Helgarpósturinn - 25.07.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 25.07.1980, Blaðsíða 11
he/garposturínnFöstudagur 25. júií 1980 SIGLINGAR Litiö inn hjá krökkum á siglinganámskeiði ??Ég var búinn að prófa allt annaðTT „Mig langaði að hafa eitthvaö til að gera og þetta var það eina sem kom til greina af þvi sem Æskulýðsráð býður upp á. Ég var búin að prófa allt annaöV sagði Eyrún Ingadóttir, 11 ára Reykja- vlkurmær, sem við hittum á sigl- inganámskeiði Æskulýðsráðs i Nauthólsvik. Siglinganámskeiðin byrjuðu 2. júnl og standa fram til 22. ágúst og stendur hvert þeirra I 2 vikur. Kennd er meöferð og sigling á seglbátum, einfaldar siglinga- reglur og viðbrögö við óhöppum á sjó og umhiröa búnaðar. Byrj- endanámskeiðin eru fyrir 8—12 ára börn, en framhaldsnámskeiö eru fyrir 11—14 ára. Eyrún var búin að vera á báð- um námskeiöunum og taldi sig hafa lært talsvert. Seinna I sumar sagðist hún fara til Flateyjar, þar sem hún myndi væntanlega hafa aðstöðu til aö sigla. „Þetta er enginn vandil’ sagöi hún. Einar Oskarsson, 9 ára, var á byrjendanámskeiði. Hann sagði okkur aö sig hefði langaö til að læra að sigla, en áöur hefði hann Einar og Eyrún við skála sigl- ingaklúbbs Æskulýðsráðs. komiöá sjómeð afa sinum, sem á árabát, meö hjálparvél. Einar sagðist hafa lært mikið á nám- skeiöinu. En hvaö gerir hann meira við sumarfriiö? „Ég fer I feröalag og svona.” sagði hann. I Nauthólsvik getur almenn- ingur fengiö leigða róðrar- og seglbáta eftir kl. 5 virka daga nema föstudaga og á laugardög- um er útleigan milli kl. 1 og 4. TÖLURUGLINGUR t viðtaii, sem birtist I slðasta Frlstundapósti, við Gunnar Dungal i hestamiöstöðinni Dal gætti nokkurs misskiinings. Haft var eftir Gunnari, að eldi fola I 5 ár kostaöi eina milljón króna. Sú upphæð var miðuö við að hesturinn væri alinn upp I Reykjavík, en kostnaður við að hafa hest I hesthúsi þar er nd 200 þúsund krónur á ári. Folar eru hins vegar yfirleitt alltaf aldir upp á sveitabæjum og þar kostar það vitaskuld mun minna. litið Ur þeim sem aö þessum skól- um standa má benda á, að kennslufræðileg uppbygging þeirra er ekki markviss. Raunar hef ég sjálfur aöeins reynslu af hinu svonefnda meiraprófsnám- skeiði, og get sagt það eitt, að kennslan þar er ekki upp á marga fiska. Það eitt segir sina sögu, aö eina námsbókin, sem ökuskól- amir eiga kost á, er meira en ára- tugs gömul, og þar að auki orðin ófáanleg. Fræðilega prófið sjálft hefur heldur ekki enn veriö sam- ræmt, þrátt fyrir aö ákvöröun um þaðhafilegiðfyrir I nokkur ár, en nauösynleg lagabreyting hefur ekki komist i gegn á Alþingi. Flestir ökukennarar gera sér liklega grein fyrir þvi, að sjálfri ökukennslunni er ábótavant. Hvergi er aðstaða til að þjálfa verðandi ökumenn á öruggu svæöi til að gera þá hæfari til að bregöast við óvæntum aðstæðum. Mörg slys verða einmitt vegna þess að menn bregðast ekki rétt við, þegar eitthvaö óvænt kemur fyrir. Sökin liggur þó ekki alltaf hjá ökumönnum sjálfum. Þeir sem aka daglega um götur Reykjavik- ur munu sjálfsagt flestir sam- mála um, aö umferöarmerkingar eru víða ónógar. Akreinamerk- ingar eru eitt dæmið. Þær sjást varla nema örfáa mánuði á ári, og „loftmerkingar”, þ.e. merk- ingar á skiltum, eru varla til. Uppsetning bið- og stöðvunar- skyldumerkja virðist vera tilvilj- anakennd, og skýrir það kannski að einhverju leyti virðingarleysiö fyrir þeim, sem fyrr er nefnt. Þaö virðist nánast vera skilyröi fyrir þvi aö geta ekið nokkurn veginn hiklaust um bæinn, aö menn gjör- þekki hverja einustu götu og viti upp á hár hvaða skilti eru i nær- liggjandi hliðargötum. Hér þekk- ist varla, aö sett séu upp leiðbein- ingaskilti til að benda mönnum á hvers þeir mega vænta á næsta götuhorni. Enn eru ótaldar allar þær slysagildrur sem hvarvetna leyn- ast. T.d. háir malbikskantar sem fullyröa má aö hafi oröið mörgum aö bana, meðal annars á Keflavikurveginum, Vesturlandsvegi og Sætúni. Hér er ekki rúm til aö fara frekar út I þá sálma að sinni. En til að halda umræðu um allt þetta gangandi væri umsjónarmanni þessa þátt- ar þökk að þvi, ef lesendur hefðu samband við hann og segðu frá reynslu sinni I umferðinni, ófull- nægjandi merkingum, hættuleg- um gatnamótum og öðrum slysa- gildrum, sem þarft væri aö benda á. Vöra-og brauðpeningar- Vömáv'isanir Penmgaseðlar og mynt Gömul umslög og póstkort fáT V FRÍMERKI y Alltfyrirsafnarann Hjá Magna sr og nyrst á þessari sprungu eru snotrir smákatlar, sem vert er aö skoöa. Hrauniö þekur dalinn milli Gvendarselshæðar og Helgafells og þar er mjög gott aö ganga. Nokkuö hefur veriö brotiö upp af þessu hrauni og eru þar aö verki ýmsir garöabyggjendur. Helgafell rls bratt austan dalsins, ^ og nokkuð hefur hruniö þar úr fjallinu yfir hraunið. Viö skulum halda suður meö Helgafelli og við suðvesturhornið erum við komin á annaö hraun, Tvlbollahraun, sem runnið mun ofan úr Grindarskörðum fyrir GÖNGUFERÐIR Kringum Helgafell — gönguleiðin merkt meö punktalinu. Kringum Helgafell Létt ganga fyrir alla fjölskylduna Frlstundapósturinn hefur veriö beðinn um að benda á ákveðnar gönguleiðir I nágrenni höfuð- borgarsvæðisins. Til aö veröa viö þeirri beiðni, leituðum við til Einars Þ. Guðjohnsens hjá Cti- vist og fer hér á eftir lýsing hans á skemmtilegri gönguleið örskammt frá Hafnarfirði: Við ökum af Suðurnesjavegi við kirkjugarðinn I Hafnarfirði, og skiljum bilinn eftir við Kaldársel. Þar komumst við þurrum fótum yfir Kaldá, eina stytztu á landsins, á flekabrú, og stefnum til vinstri, inn með Gvendarselshæö aö norðan. Þarna erum við á hrauni, sem Jón Jónsson jarðfræðingur, nefnir Gvendarselshraun og mun vera runnið eftir landnám, þ.e.a.s. yngsta hraunið á þessu svæöi. Þetta hraun er komið úr sprungu austan I Gvendarselshæð einum 1100 árum, að þvi er Jón Jónsson telur. Við suðurhorniö á Helgafelli liggur mikil sprunga til suövesturs, Gullkistugjá, og er rétt að ganga aðeins suöur meö gjánni og llta niður i myrkrið. Viða I gjánni er mikill og fagur burknagróður. I framhaldi af gjánni til norðurs er áberandi misgengisstallur I austurhllðum Helgafells. Suðurhorniö á Helga- felli nefnist Kastalinn og þar verpa oft hrafnar. Oft verpa einnig smyrlar I austurhllðum Helgafells, þar finnst hvltt lambagras og jafnvel villt jarðar- ber. Við komum að norðausturhorni Helgafells og þar framundan eru Valahnúkar, hálfáfastir við Helgafell. Við skulum ganga skáhallt uppeftir hnúkunum að vestanveröu. Þar sjáum við 11 kassa neöarlega I hliðinni og frá honum liggur leiösla I loftnets- greiöurofar I hllðinni. Þetta mun vera sjálfvirkur jaröskjálftamæl- ir, sem á að veita viðvörun, ef eldsumbrot eru I vændum á þess- um slóðum. Við snertum ekkert af þessum viökvæmu tækjum og höldum áfram norður eftir hnúk- unum, að einum þeim hæsta, sem hnarreistur er á alla vegu. Þar komum viö að girðingu með veg- legum prllum yfir. Þarna framundan er vin i auðninni, allmikill hvammur með trjám og ýmsum gróöri. Þetta er Valaból, og þar hafa fjölmargar viljugar hendurFarfugla unnið gott verk á undanfömum áratugum. 1 einum klettinum er hellir, sem bar nafn- ið Músahellir, og þar leituðu menn oft skjóls. Á strlösárunum slðustu fengu Farfuglar afnot af þessu svæði og leyfi til aö girða það af. Þá var hellirinn innrétt- aður, settur I gluggi og dyr^ágætt fjalagólf,og nefnt Valaból. Þarna var oft mannmargt um helgar, jafnvel yfir 20 manns svaf I hell- inumí einu. Moldvar ekiðuppum klappirnar, grjóti hlaðið upp, þökur lagðar á og plantaö blóm- um og trjám. Viljug og rómantisk æska var þarna aö verki og byggöi upp þennan unaðsreit I grjót- og sandauöninni. Eftir góða áningu I Valabóli, þar sem nesti dagsins hefur veriö gerð hæfileg skil höldum við áfram noröur með hnúkunum. Brátt komum viö að annarri girðingu, sem er kringum vatns- ból Hafnfirðinga. Við höldum til hægri meðfram girðingunni, fyrst yfir lágan háls og erum þá komin I Helgadal, þar sem Hafnar- fjarðarskátar höfðu oft útilegur, en nú er þaö svæði afgirt vegna vatnsbólsins. Viö skulum fylgja giröingunni kringum Kaldárhnúkana, og fyrr en varir erum við aftur komin I Kaldársel, eftir hæfilega tveggja til þriggja tlma göngu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.