Alþýðublaðið - 15.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 j ALÞÝÐUBLAÐIÐ ! j kemur út á hverjum virkum degi. ; } Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við : j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; J til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 5 9Va—10 Va árd. og kl. 8—9 síðd. : j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; J (skrifstofan). j < Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á ; j mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : j hver mm. eindálka. ; J Prentsmíðja: Alþýðuprentsmiðjan : (í sama húsi, sömu símar). Húsakynni verkamanna Og byggingarfélög. Khöfn, í febrúar. Meðal þeirra félagsmáia, er nú eru efst á báugi og mönnum iiggja má ske hvað mest á hjarta, eru húsakynni alþýðumanna. ís- lenzkri alþýðu er sennilega ekki kunnugt, hversu mikil áherzla hér er lögð á að bæta húsakynni al- þýðu og útrýma húsnæðiseklunni og hinum illu húsakynnum. Ég skal því sýna lit á að skýra þetta fyrir mönnum. Flestir gamlir bæir eins og Kaupmannahöfn, sem og hafa vaxið hröðum fetum, hafa vitan- iega mikið af lélegum húsakynn- um,'og er það þá einkum í eldri hluta bæjarins, enda er það sízt. furða, þar sem þessi hluti bæjar- ins er 2—3 aida gamall, byggður á þeim tíma, þegar hvorki var framsýni, þekking né fjárhagsleg ráð á að haía það öðruvísi, enda bera húsakynni þessi fullan vott þessa. íbúðirnar eru litlar, þröng- ar og dimmar smugur, sem,' ef satt skal segja, ekki eru mönnum bjóðandi tii íbúðar með þeirri til- finningu fyrir hreinlæti og hoil- ustu, sem samtíð vor hefir. Menn hafa þá líka augun opin fyrir þvi, að þessar íbúðir þurfi að hverfa úr sögunni. Þær vantar bæði sól og loft, liggja inni í þröngum görðum, svo að aldrei ' sést til Hxmins, heldur að eins á götuna, eða þær liggja að þröng- urn, djúpum, daunillum götum. Flest eru þetta 1 og 2 herbergja íbúðir með dimmum uppgöngum og mjóum stigum. Ég hefi einu sinni vilst inn í slíkar íbúðir, og lá við, að ég félli í svima af ó- daun þeim, er lagði í móíi mér. Engin nútímaþægindi hafa þessar „íbúðir“; í sumar er ekki einu ■ sinni lagt gas; aðrar hafa þó raf- ljós, en flestir verða þó að sætta sig við olíulampann enn þá. Vist- arverur þessar eru því oftast hinar skæðustu pestarholur, og börnin eiga hér auma daga. Eftir aldamótin fór eftirspurnin að réna eftir þessum holum; þannig vqjru árið 1909 1733 slíkar „íbúðir“ lausar. En þetta var þó því miður skammgóður vermir, því að árið 1910 var talan komin niður í 1296, og 1915 var hún komin niður í 113. Af þessu sést, að hú næðiseklan varfarinað gera vart við sig, enda kom stöðvun á allar byggingar 1908, er leiddi af húsabralli og bankahruni, og 1915 er farið að gæta húsnæðiseklunn- ar af völdum- ófriðarins, og urðu memx því að leita í þessar holur aftur. — Þegar á árunum 1853—65 voru gerðar tilraunir til þess að láta verkamönnum Í fé hollar og rúm-‘ góðar íbúðir, þannig bygði lækna- fðlagið íbúðir fyér verkamenn ár- ið 1853, og 12 árum síðar (1865) stofnuðu verkámenn hjá Bur- meister & Wain með sér bygging- arfélag, og ári seinna komu hin- ar svo nefndu Glassensku-íbúðir. .. , ■ • . Þetta var vitanlega bót úr því, sem var á þeim tíma, en full- nægir naumast lengur þeim kröf- um, sem menn gera nú á þeim sviðum. Með þessum byggingum fengu verkamenn hollari og rúm- betri íbúðir en þeir höfðu átt við að búa, en að öðru leyti markaði þessi félagsskapur ekki spor fyrir eftirtímann. Öll hugsun um byggingarfélags- skap féll nú niður í höfuðstaðn- um. Aftur á móti fluttist þessi hreyfing út um land, í sveitirnar. Hér var og akur fyrir slíka hreyf- ing, þó í öðru formi væri. Það 'var hægra að afla sér lóðar undir .hús í smákaupstað og í héruðum én í höfuðstaðnum, Ióðirnar ódýr- ari og byggingarfyrirkomulag annað, enda mun sízt hafa verið vanþörf á að gei*a eitthvað á því sviði. Verkafólk í sveitum átti á þessum tíma við ill kjör að búa, hvað húsakynni snertir. Vistarver- ur þess líktust meir illurn skepnu- húsum en íbúðuin menskra manna. Eigi vel að vera og trygging sé fyrir því, að hægt sé að íá þolan- Ieg hú’akynni, og að þeim sé haldið vel við af eigendum, þarf að vera viss tala lausra íbúða ár- lega. Sérfróðir rnenn hér i Kaup- mannahöfn hala talið nauðsynlegt, að hér væru 3000 lausar íbúðir árlega. Árið 1914 var tala lausra íbúða að eins kring um 1800. Lækkun þessa lciddi meðal ann- ars af örum innflutningi og húsa- bralli. Árið 1908 varð hér mikið peningahrun; ýmsir bankar höfðu lánað ógrýnni fjár til ótakmark- aðra bygginga, og eigendurnir urðu að ganga frá eignunum. Hú:in voru svo ýmist seld mjög Ságu verði, eða lánveitendur urðu að taka þau. Þetta olli vitanlega afturkípþ um al ar byggingar, og ja nvcu^ið ra kaði t. Þegar svo frá leið, olli þetta hækkun á húsa- leigu, og 1914 kom ófriðurinn. Nú varð meðal annars stöðvun á byggingum, en fólk þyrptist til borgarinnar, svo að til vandræða hlaut að koma, og af þessu stafa vándræði þau, er menn líða enn undir. Kauprnr nnahafnarbær varð að sjá fólki þvi fyrir húsnæði, sein hvergi átti sér samastað; skólar og hermannaskálar, m.ira að segja kvennafangelsið á Kristj- án höín var tekið tfl íbúðar handa hinum húsvi'tu, sem mest voru fjölskyidur. oí't með mörg börn, því að enginn vildi nú lengur hafa ibörn í húsum sínum. En þetta var vitanlega að tjalda til einnar næt- ur, og því varð nú bærinn að láta byggja skýli yfir höfuð þessa fólks. Lét bærinn því byggja skála í útjöðrum bæjarins og úr tirnbri. Þetta ástand leiddi líka af sér húsnæðislöggjöf þá, sem enn er í gildi og fram til 1931. Hefði þessi löggjöf ekki komið, er ekki að vita, hvar lent hefði. Húsaleigan hefði verið sett upp úr öllu valdi, svo að allur þorri verkamanna hefði bókstaflega orðið á götunni. En mikið hefir verið vanrækt við allar íbúðir hvað viðhald snertir. Hingað til hafa húseigendur skot- ið sér undan því að halda íbúðum í sæmilegu horfi, þó aÖ vitanlega séu undantekningar. Leigunni hafa húsaleigulögin þó haldið í sæmilegu verði, og þó hefir húsa- leiga hækkað hér í Kaupmanna- höfn um 35—45o/o (en ekki að eins 20 °/o, eins og ég hefi séð, að einn bæjarfulltrúi Rvíkur hefir haldið frarn). Þá skal ég víkja stuttlega að því, hvað verkamenn, ríkissjóð- ur «og Kaupmannahafnarbær hafa gert til þess að bæta úr húsnæð- iseklunni og að greiða mönnum götuna til sjálfseignar á þessu sviði. Árið 1912 var samvinnu-bygg- ingarfélag verkamanna stofnað. Stofnendur og hvatamenn þessa félagsskapar voru ýms hlutafélög og sameignarfélög verkamanna. Fyrst byggði félag þetta tveggja og þriggja herbergja íbúðarhús, og seinna bætti það við sig tveggja, þriggja og fjögurra her- bergja íbúðarhúsum. Hús þessi jeru 3 og 4 hæðir, en ekki hvert nfan í öðru, eins og áður gerðist: hér er þess gætt að hafa vítt til veggja, svo að íbúarnir hafi sól- skin og loft, og að bömin geti leikið sér í opnum görðum og óhult fyrir uslanunx á götunni. Síðan 1913 hafa félög þessi bygt 2100 íbúðir, er hafa kostað 20 millj. kr. Önnur byggingarfélög (hlutafé- lög) stofnuðu verkamenn líka 1912. Stofnendur þessa félags voru ekki félög, heldur einstakir menn innan byggingariðnaðarins. Tilgangurinn var tvenns konar: að útvega verkamönnum góð og ódýr húsakynni og að bæta úr vinnuleysi, sem þá stóð yfir. Þessi félög hafa bygt á ýmsurn stöðum í bænum 3500 íbúðir, er hafa kostað 47 millj. kr. Þessi félög hafa öll bygt stór- hýsi með eins, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðum, en þó mest eins, tveggja og þriggja herbergja íbúðir. — Laúst eítir aldamótin síðustu hófst sérhreyfing meðal verka- manna hér að kaupa eða leigja lóð eða lítið garðstæði í útjaðji bæjarins, þar sem þéir gætu bygt sér sumarhús og gætu svo rækt- að ýmsar matjurtir og ávexti. Þessi hreyfing hefir náð mikilli útbreiðslu meðal verkamaxma, og aukið velmegun og heilbrigði. Flestir garðar þessir eru leigu- garðar, eign einstakra manna eða bæjarins. Þessi hreyfing hafði aft- lur það í för með sér, að menn fóru nú að hugsa til þess að 'mynda með sér byggingarfélög og byggja lítil hús fyrir eina og tvær fjölskyldur með ávaxta- og blóm- göirðum. Félagsskapur þessi myndaðist á árunum 1914—16 og hefir eflst mjög síðan. Menn kalla þetta garðbæi (Havebyer), og mun það sniðið eftir enskri og þýzkri fyrirmynd. Af þessum félögum eru nú 4 þektust, og stærst þeirra er það, sem heitir Gröndalsvænge, er liggur milli Friðriksbergs og Brönshöj. Félag þetta byggir í 3 deildum og myndar bæ fyrir sig. Það hefir þegar bygt 143 hús fyrir eina fjölskyldu og 97 hús fyrir 2 fjölskyldur; fylgir blóma- og ávaxta-garður hverju húsi. Innan skamms eykur félagið við sig 150 húsum fyrir 2 fjölskyldur. Þegar þessum 150 húsum er lokið, hefir „bær“ þessi kostað 8 rnillj. kr. Á húsnæðis- og heilbrigðis- málafundi, sem var haldinn hér 1917, átti ég kost á að sjá þessar byggingar ásamt öðrum bygging- arfélagshúsum. Hús þessi voru þá alveg ný og sum ekki fullgerð. Dáðust fundarmenn mjög að þeim, enda var öllu vel og smekk- lega fyrir komið, stór og rúm- góð herbergi. Prentari nokkur, Wurtenberg, var aðalhvatamaður þessa félagsskapar, formaður fé- lagsins og lífið og sálin í því. Því rniður auðnaðist honum ekki að sjá þessar byggingar allar full- gerðar; hann dó skyndilega 1918 og var þá formaður prentarafé- lagsins. — Það sést af þessu, að verka- menn hafa lagt ekki lítinn skerf sjálfir til þess að afla sér betri húsakynna. Verður því ekki kent um, að viljann hafi vantað, enda vex þessari byggingaríélagshug- mynd fylgi, bæði hér í Kaup- mannahöfn og í bæjurn úti um land. En samhliða þessari viðléitní verkamanna hefir bæði ríkissjóð- ur og Kaupmannahaínarbær sýnt vilja sinn í þessum velíerðarmál- um með hagkvæmum lánum og styrk til bygginga. Þannig á rík- issjóður útistandandi í lánum 112 millj. kr. (nokkuð af þessu er þó styrkur, sem ekki verður kraf- ist endurgreiðslu á). Kaupmanna- hafnarbær á útistandandi í lánum og ábyrgðum til bygginga 87 millj. kr. og hefir auk þass bygt. 7400 íbúðir, er hafa kostað rúmar 85 millj. kr. Þorf. Kr. Skrifstofustjóri í atvinnu- og samgöngu-mála- ráðuneytinu hefir Vigfús Einars- son, áður fulltrúi þar, verið skip- aður í stað Odds heitins Her- mannssonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.