Alþýðublaðið - 27.02.1937, Page 3
LAUGARDAG 27. FEBR. 1937
&EÞÝÐOBBABIB
aiTSTjom:
SF. Í4. WALDHIMARÍSSÍCIÍ*
ftlTBTJOKíf:
&irafsuagux ts& í53góIf«*tr<iBÍS'
AFGRHIÐSLA
Alþ/ðahfialoa.
.TgM^MgriT tra awtaeOag^s-r,
■XBt&Mii
i@90—4*08.
es#s MgreÍlScla. aaglíröagfc-'
«51: áitntjám OmUwHSnt
m%: Rltatjöri.
3@i;: ¥UhJ. B. vmjmam. gjSiatesa]>'
'£®d? ® vsid«mu»wm £»sé8'«ö
'v’SÍj R*M}gEa
•saét íií.’gsKsaais.
Gömul stefna.
EKKI duga góðar bænir þeg-
ar ilt á að ,ske,“ segir Vís-
ir í gær. Síðan hvetur hann
sjálfstæðismenn með nokkrum
vel völdum orðum til þess að
hafa nú þetta forna spakmæli vel
í huga á þessum síðustu og
verstu tímum, því raú þurfi mik-
ils með til þess að vinna hinni
illræmdu ríkisstjórn geig. Að
þessu búnu kemst hið vísa blað
þannig að orði:
„Sjaldan hefir þörfin verið
meiri en nú. Þess vegna verður
þjóðin sjálf að taka í taumana.
Nú stoða ekki góðar bænir, held-
ur kaldur og eindreginn veruleiki
framkvæmdanna."
Pannig hljóða hin visu orð.
Þjóðin á að taka i taumania.
Á hvern hátt?
Engar • kosningar standa fyrir
dyrum, svo ekki getur verið um
það að ræða, að verið sé að
hvetja þjóðina til þess að taka í
taumana eftir venjulegum leiðum
lýðræðisins. Enda kemur nokkur
skýring á þvi þegar í mæstu línu,
á hvern hátt þjóðin á að taka i
taumana. Hún á að forðast allar
góðar bænir (hvað segir Guðrún í
Asi um það?) og lúta „köldum
Jg eindregnum veruleika fram-
kvæmdanna.
Pessi orð geta sem allra bezt
verið þýdd úr einhverri glam-
urræðu Hitlers. Þó vera kunni
að svo sé nú ekki, þá eru þær
fereiðanlega skilgetið afkvæmi
beirra sjálfstæðisvesalinga, sem
„aldnir eru af nazistapestinni.
Ný stefna heitir greinin í Vísi.
Sannarlega boðar hún enga nýja
stefnu, nei, hún boðar þá’ andlegu
pest, sem um nokkurt skeið hef-
ir geisað allvíða í heiminum, og
hefir nú dregið eina hina merk-
Ustu þjóð, Þjóðverja, niður í
iotnlaust hyldýpi ómenningarinn-
ar. Ekki einu sinni um Sjálfstæð-
isflokkinn boðar grieinin nýja
stefnu, heldur gamla. Það eru
þrjú ár síðan hinn svokallaði for-
maður Sjálfstæðisflokksins toð-
/aði hana í áramótahugvekju.
Hann boðaði „óvænta atburði“.
Það er álíka langt síðan sami
Ólafur lét flokk sinn ganga af
þingi að hætti nazista.
Það eru einnig nær 3 ár síðan
sjálfstæðismenn undir forystu Ól-
afs gerðu uppreisn gegn þeim
lögurn, sem fært hafa bændum
og búaliði einna stærstar réttar-
bætur — afurðasölulögunum.
Það er ekki ár síðan Ólafur
reyndi að stöðva síldveiðaflot-
ann til þess að koma fjárhag rík-
is og þjððar í öngþveiti, og það
eru aðeins nokkrir dagar siðan
Ólafur krafðist þess, að flokkur
hans „veitti viðnám" gegn því
að landslög gengju yfir Kveld-
úlf.
Svo kernur einhver sveinstauli í
Vísi og heldur því fram, að naz-
isminn sé ný stefna innan Sjálf-
stæðisflokksins. Nei, hér er eng-
in nýjung á ferð, Vísir góður,
það vita allir viti bornir rnenn,
að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir
löngu genginn undir jarðarmen
Tillögur um f r amkvæmd — —
Ir lyrlr atvinnubótafé. ÐðllSlClklir
FYRIR nokkrum dögum gaf
forstjóri Vinnumiðlunarskrif-
stofunnar, Kr. F. Arndal, hér í
bLaðinu glögt yfirlit yfir störf
Vinnumiðlunarskrifstofunnar á
síð.ast liðnu ári og framkvæmd
atvinnubótavinnu hér í biænum á
árinu.
I eftirfarandi grein skýrir hann
frá tillögum þeim um atvinnu-
bætur og fyrirkomulag þeirra, er
stjóm Vinnumiðlunarskrifstofunn-
ar hefir samþykt og sendar hafa
verið til ríkisstjórnarinnar og
þæjarráðs:
„Samkv. reglugerð um vinnu-
miðlunarskrifstiofúr sem gekk í
gildi 17. siept. 1936 eiga vinnu-
miðlunarskrifstiofurnar, hver; á
sinum stað, að gjöra tillögur um
verk þau, er þeim virðist eiga að
framkvæma fyrir atvinnubó'tafé.
ATVINNUBÖTAVINNA
KARLMANNA.
Veffiagerd: Undanfarið hefir
vierið mjög mikið gjört að því að
undirbúa lagningu nýrra vega í
bænum fyrir atvinnubótafé, virð-
ist það óhjákvæmiliegt, þar eð
bærinn mundi tæplega að öðrum
kosti geta fullnægt þörf íbúa
sinna um aukniar götur.
(jardrcekt: Nokkuð hefir verið
gjört að því, að undirbúa land
undir matjurtagarða, befir það
sýnt sig, að árlega hefir verið
roeiri eftirspunn eftir löndum und-
ir matjurtagarða en hægt hefir
verið að fullnægja, einnig hefir
mjög vierið kvartað undan því, að
lönd þau, er undir matjurtagarða
væru ætluð, væru illa framræst
og því ekki eins góð og vera
ætti til þess að full not yrðu að
ræktuninni.
Af fyrgreindum ástæðum væri
æskiiiegt, að mikið meira væri gert
að því, í atvimnubótiavinnu, að
undirbúa garðsstæði, og að betur
væri til þeirra vandað en verið
hefir. Vinst tvent með því, auk-
in atvinna verkamanna iog fjöl-
skyldna þeirra, á þeim tíma sem
um atvimnubótavinnu er eigi að
ræða, og með lieigu garðsstæð-
anna kemur með tímanum aftur,
til bæjar og ríkis, það fé sem
varið hefir verið til undirbúnings
þeirra.
Nýbýli: Leggja þarf meiri á-
herzlu á að komið sé á fót nýbýl-
um á þeim stöðum, sem til þess
eur fallnir. Mundi það verða til
þess að létta mikið byrðar þær
er nú hvíla á bæ og ríki, vegna
atvinnuleysisins og þarf eigi að
óttast að hægt verði á næstu
árum að fullnægja öllum þe.'m
er flýja vi-lja atvinnuleysi bæj-
anna, sð þeim gefin kostur á að
sjá sér iog sfnum farborða á ann-
an hátt.
BYGGINGARVINNA.
Bæino 'skortir mjög tilfinnan-
lega skólahús og fleiri opinberar
byggingar. Virðist óhjákvæmilegt
að hefjast handa um þessar
byggingar í náinni framtíð, og
væri þá vei til fallið, að þessi
verk yrðu unnin í atvinnubóta-
vinnu.
ÍÞróttir OG UPPELDISMÁL.
Eins og kunnugt er, skortir b,æ-
inn mjög íþróttavelli og leik-
velli fyrir börn, og sýnist vart
verða hjá því komist, að bæta úr
þessari þörf hið allra bráðasta,
og vær iþá vel til fallið að vinna
að þessu verki að einhverju eða
öllu leyti í atvinnubótavinnu.
n.eð Hitler og Mussolini — pað
er gömul stefna.
VINNA FYRIR ELDRI MENN. |
Stór hópur þeirra manna, sem t
nauðsynlegt er að fái at\innu-
bótavinnu, eru eldri menn, sem
tæplega heilsu sinnar vegna, geta
unnið útivinnu að vetrinum í
hvernig veðri sem er, enda af-
köst þeirra við vinnuna eftir því.
Fyrir þessa menn þarf að vera
til hæg innivinna, og vil ég því
í þessu sambandi benda á upp-
setningu lóða, að hnýta á lóðar-
öngla, riða grásleppu >og þorska-
net og fleira er til útgerðar lýt-
ur.
Gæti bær og ríki vel feomist að
samkiomulagi við vieiðarfæraverzl-
anir og útgerðarmenn mn fram-
kvæmd á þessum verkum, þannig,
að allir aðilar hefðu hagnað af.
ATVINNUBÓTAVINNA
KVENNA.
Atvinnubótavinna kvenna hefir
urndanfarið verið eingöngu
við saumaskap, getiur það verið
gott svo langt sem það nær, en
sá galli er á því, að til þess þarf
konan að Iiafa einhverja þekkiogu
á hvernig sauma á flík, svo hún
verði niothæf, þá þekkingu hefir
ekiki allt kvenfólk, og verða því
þær konur, sem lítið eða ekkert
kunna til saumaskapar, algjörlega
útimdan við úthiutun atvinnu-
bótavinnu kvenna.
Ennfremur er konum, er at-
vinnubotavinnunnar verða aðnjót-
andi, gert að skyldu ,að leggja
sér til saumavél, sem mörgum
konum hefir reynst ómögulegt.
Líka er sá galli ,á atvinnubóta-
vinnu fyrir koniur, eins ,og hún
er nú, að úthlutað,er 12 dögum í
eiinu og á þeim tíma vinna kon-
urnar óslitið frá kl. .9 að morgni
\il kl. 6 að kvöldi. Þetta f r.ri.omu
lag ier að því leyti óhentugt, að þó
konur geti. yfirgefið heimili sitt
dag og dag, þá ei’ ekki þar með
sagt, að þeim sé hægt að vinna
utan heimilis í 12 daga.
Atvinnubótavinnu kvenna þarf
því að haga þannig, að sem flest-
ar konur, sem þörf hafa fyrir
hana, geti orðið hennar aðnjót-
andi, en það verður því að eins
að vinnunni sé hagað þannig, að
konur geti notið hennar, þegar
tími þeirra frá heimilinu leyfir.
Það hefi ég hugsað þannig, að
þær bonur, sem til sauma kunna
og saumavélar hafa, fái heim til
s ínefni, sem þær saumi þar í á-
kvæðisvinnu, en hinum, sem eigi
kunna til saumaskapar, sé ,út-
hlutað vinnu dag og diag í senn,
við hússtörf, þvotta eða aðra
vinnu á fátækum heimilum, sem
þurfa hjálpar með, en eigi hafa
ráð á að greiða þá hjálp, sem
þeim væri nauðsynleg.
ATVINNUBÓTAVÍNNA
UNGLINGA.
Við val verkefna í atvinnubóta-
vinnu unglinga virðist mér að
öllu leyti stefnt í rétta átt, eins
og hún hefir verið framkvæmd
síðastliðinn vetur, þannig, að
reynt hefir verið að þroska ung-
lingana andliega og líkamlegameð
útivinnu nokkurn hluta dagsiins
og hinn tímann með bóklegu og
verklegu námi og líkamsæfing-
um.
Værí nauðsynlegt að bær og
ríki sæu sér fært að verja meira
fé í því skyni að vernda hina
uppvaxandi æsku bæjarins frá
bölvun atvinnuleysisins, sem likt
væri hagað og síðastliðið ár.
Unglingavinnan að sumrinu hef
ír eingöngu verið vegavinna. —
Virðist hún hafa borið mjög góð-
an árangur, enda framkvæmd
undir stjórn manns, sem sérstaka
hæfilieika virðast hafa tii að um-
gangast unglinga og þroska þá.
Má um þá vinnu segja sama og
atvinnubótavinnu unglinga að
vetrinum, að aðalgállinn á henini
virðist sá, að oflítið fé sé til
hiennar veitt og fyrir því of fáir
siem geta orðið hennar aðnjótandi.
I sambandi við vinnu unglínga
að sumrinu, vil ég benda á verk-
efni, sem mjög vel virðast til þess
fallin, að framkvæmd séu af ung-
lingum, og eru þau: Grisjun og
plöntun skóga, alls konar garð-
yrkja og sandgræðsla. Á hinu
friðlýsta svæði á Þingvöllum
hefir Sikógur vaxið mjög ört síð-
ustu árin. Væri full þörf á og
næg vinna fyrir 10—15 unglinga
að sumrinu að grisja hann og
laga, taka burtu kalhríslur og
hlynna að hinum ungu trjám,
sem þar eru að vaxa upp í friði
fyrir ágangi búpenings.
Eigai virðistmisráðið, aðríki og
bær réðust í ræktun jarðepla,
rófna og annara matjurta á landi
sínu í Árnessýslu. Væri það til-
valið verkefni fyrir unglinga, að
hirða um slíka ræktun undir
stjóm góðs manns. Þyrfti lítill
eða enginn beinn kostnaður að
verða af ræktuninhi, þar eð út-
lögð vinnulaun myndu greiðast
að fullu með uppskerunni.
Til sandgræðslu er veitt árlega
talsvert fé, og er það vinna, sem
mjög er vel til þesis fallin að
framkvæmd sé af unglingum, og
mundi* auka áhuga þeirra fyrir
ræktun landsins.
Skrifstofan vill að siðustu
benida á, að síðast liðið sumar
sóttu um 600 unglingar um að
fá að verða aðnjótanidi unglinga-
'vinnunnar við Þingvallavatn. En
af þeim fjölda var að eins hægt
að taka 38. Fyrir því vill skrif-
stofan alvarlega skora á ríki og
bæ að gera sem fyrst ráðstafanir
til að hægt sé að veita fleiri ung-
lingum en síðast liðið sumar og
vetur einhverja þá vinnu, er að
gagni geti komið fyrir landið og
til blesisunar orðið einhverjum af
þeim stóra hópi atvinnulausra
æskumanna. sem nú er að vaxa
upp í höfuðstað landsins.
Frá ?erklýðsféSsgl
Mo! ejrsr.
VERKALÝÐSFÉLAG Akureyr-
ar hélt aðalfund sinn 14. þ.
in. Var fundurinn svo fjölmennur,
að fundarsalurinn rúrnaði ekki
fleiri. Tveir verkamenn gengu i
félagið.
Áður en dagskrá hófst risu
fundarmenn úr sætum sínum og
hyltu formann félagsins, sem ný-
skeð hafði átt sextugsafmæli, en
hann þakkaði.
Skýrsla stjórnarinnar bar með
sér, að félagið hafði unnið að
hagsmunamálum verkalýðsins
með einbeittni og festu á s. 1. ári
og komið ýmsu til leiðar til hags-
bóta fyrir stéttina. Síldarsöltv^r
félagsins s .1 .suroar hafði fært
félagsfólkinu aukna atvinnu, og
útlit fyrir að sú starfsemi muni
stórum aukast á næsta sumri.
í björgunarskútusjóð Norður-
lanids hafði félagið safnað yfir
1000 krónum á áiinu, og hefir nú
kr. 2827,64 handbært fé 1 þessu
augnamiði. Úr sjúkrasjóði félags-
ins hafði verið veitt meira fé
en nokkru sinni áður. Þó hafði
hann vaxið á árinu.
I stjórn voru kosin: Erlingur
I K R -húsisasB anaað kv5id (snnnn*
dag) klukk«in 10 eftis* hádegl.
Matsveln*- eq veUlnqa|>iún»fél»q Ivlands.
Fraihaldsaðalfnndar
félagsins verður haldinn sunnudaginn 7. mars
klukkan 12 á miðnætti í Oddfellowhúsinu.
Stjórnln.
Friðjónsson, Marteinn Sigurðs-
son, Svanlaugur Jónsson, Helga
Jónsdóttir, Haraldur Þorvaldsson,
Öll kosin í einu hljóði.
I kauptaxtanefnd — með fé-
lagssstjórninni — voru kosin:
Stefán Árnason, Ólöf Sigurðar-
dóttir, Benedikt Jóhannsson, Guð-
ný Vilmundardóttir, Aðalsteinn
Stefánsson.
Félagið hélt árshátíð sína föst-
daginn 19. þ. m. að Hótel Akur-
eyri. Var hún fjölsótt, sem hús-
rúm leyfði, og skemtileg. Yfir
sameiginlegri kaffidrykkju fluítu
ræður Erlingur Friðjónsson, Hall-
dór Friðjónsson og Haraldur
Þorvaldsson. Þá skemti kvartett
verkamanna með söng og að sið-
ustu var stiginn danz langt út á
nótt.
Um sl. áramót voru í félaginu
220 félagar. Er starf þess hið
bezta, fundir vel sóttir og ein-
hugur í öllum rnálurn. Félagið
hefir ákveðið vað hækka kaup í
vor og hafa unr það mál sam-
vinnu við AlþýðusambandiÖ og
verklýðsfélög í nágrenninu. Starf-
að verður að þvi á næstunni að
,safna inn í félagið ófélagsbundnu
fólki, sem, því miður, er æði
margt í bænum, en engin sam-
vinna höfð við félög komrnún-
ista, sem aðeins hjara sem póli-
tískar klíkur, sem verkalýðurinn
hefir y firgefið að mestu.
FélagL
— Til Hull komu árið 1935
249V2 þús. smálestir af nýjum
fiski og seldust fyrir um 67 millj.
króna. Meðalverð var 1,38 hvert
enskt pund. Um 2/5 hlutar þessa
afla hafði veiðst við Island, 1/4
við Bjamarey og 1/8 við Múr-
mansströnd og í Hvítahafi. Útlit
er fyrir að nokkuð rneiri afli
komi á land í Hull í ár en í
fyrra.
— 21 blað úr elzta biblíuhand-
ritinu, sem til er, eru nú kornin í
bókasafn Prinoeton-háskólans.
Það er 19—39 af Ezekiel á
grísku. Handrit þetta er talið vera
ritað um árið 200 e. Kr.
— Náttúrugripasafnið í Toron-
to fékk fyrir nokkru sjaldgæfa]
og verðmæta gjöf, sem var safn
af dýrurn^ og jurtum úr heirn-
skautalöndunum. Gefandinn heit-
ir Fletcher, og hefir verið í tíu ár
fyrir norðan pólbaug; hann hef-
ir verið í hinni svonefndu „ríð-
andi lögreglu“ í Kanada. í siafn-
inu er mikið af sjaldgæfum dýr-
um og fuglum, þar á meðal
dvergugla, sem ekki er stærri en
titlingur.
— I Búlgaríu er sagt að stjórn-
arliðið á Spáni eigi mikiilli vel-
vild að fagna, og em hávær læti
á götum höfuðborgarinnar í
hvert skifti sem fréttist að stjórn-
arherinn vinni á eða hrindi á-
hlaupi. Orsökin er sú, að einræði
er í Búlgaríu, og Jætur almenn-
Údýr t
Kartöflur 0,25 kg.
Kaffi (Kaaber) 0,95 pk.
Export (L. David) 0,65 stk.
Bón, allar teg. 0,85 dósin.
Smjörlíki, ódýrt.
¥erzEsinfn
«SL «83» ilfllílk
Bergstaðastr. 35 og Njálsg. 40.
Sími 2148.
ingur, sem er á móti því, á þenn,-
an hátt í Ijós skoðun sína.
— Nýlega var brotist inn ti\
kvikmyindaleikarans Clive Brook
og stolið frá honum munum, er
voru um 3000 kr. virði.
Gullgröfliur á Alaska er með
öðru móti nú en hann var upp-
runalega þegar einstakir rnenn
leituðiu að gulli og grófu hver
sinn skika. Nú eru það aðallega
sterk-rík félög, sem vinna að gull-
greftri, nota til þess dýrar vélar
en gullnemarnir eru daglauna-
menn. Nýlega hafa tvö ný félög
frá Bandaríkjunum feeypt lóðir
sem hægt er að grafa á nálægt
Fairbainks. og em farin að
vinna þar gullið með vélum, er
ekki hafði borgað sig fyrir ein-
staka menn að grafa það. Búist
er við að frá Alaska, verði í ár
fluttar 19 millj. dollara í gulJi
til Bandaríkjanna, iog er það fram
undir helmingi meira en það, sem
‘BandarLkin foeyptu Alaska fyrir
af Rússakeisara fyrir 69 árum.
— Stór húsfanga-sýning (Hob-
bies) var um daginn haldin i
Tonrmto í Kanada.
— Strandverðirnir í Bandaríkj-
un_um hafa nú flugvélar til þesjs)
að boða mteð óveður þeim
fiskiskipum, er ekki hafa firðíæki.
Ef útlit er fyrir óveður, fara flug-
vélar út á miðin 0g henda niður
skeytum til fiskibátanna um að
von sé á óveðri. Er talið, að þetta
hafi þegar vemdað marga menn
frá drukknun.
— Borgarstjórinn í Charlotte í
Niorður-Carólína í Eandaríkjunum,
hiefir ákveðið, að hver einasti
starfsmaður borgaxiinnar gangi í
kurteisisskóla, jafnt þeir sem
eldri eru sem þeir yngri. Verður
þeim sýnt hvemig þeir eigi að
koma fram við menn sem til
þeirra leita, og líka hvemig þeiri
eigi e k k i að koma 'fram við
þá. Ætlast borgarstjórinn til þess
að þietta geti orðið upphiafið að
því, að almenn framkoma borg-
aranna geti orðið prúðmannlegri
en áður. Líkt og þetta kvað hafa
verið reynt áður í smáborgum í
Bandarikjunum, og með góðuim
árangri, en það hefir aldrei ver-
ið reynt áður í jafn stórri borg
og Charlotte, en þar eru um 60
þús. íbúar.
— Þjórfé eða „drykkjupenir.gr
ar“ eru afnumdir með lögum í
Kína og Sovét-Rússlandi (og að
sögn) í Ungverjalandi.