Alþýðublaðið - 21.03.1927, Qupperneq 2
e
ALEÝÐUBLAÐIÐ
ALÞÝÖUBLAS5I©
kemur út á hverjum virkum degi.
Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd.
til kl. 7 siðd.
Skrifstofa á sama stað opin kl.
9Va— 10Va árd. og kl. 8—9 síðd. •
Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294
(skrifstofan).
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15
hver mm. eindállta. ►
Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan
(i sama húsi, sömu simar). >
Kágœn kvesaiasð.
Grein með þessari fyrirsögn las
ég nýlega í Alþýðublaðinu, og
fanst mér þar ekksrt ofsagt, en
margt ósagt, og leyfi mér því
að bæta við hana nokkrum setn-
ingum.
I viðtali við Skúla Skúlason
blaðamann segir iðjuhöldurinn
norski Gunnar Knudsen svo:
„Stóriðjuhöldarnir hafa séð, að
fyrsta skilyrðið fyrir því, að alt
gangi vel, er það, að þeir hafi
ánægt (verka)fólk, sem getur lif-
• að góðu lífi í heilnæmum íbúð-
um.“
Þessi eftirtektarverðu ummæli
Knudsens ættu útgerðarmenn hér
að læra og breyta eftir þeim í
framkomu sinni gagnvart verka-
konum þessa bæjar.
Það er raunalegt að lesa um
það í blöðunum, að útgerðarmenn
skuii ekki vilja semja um sann-
gjarnt kaupgjald við verkakonur.
Að þeir skuii vilja nota sér veik-
an samtakamátt og skilningsleysi
of margra verkakvenna til þess að
draga sér nokkra aura á klukku-
stund með því að semja ekki um
það kaupgjald, sem samsvarar því
kaupi, sem goldið er verkakonum
í öðrum bæjum á Iandi hér.
Það er sorglega raunalegt að
vita til þess, að útgerðarmenn
skuli ekki enn vera búnir að læra
þann sannjéika, sem Gunnar
Knudsen og aðrir skynsarnir
menn víða um h -im hafa verið aö
halda að aívinnurekendum yíir-
leitt, að það er eitt af aðalþróun-
arskilyrðum atvinnunnar, að
verkafóliúnu sé greitt sæmilegt
kaup og að öðru leyti gert svo
við það, a| það sé ánægt.
Það er meira en < orglega rauna-
legt fyrir okkur Reykvíkinga, að
útgerðarmenn þessa bæjar skuli
vera stirfnari og harðdrægari en
atvinnurekendur annars staðar á
ilandinu í garð verkakv :nna, þeg-
ar það er athugað, að þeir hafa
þá skoðun sjálfir og Iáta blöð
sín halda henni á lo'ti, að þfir séu
stoðir og styttur menningar og
framfara, og láta kjósa sig í
sæmdar- og trúnaðar-stöður upp
á það „prógramm“.
En allra sorgiegast og rauna-
legast er þó, að talsverður hluti
af verkakonum og verkamönnum
trúir enn þá þessum kenningum
þeirra þrátt fyrir áþreifanlega
breytni þeirra móti samtakahreyf-
tingu A’erkampnna »;g verka-
kvenna fyrir bættum kjörum, betri
menningu, sæmilegum hýbýlum og
baráttunni til útrýmingar fátækt-
inni. j
Ajax.
Aljiiiagl.
Neðri deild.
LandbúnaðarmáL
Þar var á laugardaginn þings-
ál.till. um skipun miliiþinganefnd-
,ar í landbúnaðarmálum til síðari
umr., og var hún sámþ. til e. d.
með þeirri aðalbreytingu samkv.
ti.ll. Iandb.nefndar, að alpingi kjósi
að eins tvo menn í nefndina, en
atv.málaráðh. velji þriðja mann-
inn. Síðan var í þrjár stundir
þrasað um búnaðarmálastjóramál-
ið undir fyrirsögninni: frh. 1. umr.
um einkasölu á tilbúnum áburði.
Loks var því fr'v. vísað til 2. umr.
og landbún.n. eins og í fyrra.
Greiddu allir Ihaldsmenn í deild-
inni nema tVeir atkvæði gegn því
nú þegar. Voru þau ein af síðustu
ummælunum, að deilan væri
kosninga-undirbúningur Ihalds og
„Framsóknar“-manna. Svo mælti
Jakob, og mun honum þá líklega
hafa þótt „Sjálfstæðis“-fIokksbrot-
ið vera sett hjá í viðureigninni.
í svari við fyrirspurn kvaðst
M. Guðm. ekki vita betur, en að
báðir búnaðarmálastjórarnir gegni
jaínframt ráðunautastörfum. Það
mun rétt vera samkvæmt því, sem
Alþbl. hefir fengið upplýsingar
um annars staðar frá.
ESpb deiM.
Þar var stuttur fundur, þó að
eitt af merkilegustu þingmálun-
um, fátækralögin, væri þar til 1.
umr. Deildin gerði ekki nema að
híta á skjaldarrendur, en frestaði
öllu návígi til 2. umr. J. Baldv.
taldi breytingarnar, sem frv. gerði
á fátækralöggjöfinni, fara alt of
skamt, sem eðlilegt er, en E. J.
taldi þær hins vegar fara of
Iangt. Var frv. síðan visað til 2.
umr. og allshn.
Mý fpiamvöpp.
Meiri hluti landbúnaðarnefndar
n. d. (P. Þ„ H. Stef., Jör. og
Hákon) flytur frv. um sauðfjár-
baðanir í stað stj.frv. um útrým-
ingu fjárkláða, er vísað var til
ne.nciaTinr.ar. Vilja flutningsmenn-
irnir láta nægja að fyrirskipa ár-
lega þrifaböðun alis sauðfjár á
landinu á tímabilinu 1. nóv. til 1.
febr, og séu skipaðir eftirlits-
menn þess í hverri sveit, og geri
þeir kláðaskoðun við hverja böð-
un og gefi skýrslur um. Verði
Idáða vart, skal tvöföld kiáðaböð-
un fara fram á þvi svæði, svo
langt sem fé gengur saman. Sýni
skýrslur, að fjárkláðinn sé að
breiðast út, þá sé atvinnumála-
ráðuneytinu heimilt að fyrirskipa
svo víðtæka kláðaböðun, eins og
það telur ástæður til.
Ingólfur Bjamarson flytur frv.
um að taka lagningu nokkurra
símalína í Þingeyjarsýslu upp í
símakerfislögin, og við það
flytja aftur Ásgeir og í annan
stað Árni og H. Stef. viðaukatill.
um nýjar línur í þeirra kjördæm-
um. Nánara síðar, ef samþyktar
verða.
í þingfréttum í síðasta blaði er
ónákvæmt orðalag á tveimur stöð-
um. 1. setn. í 2. dálki skyldi vera
svo: Hins vegar kvað H. V. betra,
að ríkið sjálft léti framkvæma
virkjun, og gæti þá heldur komið
til mála, að það léti sérleyfi tii
iðjuvera. — Fyrir þá, sem eigi
eru kunnugir lögunum frá í fyrra
um notkun bifreiða, skal tekið
fram, að tryggingin er ætluð til
bóta fyrir slys, er bifreiðar kunna
að valda.
Préf f sæstBiegirnL
Bráðiega fer fram próf í sann-
girni ísienzkra alþingismanna.
Nokkur hundruð togaraháseta
hafa borið fram þá réttlætiskröfu,
að þeim sé tryggð 8 stunda hvíld
á sólarhring. Bráðlega fá alþing-
ismennirnir að svara því, hvort
þeim þykir það nóg, að sjómenn-
iirnir striti í 16 stundir í senn á
sólarhring dag eftir dag. Bráðlega
mun koma í ljós, hvort nokkur
sá maður á sæti á alþingi fslend-
inga nú á 20. öldinni, sem hefir
svo mikla böðulsnáttúru, að hann
vilji með atkvæði sínu stuðla að
því, að sjómennirnir séu þrælk-
aðir fram úr öllu hófi, heilsu
þeirra spilt, líf þeirra stytt, kon-
ur þeirra gerðar að ekkjum fyrir
tímann, börn þeirra svift föður-
verndinni um örlög fram, þjóðin
rænd talsverðum hluta af lífsafli
sona sinna, sem eru að afla
brauðs úr djúpi sjávarins. Vér
viljum vona, líka vegna alþingis-
mannanna sjálfra, að slik ósvinna
hendi engan þeirra. Þess verður
að krefjast af slíkri stofnun, sem
alþingi er, að þeir, sem þar eiga
setu, séu svo mannlundaðir, að
þeim ekki að eins bjóði við að
fremja þvílík rangindi, þvílíkt ó-
hæfuverk, heldur hafi þeir unun
af að fá tækifæri til að veita
sjómönnunum þann sjálfsagða
rétt, sém allir, sem dæma þar
um af þekkingu og sanngirni, við-
urkenna nauðsyniegan til trýgg-
ingar sæmilegri líðan þeirra, —
nauðsynlegan heilbrigði þeirra og
starfsþrótti, átta stunda lög-
tryggða hv'ld á sólarhring. Minni
má hún alls ekki vera.
Alþýðan mun gefa giöggar gæt-
ur að því, hver svör alþingi og
hver einsíakur þingmaður veitir
þessari nauðsynjákröfu íslenzkra
sjómanna.
Vei þeim, ef einhverjir eru, sem
greiða atkvæði með svefnleysis-
iþrælkun sjóntannanna! Sagan
myndi sótmerkja þá þingmenn
sem böðla eða hugsunarleysingja
um velferð starfsmanna þjóðar-
innar, starfsmannanna, sem inna
af höndum einna erfiðustu og
hættumestu viimuna.
Bifreiða-lög og -reglur.
Nú, þegar hið háa alþingi situr
á rökstóium til að endurbæta lög-
gjöf vora, væri ekki fráleitt, að
vér bifneiðarstjórar færum fram á
endurbót þeirra laga, er vér þurf-
um að lúta (sem sé bifreiðalag-
anna).
Nú á þessu yfirstandandi þingi
eru fram komin tvö frumvörp,
er bæði eru flutt með það fyrir
augum að bæta dálítið úr göll-
um bifreiðalaganna.
Með þessum línum skal þó ekki.
farið langt út í þær sjálfsögðu
bætur, er bæði þessi frumvörp
hafa í sér faldar, því að það er
óþarft, 'heldur ætla ég að eyða fá-
einum orðum um kenslu og próf
bifreiðastjóra og benda á þá
slæmu galla, sem þar eru, — ekkí
af því, að við höfum ekki skýra
og greinagóða reglugerð, heldur
hvernig henni er framfylgt af
kennurum og prófdómurum.
Um kensluna.
Samkvæmt lögum nr. 88, frá
14. nóvember 1917, um notkun.
bifreiða voru settar reglur um
kenslu og prófun bifreiðastjóra,
sem gefnar voru út 9. febrúar
1920.
Reglugerð þessi var sett með
það fyxir augum að fá vel starfs-
hæfa menn tii að inna af hendi
það ábyxgðarmikla starf að fara
með þessi nauðsynlegu farartæki
til fólks- og vöru-flutninga, og
eigi það að vera vel af hendi leyst
af bifreiðarstjórum, getur hver
maður fundið, að það er stór
skylda samfara leikni í staríinu,
er bifreiðarstjórar þurfa að hafa.
Þó er mér óhætt að segja, að
margur hefir komist léttara út af
náminu en hefði átt að vera, og
skulu hér talin fáein dæmi því til
sönnunax.
Ég ætla að setja hér þau á-
kvæði reglugerðarinnar, er sýna
skyldur kennarans.
1. gr„ stafl. D, mælir svo fyr-
ir, að bifreiðarstjóri skuli hafa
vottorð um, — að hann hafi notið
kenslu í notkun bifreiða hjá kenn-
ara, er stjórnarráðið hefir löggilt
til þess, — að hann haíi stjórnað
bifreiðinni í minst 25 klst. sam-
tals, er skiftist á 14 kensludaga,
og — að hann hafi öðlast hæfilega
handleikni í stjórn bifreiðarinnar.
Skal fylgja kensluvottorðinu út-
dráttur úr dagbók kennarans, er
sýni, á hvaða tíma hann hafi stýrt.
bifreiðinni.
Þetta er sú grein reglugerðar-
innar, er kennarar hafa þurft að
fara eftir. í fljótu bragði virð-
ast þessar kvaðir ekki svo þung-
ar, að ekki væri hægt að fyigja
þeim og það bókstaflega. Þó hafa
þær oxðið hinum núverandi kenn-
urum nokkuð þungar.
/