áður en hægt er að yfirbuga þá. En á eftír, þegar móðurinn er runninn af þeim, muna þeir ekkert eftir því, sem fram hefir farið. Þetta er einkar fróðleg bók um siði og háttu hins framandi þjóð- flokksi. Útgefandi er bókaverzl- unin Mímir. Bókaútgáfan Heiiskriogla. Laugavegi 38. — Sími 2184. Sigurður Helgason: Ber er bver að babi. Saga. — Prentsm. Acta h/f. Reykjavík 1936. Sigurður Helgason kenna,ri á Klébergi gaf árið 1932 út laglegt smásagnasafn eftir sig, og nefnd- ist það Svipir. Bar það ótvíræðan votí um frás,agna,rgáfu höfund- arins og verðskuldaði meiri at- hygli en það fékk, því að sög- umar voru góða,r. Nú hefir hann gefið út eftir sig stærri sögu, e,r lýsír lífsstríði fátæklings í sveit, viðuneign hans við menn- ina, einkum tvo skilningslitla, og mentunarsnauða stórbændur, og því, hvemig hann missir konuna frá bömunum og flosnar upp að lokum. Ekki hirði ég að rekja nánar efni sögunna,r, en flest, sem þar er sagt, fer að líkindum og eðli, þótt einstaka, atvik séu dálítið ötrúleg. — Einar bóndi er að eðlisfari rola, svo að segja fæddur fcotungur, en sejglast furðanlega, þegar á reynir. Er eðlj hans og háttum vel lýst í sögunni, enda er hann aðalper- sónan og sú, sem mest veltur á. En nokkrar aukapersónur eru og skýrt dregnar, t. d. Anna, kona E.inars, — stórbændurnir tveir, sem verstan hlut e:iga að málum h,ans, og svo bjargvættur hans, Ásmundur á Suðurnesji. öllum þiessum persónum eru gerð góð skpl með fáum dráttum. Samúöjn með þeim, sem bera skarðan hlut frá borð,i í lífinu eða eru lítilmagnar að einhverju leyti, skín út úr lýsingunum og allri frásögninni. Stíllinn er fremur tilþrifalítill, en blátt áfram og laus við alla tílgerð og ónáttúra. Yfirleitt gef- ur bók þessi góðar vonir um höfundinn framvegis, — að hann eigi eftir að afkasta góðu í rit- störfum eftirleiðis. Jakob Jóh. Smárí. Grétar Fells: Sitlaa spðmsðsr. Fyrirlestur, fluttur í Reykjavík haustið 1936. Fyrirlestur þessi segir frá dönskum manni, Martinus Thom- sen, og bók, er hann hefir ritað, og nefnist hún „Livets Bog“ eða „bók lífsins". Maður þessi er spámaður, að því leyti að hann hefir dulrænan („mystiskan") boðskap að flytja, — boðskapinn um samvitund við guðdóminn, alheimssálina, og um leiðirnar að því marki, að öðlast hana. Þetta er að vísu gamall boðskapur, ,sem flestir meiri háttar trúspek- ingar hafa boðað og allmargir hversdagismenn neynt í lífi sínu, en hann er hér settur fram á nýjan hátt. Að hér er ekki um að ræða ueinn boðskap, sem er fjarlægur verulieikanum í þeim skilningi, að snúið sé ba,ki við tímabærum vandamálum, má sjá á framtíðair-„]andabréfi“ hans, þar sem meðal annara atriða er gert ráð fyrir „sigri samhyggju yfir sérhyggju", afvopnun, hag- nýtingu véla til að stytta vinnu- tímann og gefa, mönnum kost á tíma og tækifærum til andlegra iökana o. s. frv. Þfetta virðist ef til vill nokkuð fjarlægt aðalboð- skapnum, en er þó í raun og veru aðeins rökrétt afleiðing af h-onum, þegar horft er dýpra en aðeins á yfirborðið. Nú er það að vísu svo, að duí- raein (mystisk) reynsla sannfærir engan nema þann, sem- fyrir ihenni verðiur, en „af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“, og ef á- vextirnir eru góðlieikur, umhurð- arlyndi, lítillæti og það, að skipa sér í fylkingu með framsóknar- öfium mannlífsins, þá finst mér, að vel megi við una. Jakob Jóh. Smári. Vélin. Hitavélin mín brotnaði svolítið, en þó gat ég kveikt í. Ég fór til Ragnars og hann lofaði að gera það, en það drógst. Svo hitti ég Magnús V. og sagði hvernig komið væri. Hann lét strax laga þetta bg var vondur yfir hvað dregist hefði. Þá sá ég að Ragn- ar var bara að plata miig. Svo hitti ég Vilmund lækni og hann gaf mér nokkrar króniur og sagði að sjálfsagt væri að flytja húsið mitt nær bænium, svo að ég æ.tti hægara með aðdrætti. Nú er þetta svona. Magnús sagði sjálf- sia;gt að láta mig fá nýja mask- ínu — en Ragnar laug að mér. Gleðileg jól, allir alþýðumenn! Oddur Siguxigeirsson, Oddhöfða, hægra megin við Kleppaveg. iratMUi KTUiTIKH Jélasjilig. ,Kvenlæknifimi4 giaimanleikur í 3 þáttum eftir P. G. WODEHOUSE. Sýningar á 2. í jólum, frumsýn- in,g, og á 3. í jólum klukkain 8. Aðgönigumiðar að báðum sýning- unum eru sieldir í tíag kl. 1—4 í Iðnó. Slmi 3191. Kappteflið: Tionda umferö tefld i fyrrakveld. 1 fyrrakvöld var tefld 10. um- fierð í Eingels-kappskákinni 'Og fóru leikar þainnig: Eingels vann Þráin Sigurðsson, Sturla Pétursson vann Magnús G. Jóinsson, Kristján Kristjánsison vamn Jóhann Jóhannsson. E. Gilf- er vainn Benedikt Jóhannsson, Bialdur Möller vann Ásmund Ás- geirsson, Gústaf Ágústsison gerði jafntefli við Konráð Árnason. Goðiaspil heitir skemmtilegt spil, sem Sigurliinni Pétursson trésmiður hefir fuindið ’upp og gefið út. Það er spilað með venjulegum spilum á sérstöku spjaldi, sem er líkt iog úrskífa. Tveir, þrír eðia fjórir geta spilað samiain. Spilið ier spilað upp á spiliapeninga eða ainniað og er afar spennandi og tilbreytini tialsverð. Spilið er auð- lært bæði börinum og fulliDrðnum af spilareglum þeim. sem fylgja hverju spjaldi. Spjöldin og regl- urnar fást í ýmsum búðum hér í bænum. Islenzk Mii er eina hékin$ sem allir lesa nna lélin. Bókadeild Menningarsjóðs. Mlajgnús Ásgeirsson: Þýdd ijóð, 5. hefti, Fæst í bókaverzluinum í dag. Aðalumboð: Bókaverzlunin Mímir h.f. Austurstræti 1. Sími 1336. Ails konar grænmeti, súpuaspas og géOgætl i jélapokana. Drifandi, Laufásveg! 58, síml 4911 og Langavegi 63, siml 2393.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.