Alþýðublaðið - 29.10.1937, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1937, Blaðsíða 1
RITSTJÖRI: P. H, VÁLDEMARSSOIS ÐTGEFANDl: ALPTÐUFLOKKUKINN XVIH. ARÖANGUR FÖSTUDAGINN 29. OKT. 1937. 250. TÖLUBLAÐ Örprífaráð íhaldsins: Falsanír á ,lagfæring( tóinm og ð skeytom Morgunblaðið falsar tðlur um matjes- síldarmarkaðinn í Ameriku og Haraldur Böðvarsson endurbætir skeytið, sem hefir gert hanu frægan. LOKSINS hefir ejnhver leitt at- hygli þeárra MorgunblaSs- manna að því, a& erfitt mun.i að selja þrisvar sjnnum meira af matjessíld til Bandaríkjanna heldur en markaður er þar til fyrir, og að sögur Morgunblaðs- ins um þess,i atriði séu öllum augljðs ósannindj, nema Morgirn- blaðið geti hækkað innfiutning- inn frá því, sem hann er í faun og veru. 1 morgun fer blaðið' því af stað og birtjr tölur um innflutn- ing sildar í Bandarikjunum árin 1928 til 1931 til þess að sanna hvað síldarmarkaðurinn sé þar nú mikjll. Þessar töluir Morgunblaðsins sanna vitanlega ekki neitt. Svona til samanburðar ættj blaðið að birta hve mikið var flutt inn af saltfiski til Spánar á árunum 1928—1931. Myndi það ekki teljast góð sönnun um hvað hægt væri að selja nú af saltfiski á Spáni, jafnvel þó ekki væri þar nein borgarastyrjöld? Þessar gömlu tölur bera ljós- astan vott iuh örþrifaráð ritstjór- anna í þessu máli. Þær sanna, svo sem öllum má vera Ijóst, ekkert um hvað hægt er aðselja nú af matjessíld í Ameríku, en aiuk þess eru þær berlega falsað- ar. Morgunblaðið telur í þessum tölum sínum innflutta' matjessíld frá New Foundland og Labrador, sem nemur tugum þúsuinda, en þar er engin matjessíld fram- leidd. Síldveiðin þar byrjar í fyrsta lagi í desembermánuði og síldin, sem veidd er þar, er því vetrarsíld, af svipuðu tagi og norska stórsíldin. Hér er því alls ekki úm neina matjessíld ,að ræða. ' ' { j Falsanir Morgunblaðsins stoða þvi ekkert í þessu efni. Ritstjór- ar blaðsins em nú orðnir berir að opinberum fölsunum til að reyna að sanna himn ranga mál- stað sinn, 'auk allra blekiking- anna, sem þeir hafa áður gert sig seka um, en það gagnar þeim ekkert. Falsanirnar eru of aug- Ijósar og blekkingarnar of sýni- Iegar til þess, að nokkur leggi trúnað á þær. Þá hefir Haraldur Böðvarsson nú áttað sig á að hann þurfi að endurbæta símskeyti sitt. Endur- þótatilraunimar hafa tekið hann hálfan mánuð og nú hljóðar skeytið þannig: „Er reiSubáinn að graiöa hvaða verð sem krafist er og jafnvel meira.“ Þetta eru nú endurbætur í lagi og ætti einhver hollvinur Har- aldar að sjá um að hann yrði sér ekki enn í þriðja sinn tíl at- hlægis með því að senda frá sér svona vitleysu. Finniur Jónsson. Hann teker út af togaranDm .Hilmir* ð Ieið til Englands. Skípíð fékk áfall svo að brúin broto- aði og manninn tók út fiá stýrlnu. IFYRRADAG varð togarinn Hilmir fyrlr áfalli i hafi á Iéið til Englands. Brotnaði skip- j ið töluvert, og einn skipverjanna | tók út og dnuikknaði hann. Hét j harrn Guðni Sigurðsson, ungur j miáður hiðan úr bænum. Hilmir fór héðan aðfcranótt ; fyrra föstudags á ísfiskveiðar. Á ■ laugardagsmorgun lagði hann ! svo af stað með afla sinn áleiðis I til Englands og var búist við að , hann landaði í Grimsby í gær. ; En um kl. 2 í gær fékk for- j stjóri „Allianoe“, siem gerir út ; togarann, skeyti frá skipstjóran- | um á Hihui og var þá togarinn ; staddur í Aberdeen. Skýrir skipstjóri frá því í skieyt- Inu, að í fyraadag, þegar togarinn var í hafi, hafi hann fengið éf fall. Ketillinn hafði losnað, yfir- byggingin yfir vélarrúminu rifn- að, bátapallurinn brotnað og bát- ana tekið út, brotnað ofan af brúnni og tekið út manninn, siem stýrði, og drukkna&i hann. Var það ungur maður, 23 ára, Guðni Sigurðsson, var ókvæntur og bjó hjá foreldrum sínum á Hávallagötu 21 hér í bæ. Foreldr- ar hans fluttu hingað í bæinn fyrir 7 árum austan úr Rangár- vallasýslu, en þar höfðu þau bú- ið áður að Vetleifsholti í Ása- hneppi. Skipstjórinn treysti sér ekki til að koma skipinu til Grimsby, eins og það var á sig komið og seldi tiflann í gær í Aberdeien fyrir 522 sterlingspund. Talkór F. U. J. . Æfing í kvöld. kl. 9 í skrif- stofu félagsins. Mætið 'öll. BARCELONA, HÖFUÐBORG KATALONÍU, ÞAR SEM SPÁNSKA STJóRNlN SEST AÐ. Spánska stjórnin fer frá Valeneia til Barcelona. Herskipafloti Francos á að stððva ailar siglingar tii hafnarborga stiórnarinnar á ansturstrðndinni. LONDON í morgun. FO. T N N AN RÍKISRÁÐHERRA spönsku stjórnarinnar tii- kynnti í gær, að stjórnin hefði ákveðið að flytja sig til Barcelona. 1 frétt frá Palma á Majorca er dagt, að luppreisniarmeim á Spáni ætli framvegis að hafa einabæki- stöð fyrir flota siun, sem sé við Majorca, og sé þetta hægt vegna þess, að nú hafi þeir alla norð- Urströnd Spánar á valdi sínu. Það er gert ráð fyrir, að frá i Majorca miuni uppreisnarmenn gera tilraiun til þess að k-oma f veg fyrir siglingar til spánskra hafna á austurströndinni, eða milli frönsbu landamæranna og Almeríu. Þ-að er áltið, að stjórn Sovét- i Rússlands muni tilkynna hlut- j leysitsnefndinnii, að hún muni hætta fjárframlögum tii nefndar- innar -og 11 þiess að standa straum af kostnaðiinum við eftirlitsstarf- ið á Spáni. Þietta þýðir þó ekki, að hún siegi s-ig úr hlutlieysisn-efndinni, — heldur álíta Rússar, að með þvi að iagt hefir verið niður str,and- gæsiustarf -erlendra herskipa við Spán, þá sé eftirlitsstarfið í raun og veru gagnslaust. HlDtiejrsisnbfndin hiálpar Fracco tii valda, segir Llojrd | öeoroe. LONDON í m-orgun. FO. L’-oy-d George gagnrýndi starf hlutleysisn-efn-darinnar í ræðu, sem hann flutti í gær í neðri málst-ofu brezka þingsins. Ef tilgangur nefndarinnar hefði Verið sá, að k-oma í veg fyr-ir erlenda íhlutun um Spánarstyrj- öldina, þá mættu þær þjóðir, sem áhuga h-efðu haft fyrir því, að eyðil-eggja starf nefn-dar-innar, vera hróðugar yfir árangrimum, sagði hann. Ef tilgangur nefndar- innar h-efði verið sá, að tryggja báðum stríðsaðilum jafna að- stöðu, þá hefði henn-i mistekist það hlutverk sitt hörmulega. En ef tilgangur hlutleysis- nefndarinnar hefði verið sá, að veita Franoo aðstöðu til þ-ess að k-omast til valda á Spáni, þá hefði nefndlnni tekist það ágæt- lega. Hann kvað þann sigur, sem Franoo h-efir unnið á N-orð- ur-Spáni vera k-ominn af þvi, að hann hefði haft ótakmarkaðar hergagnabirgðir, og jafnvel þótt hlutleysisnefndin legði nú niður starf sitt, þá væri það ef til vill of s-eint til þess að bæta fyrir það tjón, sem starf hennar hefði þegar valdið spönsku stjórninná. Ef fasistar sigruðu á Spáni, sagði Lloyd George, þá mætti brezka stjórnin fyrst og fremst þakka sér það, eða k-enna sér um, eftir því, hvernig hún kysi að líta á málið. Með öðrum orðúm, starf hlutleysisnefndarinnar væri him mestn -og svívirðilegustu svik, sem n-okknr þjóð hefði verið beitt. Lloyd Geoiige vék þá að ræðu þeirri, er Mussolini flutti í Róm í gærm-orgun. „Muss-olini talar um frið,“ sagði hann. „Hann vill trið í Evrópu þangað til hann og félagi hans, hinn einræðish-err- ann, era orðnir öruggir um sigur, ef friður-inn skyldi verða rofinn.“ Þá sagði Lloyd George að hrezka heimsveldjnu hefði hrak- úð átakanlega á síðaGtliðnum fimm áram. Foringi kinterska hersins við Tazang fjrirfer sér. Hann sagðist bera ábyrgð á ósigrmnm LONDON í morgun. FO. IÐ SHANGHAI var tiltölu- lega lítið um bardaga í gær, fyrir utan sprengju- og kúlnahríð Japiana á viglínu Kínverja. Ja- panir lögðu aðaláherzluna á að k-oma sér fyrir í Chapei. Kínverska herstjórnin segir, að sú varniarlíma, sem kínverski her- inn nú myndar, meðfram norður- bakka Yangtsefljóts að Sooc- howlæk, sé aðeins til bráða- birgða. Hún er um 40 km. á , iengd. Kíaversid herforinginn, sem hersveitum Kínverja við Tazang, hefir fyrirfarið sér. Hann kvaðst telja sig bera ábyrgð á þeim ó- j dlgri, sem kínverski herinn beið, | og ekki vilja lifa lengur. ' Fulltrúi í jcpanska utanríkls- málaráðuneytinu sagði í morgun í viðtali við blaðamenn, að þar sem japanski herinn vi-ð Shang- hai væri nú komimn að takmörk- um alþjóðahverfisins , myndi verða mjög erfitt að komast hjá því, að sprengikúlur le-ntu inn á hið friðh-elga svæði, en sá hluti hverfisins, sem liggur næst her- stöðvum Japana, er brezkt gæzlusvæði. Japanfr stofna keisara- dœmi I Ianri-Mongólin! í fréttum frá J-apan er siagt, að stofmð hafi verið keisaradæml í Innri-l\'LongólSu og Teh prinz kjörinn þjóðhöfðingi þar. Frh. á 4. eiðú- Menntasfcólinn i Ak- mejfii 10 ðra i dag. Ills hifa verið brottskiáðir paðin 167 stúdentar. IDAG em liðin 10 ár frá því, aö gagnfræðaskóla Akureyr- ar vom veitt maiitaskólaréttindi. Verður þiessa atburðar minnst með hátíð, sem haldin verður i siamk-omuhúsi Akurej/rar í kvöld. Þá halda stúdentar og gagn- fræðingar, brottskráðir að morð- an, samsætii í kvöld í .Oddfiellow- höllinni til minningar um þennain merka áfanga í skólaisögu þjóð- arinnar. Verður þar margt til Hkemmtunar, ræðuhöld, söngur og danz. Þá flytur Benedikt Tómasson læknisfræðiniemi ávarp i útvarpið fyrir hönd nem-enda brottskráðra frá M-enntas-kóla Akureyrar. Alls hafa nú verið brottskráðir að norðan 167 stúd-entar. Vorið 1928 v-oru -fyrstu stúdientarnir brottskráðir þaðan. Voru þeir fimm, þ-eir: Bragi Steingrimsiso'n dýralæknir, Baldur Steingrímsson, séra Gunnar Jóhanniessoin priestur að Skarð-i í Hreppum, séra Guð- mundur B-en-ediktsson pr-estur að Barði og Haukur Þ-orleifsson frá Hólxun. Vorið -eftir v-oru fleiri brott- skráðir og voru flestir brottskráð- ir í fyrra, eða 33 stúdentar. í 6. b-ekk Menntaskólans á Ak- ureyri era í vietur um v30 nerni- endur, sem v-erða brottskráðir í vor. Togarar og betri sðlnsamtob. bað e? pað, sem NoTðmenn vantar, seil? pröfjssar Jiiban Hjoit. KAUPM.HÖFN í gærkvöldi. FO. PROFESSOR JOHAN HJORT hefir nýl-ega haldið erindi í iðnaðarmannafélaginu í Bergen um erfiöieika norskra fiskimanna og útg-erðarmanna og vax við- staddur fjöldi mann-a. H-ann komst svo að orði að næsta sp-orið í fiskiv-eiðum Nor- egs hlyti að verða það, að Norðk menn öfluðu sér to-gara. Benti hann -enn til íslaads, sem dæmis um það, hvílíka yfirburði fisk- veiðar á togurum hefðu frarn yf- ir aörar veiðiaðferðir. Þá g-erði h-ann o-g gr-ein fyrir nauðsyn þ-ess að norskir útgerð- armenn -og fiskikaupmenn g-erðu með sér víðtækari sölusamtök — en hingað til hefði verið. Hann hélt því fram, að hingað til hefðu Norðmenn engan veg- inn hagnýtt sér til fullnustu fiski- mið sín, en hefðu þ-esis í stað látið útLendinga ausa upp milljónum króna við strendur Nonegs, s-em margar hefðu getað fallið í hlut N-orðmanna sjálfra, ef b-etur h-efði verið áhaldið. Afmæli Mentaskólans á Akjureyri. Aðgöngumiðar að samsæti norða-nstúdenta -og gagnfræðinga feeröa seldir í kvöld í Oíddfelliow- húsinu kl. 4—7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.