Helgarpósturinn - 12.03.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 12.03.1982, Blaðsíða 15
__helgarpósturinrL. Föstudagur 12. mars 1982 15 viöial: Dorgrímur Geslsson „Tei mig eiga koppnum laisvert ao þahha f J eins vel og Þórarinn? Við spyrjum hann hver hann áliti að sé staða flokksins nú. Hinir hala nálgasi rramsóhn „Staða Framsóknarflokksins er r.okkúð svipuð þvi sem hún hefur verið frá upphafi. Hann hefur tekið minnstum breytingum af öllum flokkunum, stefnulega séð. Upphaf- lega var hann stofnaður sem vinstrisinnað- ur miðflokkur og hefur alla tið orðið að starfa með öðrum flokkum sitt á hvað. Flokkurinn var stofnaður 1917, og þeir Jönas og Tryggvi, stofnendurnir, voru miklir umbrotamenn, sem urðu samt að vinna með ihaldsmanninum Jóni Magnús- syni og fylgismönnum hans á þingi á árunum 1917—1920. Þótt flokkurinn ynni þá til hægri var stefpa hans til vinstri og hann hafði náið samstarf við Alþýðuflokkinn, en Jónas stofnaði báða þessa flokka. Annan til að vinna i bæjunum, hinn til að vinna i sveitunum. Siðan þá hafa orðið meiri breytingar á Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum en Framsóknarflokknum. Þeir hafa báðir sveigst inn að miðju, og Alþýðubandalagið er að gera það núna lika. Áður var þjóð- nýtingin aðal baráttumálið hjá Alþýðu- flokknum, en nú er það alveg úr sögunni. Og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti félags- legum umbótum, eins og trygginga- málunum, en siðan hefur hann tekið það allt á stefnuskrá sina.” aiii elníicgir ungir menn — Hvernig kemur yngsta kynslóð stjórn- málamanna þér fyrir sjónir? ,,Ég hef kynnst sumum þeirra.bæðii minum flokki og hjá andstæðingunum. Ég get nefnt menn eins og Pál Pétursson, Hall- dór Ásgrimsson, Guðmund G. Þórarinsson, Davið Aðalsteinsson, Jóhann Einvarðsson, Guðmund Bjarnason og Olaf Þórðarson. Mér finnst þetta allt efnilegir menn og geri mér góðar vonir um þá. Vissir menn hjá Sjálfstæðisflokknum eru lika efnilegir. Þar þekki ég Ellert Schram, Friðrik Sopusson og Guðmund H. Garðarsson. Mér hefur gengið vel að eiga samstarf viö þessa menn, og tel að þarna séu á ferðinni efni- legir menn. Sama hygg ég að megi segja um ungu mennina i Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu, þótt ég hafi ekki kynnst þeim eins vel, nema Ólafi Ragnari Grimssyni, sem óþarft er að kynna. Ef ég á að gera samanburð á minni kyn- slóð og þessari ungu hef ég trú á þvi, að þar séu ekki siður frambærilegir menn, sem eruhæfir til forystu. En það þyrftu að vera fleiri ungir menn sem koma fram, það er galli hvað þeir eru hlédrægir. En auðvitað eru breyttir timar, menn hafa fleiri áhugamál nú en var. Ég held að menn komi seinna inn i pólitikina. Margir koma eftir að þeir hafa lokið háskólanámi og starfað i nokkur ár, menn eins og Stein- grimur Hermannsson. Ég hef trú á að i framtiðinni komi ýmsir menn inn i póli- tikina með þeim hætti, að það verði leitað tii þeirra vegna þess að menn hafa komið auga á verðleika þeirra. Þannig verður meiri breidd i þessu. Ég nefni sem dæmi Guðmund G. Þórarinsson og Kjartan Jó- hannsson. Það var meira um það áður, að menn uxu úr ungliðahreyfingunum upp i forystuna. Ef ég á að bera saman þá sem voru á þingi þegar ég byrjaði að fyigjast með stjórnmálum, þá sem sátu með mér á þingi og þá sem eru núna á þingi held ég að það sé ekki siður vel skipað mönnum nú. Á þeim tima, þegar ég kom á þingið, voru þar margir reyndir stjórnmálaforingjar eins og Ólafur Thors, Hermann, Eysteinn, Einar Olgeirsson, Bjarni Benediktsson og Emil. Núna er minna af slikum mönnum, það eru ekki eftir nema Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jóhannesson. Af þessum ástæðum gæti manni þótt þingið svipminna en áður. En það á ekki að breyta þvi, að úr hópi þessara ungu manna, sem nú eru á þingi, eiga eftir að koma foringjar sem verða sambærilegir við þá sem voru áður.” Félagasðmlöhin hoinu í bunhum — Þú féllst á prófkjöri Framsóknar- flokksins 1978. Má ekki segja, að þú hafir orðiö fórnarlamb kynslóöakiptanna á þingi? ,,Það held ég ekki. Sannleikurinn er sá, að strax 1974 hafði ég hugsað mér að hætta á þingi i lok kjörtimabilsins, 1978. Ég hafði þá verið gagnrýndur nokkuð fyrir að sinna ekki Timanum nóg, og eigi ég að velja milli þingmennskunnar og blaðamennskunnar kýs ég hiklaust það siðarnefnda. Sé maður að sækjast eftir áhrifum er miklu vænlegra að vera pólitiskur blaðamaður en venju- legur þingmaður. Ekki sist gilti þetta á timum Jónasar, þegar hann hafði „Tima- klikuna” i kringum sig. Það voru ráð- gjafar, sem hann ráðfærði sig við, og þar voru linurnar lagðar. Sem ritstjóri Timans og þátttakandi á þessum fundum vissi ég miklu betur hvernig þræðirnir lágu en flest- ir þingmannanna. En það var lagt hart að mér að fara i þetta prófkjör, sem var fyrsta opna próf- kjörið. Þátttakan var gifurlega mikil, miklu meiri en sem nam fjölda kjósenda okkar i næstu kosningum. Stór hluti voru hópar úr iþróttaíélögum, Junior Chamber og fleiri lélagasamtökum, sem komu i bunkum til að kjósa ákveðna menn. Ég hafði ekkert slikt á bakvið mig og hafði heldur ekki áhuga á slikum baráttuað- ferðum.” — Svo við snúum okkur aftur að blaða- mennskunni. Geturðu borið saman blaða- mennskuna og blöðin nú og á fyrstu árum þinum? „Það er mjög erfitt að bera það saman, ekki sist þegar þess er gætt, að Morgun- blaðið var aðeins fjórar siður á móti 40 siðum nú. Efni blaðanna er orðið svo miklu fjölbreyttara en þaö var, og stærð þeirra hefur gert mögulega þessa opnun á blöð- unum sem hefur orðið. Áður fyrr var úti- lokað að hafa blöðin opinn vettvang vegna plássleysisins. Gilla biaöamannasléllarinnar Nú er starf blaðamanna meira sérgreint og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að þeir sem eru raunverulega biaðamenn nú, það er haldast i starfinu eitthvert árabil og eru nokkuð fastir, séu svipaðir og starfsbræður minir milli 1930 og '40. Menn eins og Jón Helgason, Ivar Guðmundsson, Pétur Ólafs- son, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, Her- steinn Pálsson, Finnbogi Rútur, Kristján Guðlaugsson og Siguröur Guðmundsson, sem allt voru m jög hæfir menn. Ég hygg að það megi segja alveg það sama um þá blaðamenn sem starfa nú og enda þótt kjörin hafi verið misjöln sé það gifta blaða- mannastéttarinnar, að i hana hafa jafnan valist mjög hæfir menn. Islenskir blaða- menn hafa staðið jalnfætis þvi sem er i betra lagi erlendis. Við getum verið stolt af þvi framlagi sem við höfum lagt til þeirrar þjóðfélagsbyggingar sem helur verið að risa á siðustu áratugum. Sem gamall blaðamaöur sé ég ástæðu til að lýsa ánægju minni með þá grósku sem er á islenskum blaðamarkaði. Blaðið ykkar er t.d. alveg nýtt form, og það er sýnilega lögö mikil alúð við það. Stofnun Dagblaðsins var merkilegt átak og ég hefi stundum kallað Jónas Kristjánsson blaðamann átt- unda áratugsins. Hugmyndirnar um nýtt siðdegisblað sýna, að það er enn landnema- hugsun til meðal islenskra blaðamanna, og ég vona að það verði áfram. Það var skaði að sú hugmynd datt uppíyrir, þetta blað hefðiorðiö til bóta og það hefði veriðgaman að sjá hvað úr heföi orðiö. Sameining Dag- blaðsins og Visis var hinsvegar spor aftur- ábak; þetta nýja blað er daufara en hin voru hvort um sig.” „Eg er ehhi nema 67 ara!" — Að lokum: Margir láta sér nægja minna en 50 ára starfsferil. Ertu farinn að hugsa til þess að draga þig til baka? „Kominn á þennan aldur, geri ég siöur áætlanir um framtiðina en áður. Meðan ég hef heilsu er ég allskostar ánægður með þetta eins og það er. Það hefur verið talsvert rætt við mig um að ég skrifi bækur, t.d. um Jónas og Her- mann. Vilhjálmur Hjálmarsson er að skrifa bók um Eystein. Þá á ég enn óskráð- an seinni hlutann af sögu Framsóknar- flokksins. Fyrra bindiö kom út fyrir 15 árum, en siöan hef ég nánast ekkert sinnt þessu verki. En ætli það sé ekki nóg hverjum manni aö vera i starfi til sjötugs — ég er nú ekki nema 67 ára ennþá, athugaðu það!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.